Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
GREINARGERÐ
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 37
öðrum kosti eru þeir hrein mark-
leysa. Ég tel víst að Morgunblaðið
muni vilja ljá SÍT vettvang til að
upplýsa þessi atriði.
40% vegna tjóna á munum!
Enn er eitt þýðingarmikið atriði
í öllum þessum málflutningi trygg-
ingafélaganna sem mikla tortryggni
vekur. Þau segja, og á því byggir
Bjarni Guðmundsson, að í lögboðn-
um bifreiðatryggingum hafi um 60%
tjónabóta verið vegna líkamstjóna
en 40% vegna munatjóna (skemmda
á bifreiðum o.fl.). Þetta eru hlutföll
sem munu hafa verið reiknuð út
fyrir gildistöku skaðabótalaga, þeg-
ar heildarbætur fyrir líkamstjón voru
án nokkurs vafa miklu hærri en þær
urðu eftir gildistökuna. Hvers vegna
notast félögin í málflutningi sínum
við þetta hlutfall? Þetta er m.a.s.
gert við munatjónin á síðari hluta
árs 1993, sem hljóta einfaldlega að
liggja ljós fyrir í krónutölu. Getur
það verið að þessari undarlegu að-
ferð sé beitt til að fá út hærri tjóna-
kostnað? Spyr sá sem ekki veit en
þykist þó vita!
Einhliða samantekt
hagsmunaaðila
Það eru reyndar tvö meginatriði
sem menn verða að hafa í huga í
allri þessari umfjöllun um umsögn
SÍT til Alþingis. I fyrsta lagi er þar
um að ræða einhliða samantektir og
útreikninga sem gerðir
eru á vegum hagsmunaaðila, sem
beijast með kjafti og klóm við að
koma í veg fyrir úrbæturnar á skaða-
bótareglunum. Og gögnin og for-
sendurnar fyrir útreikningunum fá
engir aðrir en þeir að sjá. Ég hef
sjálfur óskað eftir að fá aðgang að
gögnunum en ekki fengið. í raun
og veru eru skýrslur málsaðila, sem
unnar eru með þessum hætti, afar
lítils virði fyrir þann sem taka þarf
málefnalega og hlutlausa afstöðu til
þess málefnis sem til meðferðar er,
nema þá að því leyti sem úr slíkum
skýrslum er unnt að lesa upplýs-
ingar, sem ganga gegn þeim hags-
munum sem skýrslugerðarmenn
vilja veija. „Sönnunargildi" saman-
tektar SÍT er því svipað og sönnun-
argildi skýrslu málsaðila í dómsmáli
samkvæmt réttarfarslögum. í at-
hugun Bjarna Guðmundssonar er
byggt á fleiri forsendum en þeim sem
nefndar hafa verið hér að framan,
sem fróðlegt væri að fá að vita
hvernig eru fundnar. T.d. er stað-
hæft, og á því byggt í útreikningum,
að tjón á fyrri hluta árs muni að
jafnaði „yflr 20% hærri en tjón á
síðari hluta árs“. Bjarni er að skoða
tjón á síðari hluta árs (1993) og
notar því þessa forsendu til að reikna
með 20% hærri kostnaði (líklega 20%
fleiri líkamstjónum) á fyrri hluta árs
en hinum síðari. Það kemur manni
mjög undarlega fyrir sjónir, svo ekki
sé meira sagt, að líkamstjón í um-
ferðinni skuli að jafnaði vera 20%
fleiri á árshelmingnum janúar-júní
heldur en júlí- desember. Fróðlegt
væri að vita á hvaða könnunum þetta
er byggt. Engar upplýsingar fylgja
um það. Einnig má nefna forsenduna
í athugun Bjarna um meðalkostnað
á tjón í þeim málum, sem ekki er
lokið. Áður hefur verið fjallað um
meðalkostnaðinn 1 milljón króna í
málunum 587. En þetta á líka við
um meðalkostnaðinn 1,7 milljónir
króna í þeim 215 tjónum, sem „svo
langt voru komin í vinnslu að starfs-
menn tjónadeilda töldu sér fært að
áætla greiðslur". Hagsmunir vá-
tryggingafélaganna af samantekt
Bjarna Guðmundssonar ganga út á
að gera þennan kostnað sem mest-
an. Menn geta spurt sjálfa sig í
hvora áttina vafaatriði hafi verið
metin við þessar aðstæður. Til þess
að slíkar áætlanir verði fyllilega
marktækar þurfa þær að vera gerð-
ar _af hlutlausum aðila.
í öðru lagi skipta hugleiðingar
vátryggingafélaga um fjárhæð ið-
gjalda í bílatryggingum engu máli
fyrir efnisreglur skaðabótaréttar.
Með þeim reglum viljum við tryggja
svo sem unnt er það meginmarkmið
í skaðabótarétti að tjónþolar fái að
fullu bætt fjártjón sitt. Þeir menn
sem andmæla slíkum lagareglum
með þeirri röksemd að fjárhæð ið-
gjalda í einhverri grein vátrygginga
verði of há, eru í reynd að halda því
fram að tjónþolar eigi að láta af
hendi hluta af fullum fjártjónsbótum
sínum til að niðurgreiða iðgjöld í
þeirri vátryggingagrein. Fyrir því
fínnast engin rök.
