Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 41
Fyrir góðra manna atbeina er ég
í rútu á leið í sveitina „mína“, sem
heitir Kinnarstaðir og stendur við
Þorskafjörð. Nafnið örvar ímyndun-
araflið og eftirvæntingin er mikil.
Fylgdarkona mín þessa 10-11 tíma
rútuferð vestur er María Guð-
mundsdóttir hjúkrunarkona, seinni
kona afa míns, ættuð úr Reykhóla-
sveitinni. Strax við Ferstiklu reynir
á kunnáttu hennar, ég er orðin bíl-
veik af spenningi. Loks birtast tví-
skipt Vaðalfjöllin og rútan rennir
brátt í hlaðið á Kinnarstöðum. Ég
er fljót út og tryggi mér að trékass-
inn minn utan af smjörlíki, fagur-
lega merktur af föður mínum og
fullur af hreinum og stroknum föt-
um útbúnum af móður minni, skili
sér einnig úr rútunni.
Alvara málins rennur nú upp
fyrir mér, ég er komin til að vera
í allt sumar hjá fólki, sem ég hef
aldrei séð fyrr. Hlýlegar, brosmildar
systurnar með fléttað hárið ásamt
unglingsstúlku, hrokkinkollu, taka
blíðlega á móti okkur og bjóða okk-
ur í bæinn. Áhyggjur mínar hverfa
og ég geng vonglöð og eilítið forvit-
in til móts við tvenna tíma í sveit,
framhjá Ford Ferguson traktor og
inn í 60 ára gamlan torfbæ.
Ég dvaldi hjá þeim systrum þijú
sumur við nám, leik og störf. Þær
voru óþreytandi við að svara þessu
forvitna barni, sem þurfti margt
að vita og fljótt, því flest var þarna
ólíkt lífinu í henni Reykjavík. Vönd-
uðu þær sig ævinlega við svörin
eins og verkin sín, enda ætluðust
þær til vandvirkni af okkur krökk-
unum. Kynntist ég þarna hinni
gömlu bændamenningu bæði úti og
inni. Það var meira að segja smíðuð
hrífa við hæfi telpunnar og henni
kennt að skipta um tinda í henni
svo hún gæti þjónustað sig sjálf.
Þær systur skiptust á að vinna
útiverk og inniverk í tímabilum.
Fylgdum við krakkarnir þeim eftir
og reyndum að verða að liði. Við
lærðum á því og var okkur smátt
og smátt falin meiri ábyrgð. Og
alltaf var nóg að gera.
Ólína naut sín best við útiverk á
sumrum. Hún tók sér stundum hlé
ti\ að fræða mig um eitt og annað,
kenndi mér örnefni í landslagi og
að taka mið af sólinni við ýmis
kennileiti til þess að vita hvað tím-
anum liði. Hún hlýddi mér yfir
eyktamörk, kenndi mér þulu um
nöfn bæjanna í sveitinni og leiddi
mig upp á bæjarhólinn og út í mó-
ann til þess að skoða með mér og
kenna mér að þekkja grös og jurt-
ir. Bað ég hana oft að leiðbeina
mér á þessu sviði, síðast sumarið
1993, er ég heimsótti hana í
Barmahlíð og færði henni jurt til
greiningar. Jú, meyjarauga var
skyldumeðlimi. Það var margt brall-
að á Hringbrautinni á þessum árum
og Hrefna og Þórður sýndu oft ótrú-
legt umburðarlyndi þó við spiluðum
brids eða háværa bítlatónlist heilu
næturnar. Hrefna bauð okkur góða
nótt og þó við sætum enn að spilum
þegar hún vaknaði daginn eftir bauð
hún góðan daginn eins og ekkert
hefði í skorist.
Að umgangast þetta fólk auðgaði
anda minn og efldi sjálfstraustið,
auk þess sem framkoma Hrefnu í
minn garð, hennar létta lund og
heilræði hennar hafa orðið mér til
eftirbreytni og framdráttar í lífinu.
