Morgunblaðið - 26.01.1996, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ
r
16 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996
Morgunblaðið/Þorkell
HALLGRÍMUR Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar, afhenti þeim
Daða Valdimarssyni, Pétri Magnússyni og Sigurði Jóhannesi Atia-
syni iðnrekstrarfræðingum viðurkenningu fyrir besta lokaverkefn-
ið á útskriftardaginn í Tækniskólanum.
73 nemendur brautskráðir frá Tækniskólanum
Besta lokaverkefnið
verðlaunað
TÆKNISKÓLI íslands brautskráði
sl. laugardag þann 20. janúar alls
73 nemendur við hátíðlega athöfn í
samkomusal skólans. Þar af luku
rúmlega fimmtíu nemendur prófi í
iðnrekstrarfræðum prófí frá skólan-
um. Við athöfnina veitti Iðntækni-
stofnun í fyrsta sinn sérstaka viður-
kenningu fyrir lokaverkefni í iðn-
rekstrarfræði, en fyrirhugað er að
hún verði hér eftir veitt árlega.
Viðurkenningin er veitt fyrir loka-
verkefni sem skarar fram úr hvað
varðar fræðilegt og hagnýtt gildi
fyrir atvinnulífið. Einnig var haft til
hliðsjónar hvort verkefnið væri lík-
legt til að leiða til bættrar sam-
keppnisstöðu hjá tilteknu fyrirtæki
eða atvinnugrein, að því er fram
kemur í frétt frá skólanum.
Besta verkefnið
unnið fyrir Sól
Hallgrímur Jónasson forstjóri Iðn-
tæknistofnunar afhenti skólanum af
þessu tilefni skúlptúrlistaverk eftir
Órn Þorsteinsson. Tækniskólinn
mun varðveita verkið, en á því verð-
ur skjöldur með áletruðum nöfnum
þeirra nemenda sem hljóta viður-
kenninguna. Þeir Daði Valdimars-
son, Pétur Magnússon og Sigurður
Jóhannes Atlason urðu fyrstir til að
hljóta viðurkenninguna fyrir loka-
verkefni sitt sem þeir unnu fyrir Sól
hf.
Einnig afhentu Verslunarráð ís-
lands, Samtök iðnaðarins og Lands-
samband íslenskra útvegsmanna
viðurkenningar þeim þremur nem-
endum úr rekstrardeild sem náðu
bestum námsárangri. Að þessu sinni
voru það Sigrún Sæmundsdóttir af
framleiðslusviði, Sigríður Lóa Sig-
urðardóttir af markaðssviði og
Magnús Bollason af útvegssviði sem
hlutu slíkar viðurkenningar.
Iðnrekstrarfræðin er tveggja ára
rekstrarnám á háskólastigi. Nem-
endur geta valið um þrjú svið, þ.e.
framleiðslu-, markaðs- eða útvegs-
svið. Seinna árið vinna nemendur
að viðamiklu lokaverkefni fyrir fyrir-
tæki eða stofnanir, sem þeir þurfa
svo að vetja fyrir matsnefnd við
námslok.
VIÐSKIPTI
Sala á Byggingastjóra Línuhönnunar og LHtækni eykst erlendis
Stórir sölusamningar í
Danmörku íhöfn
Morgunblaðið/Ásdís
STARFSMENN LHtækni og Línuhönnunar ásamt fulltrúa Admin-
istrationskontoret (f.v.), Gunnlaugur B. Hjartarson, Pétur Þór
Gunnlaugsson, Oddur Hjaltason, Egill Þorsteins, Jorgen Norgaard
og Árni Björn Jónasson.
LHTÆKNI, dótturfyrirtæki verk-
fræðistofunnar Línuhönnunar hf.,
hefur náð samningum við danska
fyrirtækið Administrationskontoret
um sölu á rekstrarhugbúnaði sem
fyrirtækið hefur hannað og nefnir
Byggingastjóra. Danska fyrirtækið,
sem sérhæfír sig í rekstri mann-
virkja, hyggst meðal annars nota
hugbúnaðinn við rekstur Aðaljárn-
brautarstöðvarinnar í Kaupmanna-
höfn auk 12 danskra verslunarmið-
stöðva. Að auki rekur fyrirtækið um
1.000 byggingar víða í Danmörku.
