Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Skattar lækka
RÍKISFJÁRMÁL
hafa verið í brenni-
depli efnahagsum-
ræðunnar að undan-
förnu. Þetta er eðli-
legt með hliðsjón af
þeim vandamálum
sem þar hefur verið
við að etja, einkum
þrálátum hallarekstri
og óæskilegum áhrif-
um hans á vexti, hag-
vöxt og atvinnustig.
Miklir erfiðleikar í
þjóðarbúskapnum
mörg undanfarin ár
hafa kallað á marg-
víslegar aðgerðir af
hálfu stjómvalda, jafnt skatta-
lækkanir sem aukin útgjöld, til
þess að greiða fyrir kjarasamning-
um og treysta stöðugleika í efna-
hagsmálum. Þótt þessar aðgerðir
hafí kostað meiri halla á ríkissjóði
en ella hefði orðið var það talið
réttlætanlegt miðað við aðstæður.
Nú þegar rofað hefur til í efna-
hagsmálum er hins vegar brýnt
að ná jafnvægi í rekstri ríkissjóðs
sem fyrst. Það er besta leiðin til
að tryggja áframhaldandi stöð-
ugleika í efnahagsmálum, efla
hagvöxt og auka atvinnu í land-
inu. Um þetta er ekki deilt lengur.
Þetta er rifjað upp meðal ann-
ars í tilefni af grein Kristjáns J.
Gunnarssonar, fyrrverandi
fræðslustjóra, í Morgunblaðinu
miðvikudaginn 3. janúar sl. Krist-
ján er afar glöggur maður, en í
grein hans gætir samt
nokkurrar óná-
kvæmni og á köflum
misskilnings í umfjöll-
un um breytingar á
skattamálum að
undanförnu. Ég vil
sérstaklega taka fyrir
þijú atriði:
Skattfrelsi
lífeyrisgreiðslna
Haustið 1994 voru
miklar umræður um
meinta tvísköttun líf-
eyrisgreiðslna. For-
sagan er sú að frá og
með árinu 1988 var
fellt niður skattfrelsi
lífeyrisiðgjalda launþega, en áður
hafði verið heimilt að draga iðgjal-
dagreiðslu launafólks í lífeyrissjóði
frá tekjuskatti. Þar sem greiðslur
úr lífeyrissjóðum eru skattskyldar
gat þetta leitt til tvísköttunar að
því marki sem heildartekjur lífeyr-
isþega voru yfir skattleysismörk.
Hér er þó rétt að hafa í huga að
þetta átti einungis við um þá ein-
staklinga sem greiddu í lífeyris-
sjóði frá árinu 1988.
Til að koma til móts við þessi
sjónarmið ákvað þáverandi ríkis-
stjórn að fara þá leið að undan-
þiggja tiltekinn hluta lífeyris-
greiðslna tekjuskatti, eða sem
svaraði til framlags launafólks í
lífeyrissjóði. Samkvæmt útreikn-
ingum sérfræðinga jafngilti þetta
15% af útborguðum lífeyri. Með
Það er því misskilning-
ur, segir Friðrik Soph-
usson, að lífeyris-
greiðslur hafí verið
skertar nú um áramótin
og þaðan af síður að
ríkissjóður hafi haft
af því einn milljarð í
tekjuauka.
þessari útfærslu var þannig haldið
áfram að skattleggja lífeyrisið-
gjald launþega eins og verið hafði
frá árinu 1988, en ígildi þess við
greiðslu lífeyrisins var undanþegið
skatti.
Þessi útfærsla sætti mikilli
gagnrýni af hálfu ýmissa laun-
þegasamtaka, einkum ASÍ, sem
töldu eðlilegra að fara hina leið-
ina, þ.e. að undanþiggja lífeyrisið-
gjaldið, en skattleggja að fullu
greiðslur úr lífeyrissjóðum. Þetta
mál varð síðan eitt helsta atriði í
kröfugerð ASÍ gagnvart stjórn-
völdum við gerð kjarasamninga í
febrúar 1995. Niðurstaðan varð
sú að ríkisstjórnin féllst á að fara
þá leið að undanþiggja lífeyrisið-
gjöld tekjuskatti, enda ljóst að
ekki tækjust kjarasamningar sem
tryggðu áframhaldandi stöðug-
leika í efnahagslífinu að öðrum
Friðrik
Sophusson
Skatttekjur ríkissjóðs
sem hlutfall af vergri landsframleiðslu
1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996
kosti. Var ákveðið að þessi breyt-
ing kæmi til framkvæmda í þrem-
ur áföngum á árunum 1995-1997.
