Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LEIÐIN Tll AÐOÐLAST ER AÐ GEFA Ljósm: Morgunblaðið/Ásdís AGATHA Agnarsdóttir með syni sína Bjart og Hlyn. Fyrir fáum árum urðu vísindamenn sammála um greiningaraðferð til þess að finna Asperger-heilkennið hjá fólki, en það hefur verið þekkt síðan bamalæknirinn Hans Asperger kynnti það árið 1944. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Agöthu Agnarsdóttur sem á fimm ára dreng sem haldinn er þessari þroskatruflun. SÁ SEM gefur lítið öðlast fátt. Sá sem gefur mikið af sér fær margt í staðinn. Sá sem ekkert gefur fær sjaldnast neitt heldur. Besta leiðin til að öðlast i mannlegum samskiptum er að vera duglegur við að gefa." Tilvitnun í bókina Lengi muna böm- in eftir sálfræðingana Sæmund Haf- steinsson og Jóhann Inga Gunnars- son. Flestir eru vafalaust sammála um að það sé mikilvægt í mannlegum samskiptum að geta gefið og tekið við. Geta náð nánu sambandi við aðra manneskju og túlkað látbragð hennar og svipbrigði. Fundið hvað henni er í huga og brugðist við í samræmi við það. Þetta getur allt venjulegt fólk, en til eru þeir sem geta þetta ekki. Asperger-fólkið er dæmi um slíkt. Vegna þroskatrufl- unar á það í miklum erfíðleikum í mannlegum samskiptum, á erfítt með að gefa né þiggja á tilfinninga- sviðinu, hættir því til að einangrast og verður oft þunglynt með árunum. I nokkum tíma hefur verið að safnast fyrir fróðleikur um þetta fólk, sem haldið er ákveðinni þroskatruflun sem fær það til að einangrast frá öðrum í mannfélag- inu. Þótt greind þessa fólks sé oft góð á það í erfíðleikum með að skilja hvað fram fer innra með öðru fólki. Vegna þess hve erfitt það á með að setja sig í spor annarra lenda þessar manneskjur oft í vandræðum með að aðlagast öðru fólki og samfélag- inu. Það eru fá ár síðan farið var að greina þessa einstaklinga og þjálfa þá á markvissan hátt til þess að auka þroska þeirra. Bjartur Guðlaugsson heitir fimm ára drengur sem býr í vesturbænum í Reykjavík og er í engu frábrugðin öðrum drengjum á sama reki í sjón - það er hann hins vegar í raun. Hann var í sumar greindur með Asperger-heilkennið. Móðir hans, Agatha Agnarsdóttir, sagði í sam- tali við blaðamann Morgunblaðisns að hún hafí fyrst tekið eftir að hann væri á einhvern hátt ólíkur öðrum börnum þegar hún fór með hann þriggja ára á leikskóla. „Hann hafði verið heima fram að því og var frem- ur rólegt, fróðleiksfúst og starfsamt barn. Það var bara stundum erfítt að fá hann til að fara í önnur föt og fara út úr húsi. Svo fór ég með hann þriggja ára á leikskólann í fyrsta skipti og var hjá honum fyrst til þess að hjálpa honum að aðlag- ast. Svo kom að því að hann átti að verða einn eftir. Ég dokaði um stund við hjá hliðinu og sá hann á leikvellinum með hinum börnunum. Ég sá að hann vissi ekkert hvernig hann átti að vera, vissi ekki hvers ætlast var til af honum og svo sá ég að hann fór að stugga við börnun- um í kringum sig til þess að ná at- hygli þeirra. Ég varð mjög undr- andi, hann hafði ekki áður sýnt af sér slíka hegðun, þvert á móti. Fóstr- urnar sögðu að þetta væri ábyggi- lega bara byrjunarerfiðleikar en ég hafði eigi að síður samband við leik- skólasálfræðing fljótlega. Bjartur var mitt fyrsta barn en auk hans á ég tæplega tveggja ára son. Ég hafði unnið á leikskóla og umgengist ýmis börn. Eitthvað í fari Bjarts ólli því að mér var ekki alveg rótt. Ég vissi auðvitað ekki fremur en aðrir þá neitt um Asper- ger-heilkennið og mér datt satt að segja ekki í hug að neitt alvarlegt væri að, en ég hafði samt áfram samband við leikskólasálfræðing. Hann kom með ábendingar, svo sem að vera ekki að kalla áminningar til Bjarts úti á leiklóðinni, ekki merkja hann