Morgunblaðið - 06.01.1996, Qupperneq 36
J6 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996
GREINARGERÐ
MORGUNBLAÐIÐ
GREIN ARGERÐ TIL SVARS
VIÐ GREIN ARGERÐ
Hér fer á eftir greinargerð frá Jóni Stein-
ari Gunnlaugssyni í tilefni af greinargerð
sem Morgunblaðið birti 28. desember sl. frá
Bjama Guðmundssyni tryggingastærðfræð-
ingi um greiðslu skaðabóta fyrir líkamstjón:
FIMMTUDAGINN
28. desember s.l. birti
Morgunblaðið greinar-
gerð eftir Bjarna Guð-
mundsson trygginga-
stærðfræðjng, starfs-
mann hjá íslenskri end-
urtryggingu hf. Grein-
argerð þessari er ætlað
að vera svar við gagn-
rýni minni í blaðinu 19.
desember s.l. á umsögn
Sambands íslenskra
tryggingafélaga til alls-
heijarnefndar Alþingis
um tillögur Gests Jóns-
sonar hæstaréttarlög-
manns og Gunnlaugs
Claessen hæstaréttar-
dómara til breytinga á skaðabótalög-
um. Bjarni var höfundur samantekt-
ar sem SÍT sendi Alþingi og byggði
á staðhæfingar sínar um þörf á 30%
hækkun iðgjalda í bílatryggingum
ef tillögurnar yrðu samþykktar.
Greinargerðin gefur tilefni til veru-
legra athugasemda. Málið er hins
vegar flókið og illt yfirferðar fyrir
lesendur dagblaða. Meginatriði þess
er, að vátryggingafélögin á íslandi
hafa undanfarin ár innheimt í ið-
gjöld af bíleigendum miklu hærri
fjárhæðir heldur en þarf til greiðslu
tjónbóta. Aðferðin sem þau hafa
beitt er að áætla allt of háan tjóna-
kostnað, færa hann til gjalda í rekst-
ursreikningum sínum og til skuldar
í efnahagsreikningum (skuldin er
kölluð bótasjóður eða vátrygginga-
skuld). Féð sem þau safna upp með
þessum hætti og er umfram það sem
þau þurfa til að greiða vátrygginga-
bætur kalla þau öryggisálag á bóta-
sjóðina. Þessu háttarlagi vilja félögin
fá að halda áfram.
Bjarni þvær hendur sínar af
meginforsendu í
málflutningi SÍT
í fyrri hluta greinargerðar sinnar
amast Bjarni Guðmundsson við því
að ég skuli hafa fengið samantekt
hans í hendur! Kannski hafa hann
og umbjóðandi hans SÍT vonað að
þeir kæmust upp með staðhæfingar
og áiyktanir gagnvart alþingismönn-
um án þess að þurfa að standa fyr-
ir máli sínu. Síðan segir Bjarni um
samantektina: „Ekki var ætlunin að
leggja mat á hvort iðgjöld bifreiða-
trygginga væru nægjanleg til að
standa undir tjónum greinarinnar
og kostnaði eða hvort eitthvað væri
þar umfram, enda gáfu þau gögn
sem aflað var ekki forsendur til
þess.“ Og nokkru síðar í greininni
segir hann, að hækkunarþörfin hafi
verið reiknuð „miðað við að afkoma
tryggingafélaganna versnaði ekki“.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
í útreikningum Bjarna
var gert ráð fyrir að
tjónakostnaður á ári
vegna líkamstjóna
næmi 2.600 milljónum
kr. og hækkunarþörfin
á iðgjöldunum (30%)
var miðuð við þá íjár-
hæð. Hér er Bjarni að
segja að hann viti ekki
um réttmæti grunn-
tölunnar 2.600 millj-
óna. Þar með er ljóst,
að „mat“ hans á þörf-
inni fyrir hækkun ið-
gjalda er einskis virði.
