Morgunblaðið - 26.01.1996, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Rómantíkin
í algleymingi
AGNES stendur í þéttskipaðri
lestinni á leið heim til Búdapest
í Ungveijalandi. Hún virðist ekk-
ert taka eftir því sem gerist í
kringam hana, því hún er svo
niðursokkin í ástarsöguna sem
hún er að lesa. Hundruð þúsunda
kvenna fylla sama hóp og Agnes,
eru nánast háðar lestri ástar-
sagna. í nýlegri könnun sem
Harlequin-útgáfan gekkst fyrir
kom í ljós að Ungverjar lesa
mest allra af ástarsögum og
standa Hollendingar, aðrir í röð-
inni, þeim langt að baki.
Þetta eru ekki ný sannindi, að
því er segir í The European,
Ungverjar hafa um árabil verið
sólgnir í ástarsögur. Pólskir og
tékkneskir höfundar hafa jafnan
tekið á félagslegum eða heim-
spekilegum málefnum en hinir
ungversku grannar þeirra hafa
hins vegar verið meira á tilfinn-
ingalínunni. Rómantísk skáld 19.
aldar, svo sem Mor -----------
Jokai og Mihaly Voro-
smarty, eru enn í miklu
uppáhaldi í Ungverja-
landi.
Hungur í ástarsögur
Ástarsögur fengust í
Ungverjalandi fyrir
seinna stríð en komm-
únistar bönnuðu þær er
þeir komust til valda.
Útgefendur urðu að fá
Ieyfi menningarmála-
ráðuneytisins fyrir hverri ein-
ustu bók sem þeir hugðust gefa
út og þar á bæ voru ástarsögur
sagðar „borgaralegar" og því
harðbannaðar. Hungur Ungverja
I ástarsögurnar var því mikið
þegar þær voru loks leyfðar að
nýju.
Kanadíski útgefandinn
Harlequin er dæmi um þetta. í
samvinnu við þýsku útgáfuna
Axel Springer-Verlag smeygði
hann sér inn á ungverskan mark-
að og selur nú um 700.000 eintök
á mánuði. Ekkert útibú útgáfunn-
Astarsög-
ur njóta
óvíða meiri
vinsælda
en í Ung-
verjalandi
ar skilar jafn miklum hagnaði
og það ungverska.
Bandarískar sápuóperur eru
vinsælar og segir þekktur ung-
verskur sálfræðingur, Bela Bud-
as, að ungverskar konur óski þess
að þær ættu við sömu vandamál
að stríða og konurnar í „Dallas“.
Ekki er þó sama hvers konar
rómantík ungverskum konum er
boðið. Þær virðast engan áhuga
hafa á því að lesa bækur sem
gerast í Ungveijalandi og fjalla
um fyrsta koss IHonu í Trabant-
bifreið. Þýðingar á bandarískum
sögum eru vinsælar en þær eru
engu að síður sniðnar aðjiörfum
ungverska markaðsins. Útgefend-
ur fjarlægja t.d. lýsingar á ungl-
ingum sem keyra um á rándýrum
bílum. „Hér hafa unglingar ekki
efni á því að kaupa eða aka um
á bíl. Of mikill munur á aðstæðum
söguhetjanna og lesendanna kem-
ur í veg fyrir að þeir síðarnefndu
------- lifi sig inn í söguna,“
segir Imre Teglasy, for-
stjóri ungversku deildar
Harlequin.
Söguþráðurinn er allt-
af sá sami. Falleg, við-
kvæm stúlka kynnist
myndarlegum og traust-
um manni. Þau kyssast
að lokum, i sumum til-
fellum ganga þau jafnvel
enn lengra. „Og endirinn
er alltaf svo hallærisleg-
ur. Það finnst mér best
við ástarsögur,“ segir Agnes.
Bela Budas segist vera þeirrar
skoðunar að ástarsögurnar gefi
mönnum innsýn í ungverskt
samfélag. „Mikill áhugi á ástar-
og glæpasögum er merki um
sterka þörf fyrir skýra þjóðfé-
lagsskipan," segir hann og bætir
því við að lestur þessara bóka
lýsi einnig ákafri löngun eftir
vestrænum lífsháttum. Bækurnar
geti ekki talist skaðlegar. „Þær
kalla ekki á uppgjöf, heldur
styrkja fólk í lönguninni eftir ein-
hveiju betra.“
Hríngnum lokað
BOKMENNTIR
Skáldsaga
HRINGADRÓTTINSSAGA
3. BINDI
Eftir J. R. R. Tolkien í íslenskri þýð-
ingu Þorsteins Thorarensen. Sagan
er 384 blaðsíður ásamt viðaukum og
nafnaskrá. Bjölvaútgáfan 1995. Verð
- 3.860 krónur.
