Morgunblaðið - 22.12.1995, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 45
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aukin viðurlög -
aukin afbrot
Ogleymanleg ferð
Frá Árna Þór Árnasyni:
UNDANFARIN ár hef ég fylgst
nokkuð náið með umræðunni um
vímuefni og afbrotavanda þjóðfé-
lagsins. Þessi mái hafa verið rædd
frá mörgum sjónarhornum og flest-
um fínnst örugglega nóg komið. Eg
er reyndar sammála þeim sem fínnst
of mikill tími hafa farið í þessa um-
ræðu án þess að nokkuð breytist ann-
að en það að vandamálin aukast.
Ástæðan fyrir þvi að ég hef ákveðið
að viðra skoðanir mínar á þessu máli
er að ég tel hugarfar gerandans hafí
ekki verið tekið til greina í umræðunni.
Fyrir átta árum tókst mér að losna
úr vítahring vímuefnaneyslu og af-
brota. Á þeim tíma sem ég var neyt-
andi fannst mér mitt helsta vanda-
mál væri að komast yfir næg vímu-
efni. Aðalvímugjafi minn var amfet-
amín (örvandi efni) sem ég sprautaði
í æð. Eg hef verið háður öðrum vímu-
efnum, en ekkert annað efni náði
að má úr mér öll mannleg gildi nema
amfetamín. Ég er þess fullviss að
80% tilfella þar sem brotist er inn
eða ráðist á gamalmenn, þá er verið
að reyna að fjármagna þannig
neyslu. Það er ekki verið að hugsa
um afleiðingar þegar verið að reyna
að fullnægja þörfinni fyrir vímuefni.
Flestir sem hafa kynnt sér málin
eru sammála því að vímuefnaneyt-
endur eru sjúkir. Öll umræða virðist
ganga út frá því að með því að herða
viðurlög hætti menn að selja þessi
efni. Ég vil aftur á móti benda á það
að þetta hefur verið stefnan undan-
farin 20 ár en ekki batnað ástandið.
I raun eru menn að segja að þeir séu
ráðþrota.
Tökum sem dæmi: Þú ert sölumað-
ur vímuefna og það er búið að tvö-
falda lengd þeirrar refsingar sem þú
átt von á ef þú ert tekinn. Hvað
gerist. Þú ferð að vanda þig betur.
Ferð að útbúast vopnum og koma
þeim skilaboðum til kaupenda að
þeir fá að finna fyrir því ef þeir kjafta
frá. Það er kannski betra að drepa
þann sem gæti mögulega kjaftað frá
ef hegningin er svipuð og fyrir morð.
Svo verður auðvitað að hækka verðið
því það er meiri hætta á ferðum. Það
er betra að hækka verðið og selja
færri fyrir sama pening.
Þú ert kaupandi: Sölumaðurinn er
búinn að hækka verðið á efninu.
Ekkert annað hefur breyst, þig lang-
ar ekkert minna í efnið. Efnafræðin
í þínum heila gerir ekki greinarmun
á álagasetningum eða verðlag. Þú
verður að fá meira. Það er þegar
ómögulegt að þéna nægilega mikið
til að ijármagna neyslu, hvað þá
þegar verðið hefur. hækkað!
Trúir þú mér ekki! Ef neytandinn
er ekki tilbúinn að hætta þegar hann
hefur misst allt sem honum þykir
vænt um, af hverju ætti hann þá að
hætta einfaldlega vegna þess að hann
á á hættu að verða stungið í steininn?
Mér tókst ekki að hætta fyrr en ég
var búin að fara í margar langar og
dýrar meðferðir. Það tók 10 ár frá
fyrstu meðferð þangað til ég hætti.
Eg hef tekið eftir því að þeir eru ekki
margir sem ná sér frá sprautunni.
Hvað legg ég til? Ég hef enga
patentlausn frekar en aðrir. Eitt veit
ég þó: Það að herða viðurlög er ekki
rétta leiðin. Við viðurkennum alkó-
hólisma sem sjúkdóm en meðhöndl-
um sjúklingana sem glæpamenn. Ég
legg til að opnuð verði stofnun sem
útdeilir amfetamíni til nejdenda gegn
vægu gjaldi. Er maðurinn vitlaus?
er kannski spurt. ísland verður þá
eins og Amsterdam. Á að verðlauna
þessa aumingja? Á að gefast upp?
En skoðum þetta aðeins nánar;
með slíku kerfi væri hægt að leysa
tvö verstu vandamálin sem snúa að
almenningi. 1) Þau afbrot sem fram-
in eru til að flármagna neyslu minnka
eða hverfa og 2) markaðurinn fyrir
þessi efni hverfur. Aðrir kostir eru
meðal annars að það verður betra
eftirlit með nejdendum og þeir hafa
greiðari aðgang að afvötnun og að-
stoð. Hefur einhver hugleitt peninga-
magnið sem fer úr landi til eiturlyfla-
sala erlendis? Tekjur af gjaldi því sem
tekið verður af vímuefnaneytendum
fyrir efnið væri hægt að 'nýta_ til að
fjármagna meðferðarstöðvar. Ég veit
ekki hvað amfetamín kostar í dag,
en þegar ég var í neyslu þá kostaði
neyslan ekki minna en tíu þúsund
krónur á dag.
Ég set fram þessa tillögu til um-
hugsunar fyrir ráðamenn og spyr um
leið hvort það hafi borið árangur að
herða viðurlögin og einnig hvort ekki
sé tími til að hugsa að nýjum leiðum
til að leysa vandann.