Þeir eiga næstum
því tvisvar fyrir
vátryggingaskuld
sinni
GREINARGERÐ UM GREIÐSLU
SKAÐABÓTA FYRIR LÍKAMSTJÓN
Hér fcr á eflir gTeinargerö sent Morgiinblaö-
inu hefur Ixmzt frú Bjanm GuömuiuLs.syni
m,gginga.stærOfncóingi uni greiðslu skaða-
.......bóta fyrir lfkamstión:_
VKGNA K'VMf'M S:i'MÍsaixU H~
Lr.-.krj ÍStT) lil
ó!pi::goi ijí« :ii-
töfEwGe4:x4taxt»r.M’ tur«su#tt»r-
bH'ttvtttxniáKwa «•» bæy:>ngir
A ixióálxvtili'iipim t-t S4<cií>3:: fór
«trj<-TV> 8tT <>r>'4 4 i:il vM «ol*
(■£ h<fiS iíMijisi Mhuprn 4
áhriÞjw niiígri ýt-im í L'AAÍj'if.
h»:ð.r ffliitUX Aljóm Sff *krif-
tóafi-ri *amar<u-5.l um
m-ð-jwléðcr f.ífii: f*. <k->rmb>'r
að W> r.r.i iJAufV/xVjr á tvnái.
ðni aiiiIwjjnHrfr.íiar un> ut*-
:iwr. itti-i fx.<ri4< Í>IT nx ð i rffi
•lufrsruu liúju 15. Tiirrflibor, ug vj r
(ynl áxkilA yrð>
•rkki ifðar vn 1. :iwri:**-r <•>: *i
íiwíUk y«r gvo frji5if->ng>).i< wi f.Vi
kvöH<(>. tiifúfv::: Jár.ivxur
<•>; Guíiniiujr* Civ»>*>n«. tipfíýx-
ir.ffír !»rjxl »::< 2 U «<£ iu:k* ■
ttf> tii k-ijíu sVjð.nkísÍjpa v.v
(ynr : !xi!d, <>><i fri
ifu ArxtX’Onii.^i lí>93 J19
i::<-k kUJ> jxirrH flOV
i flikkr.xir. óilum v*r uw. <xr> núlij'
ór. fcrór,j
f ó«Vua-. flukki m p*.u iikam-
ijðií f >itA« i «ðari t5«U» 4r*
Ub>3, fta ckki <ttu ofJ faþu upjv
jrxO. þar iiuiftr>r*ft ýófts-
ð«jiilj
Rvj V.a tkt íH si> íaMariiÓH
ujf þ»r girkWur *wn Uí>ð « <>ð
ifina af Irtndi mcð *arft* ba-U.i <•){
gtrl vtir fyrir »p(igr<ð i.ýSs. | {*»*•
um fkifck: »xu 215 ijóo. «íí fékke:
h*r hxkfc-jr. wm vir SflX Mrð*J-
<»**».«*»
Nú skulu menn hafa í huga, að
undanfarin ár hafa svonefndir bóta-
sjóðir vátryggingafélaga í ökutækja-
tryggingum vaxið hröðum skrefum.
A verðlagi nóvembermánaðar 1995
hafa þeir aukist úr því að vera um
4 milljarðar kr. í árslok 1989 í rúm-
lega 11 milljarða í árslok 1994.
Aukningin felst í því að áætluð og
gjaldfærð tjón nema hærri íjárhæð-
um heldur en þau tjón sem greidd
eru út. Iðgjöldin eru að sjálfsögðu
ákveðin út frá þeim fjárhæðum sem
félögin gjaldfæra. Á þessu fimm ára
bili hafa bótasjóðirnir vaxið u.þ.b.
um 1,5 milljarða króna á hverju ári
að meðaltali með þessum hætti.
Samkvæmt greinargerð frá Vá-
tryggingaeftirlitinu, sem birt var í
Morgunblaðinu 28. október s.i. var
í bótasjóðunum í árslok 1994 fjár-
hæð sem dugar líklega 1,7-1,8 sinn-
um til að greiða allar tjónaskuldbind-
ingar félaganna. Svokallað „öryggis-
álag“ var samkvæmt því 70-80%.
Núna einu ári seinna hefur það án
nokkurs vafa enn aukist að vöxtum.
Er ekki ólíklegt að félögin eigi núna
tvisvar fyrir vátryggingaskuldinni.