Eftir því sem árin liðu urðu heim-
sóknir mínar á Hringbrautina því
miður strjálli þótt hugur minn væri
oft hjá Hrefnu og Þórði, enda ekki
hægt að gleyma slíku fólki. Þegar
ég kom síðast var Hrefna orðin mjög
veik, þótt hún í>æri sig vel og ég
mun aldrei gleyma hennar hinstu
kveðju til mín. Nú er hennar hetju-
Jegu baráttu lokið og síðustu stund-
irnar átti hún á heimili sínu, um-
kringd ástvinum sínum sem höfðu
slegið skjaldborg um sjúkrabeð henn-
ar síðustu vikumar. Þó að við stönd-
um alltaf jafn berskjölduð gagnvart
dauðanum þar sem sorgin og sökn-
uðurinn, verður ávallt öllu yfirsterk-
ara, er vart hægt að hugsa sér feg-
urri aðstæður þegar jarðlífið er kvatt.
Kæri Þórður, ég og fjölskylda
mín viljum senda þér og börnunum
þínum, Vilfríði, Þórði, Steingrími,
það, fljótt og vel leysti hún úr því.
Samtímis mér á Kinnarstöðum
þessi sumur voru þau Auður Axels-
dóttir úr Reykjavík og Hörður Þór-
leifsson frá ísafirði. Brýndi Ólína
fyrir okkur að vanda alltaf málfar
okkar. Heyrði ég einmitt þetta sama
löngu seinna frá 20 árum yngra
sumarbarni þaðan. Við vorum mörg
börnin, sem nutum sumarlangt al-
úðar og umhyggju þeirra Kinnar-
staðasystra og Steinunnar Erlu,
sem einnig leiðbeindi okkur. Þær
sinntu okkur af ábyrgð og foreldrar
okkar vissu að við vorum í góðum
höndum.
Ólína sá um litla póstmiðstöð,
sem var í stofuhorni á Kinnarstöð-
um. Tók hún á móti pósti, sem kom
með rútunni, bréfum, dagblöðum
og pökkum, flokkaði og innsiglaði
eftir því, sem við átti og sendi til
síns heima. Ég get enn kallað fram
myndina og lyktina af bráðnu,
rauðu lakkinu rétt í þann mund er
innsiglismerkinu var þrýst í það.
Áætlunarferðin kom með framandi
blæ í bæinn í formi pósts og pakka
og stundum komu gestir með henni.
Þóttu okkur þessir dagar mjög
spennandi.
Talsverðar gestakomur voru á
Kinnarstöðum bæði úr sveitinni og
annars staðar frá. Var tekið rausn-
arlega á móti gestum og skipst á
fréttum af mönnum og málefnum.
Hlustuðu þá lítil eyru af ákefð, en
ekki tjóaði að hafa sig í frammi.
Á sunnudögum var ekki unnið
nema það allra nauðsynlegasta,
jafnvel þótt þerrir væri. Þá bjuggu
allir sig uppá og konurnar fóru í
litfögru kjólana, sem saumaðir voru
í sumarbyijun. Einnig var farið í
þá stöku sinnum annars, til heiðurs
sérstakri sumarblíðu, og mikið
fannst mér þær þá fínar.
Ég er mjög stolt af þeim systr-
um. Þær ráku ekki aðeins bú, held-
ur byggðu líka upp af framfarahug.
Þær gerðu stíflu í ána og reistu
einkarafstöð. Þær settu stokka í
fjóshlöðuna og komu sér upp súg-
þurrkun. Þær byggðu úr stein-
steypu stór fjárhús með áfastri
hlöðu, og þegar ég kom aftur í sveit-
ina sex árum eftir síðasta sumarið
mitt þar höfðu þær steypt upp nýj-
an bæ. Reynslan af sveitinni minni
varð að skemmtilegu ævintýri fýrir
atbeina þessara góðu, vönduðu og
dugmiklu kvenna. Þar var allt af
trúmennsku unnið og virðingu fyrir
lífinu í öllum sínum myndum.
Systurnar á Kinnarstöðum auðg-
uðu líf rnitt með lífssýn sinni. Fyrir
það verð ég þeim ævinlega þakk-
lát. Blessuð sé minning þeirra
Gunnu, Böggu og Línu.
Björg Atladóttir.
Hrafni og fjölskyldum þeirra, inni-
legar samúðarkveðjur, megi Guð
vera með ykkur öllum.