Undir lok ársins féllst ríkisstjórnin
á ósk ASÍ um að flýta gildistöku
þessara áfanga þannig að breyt-
ingin kæmi að fullu fram á árinu
1996. í ljósi þessara ákvarðana
voru ekki lengur forsendur fyrir
skattfrelsi hluta (15%) lífeyris-
greiðslnanna og var ákveðið að
fella það niður á árinu 1996.
Lífeyrisgreiðslur hækka
í takt við laun
í grein Kristjáns gætir nokkurs
misskilnings hvað varðar breyting-
ar á lífeyrisgreiðslum nú um ára-
mótin. Eins og hann hefur væntan-
lega orðið var við, líkt og aðrir
lífeyrisþegar, hækkuðu almennar
grunnfjárhæðir lífeyrisbóta um
3,5% nú um áramótin. Þetta er
fyllilega í takt við almenna hækk-
un launa frá sama tíma líkt og
verið hefur. Það er því misskilning-
ur að lífeyrisgreiðslur hafi verið
skertar nú um áramótin og þaðan
af síður að ríkissjóður hafi haft
af því einn milljarð í tekjuauka.
Breytingin sem gerð var um
áramótin fólst í því að framvegis
mun Alþingi taka ákvörðun um
breytingar á h'feyrisbótum, vænt-
anlega í tengslum við fjárlagagerð
hveiju sinni, í stað þess að þær
séu framreiknaðar með launavísi-
tölu. Þessi ákvörðun er hluti af
stærra máli þar sem Alþingi hefur
nú samþykkt að hverfa frá sjálf-
virkum framreikningi ýmissa fjár-
hæða samkvæmt einhveijum verð-
vísitölum. Þetta voru leifar gam-
alla verðbólgutíma sem ekki eru
lengur rök fyrir. Ég vek sérstaka
athygli á því að þetta gildir ekki
einungis um bætur ýmiss konar
heldur einnig um ýmsa skatta og
gjöld sem áður hækkuðu sjálfkrafa
í takt við vísitölur. Ákveðið var
að fella út vísitöluviðmiðunina og
jafnframt að halda fjárhæðunum
Ódýr raforka til Reykjavíkur?
IÐNAÐARRÁÐHERRA hefur
ákveðið að hefja heildarendurskoðun
á löggjöf um vinnslu, flutning og
dreifingu orku. Meginmarkmið end-
urskoðunarinnar á að vera að auka
skilvirkni og samkeppni en þó þann-
ig að hún stuðli að jöfnun orku-
verðs. Sérstök ráðgjafanefnd verður
sett á laggirnar vegna þessa verk-
efnis og hefur m.a. Akureyrarbæ
og Reykjavíkurborg verið boðin þátt-
taka í því starfi.
Þessi ákvörðun kemur kannski
ekki á óvart í ljósi umræðna um
orkumál að undanförnu, þ.e. um-
ræðu um álver og forgangsröðun
virkjana. Það er þó athyglivert að
endurskoðun löggjafarinnar á að
leiða til aukinnar samkeppni og að
þeim svetarfélögum sem eiga hlut í
Landsvirkjun er sérstaklega boðið
að taka þátt í þessu starfi.
Ódýrari raforka
Einn af virkjunarkostum Lands-
virkjunar sem nú er í athugun er
Nesjavallavirkjun. Eins og flesturn
er kunnugt hafa átt sér stað umræð-
ur að undanförnu á milli Landsvirkj-
unar og Reykjavíkurborgar vegna
þeirra virkjunar í tengslum við Col-
umbía álverið svokallaða. Við stækk-
un ísal liggur fyrir að öll umfram-
orka í raforkukerfi Landsvirkjunar
fullnýtist og því þarf að ráðast í
nýjar orkuöflunarframkvæmdir.
Margir hafa látið í ljós þá skoðun
sína á undanförnum árum að
Reykjavíkurborg eigi sjálf að virkja
Nesjavelli og selja raforkuna beint
til Rafmagnsveitu Reykjavíkur en
ekki til Landsvirkjunar og lækka
þannig raforkuverð til Reykvíkinga.
