Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR, Reynimel 84, andaðist föstudaginn 19. janúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskap- ellu þriðjudaginn 30. janúar kl. 13.30. Guðfinna Ingvarsdóttir, Einar Ingvarssson, Borghild Steingrímsdóttir, Alda Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Útför elskulegrar móður, tengdamóður, fósturmóður og ömmu okkar, AUÐAR H. ÍSFELD verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 31. janúar kl. 13.30. Haukur ísfeld, Kristín G. ísfeld, Auður Björnsdóttir, Eva Aasted, Lárus ísfeld, Jón Haukur ísfeld, Guðmundur Fjalar ísfeld. t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, HALLGRÍMUR ANTONSSON, BárugÖtu 13, Dalvik, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 30. janúar kl. 13.30. Eyvör Stefánsdóttir, Sólveig Hallgrímsdóttir, Anna Þórey Hallgrímsdóttir, Stefán Hallgrímsson, Sigriður Gunnarsdóttir, Ragnhildur Hallgrímsdóttir, Þorkell Jóhannsson, ' Vilhelm A. Hallgrímsson, Lilja Björk Reynisdóttir, Arnheiður Hallgrímsdóttir, Gunnar Þór Þórisson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN KRISTMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju á morgun, mánudaginn 29. janúar, kl. 13.30. Örn Óskarsson, Jórunn Sveinsdóttir, Bára Óskarsdóttir, Guðmundur Hjaltalín, Óskar Knútsen, Guðrún Þóra Magnúsdóttir, Sigurður Jóhannsson, Halldóra Níelsdóttir, börn og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við and- lát og útför'' KRISTÍNAR ÞÓRÐARDÓTTUR frá Fossi. Þórhallur Eiríksson, Sigurður Eiríksson, barnabörn og barnabarnabarn. t Þakka auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna fráfalls bróður míns, JÓNS PÉTURS ÞORSTEINSSONAR bónda í Reykjahlíð. Guð blessi ykkur. María Þorsteinsdóttir. GUÐBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR + Guðbjörg var fædd 6. október 1898 og alin upp í Hamragörðum und- ir Vestur-Eyjafjöll- um. Hún lést 18. janúar síðastliðinn á Lundi á Hellu. Foreldrar henanr voru Guðjón Bárð- arson frá KoIIabæ í Fljótshlíð og Sigríð- ur Erlendsdóttir frá Hlíðarenda í sömu sveit. Hún giftist þann 9. júní 1933 Ágústi Kristj- ánssyni frá Aura- seli í Fljótshlíð, f. 18. desember 1897, d. 3. ágúst 1983. Þau bjuggu að Ljótarstöðum í Aust- ur-Landeyjum frá 1932-1935, Auraseli 1935-1948 og að Snotru í Austur-Landeyjum 1948-1964. Eftir það bjuggu þau að Hellu á Rangárvöll- um. Börn þeirra: Sig- ríður, búsett í Reykjavík, var gift Sigurði Haralds- syni, slitu samvist- ir. Eyvindur, giftur Guðrúnu Aradótt- ur, búsett á Skíð- bakka. Kristján, giftur Gerði S. Eli- marsdóttur, búsett í Hólmum, og Bóel, gift Viðari Mar- mundssyni, búsett á Svanavatni. Barnabörnin eru 15, þar af 13 á lífi og barna- barnabörnin 30. Útför Guðbjargar fór fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljóts- hlíð 23. janúar síðastliðinn. MIG langar með fáum orðum að minnast ömmu minnar, Guðbjargar Guðjónsdóttur, sem lést á dvalar- heimilinu Lundi fimmtudaginn 18. janúar sl. Amma var ekki alin upp við ríki- dæmi, en ég held að ekki hafí verið skortur á lífsnauðsynjum á bernsku- heimili hennar. Ekki átti hún kost á langri skólagöngu, frekar en flestir af hennar kynslóð. Hún hefði þó örugglega átt erindi inn á slíkar stofnanir, því hún las talsvert og var mjög fróðleiksfús. Með henni fer hafsjór af fróðleik um samtíma hennar, menn og málefni. Eitt sinn sótti hún þó námskeið í saumaskap í Reykjavík og saumaði upp frá því mikið af flíkum og öðru fyrir sitt heimafólk. Einnig saumaði hún nokkra íslenska búninga og var til þess tekið hve mjög hún vandaði alla vinnu við það. Gestrisni var henni í bióð borin, enda alin upp við þjóðbraut í Hamra- görðum. Síðan bjó hún með afa, Ágústi Kristjánssyni í Auraseli, þar sem var viðkomustaður ferðalanga á leið yfir óbrúaðar árnar á báða vegu. Það var sjálfsögð þjónusta að hafa heitt á könnunni þeim sem það vildu, oft næturgisting