Morgunblaðið - 26.01.1996, Page 22

Morgunblaðið - 26.01.1996, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Þorkeii GUÐSMÓÐIR Hodegetria. íkon frá 16. öld. TATJANA Koltsova og Maja Mitkevitsj frá ríkislistasafninu í Arkangelsk ásamt Beru Nordal forstöðumanni Listasafns Islands. Einstök íkonalist Sýning á íkonum frá Norður-Rússlandi verð- ur opnuð í Listasafni Islands í kvöld. Koma verkin, sem eru frá 16.-19. öld, frá einu stærsta listasafni landsins, ríkislistasafninu í Arkangelsk. Orrí Páll Ormarsson kom að máli við tvo sérfræðinga frá safninu sem hingað eru komnir til að vera viðstaddir opnun sýningarinnar og skyggnast í fórur íslenskra íkonaeigenda. EIKON er grískt orð og þýð- ir mynd. Upprunalegu íkonin vom andlitsmyndir af helgum mönnum en elstu íkon sem vitað er um em frá 7. og 8. öld. íkon sem sækja fyrir- myndir úr biblíunni eða helgisögum komu síðar til skjalanna. í grísk-rómverska heiminum var alger samsvömn milli fyrirmyndar og andlitsmyndar — andlitsmyndin varð ígildi fyrirmyndarinnar. Þar sem íkonið var upprunalega andlits- mynd öðlaðist það því sérstakan sess. „í rauninni er enginn munur á keisara og mynd af honum,“ ritar Artemidoros frá Daldis í Litlu-Asíu, sem á 2. öld skrifaði bók um drauma- ráðningar, þegar hann greinir frá manni sem dreymdi að hann steig fæti á keisarann og hrasaði daginn eftir um gullmynt prýdda mynd af sama keisara. Þá segir sagan að Theodosius 2. keisari (408-450) hafí látið mynd af sér koma í sinn stað í öldungaráðinu þegar hann átti ekki heimangengt. Engar myndir sem öruggt mega kallast kristnar eru til frá fýrstu öldum kristninnar, að undanskildum nokkrum táknum. Kristileg myndlist var lengi illa séð innan kirkjunnar, því kirkjan var fjandsamleg í garð myndlistar eins og raunar gyðingar og múslimar voru síðar. Á 7. og 8. öld risu upp deilur um myndir og fjandsamleg viðhorf músiima til þeirra urðu fýrirmynd valdamanna í býsanska ríkinu. Deilurnar, sem skóku hina aust- rænu rétttrúnaðarkirkju í hartnær 120 ár (725-843), voru settar niður á dögum Irene keisaraynju og voru íkon þá leyfð á nýjan leik. Sjöunda heimskirkjuþingið, sem haldið var í Nikeu 787, staðfesti stöðu íkona innan rétttrúnaðarkirkjunnar, enda þótt reglugerðir þingsins hafi ekki tekið gildi fyrr en 843 — eftir endan- legan ósigur kenningarinnar sem vildi umtuma viðteknum reglum um íkon. Upp frá þessúm tímamótum mót- uðust fastari reglur um íkon og kirkjulist. Voru meðal annars settar ákveðnar reglur um hvem mætti mynda og hvar mætti staðsetja íkon í kirkjum. Einnig voru ritaðar kennslubækur fyrir íkonamálara, þar sem fram kom hvemig mála ætti aðskilin viðfangsefni. Eitt verðmætasta listasafn Rússlands íkonin á sýningunni sem opnuð verður í Listasafni Islands í kvöld eru frá 16.-19. öld og koma frá Norður-Rússlandi, nánar tiltekið frá ríkislistasafninu í Arkangelsk. Er forstöðumaður safnsins, Maja Mitkevitsj, hingað komin við annan mann, Tatjönu Koltsovu listfræðing. Að sögn Mitkevitsj er safnið í Arkangelsk, sem sett var á laggim- ar 1960, eitt verðmætasta listasafn Rússlands. „Safnið á mjög veglegt safn listmuna sem endurspegla í stórum dráttum sögu og menningu Norður-Rússlands frá fornum tímum til dagsins í dag; jafnt listaverk og muni úr hversdagslífi fólkins á þess- um slóðum." Mitkevitsj segir að íbúar Norður- Rússlands hafi í gegnum tíðina kost- að