Að endingu vil ég þakka Hrefnu
vinkonu minni hennar sönnu vin-
áttu, ég mun ávallt varðveita minn-
inguna um þessa heiðurskonu í
hjarta mínu.
Gunnlaugur Sveinsson.
Með örfáum orðum langar mig
að kveðja þig, Hrefna mín. Ég á
eftir að sakna mín sem vinar sem
alltaf var til staðar.
Lífið gaf mér ljúfa gjöf,
löngum naut þín vina.
Því ég nú við þína gröf,
þakka samfylgdina.
(Guðm. Gunnlaugsson)
Elsku Þórður, Hrafn, Steingrím-
ur, Villa og Þórður Þ., ég sendi
ykkur og fjölskyldum ykkar innileg-
ar samúðarkveðjur.
í dögun verður lífið öllum ljúft,
sem líta upp og anda nógu djúpt.
Áð allra vitum ilmur jarðar berst,
þó engin skilji það sem hefur gerzt.
En hverri sál, sem eitt sinn ljósið leit
er líknsemd veitt og gefið fyrirheit.
Því mun hún aldrei myrkri ofurseld,
að minningin er tengd við dagsins eld.
(Davíð Stefánsson)
Kveðja,
Arna.
GUÐNI
GUÐLEIFSSON
+ Guðni Guðleifs-
son var fæddur
í Keflavík 14. apríl
1907, hann lést 26.
desember 1995.
Faðir Guðna var
Guðleifur, fæddur
8. september 1870 á
Berustöðum í Holt-
um. Dáinn í Kefla-
vík 5. júní 1950, sjó-
maður og verka-
maður þar, Guðna-
sonar fæddur 1827
í Stórholti í Odda-
sókn RangárvalLa-
sýslu, dáinn um
1877 Eyjólfssonar.
Móðir Guðna var Erlendsína
Marín, fædd 7. nóvember 1880
í Keflavík, dáin þar 17. júní
1960, Jónsdóttir fæddur 1850 í
Hlíð í Austur-Eyjafjallahreppi
Rangárvallasýslu, dáinn í
Keflavík Eiríkssonar og Valdís-
ar fædd 1857 að Hópi í Grinda-
vík, dáin 1920 í Keflavík Er-
lendsdóttir, Jónssonar. Guðni
kvæntist 24. maí 1930 Jónu
Guðrúnu Eiríksdóttur, fædd á
Stokkseyri 9. nóvember 1908,
dáin í Keflavík 21. janúar 1988.
Foreldrar hennar voru Eiríkur
Eiríksson bakarameistari og
símstöðvarstjóri á Stokkseyri,
fæddur 17. júní 1881 í Búlands-
nesi í Suður-Múlasýslu og kona
hans Margrét Jónsdóttir, fædd
í Reykjavík 18. október 1881.
Halldóra Birna Guðmundsdótt-
ir Fabian, fædd 11. desember
1934, dóttir Önnu K. Bjarna-
dóttur og Guðmundar Jóhanns-
sonar verkamanns. Birna er
húsfreyja í New Jersey í Banda-
ríkjunum, maður hennar er
Thomas Chargo Fabian, fædd-
ur 4. júní 1939 í Jersey City
New Jersey, USA. Smiður í
New Jersey og eiga þau 4 börn,
Guðna Anthony, Thomas Charl-
es, Marie og Eric og tvö barna-
börn. Marteinn Guðnason,
fæddur 9. október 1954, fisk-
vinnslumaður í Keflavík, kona
hans er Patricia Mc. Girl Mar-
teinsson, fædd 24. desember
1961 í Galway á írlandi, hjúkr-
Á YNGRI árum gerði Guðni talsvert
af því að yrkja bæði tækifærisvísur
unarfræðingur og
Ijósmóðir og eiga
þau eitt barn, Kar-
en Lindu.
Guðni Guðleifs-
son var mikill bar-
áttumaður fyrir
kjörum alþýðu-
mannsins, hann var
einn af stofnendum
Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Kefla-
víkur 1932 og var
fyrsti formaður
þess frá 1932 til
1935, en þá tók
Ragnar bróðir hans
við því starfi, og
Guðni tók við ritarastörfum
þess og gegndi því um áratugi.
