Morgunblaðið - 06.01.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 19
ERLENT
STUTT
Silungur
er lifir á
jurtafæðu
FINNSKIR vísindamenn undir
stjórn Hannu Molsa prófess-
ors við Kuopio-háskóla eru að
beita líftækni til að hanna
regnbogasilung er lifa mun
nær eingöngu á jurtafæðu og
verður því ódýrari í eldi en
annar silungur. Einnig verður
efnamengun minni frá eldis-
stöðvunum. Genum úr jurta-
ætum er komið fyrir í fiskinum
til að breyta fæðumynstrinu.
Lillehammer-
morð á ný til
rannsóknar
LASSE Qvigstad, saksóknari
í Noregi, segir að kannað verði
hvað hæft sé i staðhæfingum
fyrrverandi leyniþjónustu-
manns um að norskur majór
sem nú er látinn, Israel Krupp,
hafi aðstoðað morðingja Pa-
lestínumanns í Lillehammer
1973. Vitað er að ísraelskir
leyniþjónustumenn voru að
verki, þeir myrtu manninn í
misgripum.
Infomatin
á hausinn
FRANSKA dagblaðið Info-
matin er gjaldþrota og kemur
í síðasta sinn út á mánudag.
Blaðið var stofnað fyrir tveim
árum, var mjög ódýrt og lagði
áherslu á litanotkun og auð-
melt efni fyrir ungt launafólk.
Sala þess hefur minnkað hratt
að undanförnu og var tapið
um 60 milljónir franka, nær
800 milljónir króna, í fyrra.
Díana
ráðgast við
lögfræðinga
LÖGFRÆÐINGUR Díönu
prinsessu af Wales vísaði í gær
á bug fregnum þess efnis að
hún hefði ákveðið að sam-
þykkja fullan skilnað við Karl
Bretaprins. Elísabet drottning
hefur hvatt hjónin til að skilja
að lögum. Díana ráðgaðist við
lögfræðinga sína í gær eftir
stutt leyfí á eyju í Karíbahafi.
Sprenging
banar til-
ræðismanni
HELSTI sérfræðingur Ham-
as-hreyfingar íslamskra heit-
trúarmanna fórst í gær er
sprengja sprakk í Jabalya-
flóttamannabúðunum á Gaza-
spildunni, að sögn ísraelska
útvarpsins. Óljóst er hvað olli
sprengingunni.
Ljúka
tilraunum
í febrúar
JACQUES Chirac Frakk-
landsforseti sagði í gær að
Frakkar myndu gera síðustu
kjarnorkutilraun sína á Kyrra-
hafi í næsta mánuði. Myndu
þeir síðan undirrita samning-
inn um bann við slíkum til-
raunum og gera suðurhluta
Kyrrahafs að kjarnavopna-
lausu svæði.
Tomiichi Murayama, forsætisráðherra Japans, ákveður að segja af sér
Kosningum
spáð á næstu
mánuðum
Tókýó. Reuter.
TOMIICHI Murayama, forsætisráð-
herra Japans, tilkynnti í gær að
hann myndi segja af sér og sú
ákvörðun hans kom nokkuð á óvart
þar sem búist var við að hann
gegndi embættinu þar til fjárlög
næsta fjárhagsárs yrðu afgreidd á
þinginu í apríl. Fréttaskýrendur í
Japan segja að flest bendi til þess
að stjórnarflokkarnir slíti samstarf-
inu eftir afgreiðslu fjárlaganna eða
jafnvel fyrr og boði til kosninga.
Murayama er 71 árs og leiðtogi
Sósíalistafiokksins. Hann kvaðst
ekki hafa tilnefnt eftirmann í emb-
ættið en sagði að stjórnarflokkarnir
þrír hefðu samþykkt að mynda nýja
stjóm. Gangi það eftir þykir aðeins
einn maður koma til greina sem
forsætisráðherra: Ryutaro Hashi-
moto, viðskiptaráðherra og leiðtogi
stærsta stjórnarflokksins, Fijáls-
lynda lýðræðisflokksins, sem hafði
bæði tögl og hagldir í japönskum
stjórnmálum í 38 ár þar til spilling-
armál urðu honum að falli í kosn-
ingunum í júlí 1993. Hashimoto
yrði þá fjórði forsætisráðherra Jap-
ans á tæpum þremur ámm.