Gunnlaugur B. Hjartarson, fram-
kvæmdastjóri LHtækni, segir að
andvirði samninganna skipti milljón-
um, en vill ekki tilgreina nánar
hversu háar fjárhæðir um sé að tefla.
Það er stærsta ráðgjafarfyrirtæki
Danmerkur, Carl Bro Group, sem
hefur milligöngu í þessum samning-
(um, en LHtækni hefur samið við
fyrirtækið um einkasölu á þessum
hugbúnaði í Danmörku. Þá hefur
LHtækni jafnframt samið við
sænska orkufyrirtækið Vattenfall
um markaðssetningu á hugbúnaði
fyrir hönnun háspennulína sem fyrir-
tækið hefur einnig hannað.
Erlendir söluaðilar selja
vöruna sem sína eigin
Gunnlaugur segir að LHtækni
hafi valið þá leið að fá erlenda aðila
til að markaðssetja og selja vöruna
sem sína eigin, þar sem það hafi
rekið sig á ákveðna tregðu í beinum
samskiptum við hugsanlega kaup-
endur erlendis. „Við áttum t.d. í við-
ræðum við svissneskt fyrirtæki, sem
leist mjög vel á þann hugbúnað sem
við vorum að bjóða. Þeir sögðu hins
vegar alveg hreint út að ekki kæmi
til greina að eiga. viðskipti við svo
óþekkt fyrirtæki sem væri ekki einu
sinni staðsett á meginlandi Evrópu.“
Hann segir að þessi leið hafi gefíst
mjög vel og með þessum hætti geti
fyrirtækið byggt upp traust erlendis.
Síðar meir sé ekki útilokað að það
hefji beina markaðssetningu.
Sem fyrr segir er hér um tvenns
konar hugbúnað að ræða. Annars
vegar er það Byggingastjóri, en því
er ætlað að auðvelda eftirlit með
viðhaldi og rekstri bygginga. Þar er
m.a. hægt að vista aliar upplýsingar
sem tengjast byggingunni, svo sem
teikningar ogmyndir auk viðhalds-
áætlanana og upplýsinga um við-
haldskostnað. „Þróun búnaðarins
hófst fyrir 3 árum og við höfum
verið í samvinnu við aðila hér heima
sem hafa tekið þetta kerfi í notkun,
eins og Framkvæmdasýslu ríkisins,
byggingadeild Reykjavíkurborgar og
flugvalladeild Flugmálastjórnar.“
Hins vegar er það hugbúnaður
sem notaður er við hönnun á há-
spennulínum. Búnaðurinn einfaldar
mönnum vinnu við staðsetningu lín-
unnar og alla útreikninga sem fylgja
hönnun hennar, auk þess sem hann
teiknar línuna upp í þrívíðu um-
hverfi þannig að hægt er að skoða
endanlegt útlit hennar á skjánum.
Búnaður þessi hefur m.a. verið þró-
aður í tengslum við háspennulínu-
verkefni sem Línuhönnun hefur unn-
ið fyrir Landsvirkjun hér á landi.
Gunnlaugur segir að þessi hug-
búnaður hafi einkum verið seldur til
Svíþjóðar og Norðurlanda og hafi
sama fyrirkomulag verið haft á sam-
starfinu við Vattenfall eins og Carl
Bro Group. Þá hafi nýlegatekist að
selja búnaðinn til Costa Rica og nú
séu í gangi viðræður við aði'.a í
Tælandi og í fleiri ríkjum Asíu.
Gunnlaugur segir að fleiri mögu-
leikar séu í athugun hjá fyrirtækinu.
Meðal annars aðstoðar LHtækni nú
Scandicplan, fyrirtæki í Þýskalandi
sem Línuhönnun á hlut í, við stórt
verkefni þar í landi. „Byggingastjór-
inn verður notaður við verkið og
binda menn vonir við að koma megi
hugbúnaðinum á framfæri við þýsk
fyrirtæki með þessum hætti.“
Pan Am endurreist?