Hann var í stjórn pöntunarfé-
lags VSFK og síðar ritari
KRON eftir að það var stofnað
9. nóvember 1937 og síðan enn
í stjórn Kaupfélags Suðurnesja
frá stofnun þess 13. ágúst 1945
um langt árabil. Hann var lengi
í stjórn Alþýðuflokksins í Kefla-
vík og sat í skólanefnd og var
formaður hennar þegar barna-
skólinn við Sólvallagötu var
byggður.
Guðni stundaði öll almenn
verkamanna- og sjómannastörf
framan af, bílpróf tók hann
snemma, og annaðist hann t.d.
allan akstur þegar Básbryggjan
og mannvirkin i kringum hana
voru byggð á árunum 1928 til
1930. Einnig átti hann hlutdeild
i vörubíl með öðrum og annað-
ist akstur í samvinnu við Gunn-
ar Sigurfinnsson á milli Reykja-
víkur og Keflavíkur um tíma.
Um 1940 hóf hann störf sem
lagerstjóri í nýbyggðri verslun
KRON á Hafnargötu 32, sem
síðan varð Kaupfélag Suður-
nesja og starfaði hann við það
uns hann varð að hætta vegna
aldurs.
Þau Guðni og Gulla eins og
hún var alltaf nefnd voru barn-
laus en ólu upp tvö börn sem
sín eigin.
Útför Guðna fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 14.
og lengri ljóð, þó nú sé flest af því
tapað. Helgi Árnason húsvörður við
BRAGI
FINNSSON
+ Bragi Finnsson
fæddist á Ytri-
Gunnólfsá í Ólafs-
firði 3. janúar 1943.
Hann lést í Keflavík
28. desember síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Keflavíkurkirkju 5.
janúar.
OKKUR langar að
kveðja Braga frænda
okkar með nokkrum fá-
tæklegum orðum. Bragi
var bóndi af Guðs náð
þó í þéttbýli byggi og
var hugur hans jafnan á Kleifum þar
sem hann ólst upp.
Bragi fluttist til Keflavíkur og voru
fjögur systkini hans búsett þar. Hann
stundaði sjómennsku frá blautu
bamsbeini og var mjög duglegur við
að færa systmm sínum í soðið og
stoppaði þá gjaman einhveija stund
og lét gamminn geisa og þá sjaldan
um annað en lífíð á Kleifum.
Ávallt var stutt í glensið hjá Braga
og hló hann jafnan innilega með frá-
sögn sinni og höfðum við öll gaman
af. Hestamennska var honum hug-
leikin og fór mest allur hans frítími
í að sinna því áhugamáli sínu.
Við frændsystkinin kölluðum hana
gjarnan Braga bróður og kom það
til af því að mæðrum
okkar var svo tíðrætt
um hann því hann var
svo oft nýkominn eða
nýfarinn.
Elsku Diddý, Lóa,
Grímsi, Trausti, Freyr,
Helga Margrét og Ósk-
ar, megi góður Guð
styrkja ykkur og blessa.
Legg ég nú bæði líf og önd,
Ijúfi Jesú, í þína hönd,
síðast þegar ég sofa fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Frændsystkinin í
Keflavík.
Okkur setti hljóða þegar sú sorgar-
frétt barst að vinur okkar Bragi væri
látinn. Á kveðjustundum leita minn-
ingamar á hugann. Kynni okkar hó-
fust er við byrjuðum búskap okkar
öll um svipað leyti og áttum heima
hlið við hlið. Bundumst við þá vinar-
böndum sem héldum óslitin síðan. í
fjölda ára leið varla sá dagur að við
hittumst ekki. Mörg vetrarkvöldin var
setið við spil langt fram á nóttu og
skemmtum okkur konunglega. Úti-
legumar sem við fórum í þegar böm-
in vom lítil vom oft rifjaðar upp,
sérstaklega ein slík og þá var mikið
hlegið. Þessar stundir koma ekki
Safnahúsið við Hverfisgötu í Reykja-
vík gaf út jólakort, og gerði hann
talsvert af því að birta erindi eftir
Guðna á kortum sínum og voru þau
einkennd með G.Guðl. Þá hafði
Guðni góða söngrödd, söng talsvert
og var félagi í Karlakór Keflavíkur
hinum eldri á fjórða áratugnum,
hann spilaði á orgel og einnig var
hann vel drátthagur og eru til mynd-
ir eftir hann.