Afsögn Murayama er rakin til
áforma um að. ríkið verji miklum
fjárhæðum til að forða húsnæðis-
lánafyrirtækjum frá gjaldþroti, eins
og gert er ráð fyrir í fjárlagafrum-
varpi stjórnarinnar. Fyrirtækin em
einkum í eigu samvinnufélaga
bænda og andstæðingar áformanna
segja að verið sé að bjarga bændum
á kostnað skattgreiðenda. „Hvernig
get sannfært stjórnarandstöðuna
um ágæti þessara áforma?" hafði
Koken Nosaka, helsti talsmaður
Murayama, eftir forsætisráðherran-
um. „Þetta mun leiða til þingkosn-
inga og við megum ekki við þeim.“
A ýmsu gengið
Murayama varð forsætisráðherra
í júní 1994 þegar flokkur hans og
Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn
mynduðu stjóm með Sakigake,
flokki Masayoshi Takemura fjár-
málaráðherra. Á ýmsu hefur gengið
á valdatíma stjórnarinnar; mann-
skæður landskjálfti sem olli gífur-
legu eignatjóni, eiturgasárás í neð-
anjarðarlest í Tókýó, bankakreppa
og langvarandi efnahagslægð.
Reuter
TOMIICHI Murayama, fráfarandi forsætisráðherra Japans (t.v.),
og Ryutaro Hashimo viðskiptaráðherra sem tekur að öllum lík-
indum við stjórnartaumunum eftir afsögn forsætisráðherrans.
Stjórnin verður að segja af sér
formlega en starfar áfram til bráða-
birgða þar til ný stjórn verður
mynduð. Búist er við að stjómar-
flokkarnir tilnefni forsætisráðherra
á þingfundi 11. janúar.
Litskrúðugur
stj ór nmálamaður
Hashimoto er 58 ára og ólíkur
öðmm atkvæðamiklum stjómmála-
mönnum Japans, þykir litskrúðugur
og glaðlyndur. Hann er þjóðernis-
sinni, æfir kendo, japanska skylm-
ingaíþrótt þar sem beitt er þungum
bambusskeftum, og hann er einnig
óhræddur við að lenda í átökum við
pólitíska andstæðinga. Sá hæfileiki
gerði hann að harðasta samninga-
manni Japana í viðræðunum við
Mickey Kantor, viðskiptafulltrúa
Bandaríkjanna, um viðskiptadeilur
ríkjanna í fyrra. Hann lét svo um
mælt að það að semja við Kantor
væri eins og að skylmast. „Ef menn
hafa ekki gát á andstæðingum sín-
um fá þeir högg í hausinn," sagði
hann. „Kantor var ógurlegri en
konan mín þegar ég kem fullur
heim.“
Sem viðskiptaráðherra beitti
Hashimoto sér fyrir auknum út-
gjöldum ríkisins og minna aðhaldi
í peningamálum til að blása lífi í
efnahaginn. Hins vegar er talið ólík-
legt að hann beiti sér fyrir umbótum
á stjórnkerfinu eða komi á auknu
frjálsræði í viðskiptalífinu.
Ríkisstjórn Litháens í uppnámi vegna fjármálahneykslis forsætisráðherrans
„Þeir myndu ekki taka
við mér í fangelsinu“
Ríkisstjóm Litháens er í uppnámi vegna
fj ármálahneykslis forsætisráðherrans,
Adolfas Slezevicius. Olafur Þ. Stephen-
sen segir frá kynnum sínum af forsætis-
ráðherranum, sem tekur því víðsfjarri að
hann sé gerspilltur kommúnisti.
ur. Flokkur þeirra,
arftaki Kommúnista-
flokksins, heitir nú
Lýðræðislegi verka-
mannaflokkurinn og
vann meirihluta á
þingi í kosningum
1992. Slezevicius,
sem er 48 ára, var
virkur félagi í Komm-
únistaflokknum og
gegndi fyrst embætti
í stjórnsýslu Sovétlýð-
veldisins Litháens árið
Í977.
Öngþveiti ríkir í
bankakerfinu í Lithá-
en. Bankar eru margir
og smáir og markmið
eigenda þeirra oft
gruggug. Slezevicius
Morgunblaðið/ÓÞS
Adolfas Slezevic-
ius, forsætisráð-
herra Litháens.
ensku enda stundaði
hann hagfræðinám í
Iowa í Bandaríkj-
unum. Hann er fyrr-
verandi körfubolta-
hetja og þykir- dæma-
laust vel á sig kominn
líkamlega — sýndi það
meðal annars með því
að þrýsta hendur
blaðamanna svo fast
að þeir gátu varla
skrifað niður eftir
honum í viðtalinu.
Slezevicius var
óvenjulega fús til að
tala um sjálfan sig og
þá gagnrýni, sem oft
heyrist, að hann sé
gerspilltur fulltrúi
hins gamla valdakerf-
is kommúnista. „Spill-
RÍKISSTJÓRN Litháens er í upp-
námi eftir að tveir ráðherrar af-
hentu Algirdas Brazauskas forseta
uppsagnarbréf sín í gær. Ástæða
afsagnar ráðherranna er hneykslis-
mál, sem snýst í stuttu máli um
að Adolfas Slezevicius forsætisráð-
herra hafi notfært sér vitneskju
sína um stöðu Nýjungabankans,
sem var lokað fyrir jólin vegna
gruns um svindl og misferli, til að
taka sparifé sitt út úr bankanum
í tæka tíð.
