Morgunblaðið - 06.01.1996, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996
MIIVININGAR
MORGUNBLAÐIÐ
.
ÓLÍNA M.
MAGNÚSDÓTTIR
+ Óiína Margrét
Magnúsdóttir,
kennari og bóndi,
fæddist á Kinnar-
stöðum í Þorska-
firði í Barðastrand-
arsýslu 1. apríl
1904. Hún lést á
dvalarheimilinu
Barmahlíð á Reyk-
hólum 30. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Magnús bóndi
á Kinnarstöðum (f.
6.9.
1935) Sigurðsson
bónda í Múla I Þorskafirði, og
kona hans, Ingibjörg Einars-
dóttir (f. 22.7. 1860, d. 17.11.
1937) bónda og smiðs á Kolla-
búðum Sumarliðasonar. Systur
Ólínu voru þrjár: 1) Jóhanna,
f. 15.5. 1891, d. 14.4. 1973, gift
Guðmundi Helgasyni bónda á
Skáldstöðum í Reykhólasveit
og eignuðust þau
fimm börn. 2) Guð-
rún, f. 9.6. 1897, d.
17.7. 1988. 3) Guð-
björg, f. 12.2. 1899,
d. 19.11. 1988. Hjá
þeim Kinnarstaða-
systrum ólst upp
Steinunn Erla
Magnúsdóttir, f.
5.2. 1937.
Ólína lauk kenn-
araprófi 1929. Hún
stundaði kennslu í
Reykjarfjarðar-
hreppi í N-ís.
1929-30, en kenndi
eftir það í Geiradalshreppi í
Á-Barðastrandarsýslu í meira
en fjóra áratugi, auk þess sem
hún sinnti bústörfum á Kinnar-
stöðum ásamt systrum sínum.
Útför Ólínu fer fram frá
Reykhólakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.00. Jarð-
sett verður í Staðarkirkjugarði.
ÓLÍNA Magnúsdóttir mat mikils
Kennaraskólann, skólastjóra hans
og kennara, sem hún fékk notið
kennslu hjá. Þar hefur hún vissu-
lega hlotið veganesti, sem varð
henni heilladrjúgt í störfum sínum
síðar á lífsleiðinni.
Það er óumdeilanlegt, að
kennslustörf Ólínu fyrir Geiradals-
hrepp (eins og hann hét í hennar
starfstíð) voru mikil og farsæl. Það
er stór hópur, sem fékk notið
kennslu hennar, umhyggju og alúð-
ar. Oft heyrði ég þess getið að nem-
endur frá Ólínu væru vel undirbún-
ir- til þess að setjast í framhalds-
skóla til frekara náms.
Mér eru í minni margar góðar
minningar frá þeim tíma sem ég
fékk notið hennar tilsagnar, þótt
rhörg ár séu nú liðin. Þá vil ég
minnast eins, að strax að morgni,
áður en kennsla hófst í almennum
fögum, hafði hún stutta bænastund
með nemendum sínum. Slíkar
stundir gleymast ekki.
Þegar kom að því, að foreldrar
Ólínu gátu ekki annast rekstur bús-
ins á Kinnarstöðum lengur, tóku
systurnar við, en þær voru þrjár
og ráku það sem félagsbú af dugn-
aði og myndarskap. Þær byggðu
vandað og gott íbúðarhús og fjár-
-'hús ásamt hlöðu. Áður en ríkisraf-
veiturnar rafvæddu sveitina höfðu
systurnar látið byggja rafstöð á
Kinnarstöðum, knúna með vatns-
orku. Ráðdeild, framsýni og fyrir-
huggja einkenndu allar fram-
kvæmdir þeirra.
Ólína giftist ekki og átti ekki
börn, en mörg voru þau börn og
unglingar, sem fengu notið sum-
ardvalar á Kinnarstöðum við þrosk-
andi sveitastörf og góða umhyggju
þeirra systra.
Systurnar á Kinnarstöðum ólu
upp frænku sína, Steinunni Magn-
úsdóttur, sem reyndist þeim alltaf
vel, sérstaklega þegar aldurinn
færðist yfir þær.
Þegar vegasamband var opnað
yfir Þorskafjarðarheiði, áður en
Hótel Bjarkalundur var byggður,
önnuðust systurnar á Kinnarstöðum
móttöku á gestum, sem leysti að-
kallandi vanda ferðamanna.