Hlutabréfaviðskipti tóku óvæntan kipp í gær
Ein mesta hækkun á
einum degi frá upphafi
HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI tóku
mikinn kipp í gær og hækkaði gengi
bréfa verulega í fjölmörgum hluta-
félögum sem skráð eru á Verðbréfa-
þingi íslands. Heildarviðskipti dags-
ins námu röskum 47 milljónum
króna og var megnið af þeim á Verð-
bréfaþinginu. Þingvísitala hluta-
bréfa hækkaði um 38,8 stig, eða sem
samsvarar 2,71% i gær og hefur hún
hækkað um 6,34% frá áramótum.
Stefán Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Verðbréfaþings ís-
lands, segir að þessi hækkun nú sé
með því mesta sem sést hafí á einum
degi á þinginu frá upphafí. Þá sé
þetta umtalsvert meiri hækkun en á
sama tíma í fyrra er hlutabréfavísi-
talan stóð nánast í stað allan mánuð-
inn.
Mest hækkun varð á gengi hiuta-
bréfa í Haraldi Böðvarssyni en gengi
þeirra fór upp um 14,29% í gær og
stóð 3,20 við lokun, 40 punktum
hærra en við opnun. Af öðrum fyrir-
tækjum má nefna Hraðfrystihús
Eskiíjarðar, sem hækkaði um 12,5%,
SR-Mjöl sem hækkaði um 9,46%,
og íslandsbanka, Eignarhaldsfélag
Alþýðubankans og Islenskar sjávar-
afurðir, sem öll hækkuðu um rúm-
lega 6%.
Davíð Björnsson, forstöðumaður
verðbréfamiðlunar Landsbréfa, segir
að töluvert líf hafí færst í hlutabréfa-
markaðinn undanfama daga, og
segir að það hái markaðnum nokkuð
nú hversu lítið framboð sé á hluta-
bréfum um þessar mundir. Þessi
aukna eftirspurn nú hafí því óneitan-
lega áhrif til hækkunar á gengi bréf-
anna. „Ég held að það megi lýsa
þessu með einurn hætti,“ segir Dav-
íð, “og það er að þeir aðilar sem
hafa ef til vill haldið að sér höndum
frá því um áramót, en hafa engu
að síður ætlað sér að kaupa hluta-
bréf, hafi smám saman farið að trúa
því að verðið myndi ekkert lækka
og því væri alveg eins gott að kaupa
núna.“
Ásgeir Þórðarson, forstöðumaður
hjá VÍB, tekur undir þetta sjónar-
mið og bendir jafnframt á að reynsl-
an hafi sýnt að hækkanir á hluta-
bréfum gerist jafnan í stökkum sem
þessum.
Skýrsla Þjóðhagsstofnunar
skipti ekki sköpum
Gengi hlutabréfa í sjávarútvegs-
fyrirtækjum hefur hækkað verulega
á undanförnum dögum. Davíð segist
þó ekki telja að þá hækkun megi
skýra með nýútkominni skýrslu
Þjóðhagsstofnunar um betri afkomu
í greininni. „Það mætti kannski rekja
þessar hækkanir til skýrslunnar ef
einungis væri um hækkun á hluta-
bréfum í sjávarútvegsfyrirtækjum
að ræða. Mörg þessara fyrirtækja
hafa verið á mikilli siglingu að und-
anförnu og einnig áður en að þessi
skýrsla kom. Þessar hækkanir hafa
hins vegar haldist í hendur við
hækkanir á fyrirtækjum í öðrum
greinum. Ég held að það megi frek-
ar rekja þessar hækkanir til þess
að menn eru farnir að hafa meiri
áhuga og trú á sjávarútvegsfyrir-
tækjunum, en ekki síður að það eru
talsvert margir um hituna um þessi
bréf. Þar eru t.d. hinir hefðbundnu
fagfjárfestar á borð við hlutabréfa-
sjóði og lífeyrissjóði en það hefur
ekkert síður áhrif að sjávarútvegs-
fyrirtæki eru í auknum mæli farin
að fjárfesta í öðrum fyrirtækjum
innan greinarinnar."
