Morgunblaðið - 26.01.1996, Page 10

Morgunblaðið - 26.01.1996, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ástæða til að ætla að ESB beiti ekki öryg'gisákvæðum Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra átti í gær fundi með framkvæmdastjómarmönnum Evrópu- sambandsins. Ólafur Þ. Stephensen ræddi við hann um viðræðumar í Brussel. Reuter HALLDÓR Ásgrímsson heilsar Emmu Bonino, sem fer með sjávar- útvegsmál í framkvæmdasljórn ESB, á skrifstofu hennar í Bruss- el í gær. í baksýn er Hannes Hafstein, sendiherra íslands hjá Evrópusambandinu. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra átti í gær fundi í Brussel með þremur framkvæmdastjórnar- mönnum Evrópusambandsins. Utan- ríkisráðherra ræddi við Hans van den Broek, sem fer með utanríkissam- skipti, Sir Leon Brittan, sem fer með utanríkisviðskipti, og Emmu Bonino, sem meðal annars fer með sjávarút- vegsmál. Halldór segir að fundimir með framkvæmdastjómarmönnunum hafí að mörgu leyti gengið betur en hann hafi gert ráð fyrir. Rætt hafí verið annars vegar um þau mál, sem væru uppi á borðinu í samskiptum íslands og Evrópusambandsins og hins vegar um stöðu íslands í Evr- ópusamstarfinu. Lágmarksverð afnumið íslenzk stjómvöld hafa lýst mikl- um áhyggjum vegna þeirrar ákvörð- unar Evrópusambandsins að setja lágrharksverð á innfluttan lax frá EFTA-ríkjunum vegna offramboðs á norskum laxi á Evrópumarkaðnum. ESB hefur vísað til öryggisákvæða í EES-samningnum, sem ísland og hin EFTA-ríkin telja að eigi ekki við um viðskipti með sjávarafurðir, sem Qallað er um í sérstakri bókun nr. 9 við samninginn. Utanríkisráðherra tók málið upp á fundunum með fram- kvæmdastjómarmönnunum í gær, en það snertir málefnasvið þeirra allra. Halidór ítrekaði mótmæli Is- lands og krafðist þess að ákvörðunin yrði dregin til baka. „Ég er tiltölulega ánægður með þau viðbrögð, sem við fengum. Ég lít svo á eftir viðræður dagsins að þarna hafí verið um að ræða nokk- urs konar pólitíska viðvömn til Norð- manna vegna framgöngu þeirra í þessum málum á markaði," segir Halldór. „Ég hef ástæðu til að ætla að þetta verði dregið til baka og þessu úrræði ekki beitt í framtíðinni hvað okkur varðar, þótt ég hafi ekki fengið neina tryggingu fyrir því. Það var ráð fyrir því gert þegar samning- urinn var gerður, að öryggisákvæð- unum yrði aðeins beitt í neyðartilvik- um, það er að segja í málum, sem varða þjóðarhagsmuni, og ég held að það sé engin leið að halda því fram að svo sé í þessu tilviki." Halldór sagðist telja að fram- kvæmdastjómin hefði skilning á sjónarmiðum íslendinga í málinu: „Við viljum að sjálfsögðu að fískiðn- aðurinn njóti sambærilegra kjara og annar iðnaður. Ef ætti að fara að beita þessum öryggisákvæðum í hvert sinn, sem vandamál koma upp á ákveðnum svæðum bandalagsins, er fjandinn laus. Mér fannst viðmæl- endur mínir skilja það mjög vel.“ Vinnutíma- og bamaverndar- tilskipanir samþykktar Utanríkisráðherra ræddi við van den Broek um samskipti ESB og EFTA og áhrif EFTA-ríkjanna á mótun nýrra ákvarðana Evrópusam- bandsins, sem síðan bætast við EES- samninginn. „Þau mál hafa þokazt eðlilega, en því er ekki að neita að við teljum að við gætum fengið að hafa meiri aðgang að umræðum á fyrstu stigum, þar sem ákvarðanir mótast,“ segir Halldór. „Við'þurfum alltaf að minna á okkur.