ÁRNIÞÓR ÁRNASON,
einn af stofnendum áfangahússins
Takmarkið í Reykjavík og aðstoðaði
við uppsetningu áfangaheimilisins
Fjólunnar á Akureyri.
Frá nokkrum eldri borgurum í
Hafnarfirði:
VIÐ undirritaðir eldri borgarar úr
Hafnarfirði („úrvals fólk“) biðjum
Velvakanda Morgunblaðsins að
koma eftirfarandi þakklæti okkar á
framfæri:
Við vorum þátttakendur í sólar-
ferð til Kanaríeyja 8. nóvember til
6. desember 1995, á vegum ferða-
skrifstofunnar Úrvals-Útsýnar; ferð
sem var svo yndisleg, að við höfum
aldrei upplifað annað eins í slíkum
ferðum.
Við viljum þakka fyrir gott hótel
á „Las Camelias", hreinar, bjartar
og þægilegar íbúðir.
Við viljum þakka fyrir hreint frá-
bæra fararstjóm hjónanna Svanborg-
ar (Bobby) og Ingvars Herbertsson-
ar, sem voru óþreytandi í umhyggju
fyrir okkur og höfðu klukkustundar
viðtalstíma fyrir okkur á hótelinu á
hverjum virkum degi, alltaf reiðubúin
að sinna jafnvel ótrúlegasta kvabbi
með hlýju brosi á vör.
Þá viljum við og þakka henni
Hrefnu, hjúkrunarfræðingnum okk-
ar, sem er sko ómissandi í svona
ferð með eldra fólki, en hún var okk-
ur eins og besta móðir, alltaf reiðubú-
in að hjúkra okkur jafnt á nóttu sem
degi, Guð blessi hana. Síðan er það
sjálfur góði hirðirinn, skemmtana-
stjórinn okkar, hann Sigurður Guð-
mundsson, sem hélt utan um hópinn
með leikfimi á hveijum virkum
morgni og félagslegri samheldni í
hvívetna, sem og kvöldvökum með
söng, gítarspili og dansi; allt það sem
gerir svona ferð ógleymanlega og
gefur þessa félagslegu tilfínningu
sem er svo mikils virði. Að ógleymd:
um honum Örvari Kristjánssyni og
hinum ljúfu tónum harmoníkkunnar
hans, en hann spilaði alltaf fyrir dansi
á kvöldvökunum hjá okkur og svo á
Klörubar á hverju kvöldi.
Öllu þessu yndislega, góða fólki
viljUm við þakka fyrir þeirra framlag
og við biðjum góðan Guð að gefa
þeim öllum gleðilega jólahátíð og
farsælt komandi ár í von um að fá
tækifæri til þess að njóta starfs-
krafta þeirra allra í síðari sólarferð-
um.
Samferðafólkinu öllu sendum við
einnig okkar bestu jólaóskir og
kveðjur.
Virðingarfyllst,
ELÍNBORG OG SIGURÐUR JÓNSSON,
JÓNA OG SIG. GUÐMUNDSSON,
ÞÓRUNN ÓSKARSDÓTTIR,
HALLDÓRA SKÚLADÓTTIR.
DEMANTAHÚSIÐ
Borgarkringlunni, s. 588-9944
Hvert var
millinafn
Harry S.
Truman?
Frá Hallbergi Hallmundssyni:
Aðeins nokkrar línur til gamans
í tilefni af smáklausu í blaðinu hinn
11. nóvember (bls. 26) undir fyrir-
sögninni „Hvert var millinafn Harry
S. Trum'an?"
Á fyrstu árum mínum í New
York (og raunar síðan í samtals 17
ár) starfaði ég við alfræðibók, sem
þá var í samningu og hét Encyclope-
dia International. Eitt af þeim
vandamálum sem upp kom við sam-
setningu ritsins var hvað lægi að
baki upphafsstarfsins S í nafni for-
setans fyrrverandi, sem þá var enn
í fullu fjöri. Hvernig sem þeir gróf-
ust fyrir um það í prentuðum heim-
ildum fundu ritstjórarnir hvergi
lausn gátunnar. Því var það ráð
tekið, sem beint lá við, að skrifa
Truman sjálfum og fá þannig þraut-
ina leysta án milliliða.
Svarið barst um hæl: Þar lægi
raunar ekkert að baki. Hann hefði
verið skírður Harry S, og þar sem
S væri fullt annað skírnarnafn hans,
bæri að rita það án punkts á eftir,
því punkturinn myndi gefa í skyn
að um skammstöfun væri að ræða
en ekki fullt nafn. Þannig var for-
setinn kynntur í Encyclopedia Inter-
national: Harry S Truman. En það
sem ómælda kátínu vakti á ritstjórn
EI var að svarið frá skrifstofu for-
setans var ritað á prentað bréfsefni
sem á stóð Harry S. Truman - með
greinilegum punkti á eftir S-inu!
HALLBERG HALLMUNDSSON,
New York.
...blabib
- kjarni málsins!
Rúm fyrir
40%
lægra verð
Verðið er lágt en ekki mikið til
HAGKAUP Kringlu I
nm
Verð á dýnum með ramma:
Miiiistíf Mjúk
Twin 99x190 37.000 39.000
Queen 152x203 56.000 61.000
King 193x203 77.000 82.000
Höföagaflar 1 verð frá 8.900
(Serta; EUTE rúmin fengu frábœrar móttökur um
daginn og seldust upp á svipstundu.
Við höfum nú fengið um 70 rúm í viðbót á sama verði,
40% ódýrari en sambœrileg rúm hérlendis.
Byrjað verður að selja rúmin í dag
föstudag í Hagkaup Kringunni
[EF
EL
VISA
RAÐGREHDSLUR