Síðast skrifaði Ólafur G. Flóvens,
jarðeðlisfræðingur, ágæta grein um
þetta efni í Morgunblaðið þann 1.
desember sl. Þar rakti hann m.a. að
líklega væri hægt að lækka raforku-
kostnað Reykvíkinga um 700 til
1.000 milljónir á ári með framleiðslu
raforku á Nesjavöllum. Sá útreikn-
ingur byggist á því að hægt sé að
framleiða um 500 GWst (gígawatt-
stundir) af raforku á ári á Nesjavöll-
um og að raforkuverðið
verði ekki hærra en
sem nemur 1,50
kr/kWst. í dag kaupir
Rafmagnsveita
Reykjavíkur um 660
GWst á ári af Lands-
virkjun og greiðir fyrir
það u.þ.b. 3,00
kr/kWst eða rúmlega
1.940 milljónir króna á
ári.
Afkastageta Nesja-
vallarvirkjunar er talin
um 480 GWst á ári.
Af mati sérfræðinga
má ráða að hægt er að
framleiða um 360
GWst á ári með tiltölu-
lega lítilli viðbótar gufunotkun en
til að ná afkastagetunni í 480 GWst
þarf verulega aukna gufunotkun.
Af þessu má ljóst vera að hér er
um gríðarlegt hagsmunamál fyrir
Reykvíkinga að ræða og eins gott
að rétt verði staðið að málum þann-
ig að þetta tækifæri gangi ekki okk-
ur úr greipum, sérstaklega þar sem
iðnaðarráðherra hefur nú þegar lýst
yfír vilja sínum til þess að opna fyr-
ir möguleika á samkeppni í orku-
vinnslu.
Breyta þarf orkulögum
Rétt er að hafa í huga að Reykvík-
ingar hefja ekki raforkuvinnslu á
Nesjavöllum til eigin nota án þess
að lögum verði breytt. í lögum um
raforkuver o.fl. er iðnaðarráðherra
veitt heimild til þess að veita Hita-
veitu Reykjavíkur leyfi til raforku-
vinnslu á Nesjavöilum með því skil-
yrði að fyrir liggi samningur um
rekstur virkjunarinnar sem hluta af
raforkukerfí landsins, eins og það
er orðað í lÖgunum.
Skilyrði borgarinnar
Borgarstjórn Reykjavíkur þarf að
tryggja tvennt til þess að hægt sé
að ljá máls á því áð hafin verði raf-
orkuvinnsla á Nesjavöllum. í fyrsta
lagi þarf að tryggja að sú ódýra
raforka sem hægt er að framleiða á
Nesjavöllum gangi ekki
of nærri varmaforðan-
um. í því sambandi er
rétt að hafa í huga
kenningar eða álit jarð-
hitafræðinga um að
jarðvarminn sé ekki
óþijótandi orkulind eins
og áður var talið. í öðru
lagi þarf að tryggja raf-
orkunotendum á orku-
veitusvæði Rafmagns-
veitu Reykjavíkur
lægra orkuverð og eig-
anda virkjunarinnar,
Hitaveitu Reykjavíkur
og Reykjavíkurborg,
eðlilegan arð í framtíð-
inni.
Ef Reykjavíkurborg einblínir á
þann kost að hefja eigin raforku-
vinnslu á Nesjavöllum án þess að
annað komi til er hætt við því að
slíkt verði ekki þolað af samkeppnis-
aðilunum. Skal þetta skýrt nánar.
Ef Reykjavíkurborg hefur raforku-
vinnslu í eigin þágu og þarf ekki
lengur að kaupa 500 GWst af raf-
orku árlega af Landsvirkjun, en
heildarraforkusala Landsvirkjunar
árið 1994 nam 4.250 GWst, gæti
það haft í för með sér hugsanlega
hækkun á raforkuverði til annarra.
Við það fengi umræða um orkujöfn-
unargjald eða sérstakan orkuskatt á
Reykvíkinga án efa að nýju byr
undir báða vængi og það þrátt fyrir
þá augljósu staðreynd að með eigin
raforkuvinnslu á Nesjavöllum eru
Reykvíkingar að njóta þeirrar fyrir-
hyggju sem sýnd var er Nesjavellir
voru keyptir á sínum tíma.
Það hlýtur jafnframt að vera ó-
skynsamlegt fyrir Reykjavíkurborg
að eiga 45% eignarhlut í Landsvirkjun
ef borgin þarf ekki að kaupa af fyrir-
tækinu nema brot af þeirri orku sem
orkunotendur á Reykjavíkursvæðinu
nota árlega að því gefnu að arður
af fyrirtækinu verði svipaður á næstu
árum og hann hefur verið að undan-
fömu. Slík staða gerði fjárfestingu
Reykjavíkur í Landsvirkjun illþolan-
lega út frá arðsemissjónarmiðum.
Af þessu má ljóst vera
að hér er um gríðarlegt
hagsmunamál fyrir
Reykvíkinga að ræða,
segir Gunnar Jóhann
Birgisson, og eins
gott að rétt verði staðið
að málum.