kapps um að varðveita rússneska fommuni, þar á meðal íkon, þótt vissulega hafí róðurinn verið þungur á tímum kommúnismans. „Fyrsta verkefni listasafnsins í Arkangelsk var að safna þessum munum saman. Sérfræðingar voru gerðir markvisst út af örkinni og á árunum 1960-70 fór fram feikilega umfangsmikil söfnun á fommunum í Norður-Rúss- landi,“ segir forstöðukonan og bætir við að safnið hafí ekki látið deigan síga í seinni tíð, þótt söfnunin hafí risið hæst á 7. áratugnum. Á 3. áratugi þessarar aldar geng- ust bolsévíkar fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju í Rússlandi. Fyrir vikið koðnaði kristnihald niður og kirkjur fóm unnvörpum í eyði. Að sögn Mitkevitsj vom gömlu timburkirkj- umar í mikilli niðumíðslu þegar björgunaraðgerðir listasafnsins í Arkangelsk hófust fyrir hálfum íjórða áratug. íkon hafí engu að síð- ur leynst víða — ötuð aur og grúti. „Undir þessum kringumstæðum var þýðingarmikið að hafa sérfræðinga í meðferð íkona til staðar — þeir átu veitt „skyndihjálp“ á staðnum. það heila hefur okkur tekist að bjarga um fjögur þúsund íkonum frá glötun með þessum hætti.“ Vandasamt verk Mitkevitsj segir að það sé afar vandasamt verk að hreinsa og lag- færa forn og illa farin íkon. Nefnir hún sem dæmi að það geti tekið mörg ár að hreinsa sum verkin. „Það er ekki búið að hreinsa nema 10% af þessum fjögur þúsund íkonum sem bjargað hefur verið. Við eigum því enn mikið verk fyrir höndum en erum undir það búin að margar merkar uppgötvanir, sem varða sögu norður-rússneskrar íkonalistar, verði gerðar meðan hreinsunin stendur yfir.“ Þótt niðurstöður sérfræðinganna, sem vinna nú baki brotnu við að hreinsa íkonin, muni ekki liggja fyr- ir í bráð, benda bráðabirgðaniður- stöður þeirra, að sögn Mitkevitsj, til þess að forn norður-rússnesk íkona- list sé dæmafá. „Þessi listaverk eru ekki einvörðungu verðmæt heldur virðast þau jafnframt njóta sérstöðu í rússneskri menningu. Þessa sér- stöðu má að líkindum skýra með sögulegum aðstæðum í Norður- Rússlandi, en listin hefur alla tíð verið samofín mannlífínu þar um slóðir." Ríkislistasafnið í Arkangelsk, hér- aðssöfn í Norður-Rússlandi og ein- staklingar hafa forðað umtalsverð- um verðmætum frá glötun á liðnum misserum. „Það er hins vegar ekk- ert leyndarmál að feikilegur fjöldi íkona og annarra muna hefur farið forgörðum," segir Mitkevitsj lágum rómi, en umræðuefnið fær augljós- lega á hana. „Þeir sem lagt hafa okkur lið við björgunina eiga heiður skilinn," heldur hún hægt áfram. „Þessi verk eru undirstaða endur- reisnar kirkjunnar f Norður-Rúss- landi. Þau hafa gert okkur kleift að endurvekja gamla þekkingu og það er ánægjulegt að greina frá því að samskipti listasafnsins í Arkangelsk IKONOSTAS. Frá 19. öld. íkonostasinn er elsti stáss- gripur í hverri rétttrúnaðar- kirkju, myndveggur sem að- greinir framkirkjuna, þar sem söfnuðurinn heldur sig, frá kórnum þar sem altarið stendur. BOÐUN Maríu. Þetta íkon er í viðgerð en var tekið með á sýninguna sem dæmi um þá vinnu sem listviðgerðarmenn inna af höndum til að færa ikonum aftur sína fyrri fegurð. og kirkjunnar eru orðin afar náin. Kirkjulistamenn læra meðal annars að mála íkon hjá sérfræðingum á okkar snærum." Engill lauk við íkon í langelsta klaustri Rússlands, Hellaklaustrinu í Kænugarði, er að finna nafnið á elsta rússneska íkona- málaranum, Alipij. Samkvæmt