Þegar þau þykjast þurfa að hækka
iðgjöld um 30% vegna tillagna um
breytingar á skaðabótalögum, miða
þau sem sagt við að geta haldið
áfram þessari gríðarlegu uppsöfnun
fjár á kostnað bifreiðaeigenda.
Flokkun skráðra tjóna
vátryggingafélaga
Athugun Bjarna Guðmundssonar,
sem send var allsheijarnefnd, tók
til 921 tjóns á síðari hluta árs 1993.
Þar voru 119 tjón sem búið var að
gera upp með 1 milijón króna í
meðaltjónskostnað. 215 tjón voru
nægilega langt komin til að starfs-
menn vátryggingafélaga treystu sér
til að áætla kostnað í þeim. Var
hann talinn vera 1,7 milljón króna
á hvert tjón. Loks voru 587 tjón, sem
„ekki eru svo langt komin í vinnslu
að unnt hafi verið að skipta áætlun
niður á bótaþætti". Þar var meðal-
tjónið talið jafnhátt og í þeim tilvik-
um, þar sem tjónin hafa þegar verið
gerð upp eða 1 milljón króna. í grein
minni 19. desember taldi ég að hér
hlyti að vera pottur brotinn. Meðal
þessara 587 tjóna hlyti að vera fjöldi
tjóna sem vátryggingafélögin skrá
en aldrei verða eiginleg bótamál.
Lítum nánar á þetta. Til hægðarauka
má skipta hinum svonefndu
„skráðu" tjónum vátryggingafélaga
í þijá flokka:
A) Tjón með varanlegri örorku
eða varanlegum miska.
í fyrsta lagi er þar um að ræða
tjón sem leiða til mats á varanlegri
örorku eða varanlegum miska. í
þennan flokk falla öll þau mál sem
leiða til einhverra umtalsverðra
bótagreiðslna, þ.m.t. stór mál þar
sem afleiðingar hafa orðið alvarleg-
ar. En þarna eru líka fjölmörg mál,
sem telja má smámál og leiða aðeins
til lágra bótagreiðslna. Reyndar er
ljóst að fjöldi smámálanna er marg:
falt meiri en hinna stóru mála. í
bréfi sem SÍT sendi til dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins í mars 1992
var gerð flokkun á slösuðum öku-
mönnum árin 1988-1990 eftir ör-
orkustigi. Þar kom fram að í 76%
tilvikanna hafði varanleg örorka ver-
ið metin 15% eða lægri. í 89% til-
vika var hún 20% eða lægri. Með
skaðabótalögunum 1993 var breytt
reglunum um örorkumötin með því
meginmarkmiði að lækka metna ör-
orku í litlu málunum. Raunar höfðu
vátryggingafélögin allt frá hausti
1991 náð fram mikilli lækkun í
mötunum frá því sem áður hafði
verið. Það er því alveg víst að metið
örorkustig, hvort sem er vegna fjár-
hagslegrar örorku eða miska, hefur
að jafnaði lækkað stórlega eftir
gijdistöku skaðabótalaga frá tölum
SÍT um ökumennina að ofan.
Ég hef auðvitað ekki undir hönd-
um upplýsingar um fjárhæð meðal-
tjónsins í þessum flokki. Miðað við
reynslu af þeim tjónum eftir gildis-
töku skaðabótalaga sem hafa verið
gerð upp í gegnum lögmannsstofu
mína nemur meðaltjónið mun lægri
fjárhæð en einni milljón króna. Það
eru hins vegar enn sem komið er
svo fá mál að ekki verða almennar
!< N ! C K E R3
Utsalan er hafin.
30-50% afsláttur
á útsöluvörum.
Lanáur lauéardaéur ,
opið ld. 10-17.
KNICKH R 3 O X Laugavegi 62, sími 551 5444, fax 551 5446
ályktanir af dregnar. Má vera að
fjárhæð meðaltjónsins í þessum
flokki liggi einhvers staðar á milli
þeirra fjárhæða sem SÍT nefnir í
umsögn sinni, þ.e. 1-1,7 milljónir
króna.