Tveir kostir
Af framansögðu og að því gefnu
að raforkuvinnsla á Nesjavöllum
skili um 480-500 GWst á ári tel ég
að kostir Reykvíkinga í stöðunni séu
einkum tveir. Annaðhvort selur
Reykjavík (Hitaveita eða Rafmagns-
veita Reykjavíkur) Landsvirkjun alla
raforku sem hægt er að framleiða á
Nesjavöllum, fyrir utan þá raforku
er varmaverið þarf sjálft, á það hag-
stæðu verði að arður af framleiðsl-
unni verði ásættanlegur fyrir Reyk-
víkinga eða Reykjavíkurborg fram-
leiðir rafmagn til eigin nota og
Landsvirkjun verði jafnframt skipt
upp á milli eigenda.
Ef raforkuverð verður byggt upp
á Nesjavöllum til þess að selja raf-
orku eingöngu inn á raforkukerfi
landsins eða til Landsvirkjunar, eins
og nú er í umræðunni, verður orku-
salan að skila Reykvíkingum ásætt-
anlegum arði þannig að Reykvíking-
ar geti þá, í stað þess að framleiða
ódýra orku til eigin nota, nýtt arðinn
til þess að greiða niður eigin raforku-
reikninga og þannig notið þeirrar
fyrirhyggju sem kaupin á Nesjavöll-
um voru á sínum tíma. Ef arðurinn
er ekki ásættanlegur er engin
ástæða til þess að hefja raforku-
vinnslu í stórum stíl á Nesjavöllum
enda hafa ýmsir lýst þeirri skoðun
sinni að þar sem jarðvarminn sé
ekki óþijótandi orkulind eigi ekki
að nýta hann til raforkuframleiðslu
Gunnar Jóhann
Birgisson
fyrir stóriðju. Hér togast á hagsmun-
ir Reykjavíkur og hagsmunir Lands-
virkjunar; hagsmunir Reykvíkinga
sem eiganda orkulinda og hagsmun-
ir Reykvíkinga sem eins eiganda
Landsvirkjunar.
Hinn kosturinn sem ég nefndi,
þ.e. að Reykvíkingar framleiði raf-
orku á Nesjavöllum til eigin nota er
eins og áður sagði að mínu mati
aðeins fyrsta skrefíð í þá átt að
Landsvirkjun verði skipt upp á milli
eignaraðila. Mörgum kann að
finnast sú hugsun fráleit og kannski
er hún það en engu að síður verða
menn að skoða þann kost ef á annað
borð er vilji til þess að heíja eigin
raforkuvinnslu með það fyrir augum
að geta í framtíðinni lækkað orku-
reikninga Reykvíkinga um hundruð
milljóna króna. Ég hef áður lýst því
hvers vegna ég tel óráðlegt að gera
ráð fyrir því að Reykvíkjngar hefji eig-
in orkuvinnslu á Nesjavöllum án þess
að skrefið sé stigið til fulls og Lands-
virkjun skipt upp á milli eignaraðila.
Ef hins vegar möguleiki væri á
því að Reykvíkingar gætu framleitt
raforku á Nesjavöllum til eigin nota
án afskipta ríkisvaldsins og jafn-
framt fengið ásættanlegan arð af
eignarhlut sínum í Landsvirkjun eru
hugmyndir af því tagi sem hér eru
ræddar óþarfar.
Hvað vill ráðherrann?
í upphafi vísaði ég til þess að iðn-
aðarráðherra hefði tekið ákvörðun
um að endurskoða lög um orkumál
m.a. með það fyrir augum að koma
á samkeppni í orkuvinnslu. Þetta eru
stórtíðindi og einnig sú staðreynd
að Reykjavíkurborg og Akur-
eyrarbæ hefur verið boðið að taka
þátt í þeirri endurskoðun einum
sveitarfélaga. Ástæðan hlýtur að
vera sú að Akureyri og Reykjavíkur-
borg eru einu sveitarfélögin sem eiga
hlut! Landsvirkjun. Hver er ástæðan
og hveiju á endurskoðunin á lögun-
um að skila ef á annað borð er vilji
til þess að koma á samkeppni í orku-
vinnslu? Er ráðherrann kannski að
hugleiða að breyta skpulagi Lands-
virkjunar eða jafnvel að skipta fyrir-
tækinu upp? Því getur hann einn
svarað og því þarf hann að svara
þar sem samkeppni raforkuvinnslu
kallar á gjörbreytt skipulag. Hitt er