Slezevicius hefur, að sögn Re-
uters-fréttastofunnar viðurkennt
að hafa tekið andvirði tveggja millj-
óna íslenzkra króna út af reikningi
sínum í Nýjungabankanum áður
en stjórnvöld lokuðu bankanum og
hófu rannsókn á málum hans.
Margir hafa orðið til þess að for-
dæma forsætisráðherrann, enda
voru innstæður sauðsvarts almúg-
ans í bankanum frystar er honum
var lokað.
Flokksbróðir forsetans
Ríkisstjórn Litháens átti að
koma saman til aukafundar í gær
vegna afsagnar þeirra Povilas Gy-
lys utanríkisráðherra og Linas
Linkevicius vamarmálaráðherra.
Ekki hefur fengizt staðfest hvort
Brasauzkas forseti hefur samþykkt
afsagnarbeiðni þeirra. Talið er að
með ákvörðun sinni vilji þeir þrýsta
á Slezevicius að segja af sér.
Baltneska fréttastofan BNS
hafði í gær eftir Brazauskas: „Frá
siðferðilegu sjónarmiði og af sjón-
arhóli almennings í Litháen ætti
þessi ríkisstjóm að segja af sér eða
vera knúin til afsagnar, en hver
myndi vilja taka við þessu starfi,
sem verður að vinna?“
Brasauzkas, sem er fyrrverandi
leiðtogi Kommúnistaflokks Lithá-
ens, og Slezevicius eru flokksbræð-
tjáði sig um banka-
kreppuna er blaðamaður Morgun-
blaðsins hitti hann að máli í Vilnius
síðastliðið haust ásamt fleiri nor-
rænum blaðamönnum. „Hér eru
vandamál í bankakerfinu og nokkr-
ir bankar hafa orðið gjaldþrota.
Það er lán í óláni að bankarnir eru
litlir," sagði forsætisráðherrann.
„Við höfum gripið til ýmissa að-
gerða til að byggja upp skilvirkara
bankakerfi."
Forsætisráðherrann talar ágæta
ing innan ríkisstjórnarinnar er efst
á baugi þessa dagana. Ég er sagð-
ur vera spilltasti maður í landinu
og að það ætti að setja mig í fang-
elsi,“ sagði Slezevicius og skellihló.
Hann sagði að auðvitað væri spill-
ing vandamál í öllum fyrrverandi
kommúnistaríkjum. Stjórn hans
gerði hins vegar sitt bezta til að
beijast gegn henni.
„Ef við fáum merki um að emb-
ættismaður eigi aðild að spillingar-
máli, færum við hann gjarnan til
í starfi. Til dæmis hef ég fært ráð-
herra til fyrir að bregðast ekki við
ábendingum um spillingu, til að
mynda við einkavæðingu ríkisfyrir-
tækja," sagði Slezevicius þá.
Um ásakanirnar um hans eigin
sgillingu sagði hann hins vegar:
„Ég hef gegnt pólitísku embætti
frá árinu 1977. Égþekki krókaleið-
ir kerfisins. Ég þekki alla. Þetta
er lítið land. Og auðvitað er ekki
auðvelt að fínna fólk, sem vill að-
eins vinna fyrir föðurlandið og er
algerlega laust við sérgæzku ...
En þegar menn segja að ég og öll
ríkisstjórnin séu spillt, bið ég um
sannanir og þær fæ ég ekki. Ég
get ekki keypt mér handjárn og
farið í fangelsi — þeir myndu ekki
taka við mér í fangelsinu."
Væri enn á
verksmiðj ugólf inu
án flokksskírteinis
Aðspurður um fortíð sína í
Kommúnistaflokknum hafði
Slezevicius svör á hraðbergi: „Ég
skildi alltaf að hin marx-leníníska
hugmyndafræði var tóm vitleysa.
En þetta var kerfið, sem ég bjó
við. Hvað átti ég að gera? Flokks-
skírteinið var eini lykillinn að góðri
stöðu. Ég var 24 ára gamall yfirvél-
virki í stórri verksmiðju þegar ég
gekk í flokkinn. Þannig varð ég
yfirverkfræðingur. Hefði ég ekki
náð mér í flokksskírteini væri ég
enn á verksmiðjugólfinu. Ég tók
rnína ákvörðun án þess að hugsa
um hugmyndafræði. En það var
góð ákvörðun, fyrir sjálfan mig og
fyrir fjölskyldu mína. Það var að
mínu mati líka góð ákvörðun fyrir
land mitt. Ég hef alltaf lagt hart
að mér í störfum mínum fyrir land
og þjóð.“