Hin mikla eftirspurn eftir hluta-
bréfum nú er sögð skýrast af hluta
af því að hlutabréfasjóðir eru nú að
koma inn á markaðinn af auknum
þunga, samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins. Eins og kunnugt er seld-
ist gríðarlega mikið af nýju hlutafé
í sjóðunum nú fyrir jólin, eða sem
nemur röskum 1.200 milljónum
króna, og því ljóst að sjóðirnir hafa
töluvert fjármagn á milli handana
til fjárfestinga um þessar mundir.
En hlutabréfasjóðirnir eru þó langt
frá því að vera þarna einir á ferð
og virðist einstaklingar jafnt sem
fyrirtæki og fagfjárfestar hafi farið
af stað á undanförnum tveimur dög-
um.
Almennt virðist talið að þessi
verðhækkun nú muni auka framboð
hlutabréfa á markaðnum umtals-
vert.
Charles E. Cobb,
fyrrum sendi-
herra á íslandi,
annar aðalhvata-
maðurinn
flugfélagið, sem
B J taka til starfa á
I ® ^ UPP'
Wk i-—LJ lándsleiðum í
Charles E. Cobb samvinnu við al-
þjóðleg flugfélög að því er blaðið
Miami Herald hefur eftir áreiðan-
legum heimildum.
Á bak við tilraunina til að endur-
lífga Pan Am standa tveir kaup-
sýslumenn á Suður-Florida: Charles
„Chuck“ Cobb, fyrrverandi sendi-
herra Bandaríkjanna á íslandi og
aðstoðarviðskiptaráðherra, og
Martin Shugrue, sem var einn fram-
kvæmdastjóra Pan Am og skipta-
stjóri Eastern Airlines.
Eftir gjaldþrot Pan Am greiddi
Cobb 1.3 milljónir dollara fyrir nafn
Pan Am og hið kunna vörumerki
félagsins.
Cobb og Shugrue eru að ganga
30 milljóna dollara fjármögnunar-
samningi, sem á að gera Pan Am
kleift að hefja aftur rekstur í sumar
að sögn Miami Herald.
Milli fimm stórborga
Boðið verður upp á flug milli
fímm stórborga í Bandaríkjunum —
Miami, New York, Los Angeles,
Chicago og San Francisco — og
aðalstöðvamar kunna að verða í
Miami. Fyrrverandi starfsmenn Pan
Am og Eastern Airlines ganga lík-
lega fyrir við ráðningar í störf hjá
félaginu.
Cobb vildi ekkert láta uppi um
fyrirætlanir sínar, en kvaðst von-
andi geta sagt frá þeim bráðlega.
Shugrue svaraði ekki í síma.
Sérfræðingar sögðu að Cobb
hefði unnið að því um nokkurt
skeið að koma á samstarfi við al-
þjóðleg flugfélög og Shugrue hefur
ekki farið dult með áhuga á að
stofna nýtt innanlandsflugfélag.
Samvinna þeirra undir merkjum
Pan Am er rökrétt að sögn sér-
fræðinganna.
„Samvinnan er mjög skynsam-
leg,“ sagði einn þeirra. „Þörf er á
ódýru flugfélagi á löngum innan-
landsleiðum. Erlendis er sennilega
aðeins Coca-Cola þekktara en Pan
Am.“
Tengiliður?
Kunnugir telja að félagið geti
orðið tengiliður erlendra flugfélaga,
sem halda uppi flugi til austur- og
vesturstrandar Bandaríkjanna, en
ekki á milli þeirra. Slíkt bandalag
gæti borgað sig fýrir erlend flugfé-
lög, því að þau gætu beint farþegum
sínum til Pan Am, en ekki til keppi-
nauta sinna.
Fréttin um hugsanlega endur-
fæðingu Pan Am hefur vakið mik-
inn fögnuð flugmanna á Florida.
Þar búa þúsundir gamalla starfs-
manna félagsins og þeir hafa verið
atvinnulausir síðan Pan Am og
Eastern urðu gjaldþrota.