SKILNINGUR á menningarlegu
gildi þýðinga virðist fara ört vax-
andi hér á landi og fjöldi vandaðra
og sígildra erlendra skáldverka er
gefinn út á ári hveiju í íslenskri
þýðingu. Sjálfsagt má rekja upphaf
þessarar þróunar til stofnunar Þýð-.
ingarsjóðsins en engu að síður hvíl-
ir þunginn og ábyrgðin þó mest á
herðum framtaksamra útgefenda
og þýðenda. Metnaður hefur aukist
til muna og jafnvel áræði í þýðing-
um einstakra verka og þeirri fag-
legu meginreglu er fylgt að þýða
úr frummáli og styttar útgáfur
verka eru sem betur fer komnar
úr „tísku“ hjá útgefendum. Hvort-
tveggja eykur gildi hverrar þýðing-
ar og þýðingarstarfsins yfír höfuð,
felur í sér sjálfsagða virðingu fyrir
frumtextanum og samhengi bók-
menntanna - og ekki síður íslensk-
um lesendum.
• Þýðingin á Hringadróttinssögu
Johns Ronald Reul Tolkiens (1892-
1973) er því kærkomin íslenskum
lesendum og íslenskri menningu.
Sagan var að mestu leyti skrifuð
á fimmta áratugnum en fyrst gefin
út í þremur bindum árin 1954 og
1955. í einföldu og örstuttu máli
má rekja þráð Hringadróttinssögu
með eftirfarandi hætti: Til að friður
geti ríkt í heiminum Miðgarði er
hinum dvergvaxna og friðsama
Hobbita, Fróða frá Baggabotni
ætlað það hlutverk að ferðast með
Hringinn eina inn í myrkraland
óvinarins og kasta honum ofan í
Dómsdyngju þar sem hann skal
verða eyðingunni að bráð og allt
sem honum fylgir. Hin illu öfl, sem
birtast í margvíslegum myndum,
reyna með ýmsum hætti að ná
valdi yfir hringnum og sjálfur býr
hringurinn yfir þeim mætti að geta
vakið upp illar hugsanir, jafnvel í
góðhjörtuðum Hobbitum. Eins og
hvert annað ævintýri um baráttu
góðs og ills sendir Hringadróttins-
saga lesendum sínum skýr skilaboð
og býður upp á einfalda og mór-
alska lausn á sammannlegum
vanda: hið góða sigrar að lokum
en það má þó lítið út af bera og
sigurinn hangir alltaf á bláþræði.
J. R. R. Tolkien var hvort-
tveggja í senn skáld og miðalda-
fræðingur við Oxfordháskóla eins
og vinur hans og samstarfsmaður
C. S. Lewis (1898-1963). Þeir
J.R.R. Tolkien
Þorsteinn
Thorarensen
störfuðu um árabil saman í hópi
menntamanna sem nefndi sig „The
Inklings“ en þar á undan var Tolki-
en meðlimur í annarri menntaklíku
sem bar heitið „The Coalbiters"
sem er bein hliðstæða við íslenska
orðið „Kolbítur." Tolkien er þekkt-
astur fyrir ævintýrasögur sínar
„The Hobbit", sem fyrst var gefin
út árið 1937 en kom út í íslenskri
þýðingu árið 1978, og áframhald
hennar, þrísöguna „The Lord of the
Rings“ frá árunum 1954-55. Einn-
ig má nefna söguna „The Silmarilli-
on“ frá árinu 1978 sem fjallar um
svipað efni en kom út að höfundin-
um látnum.
í þriðja bindi Hringadróttinssögu
sem jafnframt er lokabindi verksins
er blásið til mikillar herfarar gegn
hinu hræðilega myrkraveldi Mord-
ors. Þjóðir heims hafa sameinast,
Gondorar og Róhanar, Föruneyti
hringsins og jafnvel Vosbúar undir
stjórn kappanna Þjóðans, Jómars,
Aragorns og Gandalfs og lokað
hringnum með myndun bandalags
gegn óvininum í Austri. En áður
en tíminn .er útrunninn tekst
dvergvöxnu sendiboðunum Fróða
og Sóma að snúa þróuninni við og
bjarga heiminum frá yfirvofandi
Myrköld og eyðingu.