Ólína var sæmd riddarakrossi
hinnar íslensku Fálkaorðu.
Nú við leiðarlok kveðjum við Ól-
ínu kennara okkar með einlægum
vinarhug og þakklæti fyrir langa
samfylgd og góða.
Ólafur E. Olafsson og fjöl-
skylda frá Króksfjarðarnesi.
Látin er í hárri elli Ólína Magnús-
dóttir fv. kennari. Hún tók við búi
á Kinnarstöðum í Reykhólasveit
ásamt systrum sínum tveimur, Guð-
björgu og Guðrúnu, sem látnar eru
fyrir nokkrum árum. Jólakveðju
mína, í ár, stílaði ég til hennar að
Kinnarstöðum, vissi ég þó vel að
síðustu árin dvaldi hún á dvalar-
heimilinu Barmahlíð á Reykhólum.
Erfitt mun það hafa verið fyrir
hana að leggja niður búskap og
yfirgefa Kinnarstaði. Öll verðum
við að hlíta því er heilsan bilar, að
haga okkar seglum eftir því. Þeir
hlutir sem við sýslum með hér í
heimi eru allir „að láni“.
Það er ekki ætlun mín að skrifa
ævisögu hennar hér, heldur aðeins
að rifja upp ýmislegt smávegis frá
liðnum tíma. Fyrir nokkrum árum
fór Ómar Ragnarsson hér um sveit-
ir og tók þá viðtal við Ólínu fyrir
sjónvarpið og sýndi myndir. Þar var
hún „bóndinn". Mínar minningar
eru allar tengdar henni sem kenn-
ara. Öll mín bemskuár var hún
kennari í Geiradalshreppi, sem nú
er búið að „innlima" í Reykhóla-
sveit. Ég geri ráð fyrir því að allir,
sem til þekktu hafi áttað sig á því,
hvílíkur úrvalskennari hún var. Á
mínum barnaskólaárum var þar í
sveitinni svokallaður farskóli. Þeir
sem áttu börn á skólaaldri tóku það
að sér að hýsa kennarann og þau
börn í sveitinni er skólaskyld voru.
Var því skólatimanum skipt milli
bæja. Okkur krökkunum fannst
þetta spennandi, en líklega þætti
einhveijum í dag þetta þyngja heim-
ilishaldið, þótt aðstaða sé betri nú.
Engan heyrði ég yfir þessu kvarta
þá. Sem kennari var hún metnaðar-
gjöm, bæði hvað viðkom nemend-
unum og sjálfri sér. Enda veit ég
að hún kom öllum sínum nemendum
til þroska. Hún mun hafa komið til
starfa í Geiradal um 1930. Er hún
lét af störfum mun hún hafa kennt
börnum fyrri nemenda sinna. Dæt-
ur mínar tvær urðu þess aðnjótandi
einn til tvo vetur að fara vestur og
læra hjá Ólínu. Við bjuggum þröngt
þá og vorum að standsetja nýtt
hús. Á þeim tíma var búið að byggja
félagsheimilið „Vogaland" og
kennsla fór fram þar.
Ólína var alltaf traustvekjandi.
Fas hennar og framkoma öll laus
við asa og fum. Höndin sem hjálp-
aði okkur að draga til stafs var hlý
og mjúk og neglurnar vel snyrtar.
Hún átti óskoraða virðingu okkar
allra og engum datt í hug að and-
mæla eða aðhafast neitt í nálægð
hennar sem ekki var sómasamlegt.