Hversu stór hluti af öllum „skráð-
um“ tjónum ætli að séu þá í þessum
flokki? Samkvæmt tölum sem Morg-
unblaðið birti í október s.l. og voru
komnar frá VIS hf, sem hefur yfir
40% markaðshlutdeild í bílatrygg-
ingum, leiddu tæplega 40% tilvika
til mats á varanlegri örorku fyrir
gildistöku skaðabótalaga 1993. 1
grein Bjarna Guðmundssonar 28.
desember er talið að þetta hlutfall
kunni nú að vera hærra. Það finnst
mér afar ólíklegt í ljósi þess, ■að
breyttar matsreglur skaðabótalag-
anna hljóta fremur að hafa leitt til
fækkunar tilvikanna en fjölgunar.
B) Onnur tjón
í næsta flokk koma svo mál þar
sem slys leiðir ekki til mats á varan-
legri örorku eða miska en engu að
síður eru greiddar einhveijar bætur.
Af hálfu SÍT hefur verið reynt að
gera mikið úr þessum flokki. I grein
Bjarna Guðmundssonar er sagt að
hér geti bótagreiðslur „hæglega
numið nokkrum hundruðum þús-
unda króna og jafnvel milljónum".
Þetta fær engan veginn staðist. Þær
bætur sem hér koma til greina skv.
skaðabótalögum eru svonefndar
þjáningabætur, bætur fyrir tíma-
bundið vinnutekjutap og endur-
greiðsla útlagðs kostnaðar, t.d.
vegna læknishjálpar. Allir þessir
bótaliðir eru þess háttar, að þeir
koma fyrst og fremst til ef afleiðing-
ar eru svo alvarlegar að þær metist
varanlegar og tilheyra því langoftast
málunum í A flokki að ofan. Tíma-
bundið vinnutekjutap um skamman
tíma ieiðir raunar sjaldnast til bóta-
kröfu á hendur vátryggingafélagi,
þar sem launþegar halda fullum
launum skv. kjarasamningum sín-
um. Það er hins vegar að sjálfsögðu
um að ræða einhver tilvik, þar sem
til greiðslna kemur á þessum liðum
án þess að slys leiði til varanlegrar
örorku. Ég fullyrði að þar er yfir-
leitt aðeins um að ræða smávægileg-
ar greiðslur, sem litlu sem engu
máli skipta fyrir heildarkostnað tjón-
anna. Hér má einnig telja með mál,
þar sem greiddar eru bætur fyrir
missi framfæranda. Þau skipta held-
ur ekki miklu máli fyrir heildar-
kostnaðinn. Banaslys i umferðinni
eru sem betur fer ekki mörg, þó að
slík slys séu í sjálfum sér alltaf of
mörg. Og það er bara í fáum þeirra
sem til koma bætur fyrir missi fram-
færanda.
C) Bótalaus „tjón“.
Öllum mönnum sem kynna sér
málið er ljóst, að mikill fjöldi þeirra
tjóna sem félögin skrá sem tjón og
áætla tjónakostnað í, leiðir aldrei til
nokkurra bótagreiðslna félaganna.
Um allt land er fjöldi fólks, sem
hefur lent í umferðarslysum, kvartað
Pm smávægileg meiðsli og jafnvel
leitað til lækna vegna þeirra, en
hefur aldrei gert nokkra kröfu um
skaðabætur á hendur vátrygginga-
félagi. Þrátt fyrir langar grein-
argerðir, birtir SÍT ekki neinar upp-
lýsingar um hlutfallslegan fjölda
þessara mála af heildinni. Miðað við
tiltækar upplýsingar sýnist mér að
hér kunni að vera um að ræða yfir
50% málafjöldans. í öllum þessum
málum áætla vátryggingafélögin
tjónakostnað strax og þeim berst
vitneskja um slys og gjaldfæra hann
í reikningum sínum. Eftir upplýsing-
um sem ég hef fengið, er gjaldfærð-
ur kostnaður í þessum málum ekki
færður til baka fyrr en að 10 ára
fyrningartíma liðnum.
