Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hreppsnefndin á Fáskrúðsfirði lánar Goðaborg hf. 19 milljónir króna Andvirði íþróttahúss lagt til fyrirtækja BUÐAHREPPUR á Fáskrúðsfirði hefur lánað fískvinnslufyrirtækinu Goðaborg hf. 19 milljónir kr. vegna erfiðleika fyrirtækisins. Hreppurinn hefur á örfáum árum lagt um 90 milljónir kr. til atvinnufyrirtækja á staðnum í formi ábyrgða, lána og hlutafjárframlaga. Samsvarar það andvirði íþróttahúss fyrir þorpið. Steinþór Pétursson, sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði, segir að atvinnu- ástandið hafi verið ágætt en það sé mjög viðkvæmt, lítið megi út af bera án þess að til fjöldaatvinnuleysis komi. Goðaborg hf. er með aðstöðu til loðnufrystingar og segir Steinþór að ef fyrirtækið stöðvaðist kæmu 30-40 manns á atvinnuleysisskrá. Því hafi hreppsnefndin ákveðið að taka 19 milljóna króna lán til að endurlána Goðaborg til þess að reyna að koma í veg fyrir að fyrir- tækið stöðvaðist. Sú skuldbreyting sem nú stæði yfir og góð loðnuver- tíð kæmi því vonandi aftur á réttan kjöl. 40 milljóna kr. ábyrgðir Hreppsnefnd Búðahrepps hefur áður veitt Goðaborg hf. ábyrgð og einnig útgerðum úthafsveiðiskip- anna Óttars Birtings og Klöru Sveinsdóttur, samtals um 40 millj- ónir kr. Hreppurinn lagði fram tæp- lega 32 milljóna kr. hlutafjárframlag í Loðnuvinnsluna hf. sem nú er að hefja starfsemi. Samtals hefur hreppsfélagið veitt þessum fyrir- tækjum 90 milljóna króna aðstoð. Búið er að selja Óttar Birting og vonast Steinþór til að þeirri ábyrgð verði aflétt á næstunni. Til samanburðar má géta þess að áætlað er að íþróttahús sem verið er að byggja á Fáskrúðsfírði kosti um 90 milljónir kr. Húsið hefur ver- ið í byggingu frá því árið 1992 og er nú um það bil hálfnað. Stillt upp við vegg Sveitarstjórinn segir að sveitar- félögin á landsbyggðinni séu neydd til þess að veita atvinnufyrirtækjun- um aðstoð. Bankastofnanir hafi tii dæmis í vaxandi mæli gert bæjar- ábyrgð að skilyrði fyrir fyrirgreiðslu og ný fyrirtæki eigi í erfíðleikum með að komast í afurðalánavið- skipti. „Þetta er í raun ekki hlutverk sveitarfélaganna, heldur bankanna en sveitarfélögunum er í mörgum tilvikum stillt upp við vegg, fyrirtæk- in stöðvast ef ekki kemur til aðstoð þeirra," segir Steinþór. r* ■» Dagsbrún 90 ára VERKAMANNAFÉLAGIÐ Dags- brún efndi til hátíðarsamkomu í Borgarleikhúsinu í gær, laugar-. dag, í tilefni af 90 ára afmæli fé- lagsins, en félagið var stofnað 26. janúar 1906. Hátíðarsamkoman hófst með því að Jóhannes Sigursveinsson, for- maður afmælisnefndar, setti sam- komuna, en síðan voru á dagskrá ávörp Guðmundar J. Guðmunds- sonar, fyrrverandi formanns Dagsbrúnar, og Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, borgarstjóra. Síðan afhenti formaður Dagsbrún- ar heiðursmerki, Guðmundur Ól- afsson leikari flutti þætti úr sögu verkalýðshreyfingarinnar, Krist- inn Sigmundsson söng við undir- leik Jónasar Ingimundarsonar og Helgi Skúlason ieikari las úr verk- um Tryggva Emilssonar. Þá söng karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Arna Harðarsonar og Lúðra- sveit verkalýðsins lék í anddyri áður en hátíðarsamkoman hófst. Rannsóknir við HÍ á kostum slímhimnubólusetninga Líklesft að sprautur víki fyrir nefúða Alþingi Þingfundir á þriðjudag ÞINGFUNDIR hefjast á Alþingi á þriðjudag og er gert ráð fyrir að vorþingið standi fram yfir miðjan maí. Ólafur G. Einarsson forseti Al- þingis sagði að þingið færi af stað með venjubundnum hætti og fyrstu vikuna yrðu á dagskrá bæði stjórnarfrumvörp og þing- mannamál sem lögð voru fram á haustþinginu. Haldinn verður fundur í for- sætisnefnd Alþingis á mánudag þar sem meðal annars verður fjall- að um endurskoðun á starfsáætlun þingsins. Ólafur sagði að svo kynni að fara að þinglok yrðu viku síðar í maí en upphaflega var áætlað vegna þess að jólaleyfi var viku lengra en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Framhalds- skólar og vegir Búast má við að umfangsmestu mál vorþingsins verði nýtt fram- haldsskólafrumvarp, sem mennta- málaráðherra mælti fyrir i haust, og vegaáætlun. Þá hafa enn ekki komið fram um 80 stjórnarfrumvörp af þeim 130 sem talin voru upp í fylgi- skjali með stefnuræðu forsætis- ráðherra í haust. Ólafur sagðist hafa skrifað bréf til forsætisráðherra og óskað eftir að ráðherrar legðu mál sín fram sem allra fyrst, helst fyrir 15. febr- úar, til að tryggja afgreiðslu þeirra. LÍKLEGT er, að mati Sveinbjarnar Gizurarsonar, dósents í lyfjafræði, að nefúði við bólusetningu muni í framtíðinni leysa sprautur af hólmi, en hann hefur staðið að umfangsm- iklum rannsóknum á möguleikum nefúða í þessu skyni hin seinustu ár. Hugmyndin að baki þessari aðferð er að virkja það ónæmiskerfi sem er til staðar í slímhimnu nefsins og fer slímhimnubólusetning þannig fram að blöndu af bóluefnum ásamt efnum sem hjálpa slímhimnunni er úðað upp í nefið. Mikilvægthjálparefni í nýjasta hefti tímarits Háskóla íslands, Sæmundi á selnum, er haft eftir Sveinbirni, sem er einn af frum- kvöðlum rannsókna á slímhimnu- bólusetningum, að tekist hafi að þróa hjálparefni sem virðist geta virkjað ónæmiskerfið í slímhimnunni og gegni hjálparefnið því lykilhlutverki. Mótefnakerfíð sem myndast í slím- himnunni eftir bólusetninguna grípur örverurnar þegar þær lenda á slím- himnunni, en væri bólusett á vana- legan hátt myndast ekki virkt ónæm- iskerfí í slímhimnunni, heldur aðeins í bióðinu. Af þeim sökum vaknar ónæmiskerfið ekki til fulls fyrr en sýking hefur orðið. Slímhimnubólu- setning veldur þvf mun skjótari við- brögðum hjá ónæmiskerfinu gagn- vart utanaðkomandi áhrifum. Rannsóknir Sveinbjamar hafa staðið yfír síðan 1991 og hefur slím- himnubólusetning með nefúðá þegar verið reynd á 26 sjáifboðaliðum. Þau bóluefni sem hafa verið reynd í þess- um rannsóknum eru notuð við með- Neskaupstaður Kirkjusókn eykst um 46% KIRKJUSÓKN jókst um 46% í Nes- kaupstað á síðasta ári. Að sögn sr. Þorgríms Daníelsson- ar sóknarprests sóttu alls 2.503 kirkju árið 1994, en 3.654 árið 1995. Þessar tölur eiga við um