“ Van den Broek ýtti á eftir því að ísland samþykkti tvær tilskipanir Evrópusambandsins, aðra utn vinnu- vemd, þar á meðal hámarksvinnu- tíma sem hægt er að skylda starfs- menn til að vinna, og hina um vemd bama og unglinga, en í henni eru ákvæði gegn barnaþrælkun og að börn séu látin stunda of erfið störf. Tilskipanirnar eiga að taka gildi á Evrópska efnahagssvæðinu í nóvem- ber á þessu ári. „Ég sagði honum að við værum ekkert sérstaklega hrifin af að setja reglur um eitthvað, sem væri ekkert vandamál í okkar landi. Barna- þrælkun og unglingavinna væri ekki vandamál nema að því leyti að ung- lingar fengju minni vinnu en áður þekktist. Sú vinna, sem við hefðum unnið sem unglingar, ég og fleiri sem eldri erum, gengi undir nafninu barnaþrælkun í dag en menn ættu aðeins góðar minningar um. Því miður væri íslenzkt þjóðfélag að mörgu leyti breytt, þannig að tæki- færi unglinga til að fá vinnu væru ekki lengur til staðar. Við myndum hins vegar ekki verða í neinum vanda með að ganga frá þessu máli, þegar við hefðum undirbúið það nægilega vel,“ sagði Halldór. Báðar tilskipanimar eru nú til rneðferðar hjá nefndum á vegum félagsmála- ráðuneytisins, sem eiga að skoða hvernig framkvæmd þeirra fellur að íslenzkum aðstæðum. Á fundinum með Sir Leon Brittan ræddi Halldór meðal annars um auk- in samskipti Evrópusambandsins við Bandaríkin, ríki Asíu og mál, sem snerta Alþjóðaviðskiptastofnunina. Ráðherra lýsti yfir áhuga á þátttöku EFTA-ríkjanna í auknu samstarfí við Bandaríkin og Asíu og lagði til að komið yrði á fót nefnd embættis- manna til að skiptast á skoðunum um málið. Misskilningur um kröfur í Barentshafi? Halldór segir fundinn með Emmu Bonino hafa verið ánægjulegan. Þau ræddu meðal annars um veiðar á úthöfunum. „Við ræddum alllengi um síldina og ég upplýsti hana um Fjárhagsáætlun Ríkisútvarpsins fyrir 1996 enn óafgreidd Rekstrarhallinn 44 milljónir 1995 VERKAMENN úr Dagsbrún við vinnu sína við Reykjavíkurhöfn fyrr á öldinni. V erkamannafélagið Dagsbrún 90 ára SAMKVÆMT bráðabirgðauppgjöri Ríkisútvarpsins, sem lagt var fram á fundi framkvæmdastjómar RÚV í gær, var hallinn á rekstri stofnun- arinnar rúmlega 44 milljónir króna á síðasta ári eða 2% af veltu, sem í fyrra var tæplega 2,2 milljarðar. Umræðum um fjárhagsáætlun ársins 1996 lauk ekki á fundi framkvæmda- stjórnarinnar og verður annar fundur haldinn næstkomandi mánudag, en þá ætti að liggja fyrir hver skerðing verður á rekstri einstakra deilda. Að sögn Harðar Vilhjálmssonar, fjármálastjóra RÚV, var hallinn á rekstri stofnunarinnar 75 milljónir króna árið 1994. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjómsýslu- endurskoðun hjá Ríkisútvarpinu hef- ur verið viðvarandi taprekstur á hljóðvarpi frá 1986, og í árslok 1994 var heildarafkoman neikvæð um rúmlega 494 milljónir á verðlagi árs- ins 1994. Samfelldur taprekstur hef- ur verið á rekstri sjónvarps frá 1991 og í árslok 1994 nam tapið samtals 471 milljón króna. Ófyrirsjáanlegar skuldbindingar Hörður sagði að útkoma síðasta árs ylli vonbrigðum þar sem mark- miðið hefði verið að loka rekstrinum í fullu jafnvægi. Afnotagjöld hefðu verið lítilsháttar undir áætlun en auglýsingatekjur hins vegar verulega yfír áætlun, en ýmsar skuldbindingar hefðu komið inn sem ekki hefði ver- ið hægt að sjá fyrir. „Þar má nefna til dæmis launa- hækkanir sem byrjuðu lítilsháttar 1994 en voru fyrst og fremst á vor- dögum 1995. Þá leiða launahækkan- ir í stofnuninni í heild til um 60 millj- óna króna hækkunar. Annar nokkuð stór liður, sem er dæmigerður fyrir það sem kemur svona í bakið á okk- ur, eru nýuppfundnar lífeyrisskuld- bindingar sem ákveðið hefur verið að B-hluta stofnanir beri og við höfð- um áætlað 13 milljónir en urðu 25. Það kom óvænt hér inn, nánast sem ákvörðun stjómar lífeyrissjóðs opin- berra starfsmanna. Hitt er svo það að þvi miður hafa einstaka deildir slitið böndin og farið fram úr. Eftirlitskerfíð hefur sem- sagt ekki haldið og það er auðvitað alltaf illa séð,“ sagði Hörður. Rammi fjárhagsáætlunar Ríkis- útvarpsins fyrir 1996 var samþykkt- ur 20. desember síðastliðinn og nem- urhann 2.141 milljón króna, en vinnu við að koma einstökum deildum end- anlega fyrir innan fjárhagsrammans lýkur væntanlega á fundi fram- kvæmdastjómar RÚV næstkomandi mánudag. VERKAMANN AFÉLAGIÐ Dags- brún verður 90 ára í dag. Hátíð- ardagskrá verður I Borgarleik- húsinu á morgun þar sem Guð- mundur J. Guðmundsson, formað- ur félagsins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri flytja ávörp. Verkamannafélagið Dagsbrún var stofnað í Reykjavík 26. janúar 1906. Á stofnfundinum, sem hald- inn var í Bárunni, lá fram stofn- skjal undirritað að 384 verka- mönnum, en þar er stefna félags- ins mörkuð. Markmið félagsins voru „að styrkja og efla hag og atvinnu félagsmanna, að koma á betra skipulagi að því er alla dag- vinnu snertir, að takmarka vinnu á öllum sunnu- og helgidögum, að auka menningu og bróðurlegan samhug innan félagsins og að styrkja þá félagsmenn eftir megni sem verða fyrir slysurn eða öðrum óhöppum." Á fyrsta fundi var samþykkt að vinnutimi skyldi vera frá kl. sex að morgni til sex að kvöldi og að kaup skyldi vera 25 aurar á tím- ann yfir vetrarmánuðina og 30 aurar yfir sumarmánuðina. Þetta var nokkur hækkun frá því sem verið hafði. Félagið gerði hins vegar ekki skriflega kjarasamn- inga fyrr en eftir sitt fyrsta verk- fall árið 1913 þegar verkamenn neituðu að fara að kröfum um lengingu vinnudags um tvær stundir. Verkfallinu lauk með sigri Dagsbrúnar. stöðu mála og viðræðumar í Moskvu," segir Halldór. Haldið verð- ur áfram að ræða um stjómun veiða úr norsk-íslenzka síldarstofninum á fundi Norðaustur-Atlantshafsfísk- veiðinefndarinnar, NEAFC, í London í næstu viku. ESB á aðild að nefnd- inni, ásamt strandríkjunum, sem nú ræða um síldveiðar í Moskvu, og hefur sambandið krafízt þess að fá hluta af síldarkvótanum en strand- ríkin vilja sitja ein að veiðunum. „Ég lofaði að halda Evrópusambandinu upplýstu um málið eftir því sem við gætum. Það var góður andi í viðræð- unum og Bonino hafði skilning á okkar stefnu í málinu. Okkur er hins vegar ljóst að Evrópusambandið er með