ann- álum lést hann 1114 og var síðan tekinn í dýrlingatölu. Ýmis krafta- verk tengdust persónu Alipij. Meðal annars er frá því sagt að þegar hann lá banaleguna hafi hann ekki fundið nokkra ró vegna þess að í klaustur- klefa hans var íkon af heilagri guðs- móður sem hann hafði ekki lokið við að mála. En þá birtist honum engill — í líki ungs manns í lýsandi klæðum — sem lauk við íkonið svo að Alipij gat dáið rólegur. Tatjana Koltsova segir að íkona- list skipi veglegan sess í rússneskri listasögu og hafí ekki einungis haft áhrif á rússneska myndlist heldur jafnframt menninguna í heild. „Það stafar þó sennilega að hluta til af því að margir fremstu íkonamálarar Rússlands hafa einnig verið snilling- ar á sviði annarskonar- myndlistar," segir hún og nefnir 19. aldar menn- ina Roerich og Vereschagin máli sínu til stuðnings. íkon gegna viðameira hlutverki en að vera aðeins veggskraut; þau á að kyssa, taka með í ferðalög og grípa til þegar raunir steðja að. „íkon hafa í gegnum aldirnar þjónað mikilvægu hlutverki við bænahald, auk þess sem talið hefur verið að þau verndi fólk gegn illum öflum. Sakir þess hefur fólk meira að segja gripið til þess ráðs að bera agnarsmá íkon úr málmi eða kopar innan klæða eða um hálsinn," segir Koltsova. Hún segir ennfremur að þetta við- horf sé enn ríkjandi, þótt íkon hafí óhjákvæmilega átt undir högg að sækja á tímum Sovétríkjanna, en kommúnistar fyrirskipuðu að þeim skyldi eytt. „Margir létu sér hins vegar ekki segjast og íkonin þjónuðu áfram sama hiutverki í heimahúsum — á laun. Nú hefur tímanum hins vegar verið snúið til baka að þessu leyti.“ Mikill fengur Bera Nordal forstöðumaður Lista- safns íslands segir að mikill fengur sé í sýningunni sem biskup íslands, hr. Ólafur Skúlason, mun opna í kvöld klukkan 20 að viðstöddum forseta íslands, Vigdísi Finnboga- dóttur og menntamálaráðherra, Birni Bjarnasyni. Það hafí lengi ver- ið draumur safnsins að fá sýningu á rússneskum íkonum hingað til lands. „Þetta er sýning í hæsta gæðaflokki og á án nokkurs efa er- indi við okkur, enda er áhugi á ýmsu sem viðkemur rússnesku rétt- rúnaðarkirkjunni mikill um þessar mundir á Vesturlöndum, auk þess sem áhrifa íkonalistar hefur gætt í myndlist 20. aldarinnar. Þannig að ég er viss um að fólk á eftir að verða mjög heillað." Mitkevitsj og Koltsova hafa ekki í annan tíma stigið fæti á íslenska grund. Binda þær vonir við að sýn- ingin falli í fijóa jörð, enda skilst þeim að Islendingar beri mikla virð- ingu fyrir listum. „Ef til vill er þetta upphafíð að samstarfi íslenskra og norður-rússneskra listasafna, en Arkangelsk og ísland eru, merkilegt nokk, á sömu breiddargráðu. Það verður því athyglisvert að bera list- muni og listsköpunarhefð landanna tveggja saman.“ Stöllurnar eru ekki eingöngu hingað komnar til að vera viðstaddar opnun sýningarinnar, því á morgun milli klukkan 12 og 16 munu þær verða til staðar í fundarsal Lista- safns fslands í því skyni að skoða og meta gömul íkon í eigu íslend- inga gegn vægu gjaldi. „Við munum veita alla mögulega aðstoð en það er alltaf spennandi að sjá rússnesk áhrif í öðrum löndum,“ segir Mitke- vitsj og bætir við að þær hafí boðið upp á samskonar þjónustu í Osló nýverið. „Sú tilraun gafst einkar vel, en við lítum á þjónustu sem þessa sem nauðsynlegan þátt í okkar starfí.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.