921 tjón á síðari hluta árs 1993
Lítum nú aftur á athugun Bjarna
Guðmundssonar á tjónunum 921 frá
síðari hluta árs 1993. í uppgerðu
málunum 119 (13% málanna) eru
sjálfsagt einhver mál, sem gerð hafa
verið upp án mats á varanlegri ör-
orku (flokkur B að ofan). Hin eru
að líkindum (mun?) fleiri, þar sem
varanleg öroika eða miski hefur
verið metinn (flokkur A). Af hveiju
upplýsa Bjarni eða SÍT ekki, hversu
mörg þau eru? í málunum 215 (23%
málanna), þar sem sagt er að fram
séu komin nægileg gögn til að unnt
sé að áætla tjónskostnaðinn, eru
áreiðanlega í yfirgnæfandi meiri
hluta mál úr A flokki að ofan. Ólík-
legt er að þar séu mál úr flokki B,
þ.e. mál þar sem greiddur er kostn-
aður en ekki leiða til mats á varan-
legri örorku, þar sem svo langur tími
er liðinn frá þessu tjónstímabili að
flestum slíkum málum ætti að vera
lokið (þ.e. tilheyra flokki A). Þá eru
eftir málin 587 (64% málanna), sem
sögð eru svo skammt komin „í
vinnslu" að ekki verði áætlaður
kostnaður í þeim. Það er alveg ljóst
að í þessum flokki eru öll málin í
flokki C að ofan, þ.e.a.s. öll þau mál
sem aldrei verða nein mál. Þarna
kunna líka að vera einhver mál úr
flokki A. Þau eru samt áreiðanlega
ekki stór hluti þessara mála, enda
vita allir, sem við þetta vinna, að
rúmum tveimur árum eftir slys er í
yfirgnæfandi meirihluta þeirra mála,
sem leiða til varanlegra líkams-
meiðsla, komin fram gnótt upplýs-
inga, sem gera mönnum kleift að
áætla væntanlegan tjónskostnað.
Þessi mál hafa því að miklum meiri-
hluta verið tekin með í 215 mála
hópinn. Það blasir því við að yfir-
gnæfandi meiri hluti þessara mála
tilheyrir flokki C að ofan, þ.e.a.s.
eru mál, sem aldrei leiða til neinna
bótagreiðslna. Sé fjöldi slíkra mála
50% af heildinni eru þau 460 talsins
(50% af 921) en sé hann 60% eru
þau 550 talsins. Virðist liggja nærri
að álykta sem svo að bótalausu
málin geti verið u.þ.b. 500 af þessum
587 málum. Allir hljóta að sjá, að
það getur ekki náð nokkurri átt að
áætla tjónskostnað að meðaltali 1
milljón króna í þessum málum eða
jafn háa fjárhæð og í hinum upp-
gerðu málum, þar sem auðvitað eru
engin bótalaus mál. Kostnaðurinn
sem Bjarni Guðmundsson reiknar
með í þessum 587 málum er um 55%
af heildartjónakostnaðinum í líkams-
tjónunum. Hér er alveg augljóslega
að langstærstum hluta um ofáætlun
að ræða.
Það er undarlegt af Bjarna Guð-
mundssyni og SÍT að birta opinber-
lega langa greinargerð um þessa
athugun sína í tilefni af skrifum
mínum 19. desember s.l. án þess að
veita þar upplýsingar um eftirtalin
atriði:_
1. I hve mörgum slysanna 119
frá síðari árshelmingi 1993, sem
gerð hafa verið upp voru greiddar
bætur fyrir varanlega örorku eða
miska? Hversu hárri fjárhæð nam
meðaitjónið í þeim málum?
2. Voru meðal málanna 215 ein-
hver mál, þar sem ekki var gert ráð
fyrir bótum fyrir varanlega örorku
eða miska? Sé svo, hversu mörg
voru þau?
3. Miðað við þær aðferðir sem
félögin hp.fa nú við að skrá líkams-
tjón, hversu stórt er hlutfall þeirra
mála, þar sem aldrei kemur til
neinna bótagreiðslna? Hversu stórt
er hlutfall þeirra mála, þar sem að-
eins kemur til smávægilegra
greiðslna (t.d. 200 þúsund króna eða
lægri fjárhæðar)?
Allt eru þetta atriði, sem hljóta
að hafa legið ljós fyrir við útreikn-
inga Bjarna Guðmundssonar. Að