Morgunblaðið - 22.12.1995, Síða 17

Morgunblaðið - 22.12.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 17 VÖXTUR OECD Auöugar þjóðir horfa fram á nokkurn bata varðandi hagvöxt á næsta ári, samkvæmt úttekt OECD ÁÆTLAÐUR VÖXTUR (Hlutfallslegar breytingar Irá fyrra timabili) 0 0.5 1.0 1.5 2.0 2.5 3.0 3.5 FJÁRHAGSLEGIR JÖFNUÐIR (Hlutfall af landsframleiðslu) •3-2-1 0 12 3 REUTEH Sourœ:OECD Skýrsla OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar Atvinnuleysi þrátt fyrir hagvöxt Útflutningur frá Mið um 20% á árinu og - París. Reuter. BÚIST er við, að hagvöxtur aukist nokkuð í iðnríkjunum á næsta ári en atvinnuleysi verður áfram mikið næstu tvö árin að minnsta kosti. Kemur þetta fram í nýrri misseris- skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Gert er ráð fyrir, að hagvöxtur og A-Evrópu aukist -6% hagvexti spáð í aðildarríkjum OECD, sem eru 25 að tölu, verði að meðaltali 2,6% á næsta ári og 2,7% 1997. Á þessu ári verður hann 2,4% en var 2,9% á síðasta ári. í skýrslunni eru aðildarríkin hvött til að taka á ýmsum kerfis- vanda, ekki síst miklum fjárlaga- halla, í tæka tíð og áður en nýtt samdráttarskeið tekur við í efna- hagslífinu. Það sé eina leiðin til að bæta_ atvinnuástandið til frambúð- ar. Áætlað er, að atvinnuleysi í OECD-ríkjum verði til jafnaðar 7,7% á næsta ári og 7,6% 1997 en á þessu ári er það 7,8%. Taka verður á fjárlagahalla Vel hefur gengið að halda niðri verðbólgu en skýrsluhöfundar segja, að mikill fjárlagahalli og vax- andi, opinberar skuldir séu alvarlegt vandamál. Ekki verði hjá því kom- ist að taka á því og einkum þar sem menn hafí hlíft sér of lengi við erfíð- um ákvörðunum. Þótt ýmsir veikleikar hafí komið fram á öllum helstu efnahagssvæð- unum á síðasta ári þá eru skilyrði fyrir áframhaldandi hagvexti góð. Vextir eru að lækka, verðbólga lítil og gengisskráning í meiri takt við veruleikann en oft áður. Spáð er 2.0% hagvexti í Japan á næsta ári, 2,4% í Þýskalandi og 2,7% í Banda- ríkjunum. Búist er við, að nokkuð dragi úr hagvexti í uppgangsríkjunum í As- íu, Suður-Kóreu, Tævan, Hong Kong, Singapore, Tælandi og Mal- asíu, en hann verði þó áfram mik- ill, 6 til 7% á næstu tveimur árum. , Hagvöxtur í Rússlandi OECD-skýrslan spáir hagvexti í Rússlandi á næsta ári og 1997 að þvi tilskildu, að stjórnmálaástandið leyfi, og í ríkjunum í Mið- og Aust- ur-Evrópu stefnir í fjögurra til sex • prósenta hagvöxt á næstu tveimur árum. Útflutningur frá þessum ríkj- um í heild í dollurum hefur aukist um 20% á þessu ári. Hefur aukning- in verið allt að 30% í Póllandi, Sló- vakíu og Tékklandi og vaxandi eft- irspurn innanlands er nú einn af hornsteinum hagvaxtarins í þessum ríkjum. Bjódum tugi nýrra titla á Líttu við - það borgar sig - BDKALAGERINN Ármúla 23 • Sími: 588-2400 • Fax: 588-8994 Eisum hundruð eldri bóka á ótrúlesu verði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.