Kennsla hófst að morgni. í frímín-
útum fórum við út ef veður leyfði,
en á meðan notaði Ólína tímann til
þess að stilla upp þeim fátæklegu
kennslugögnum sem til voru á þeim
tíma, s.s. myndum af dýrum eða
löndum, eftir því hvað það var, sem
fjalla skyldi um. Að loknum
kennslutímum fór hópurinn út að
leika sér. Síðari hluta dags tók
„heimanámið" við. Allir sátu þá í
kennslustofunni og Ólína sá um að
tíminn væri nýttur. Ef veður var
gott var dálítið freistandi að fara
hratt yfir námsefnið. „Ólína, ég er
búin að læra.“ Þá tók Ólína bókina,
spurði einhverra spurninga og síðan
kom úrskurðurinn: „Hanna mín,
lestu þetta tvisvar yfir ennþá.“ Einu
sinni man ég eftir því að hún tók
mig á beinið. Ég hafði átt að læra
sálminn: „Þú Guð sem stýrir
stjamaher ..." Ég taldi mig kunna
sálminn og þuldi hann upp um
kveldið. Veðrið var mjög gott og
svellin og hjarnið úti freistandi. En
þegar til átti að taka daginn eftir,
þá mundi ég aðeins tvær fyrstu
hendingarnar, og mín niðurlæging
var alger. Ólína kallaði á mig eftir
kennslustundina og spurði: „Hvað
heldur þú að hún mamma þín segði
ef hún vissi að þú hugsar meira
um að leika þér en að læra?“ Á
þeirri stundu fannst mér tilveran
almyrkvast. Ekki þurfti nú meira
til á þeim tíma. Það kom fyrir að
nemendur bættust í hópinn er ekki
þekktu þá virðingu og skilyrðis-
lausu hlýðni sem tilheyrði. Einn
slíkur svaraði fullum hálsi er hún
sagði honum að fara að hátta: „Ég
fer ekki að hátta fyrr en þessi fer
að hátta.“ Þeir sem fyrir voru
hneyksluðust ákaflega á slíku fram-
ferði.
Ólína hafði gott skopskyn. Ein-
hvern tíma gerðist það er nemendur
sátu í kennslustofu og lærðu fyrir
næsta dag, að Ólína þurfti að
skreppa frá. Kom þá mikil hreyfing
á hópinn, og einn nemandinn fann
hjá sér löngun til þess að skríða
út um gluggann. Tókst ekki betur
til en svo að hann stóð þar fastur,
þegar Ólína kom aftur. Ékki minn-
ist ég annars, en þess að hún hafi
hlegið dátt að þessari uppákomu
og gert sitt besta til að bjarga hon-
um til baka, enda sú refsing nóg
að verða uppvís að slíku framferði.
Annað spaugilegt atvik, sem Ólína
hló mikið að, gerðist á Valshamri.
Þar sem allir sátu hljóðir og virðu-
legir til borðs, var mér falið að
færa föður mínum hafragraut á
diski. Fór þá eitthvað úrskeiðis, þar
sem diskurinn skall á borðið, á
hvolf, og grauturinn eins og pífa í
kring. Eitthvað minnir mig að faðir
minn heitinn hafi orðið ókvæða við,
en hló að þessu síðar eins og við hin.
Hjálpsemi Ólínu voru vart tak-
mörk sett, ef um það var að ræða
að aðstoða í námi. Hún vissi að ég
hafði í huga að fara í Héraðsskól-
ann á Reykjanesi við ísafjarðar-
djúp. Ég ætlaði mér að taka próf
upp í eldri deildina, en þá þurfti ég
að þekkja allan sannleikann um
jöfnur. Þá var ekkert sjálfsagðara
en að koma í sínu jólafríi og kippa
þessu í lag.
Mér þóttr hinsvegar margt
skemmtilegra en reikningur. Eg
hafði fundið skemmtilega bók og
flúið afsíðis upp í svokallaðan Norð-
urenda. Þar fann hún mig loks, og
undraðist stórum áhugaleysi mitt,
„og er hún svo að lesa Kapítólu?"
Þetta gekk nú allt fyrir sig, með
prófin, enda þótt ég hefði fallið í
þá freistni að lesa Kapítólu í leið-
inni. Margt er minnisstætt frá þess-
um tíma. Heimilisfólkið settist
gjarnan við útvarpið að kveldi og
þá frekar þeir fullorðnu. Minnist
ég sérstaklega hve Ólína og reynd-
ar allir smáir og stórir höfðu gaman
af að hlusta á lestur sögunnar um
Bör Börsson, sem Helgi heitinn
Hjörvar las á sinn eftirminnilega
hátt. Það mun vart vera meiri áhugi
fyrir áramótaskaupi sjónvarpsins í
dag en lestri þeirrar sögu á sínum
tíma.
Að leiðarlokum, síðast en ekki
síst vil ég nefna það að móðir mín
og Ólína áttu oft samtöl um trúmál
og veit ég að hún átti í hjarta sínu
trúna á hann sem er eini vegurinn
til Himins og eini meðalgangarinn
milli Guðs og manna, Drottinn Jes-
ús Kristur. I Jóh. bréfí 5:12 standa
þessi orð: „Sá sem hefir soninn
hefir lífið, sá sem ekki hefir Guðs
Son hefir ekki lífið.“ Því veit ég
eftir langa vegferð hefir verið gott
að koma heim.