Störfum Guðna fylgdi aldrei há-
vaði eða fyrirgangur heldur vann
hann ávallt í kyrrþey og áhuginn
mikill. Það fengum við oft að reyna
þegar á þurfti að halda á erfíðum
stundum, þá var hann styrkurinn
og aflið.
Guðni, hafðu ávallt þökk fyrir allt.
Guð blessi þig elsku bróðir.
Margrét og börn.
Vinur minn og mágur, Guðni
Guðleifsson, er dáinn, sjö árum á
eftir konu sinni, Guðrúnu Eiríksdótt-
ur, systur minni. Honum valdist
hátíðisdagur, jóladagur, til endur-
fundanna. í sambúð þeirra var alltaf
hátíð, eða svo fannst mér allt frá
því ég sá þau fyrst saman.
Hann reyndist henni frábær eig-
inmaður og foreldrar mínir og ég
nutum góðs af mægðum við hann.
Einkum eftir að við mæðgur vorum
báðar orðnar ekkjur. Faðir minn,
tengdafaðir Guðna, varð bráðkvadd-
ur á heimili hans, Hafnargötu 63 í
Keflavík, 18. júní 1941, daginn eftir
að hann varð sextugur. Guðni var
þá, eins og ævinlega, mikil hjálpar-
hella okkar. Eftir að við mamma
höfðum báðar misst menn okkar
fluttum við frá Hafnarfirði til Kefla-
víkur. Það hefði okkur, fyrirvinnu-
lausum, varla tekist ef við hefðum
ekki átt þau Gullu og Guðna þar til
aðstoðar.
Nábýli okkar við þau í Keflavík í
áratugi reyndist okkur og fjölskyldu
minni ánægjulegt og farsælt. Að því
stuðlaði skapgerð þeirra og fórnfús
vinátta, sem leiddi til þess að bömin
mín leituðu oft til þeirra og áttu þar
ánægjustundir.
Þau voru bæði mjög barnkær en
auðnaðist ekki sjálfum að eignast
börn, en ólu upp Birnu, sem var
náfrænka Gullu og síðar Martein,
sem er sonur vinkonu Birnu. Báðum
þessum börnum reyndust þau sannir
foreldrar.
Ég þakka Gullu og Guðna sanna
vináttu og tryggð. I trú á að þau
hafi hist að nýju bið ég þeim báðum
guðs blessunar.
Ragnheiður Eiríksdóttir.
aftur en minningamar eigum við allt-
af þó svo samverustundirnar hafi
verið færri með ámnum var vináttan
ætíð sú sama og aldrei féll skuggi
þar á. Gott var að koma heim til
Diddýar og Braga, þar sem léttleik-
inn var í fyrirrúmi og einstök gest-
risni. Bragi var hreinn og beinn,
hreinskiptinn og áreiðanlegur, léttur
í lund og drengur góður, alinn upp
í stórbrotinni náttúm norðan heiða
í faðmi tignarlegra fjalla og fallegri
sveit. Hann var mikill dýravinur,
lengi vel komum við svo ekki í heim-
són að hann reyndi að troða inná
okkur kettlingi, þegar læðan hans
var nýbúin að gjóta, en varist var í
lengstu lög, einhvem veginn kom
hann þeim samt út. Margar góðar
stundir átti hann úti í hesthúsi hjá-
hrossum sínum sem gáfu honum svo
mikið. Alltaf ætluðum við í útreiðat-
úr saman en aldrei varð samt neitt
úr því. Endalaust er hægt að rifja
upp en læt hér staðar numið. Með
þessum fátæklegum orðum kveðjum
við kæran vin með söknuði og þakk-
lát í huga fyrir allar stundirnar sem
við áttum saman. Við óskum honum
alls hins besta á næsta tilverustigi.
Margs er að minnast.
Margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast.
Margt er hér að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V.Briem)
Elsku Diddý og fjölskylda. Guð gefi
ykkur styrk og megi minningamar
um góðan mann ylja ykkur um ókom-
in ár.
Gréta og Siggi. -