Morgunblaðið - 26.01.1996, Page 17

Morgunblaðið - 26.01.1996, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 17 Minna tap hjá Euro Disney París. Reuter. EURO DISNEY minnkaði tap sitt um næstum því helming á fyrsta fjórðungi Qárhagsársins 1995/1996 vegna aukinnar aðsóknar að skemmtigarðinum Disneyland hjá Pan's að sögn fyrirtækisins. Euro Disney sagði að hreint tap hefði numið 57 milljónum franka eða 11.27 milljónum dollara á þremur mánuð- um til desemberloka samanborið við 109 milljóna franka tap ári áður. Árstíðabundum sveiflum er kennt um tapið, en sagt að gert hafi verið ráð fyrir þeim. Sérfræðingar segja útkomuna heldur betri en búizt hafi verið við og að lækkun á verði aðgöngumiða hafi aukið aðsókn að skemmtigarð- inum á síðari mánuðum. Methagnaður Walt Disney í Burbank í Kaliforníu var tilkynnt að Walt Disney Co. hefði skilað met- hagnaði á þremur mánuðum til des- emberloka vegna stöðugra vinsælda kvikmynda frá fyrirtækinu. Hreinar tekjur á tímabilinu jukust um 3% í 496 milljónir dollara, eða 93 sent á hlutabréf, úr 482 millijón- um dollara, eða 91 senti á hlutabréf. Mesti samruni banka vestanhafs San Francisco. Reuter. BANKARNIR Wells Fargo & Co. í San Francisco og First Interstate Bancorp í Los Angeles hafa samið um 11.6 milljarða dollara samruna, víðtækustu sameiningu banka sem um getur í Bandaríkjunum. First Interstate hefur sagt upp samningi um samruna frá 5. nóv- ember við First Bank System Inc. í Minneapolis, sem fær 125 milljónir dollara við uppsögn samningsins og 75 milljónir dollara þegar samning- urinn við Weils tekur gildi. Öllum málarekstri vegna samrunans er iok- ið að sögn First Interstate. Samningur um samrunann kveður á um að hluthafar í First Interstate fái 2/3 hlutabréfs í Wells Fargo skattfijálst fyrir hvert eitt hlutabréf í First Interstate. Apple ekki til sölu Cupertino, Kaliforníu. Reuter. MICHAEL Spindler, forstjóri Apple, segir að fyrirtækið sé ekki til sölu eftir miklar bollaleggingar um sam- runa þess og Sun Microsystems Inc. Vonir manna um hugsanlegan bjargvætt Apple brustu vegna um- mæla Spindlers á blaðamannafundi eftir stormasaman ársfund fyrirtæk- isins. Spindler og stjómarformaður Apple, A.C. Markkula, neituðu að segja nokkuð um fréttir um að sam- runi fyrirtækjanna sé „yfirvofandi." Sérfræðingar kváðu óljóst hvort ummæli Spindlers táknuðu að slitnað hefði upp úr viðræðum við Sun eða hvort fyrirtækið vildi semja um hærra verð. Sumir sérfræðingar drógu yfirlýsingu Spindlers í efa í ljósi nýlegra íjölmiðlafrétta um að fyrirtækið sé til sölu. Hlutabréf í Apple hækkuðu um 1,125 dollara í 31,625 dollara, en lækkuðu í 30,125 dollara við lokun. maframleiðendur og blómaverslanir óska íslenskum karlmönnum til hamningju með Bóndadaginn. Opib laugardag kl. 11-16 Komdu og fáöu aöstoö viö gerö tilboöa í ný spariskírteini í staö þeirra gömlu. : Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa aðstoðar eigendur þeirra spariskírteina, sem nú i eru til innlausnar, við gerð tilboða í ný spariskírteini fyrir Vaxtakjördaginn, mánudaginn 29. “ janúar. •o ° Notaðu laugardaginn vel og fáðu góða og trausta ráðgjöf varðandi innlausnina. Ekki bíða fram á síðustu stundu. ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæö, sími 562 6040 fax 562 6068

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.