Vilja halda áfram
uppsöfnun fjár
Þegar menn skoða þetta mál er í
sjálfu sér alveg nóg að horfa á þá
gríðarlegu uppsöfnun fjár sem und-
anfarin ár hefur átt sér stað í bóta-
sjóðum vátryggingafélaganna. Þar
birtist vafningalaus niðurstaða af
því að hafa látið bifreiðaeigendur
greiða miklu hærri iðgjöld en þarf
til að standa undir tjónakostnaðin-
um. Þær umræður sem nú fara fram
um umsögn SÍT til allsheijarnefndar
Alþingis snúast efnislega aðeins um,
hvaða aðferðum félögin hafi beitt
við þessa uppsöfnun. Umsögnin var
líklega send í þeirri von, að menn
færu ekki um of að athuga forsend-
ur hennar. Henni var ætlað að styðja
fullyrðingar um þörf fyrir 30%
hækkun iðgjalda í bifreiðatrygging-
um. Það var sá áróður sem félögin
töldu að best myndi duga gagnvart
löggjafanum til að koma í veg fyrir
lögleiðingu nauðsynlegra og vand-
lega rökstuddra réttarbóta til handa
því fólki sem missir starfsorku sína
í slysum og á rétt til þess að fá tjón
sitt bætt úr hendi bótaskylds aðiia.
Það má vera rétt að félögin þurfi
þessa hækkun til að geta haldið
áfram að raka saman fé með þeim
hætti sem þau hafa gert undanfarin
ár. Alþingismenn telja varla þörf á
að láta þessa hagsmuni hamla lög-
leiðingu réttarbótanna.
Reiði forstjórans
Daginn eftir birtingu greinar
Bjarna Guðmundssonar hér í blaðinu
eða þann 29. desember s.l. birtist svo
grein eftir Axel Gíslason forstjóra
VÍS hf og formann SÍT. Forstjórinn
er reiður og sakar mig um dylgjur
og vanþekkingu. Að vísu nefnir hann
aldrei nafn mitt, þó að tilefni skrif-
anna sé grein mín frá 19. desember
s.l. en kallar mig þess í stað ýmist
lögmanninn eða hæstaréttarlög-
manninn. Þetta er áreiðanlega djúp-
hugsað snillibragð hjá forstjóranum.
Grein Axels eykur engu við efni
þessa máls. Raunar misskilur hann
að hluta til tölur Bjama Guðmunds-
sonar um fjölda tjóna á síðari hluta
árs 1993. Telur hann uppgerðu mál-
in og þau sem tjónakostnaður er
áætlaður í vera samtals 459 talsins
í stað 334 (119+215). Það ernú frek-
ar óheppilegt fyrir forstjórann að
hann skuli ekki þekkja eigin umsögn
betur en þetta. Allavega bendir það
ekki til þess að hann hafi mikinn
skilning á því sem hann fjallar um.
Hann lætur svo í ljós áhyggjur af
því að málflutningur minn fyrir dóm-
stólum og reyndar málflutningur þar
almennt muni vera bágborinn. Dreg-
ur hann þessa ályktun af skrifum
mínum. Þetta sérkennilega útspil á
sér líklega skýringu í gremju for-
stjórans yfir dómsúrlausnum í fjöl-
mörgum dómsmálum út af tjónabót-
um á síðustu misserum. Ég get glatt
hann með því, að málflutningur af
hálfu VÍS hf í þeim hefur verið til
fyrirmyndar. Það félag teflir fram
afburða góðum málflytjanda, þó að
það hafi ekki dugað til mikils árang-
urs til varnar þeim dapra málstað
sem forstjórinn og kollegar hans hjá
öðrum vátryggingafélögum gerðu að
sínum, þegar þeir tóku að neita fólki
um eðlilega bótasamninga haustið
1991. Þar er ekki málflytjandanum
um að kenna. Látum þetta allt vera.
Hitt undrast ég ekki, að maðurinn
skuli hafa reiðst við að birtar skyldu
opinberlega rökstuddar athugasemd-
ir við þá aðferð, sem vátryggingafé-
lögin hafa á undanförnum árum haft
á því að safna fjárfúlgum úr vasa
viðskiptavina sinna, án þess að hafa
einu sinni þurft að greiða skatta af.
Auðvitað vill hann geta haldið áfram
sama leiknum í félagi við vini sína
hjá aðalkeppinautnum Sjóvá-
Almennum tryggingum hf. Forstjór-
inn finnur að sjálfsögðu til vanmátt-
ar við að veija framgöngu þeirra
félaga. Reiðin er afsprengi vanmátt-
arkenndarinnar. Og menn hafa reiðst
af minna tilefni en þessu.
Höfundur er hæstHréttarlögmað-
ur.
Leikfimi
Tækjasalur
Kjörþyngdarnámskeið
Leikfimi og líðkun
-hádegis - síðdegis-
og kvöldtímar
Heitur pottur
konur með böm á brjósti
barnshafandi
Máttur kvenna - Skipholti 50a Sími 581 4522
Máttur Faxafeni 14* Sími 568 9915* Fax 588 9297
Sérsníðín heilsurækt fyrir konur:
Máttarkortin gilda bæðí í Skípholti og Faxafeni
Eitt blab
fyrir alla!
- kjarni málsins!