Morgunblaðið - 26.01.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 11
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sverrir
GUNNAR Marel Eggertsson, Guðrún Kvaran, Árni Johnsen og
Stefán Karlsson ræða nafngift langskips, sem Gunnar hefur nú
lokið við að smíða.
Viðræður í víkingaskipi
GUNNAR Marel Eggertsson
skipasmíðameistari hefur nú
lokið smíði langskips að fyrir-
mynd þeirra skipa, sem land-
námsmenn sigldu á til Islands,
og í gær var haldinn fundur til
að finna skipinu nafn.
Gunnar kallaði til liðs við sig
Stefán Karlsson, forstöðumann
Stofnunar Árna Magnússonar,
og Guðrúnu Kvaran, forstöðu-
mann Orðabókar Háskólans, til
að gera skrá um skipanöfn, sem
koma fyrir í fornritum, fyrir
milligöngu Árna Johnsens þing-
manns.
Stefán og Guðrún lögðu lista
með um 40 nöfnum fyrir Gunn-
ar og Árna í gær. Stefán sagði
að þrjú nöfn hefðu verið valin
úr og kæmu þau öll fyrir í Is-
lendingasögum. Á listanum
hefðu einnig verið nöfn úr
Sturlungu og Biskupasögu, þar
sem skip væru stundum kennd
við dýrlinga, en þau nöfn væru
„síður við hæfi þegar smíðað
er eftir skipi frá víkingatíma".
Gunnar sagði að nafnið yrði
ákveðið á næstu dögum, en vildi
ekki láta uppi um hvaða þrjú
nöfn væri að ræða. „Nafnið
verður örugglega rammíslenskt
og injög líklega sama nafn og
var á einu af víkingaskipunum,
sem notuð voru til að sigla hing-
að á landnámsöld," sagði Gunn-
ar.
Gunnar kvaðst hafa hafist
handa við smíði 1. september
1994. Skipið væri 23 metrar á
lengd og rúmir fimm á breidd
með 16 metra háu mastri og
gert fyrir 32 árar. Seglið væri
130 fermetrar og sérsaumað í
Noregi. Stefán Karlsson sagði
að fyrirspurnir af ýmsum toga
bærust til Stofnunar Árna
Magnússonar og beiðni um lista
yfir skipanöfn teldist ekki
óvenjuleg.
Tveir harð-
ir árekstrar
TVEIR harðir árekstrar urðu í
Reykjavík í gærmorgun.
Tveir bílar lentu saman á gatna-
mótum Sogavegar og Tunguvegar
kl. 8. Ökumaður annars var fluttur
á slysadeild með sjúkrabíl. Báðir bíl-
amir voru fjarlægðir með krana.
Skömmu síðar lentu tveir bílar
saman á gatnamótum Knnglumýr-
arbrautar og Borgartúns. Ökumaður
annars bílsins var fluttur á slysadeild
og bílarnir fjarlægðir með krana.
Á miðvikudag varð gangandi veg-
farandi fyrir bíl á Hverfisgötu við
Klapparstíg. Hann var fluttur á.
slysadeild með sjúkrabíl.
Ekki er vitað um meiðsl hinna slös-
uðu.
----' ♦ ■ ♦■■■♦.-
Langholtskirkja
Flóki og Jón
fá frest fram
í næstu viku
SR. Flóki Kristinsson, sóknarprestur
í Langholtskirkju, og Jón Stefánsson,
organisti kirkjunnar, hafa fengið
frest fram í næstu viku til að skila
athugasemdum við niðurstöðu Eiríks
Tómassonar, hæstaréttarlögmanns
og lagaprófessors, um deilurnar í
Langholtskirkju.
Eiríkur skilaði biskupi stjórnsýslu-
úttekt á deilunni í síðustu viku. Hann
kemst í henni m.a. að því að biskup
hafi ótvírætt vald til að úrskurða í
deilunni. Eftir viðræður við deiluaðila
skilaði Eiríkur biskupi annarri
skýrslu á mánudag. í framhaldi af
því bauð biskup deiluaðilum að skila
inn athugasemdum eða leita sátta.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins hafa Flóki og Jón fengið frest
fram til mánaðamóta eða svo til að
skila inn athugasemdunum. Að því
loknu úrskurðar biskup í deilunni
hafi deiluaðilar ekki náð sáttum.
-----♦ ♦ ♦-----
Farið í tvö
hús vegna
fíkniefna
LÖGREGLAN í Reykjavík fór í tvö
hús í fyrrinótt vegna gruns um
neyslu fíkniefna.
Um hálfeittleytið var farið í hús í
Skógunum. Þar fannst lítið eitt af
hassi og áhöld til fíkniefnaneyslu.
Húsráðandi hefur áður komið við
sögu svipaðra mála. Þá handtóku
lögreglumenn fjóra menn í húsi við
Bergþórugötu vegna gruns um
neyslu fíkniefna. Þeir voru færðir í
fangageymslur.
Lögreglunni var upp úr miðnætti
í fyrrakvöld tilkynnt um að brotist
hefði verið inn í bíl við Fannafold
og stolið úr honum radarvara. Einnig
var tilkynnt um innbrot í vinnuskúr
við Eggertsgötu.
KAUP
iölskylduna
ABALÚTSALAN
í BÆNUM
VIB HÖFUM
LÆKKAfl
ENN MEIRA