almennar messur, sunnudagaskóla og aðrar guðsþjónustur. ferð við barnaveiki, inflúensu, stífkr- ampa, herpes, kóleru og alnæmis- veirunni. Ekki fyrir aldamót Sveinbjöm segir að með ofurkappi væri hugsanlega unnt að setja nefúð- ann á markað innan 5 til 7 ára, en líklegt megi þó telja að biðin verði lengri. Hugmyndir Sveinbjamar að þessari aðferð við bólusetningu kviknuðu fyr- ir um áratug þegar fréttir bámst af alnæmissmiti sem upp kom við fjölda- bólusetningu í Afríku og var það rak- ið til óhreinna eða endumýttra spraut- unála. Þetta varð til þess að hann hóf að velta fyrir sér möguleika á öðrum leiðum við bólusetningu, meðal annars til að útiloka að samsvarandi smit geti endurtekið sig. ►Umræða um samneiningu sveit- arfélaga er víða hafín á nýja leik. Víðtækasta tilraunin er Skagafírði en sú róttækasta á Austfjörðum. /10 Endurreisn í austri ►Rússneskir umbótasinnar hafa verið gerðir útlægir úr Kreml og óvissa ríkir um framhald þeirrar stefnu sem fylgt hefur verið á undanfömum árum. /12 Leiðintil að öðlast er að gefa ► Fyrir fáeinum árum urðu vís- indamenn sammála um greining- araðferð til þess að finna Asper- ger-heilkennið hjá fólki, en það lýsir sér í þroskatruflun hjá börn- um. /18 Úr viðjum ríkis- rekstrar ►Þorgeir Pálsson flugmálastjóri varð fyrstur Norðurlandabúa til þess að njóta þeirrar virðingar að vera kjörinn forseti þings Alþjóða- flugmálastofnunarinnar. Rætt er við Þorgeir. /20 Farið að sjást til lands ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við David L.C. Pitt, stofnanda og aðaleiganda heildverslunarinnar David Pitt ehf. Fyrirtækið á sér nokkuð sérstæða sögu, auk þess sem saga eigand- ans, Davids Pitt, er ef til vill enn sérkennilegri. /22 B ► l-32 Duranona ►Kúbumaðurinn Julian Duran- ona, sem leikur handknattleik með Akureyrarfélaginu KA í vetur hef- ur vakið athygli, og í viðtali segist hann eiga sér þann draum heitast- an að keppa fyrir íslands hönd. /1-4 Goðsögn í lifanda lífi ►íslandsfarinn og djasskóngurinn Gerry Mulligan kvaddur. /6 Aldursforseti í fluginu ►Bjöm Guðmundsson fyrrverandi leigubifreiðastjóri lærði flug á full- orðinsárum og reynir nú að fljúga daglega, að verða 83ja ára gam- all. /14 Kettir fara á kreik ►Mikið er um að vera í Verzlunar- skóla Islands þessa dagana. A föstudaginn kom Verzlunarskóla- biaðið út og næstkomandi fimmtu- dag fer nemendamótið fram með frumsýningu á söngleiknum fræga, Cats. /16 BÍLAR____________ ► l-4 Suzuki Sidekick eða Vitara V6 ►Dæmi eru um að sambærilegir bílar séu boðnir hérlendis frá mis- munandi framleiðslulöndum, t.d. Suzuki jepparnir, Vitara og Si- dekick. /3 Reynsluakstur ►Enn liprari Polo með sjálfskipt- ingu. /4 FASTIR ÞÆTTIR Préttir 1/2/4/6/bak Skák 40 Leiðari 26 Fólk I fréttum 42 Helgispjali 26 Bíó/dans 44 Reykjavíkurbréf 26 Útvarp/sjónvarp 49 Minningar 32 Dagbók/veður 61 Myndasögur 38 Gárur 8b Bréftilblaðsins 38 Mannlífsstr. 8b Ídag 40 Kvikmyndir lOb Brids Stjörnuspá 40 40 Dægurtónlist 12b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.