og bóndinn fylgdi síðan ferðamönnunum yfir vöðin. Aldrei verður metið hvers virði starf þeirra, sem við þessar aðstæð- ur bjuggu, var samfélaginu. Trúlega hafa gestir verið færri á Ljótarstöð- um og á Snotru, en þann tíma sem þau bjuggu á Hólavanginum er næstum hægt að segja að fullt hafi verið út úr dyrum, alla daga. Hún kunni því enda afar illa ef einhver fór án þess að fá eitthvað í svang- inn, a.m.k. kaffi. Amma vildi alltaf eitthvað hafa af manni að segja og var því útilok- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Þökkum hjartanlega alla auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BRYNJÓLFS EIRÍKSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Fríða Pétursdóttir, Pétur Brynjólfsson, Sigfrfður Angantýsdóttir, Sigriður Brynjólfsdóttir, Örn Engilbertsson, Gyða Brynjólfsdóttir, Jósteinn Kristjánsson, Valgerður Brynjólfsdóttir, Anders Hansen, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlót og útför móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Brennu, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir til starfsfólks lungna- delldar Vífilsstaðaspítala fyrir góða umönnun. Kristján Þórisson, ÞuríðurTómasdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Magnús Þórisson, Elínborg Jóhannsdóttir, Eygerður Þórisdóttir, Erlingur Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. að að koma fyrir minna en einn til tvo tíma. Hún spjallaði um daginn og veginn og fléttuðust þá gjarnan inn í tilvitnanir í gamla sveitunga, vísukom eða málshættir. Hún mundi vel eftir fólki og atburðum og gat rakið samtöl sem átt höfðu sér stað fyrir mörgum áratugum. Minnið gaf sig, held ég, aldrei þótt hún gæti lítið haldið uppi samræðum undir það síðasta. Hún var vön mikilli vinnu og vildi því helst alltaf hafa eitthvað fyrir stafni. Því var það, að eftir að afi dó, þá lét hún byggja sér lítið hús nærri dvalarheimilinu Lundi, þá 86 ára. Þar hafði hún lítið gróðurhús og garð og veitti þetta henni mikla lífsfyllingu. Gat hún dvalist þarna í um 6 ár. Eitt hennar helsta áhugamál var garðrækt og gróður hvers konar. Á Snotru, Hólavangi og Seltúni kom hún sér skjótt upp tijágörðum, rækt- aði blóm, kartöflur og rabbabara. Einnig hafði hún gott eyra fyrir tón- list og átti fallegt orgel sem hún lærði á ung. Lítið fór fyrir því að hún spilaði á það, enda um nóg ann- að að hugsa í önn dagsins. í hennar ungdæmi byggðist lífs- afkoman á nægjusemi og sparnaði og kom það vel fram í nýtni henn- ar. Hún sá notagildi í hverri tusku eða bréfsnifsi og henti yfírleitt ekki hlutum fyrr en þeir voru algerlega upp nýttir. Fyrir fjórum árum skrif- aði hún að gamni sínu niður alla þá málshætti sem hún mundi. Urðu þeir yfir 150 talsins. Þeir voru allir skrifaðir á umslög utan af bréfum sem henni höfðu borist, oftast beggja megin. Mættum við sem yngri erum læra af þessu. Ekki var hún allra, var fremur sein að kynnast, en trygglynd og sagði ekki annað en það sem hún meinti. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og varð þeim yfirleitt ekki haggað eftir að þær höfðu myndast. Löng er sú vegferð sem tekur 97 ár. Ekki var hún alltaf dans á rósum og varla fær öðrum en þeim sem hafa yfir að búa mikilli þrautseigju, sjálfsaga og síðast en ekki síst trúnni á almættið, sem sést á eftirfarandi vísu sem hún hafði stundum yfír og ég læt fljóta með að lokum. Allt sem fæðist, er dæmt til þess að deyja, drottinn gefur sérhvert hjartaslag. I herrans nafni höfuð skulum hneigja, og honum þakka sérhvem liðinn dag. Elvar Eyvindsson. $Q»#»Q»#fO^ S I 5 1 8 Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifœri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 s I 8 I s OlOÍ#IO»#»OtO Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 5531099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skrcytingar íyrír öll tílefní. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.