Hringadróttinssaga er ofin úr
mörgum og ólíkum þráðum þótt
ævintýraminnið um átök góðs og
ills myndi grunnmynstrið. Heimur-
inn er ein samfelld lífræn heild en
hið fasta skipulag hans hefur verið
fært úr skorðum. „Landfræði" sög-
unnar er kortlögð og ýtir það und-
ir hina raunverulegu mynd af stór-
fenglegum söguheimi. Veröldin er
íjölskrúðug og lýtur í einu og öllu
sínum eigin lögmálum og fyrir vik-
ið verður lesandinn ferðalangur og
landnemi til jafns við sögupersón-
urnar enda er hann alltaf staddur
í miðju atburðanna.
Galdur þessarar sögu er ekki
síst fólginn í því að reglulega er
skipt um sjónarhorn enda gefur
söguhöfundur sér ótakmarkað
frelsi til að segja frá. Atburðarásin
er eins og spennandi
„rannsókn" sem fetar
sig áfram hægt og síg-
andi í veröld sem er
allt í senn fjandsamleg,
falleg og forvitnileg.
Víðáttan er færð í orð,
í landfræðilegri jafnt
sem hugarfarslegri
merkingu og atburðir
eru séðir til jafns með
augum góðra og
vondra manna. Þess
vegna er mögulegt að
segja frá sömu atvik-
um oftar en einu sinni
og með nýjum hætti.
Frásögn Hringadrótt-
inssögu snertir öll
skynfæri hvort sem um er að ræða
persónulýsingu eða sögusvið.
Hringadróttinssaga hefur oft og
mörgum sinnum verið túlkuð með
hliðsjón af ritunartíma sögunnar
sem var áratugur seinni heimstyij-
aldarinnar. Reyndar hefur Tolkien
hafnað slíkri allgorískri túlkun, að
sagan tákni eitthvað annað en það
sem hún fjallar um beint og bók-
staflega. Þvert á móti hefur hann
lagt ríka áherslu á, að skáldverk
hans séu sögur í sinni hreinustu
mynd.
Þýðing Þorsteins Thorarensen
er samviskusamlega af hendi leyst
en þó hefði mátt gæta meira sam-
ræmis í þýðingu einstakra orða og
orðhluta. Stundum er orðalag fyrnt
en stundum fært til nútímahorfs.
Sumum þýðingum á staðaheitum
fylgir enska heiti orðsins en öðrum
ekki. Einnig mætti gera meiri kröfu
til ögunar í stíl og frágangi á texta.
Með útgáfu á þriðja bindi Hringa-
dróttinssögu er hringnum lokað.
Verkið allt, á milli tólf og þrettán
hundruð blaðsíður að lengd, er
komið í hendur íslenskra lesenda
og er ekki annað eftir en að óska
þýðanda og útgefanda til hamingju
með það.
Jón Ozur Snorrason
-♦ .♦ ♦
Rússnesk
mynd byggð
ábanda-
rískri sögu
„FRESTURINN rennur út í dögun“
nefnist kvikmyndin sem sýnd verð-
ur í bíósal MÍR á sunnudag kl. 16.
Mynd þessi er byggð á skáldsögu
eftir bandarískan höfund. í kynn-
ingu segir: „Ung stúlka kemur til
stórborgarinnar utan af landi og
dreymir um frama á sviði leiklistar.
Þegar henni tekst ekki að fá hlut-
verk í leikhúsi tekur hún að sér
starf dansfélaga á skemmtistað. Á
heimleið frá barnum eina nóttina
kynnist hún ungum manni og þau
kynni eiga eftir að draga dilk á
eftir sér.“
Skýringartal á ensku er með
myndinni.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
■♦ ♦ ♦
Sýningum að
ljúka í Nýlista-
safninu
SÝNINGUM Guðmundar Thorodd-
sen, Jóns Sigurpálssonar, Ástu Ól-
afsdóttur og Nínu Ivanova í Nýlista-
safninu lýkur á sunnudag.
Guðmundur og Jón sýna vegg-
myndir í neðri sölum safnsins og
Ásta sýnir þrívíð verk og málverk
í efri sölunum. Nina Ivanova sýnir
gestabækur í setustofu safnsins.
Sýningarnar eru opnar frá kl.
14-18.