ákveðnar kröfur. Mér fannst samtalið gagnlegt," segir Halldór. Bonino og Halldór ræddu jafn- framt um þorskveiðar í Barentshafi og deilur Islands og Noregs um veið- ar íslenzkra skipa þar. Norðmenn hafa skýrt íslenzkum stjórnvöldum frá því að Evrópusambandið hafi uppi kröfur um viðbótarkvóta í Bar- entshafí, verði samið um veiðiheim- ildir við ísland. Halldór segir Bonino hafa hins vegar hafa sagt að henni sé ekki kunnugt um að sambandið hafí gert slíkar kröfur í tengslum við hugsanlega samninga við ísland. Aðspurður hvort meintur ótti Norð- manna við kröfur Evrópusambands- ins væri þá fyrirsláttur, sagði Hall- dór: „Ég tel ekki að það sé fyrirslátt- ur, en ég tel að um einhvern misskiln- ing gæti verið að ræða. Bonino ætl- aði að fara betur yfír það og láta okkur vita einhvern næstu daga.“ Bonino mun að sögn Halldórs koma til íslands í vor og kynna sér íslenzk sjávarútvegsmál. Hann segir að þau hafí rætt sameiginlega sjávar- útvegsstefnu ESB og Bonino ekki talið miklar líkur á að hún myndi breytast. „Við útskýrðum okkar af- stöðu og ástæðumar fyrir því að við höfum ekki treyst okkur til að sækja um aðild að Evrópusambandinu," segir Halldór. „Ég sagði að út af fyrir sig útilokuðu Islendingar ekkert í þessum málum, þeir væru fyrst og fremst að hugsa um sína hagsmuni og sú sjávarútvegsstefna, sem væri rekin, þjónaði þeim ekki. Það væri mikilvægt að við áttuðum okkur á hvað gæti beðið okkar í hugsanlegri aðild, þótt ekki sé til annars én að umræðan geti farið fram á skynsam- legum nótum heima fyrir. Við báðum um að menn hugsuðu til okkar að- stæðna, án þess að neitt hafi verið gefið í skyn um eitt eða annað.“ Dagsbrún hefur í gegnum árin oft átt í hörðum átökum og lang- vinnum kaupdeilum. Meðal helstu ávinninga félagsins er að árið 1942 var dagvinna stytt niður í átta tíma, 12 daga orlof var viður- kennt og 50% álag á yfirvinnu og 100% á næturvinnu. Eftir sex vikna verkfall árið 1955 var At- vinnuleysistryggingasjóður stofn- aður. Árið 1965 var 44 stunda vinnuvika viðurkennd og árið 1971 var lögfest 40 stunda vinnu- vika og 4 vikna orlof. Félagsmenn í Dagsbrún eru í kringum 3.600 í dag. Það er annað stærsta verkalýðsfélag landsins. Afmælisdagskrá í Borgarleikhúsinu 90 ára afmælis Dagsbrúnar verður minnst á morgun, laugar- dag, með hátíðardagskrá í Borg- arleikhúsinu. Dagskráin hefst kl. 14. Fyrir hátíðina mun Lúðrasveit verkalýðsins leika í anddyri húss- ins. Jóhannes Sigursveinsson, for- maður afmælisnefndar, setur há- tíðina, en að því búnu flytur Guð- mundur J. Guðmundsson, formað- ur Dagsbrúnar, ávarp. Að því loknu ávarpar Inibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykja- vík, gesti. Þá verða fluttir nokkrir þættir úr sögu verkalýðshreyfing- arinnar í umsjón Guðmundar ÓI- afssonar leikara. Síðan afhendir formaður Dagsbrúnar gömlum Dagsbrúnarfélögum heiðurs- merki. Helgi Skúlason leikari les úr verkum Tryggva Emilssonar. Undir lok dagskrárinnar syngur Kristinn Sigmundsson nókkur lög undir leik Jónasar Ingimundar- sonar. Ennfremur mun Karlakór- inn Fóstbræður syngja undir stjórn Árna Harðarsonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.