Ég mæli fyrir munn okkar allra
systkinanna frá Valshamri er ég
votta aðstandendum hennar samúð.
Við munum alltaf minnast Ólínu
Magnúsdóttur með djúpri virðingu
og þakklæti.
Jóhanna F. Karlsdóttir.
Látin er í hárri elli Ólína M.
Magnúsdóttir, kennari og bóndi.
Hún var yngst systranna þriggja á
Kinriarstöðum í Reykhólasveit,
Guðrún og Guðbjörg kvöddu báðar
þennan heim árið 1988. Ungar
íærðu eldri systurnar fatasaum á
Isafirði og unnu við matargerð í
Reykjavík, en Ólína lauk kennara-
námi frá Kennaraskóla íslands. Þær
systur tóku við búi á Kinnarstöðum
við fráfall móður sinnar 1937 og
bjuggu þar upp frá því. Hjá þeim
ólst upp Steinunn Erla Magnúsdótt-
ir, sem komið hafði til móður þeirra
á fyrsta aldursári.
Kynni okkar hófust er ég,
Reykjavíkurbarnið, þá níu ára göm-
ul, vildi ólm komast í sveit, eins og
það var kallað. „Sveitin" var eitt-
hvert óljóst ævintýri sem ég hafði
heyrt um af frásögnum reyndra og
bókum.
+ Hrefna Hall-
grímsdóttir
fæddist á Þengil-
bakka á Grenivík
10. janúar 1917.
Hún lést á heimili
'j^sínu í Hafnarfirði
28. desember síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði 5. jan-
úar.
SÍÐASTLIÐIÐ Þor-
láksmessukvöld þegar
allir voru í önnum við
að ljúka undirbúningi jólanna, fór
ég sem oftar í heimsókn á Hring-
brautina til Hrefnu og Þórðar. Allt
var með öðrum blæ. Hrefna lá bana-
' leguna. Þegar ég gekk upp stigann,
riíjuðust upp minningar um liðin jól
og áramót í húsinu nr. 37. Margar
glaðar minningar frá uppeldisárum
mínum í faðmi fjölskyldnanna
tveggja sem bjuggu þá hvor á sinni
hæðinni. Jólasveinar á veggjum nið-
ur allan stigann minntu á alúð og
_fíngerðar hendur Hrefnu, hlátur og
gleði. Aðeins vantaði bökunarilminn
af listavelgerðum smá-
kökum . Eg hélt áfram
upp með dálitlum kvíða.
Ég vissi að nú væri
stutt í það að Hrefna
kveddi þennan heim.
Við mundum ekki oftar
setjast í eldhúsið henn-
ar til að spjalla um lífið
og tilveruna eins og við
gerðum svo oft bæði í
gamni og alvöru. Kvíð-
inn var óþarfur. Þegar
upp var komið streymdi
á móti mér hlýja og
vinátta bama, tengda-
barna og barnabarna
Hrefnu og Þórðar. Eg var boðin
velkomin, sagt að Hrefna svæfi en
hér væri kaffi á könnunni að venju.
Ég stoppaði stutt en kom aftur á
aðfangadagsmorgun. Hrefna var
vakandi og talaði við mig. Hún
kvaddi, tók í hönd mér og handtak-
ið var þétt, hlýtt og huggandi. Ég
fór heim til að halda jól með frið í
hjarta. Þannig var Hrefna, fingerð
og falleg. Hún geislaði af kímni.
Hlýja og umhyggja fyrir okkur öll-
um streymdi frá henni þótt kraftar
væru á þrotum. Hún dó 28. desem-
ber í faðmi fjölskyldu sinnar, eigin-
manns, barna, tengdabarna og
barnabama, sem öll stóðu fast við
hlið hennar í erfíðum veikindum.
Ég þakka Hrefnu samfylgdina og
tel mig lánsama, að hafa fengið að
alast upp í návist hennar. Góður guð
styrki Þórð í hans miklu sorg, svo
og alla ættingja og vini.
Með þakklæti og virðingu kveðj-
um við elsku Hrefnu.
Sigríður Aðalsteinsdóttir
og fjölskylda.
Elsku Hrefna, ef ég má halda
áfram þar sem frá var horfíð þegar
við ræddum saman síðast, en þá
náðum við aldrei nema rétt að byija,
þá langar mig að koma að nokkrum
orðum nú og byija á að vitna í orð
spámannsins, en þau voru: „Sorgin
er gríma gleðinnar. Þeim mun dýpra
sem sorgin grefur sig í hjarta manns,
þeim mun meiri gleði getur það rúm-
að. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú
ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins
það, sem valdið hefur hryggð þinni,
gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorg-
mæddur, skoðaðu þá aftur huga
þinn, og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín.“
Þessi orð segja mikið um líðan
mína og fjölskyldu minnar þessa
stundina. Ég verð að virða það sem
þú nefndir í sambandi við væmni,
þ.e. að þér leiddist hún, en þó verð
ég að koma því að hér að jafn gegn-
heilli og óeigingjarnri manneskju og
þér hef ég aldrei kynnst og mun
sennilega seint kynnast. Þú hafðir
alltaf lag á að láta öllum í kringum
þig líða eins og perlunni í skelinni.
Þú gast aldrei þegið neitt án þess
að greiða það a.m.k. tvöfalt til baka.
Ég fékk í raun aldrei að gefa þér
neitt, því þú greiddir mér það alltaf
margfalt til baka. Það sama gilti um
alla aðra, því aldrei gerðir þú á nokk-
urn hátt upp á milli manna. Fram-
vegis verð ég að láta mér nægja að
reyna að vinna úr þeim dýrmætu lífs-
spekibrotum, sem ég hef náð að
nema af þér í gegnum tíðina, en það
verður ærið starf, svo mörg sem þau
eru og þó svo fá sem ég hef þegar
náð að tileinka mér og lifa eftir.
En nú má ég eiga síðasta orðið,
a.m.k. þar til við hittumst næst, sem
ég get nú ekki alveg lofað hvenær
verður. Ég legg til að það verði á
„leynistaðnum“ okkar, manstu, þar
sem enginn líkamlegur sársauki er
til. Ef ferð mín þangað verður erfið
væri ósköp notalegt að fá aftur hjá
þér kaffí og pönnsur.
Hann Óli minn, spekingurinn eins
og Þórður þinn kallar hann alltaf,
sagði mér að heimilið þitt nýja væri
í fallegum litum, aðallega í hvítu og
fjólubláu og fullt af fólki. Það kemur
mér svo sem ekkert á óvart. Hann
sagði mér líka að þú hefðir fengið
að hitta sjálfan Guð á fyrsta degi
af því að þú hefðir verið svo góð.
Ég get ekki tjáð mig meira að
sinni, það verður að bíða betri tíma.
Það bíður mín stórt verkefni, sem
ég veit að þú vilt að ég láti ganga
fyrir í bili. Ég bið að heilsa öllum,
sem þú hefur nú fundið að nýju.
Elsku Hrefna, Guð geymi þig og
styrki Þórð þinn í sorg sinni.
Helga Steingerður.
Hún stóð í dyragættinni á stiga-
pallinum á Hringbrautinni, sendi mér
fíngurkoss og vinkaði mér glaðlega
í kveðjuskyni. Ég svaraði í somu
mynt, en þegar ég gekk niður stig-
ann læddist að mér sá grunur að
þetta yrði í síðasta sinn sem ég sæi
Hrefnu mína héma megin grafar.
Um þessar mundir eru þijátíu ár
liðin síðan ég varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að eignast vináttu
Hrefnu og Þórðar, manns hennar,
þegar ég fór að venja komur mínar
á heimili þeirra til að heimsækja
æskuvin minn, Steingrím Þórðar-
sonar. Mér var strax tekið opnum
örmum og sú væntumþykja og vin-
átta sem æ síðan hefur ríkt í minn
garð frá Hrefnu og fjölskyldu henn-
ar hefur reynst mér ómetanlegt í
lífinu. Á Hringbrautinni fann ég
aldrei fyrir hinu svokallaða kyn-
slóðabili sem reis hæst á þessum
árum, þar var rætt við alla á jafn-
réttisgrundvelli. Ég var strax tekinn
í hópinn eins og einn úr fjölskyld-
unni og Hrefna var alltaf til staðar
og dekraði við mig eins og aðra fjöl-
HREFNA
HALLGRÍMSDÓTTIR
+-