þannig í augum hinna barn- anna, heldur ganga til hans og Ieið- beina honum í samskiptum við hin börnin. En þetta hefur ekki dugað. Bjartur er þó almennt ekki illa séður hjá börnum, hann er mjög skap- andi, glaðlyndur og hugmyndaríkur og hefur mikið að gefa. Mörgum krökkum finnst gaman að vera með honum, hann getur alltaf fundið upp á einhverju skemmtilegu. Hann er svo vel gefinn að það blekkir fólk. Talar g'ullaldarmál Bjartur talar gullaldarmál, eins og mörg þeirra barna sem eru með Asperger-heilkennið. Eigi að síður kom í ljós að hann átti í miklum erfiðleikum með að orða sínar hugs- anir. Það er erfitt að heyra barnið sitt tala svona vel en sjá jafnframt að það getur ekki tjáð hug sinn. Þetta kom fram í mikilli spennu og vanlíðan hjá honum. Það var alltaf verið að ávíta hann, segja honum að gera ekki þetta og ekki hitt. Það er hins vegar alröng aðferð. Það á ekki að tíunda við barn með Asper- ger-heilkennið hvað það á ekki að gera, heldur á að segja því nákvæm- lega hvernig á að gera. Þarna var því notuð alveg öfug aðferð. Bjartur fór í annán leikskóla og þar hélt ég áfram að funda með leikskólasál- fræðingi. Það leiddi til þess að hann fékk stuðning tvo tíma á dag. Það dugði heldur ekki til og þá var mér bent á að fara með hann í athugun á Barna- og unglingageðdeild Land- spítalans við Dalbraut. Þetta var erfiður tími. Ég var þá búin að hitta greiningaraðila sem sá ekkert athugavert við drenginn. Mér fannst skilaboðin vera að það væri ekki neitt sérstakt að. Ég fyllt- ist hins vegar ekki sektarkennd yfír frammistöðu minni í móður hlut- verkinu, ég gat ekki séð að ég hefði beitt neitt öðruvísi uppeldisaðferðum en gerist og gengur. Inni á Dalbraut var hann greindur með Asperger- heilkennið, yngsta barnið sem hing- að til hefur fengið greiningu. Lagt var til að hann fengi sex tíma vistun á leikskóla á dag og fullan stuðning þann tíma. Sú skipan er tiltölulega nýlega komin á. Hann þarf helst myndrænar vísbendingar um það sem gera á og allt þarf að vera vel skipulagt. Skynjun hans er misjöfn svo oft nær hann ekki því sem er sagt. Það er mikilvægt fyrir hann að vita að morgni hvernig dagurinn á að vera. Auðvitað stenst ekki allt- af allt, en hann þarf líka að læra að takast á við það. Aðstoðin farin að skila sér Það hefur til dæmis tekið mikinn tíma fyrir mig að fá þessa þjónustu fyrir drenginn og halda henni, og það tekur tíma frá foreldrahlutverk- inu. Ég hef átt æði mörg samtöl við alls kyns sérfræðinga. Sú aðstoð sem hann hefur fengið nú þegar er farin að skila sér, drengurinn er rólegri en áður var og spennan innra með honum virðist hafa minnkað. Það er þó auðvitað dagamunur á honum. Fötlun Bjarts er fyrst og fremst félagslegs eðlis. Hann getur ekki sett sig í spor annarra. Það er oft erfitt að skilja þetta, hann er svo vel gefínn, skemmtilegur, fijór og hugmyndaríkur drengur. Þess vegna hrekkur maður við þegar hann á í vandræðum með einfalda hluti sem öðrum börnum eru inngrónir. Hann getur ekki alltaf lesið í svip fólks, skilur ekki tjáningu þess, sem það sýnir með látbragði, augnsvip og jafnvel orðum. Ég hef mest tengsl við Bjart. Ég er sú sem hann helst faðmar og kyssir og hann treystir. Hann gerir sjaldan kröfur og þess vegna þarf að hugsa fyrir þörfum hans og af- þreyingu. Af því ég er þessi þunga- miðja í hans lífi þá sýnir hann mér meira en öðrum, þess vegna sé ég líka betur hvar skóinn kreppir. Þó veit ég kannski bara fátt eitt af því sem hann hugsar. Því fylgir mikill sársauki og kvíði fyrir framtíð hans. Ég hugga mig við að það má margt gera með markvissri þjálfun fyrir barn með Asperger-heilkennið. Ég er ákaflega stolt af drengnum mín- um og ég vona að hann geti lifað nokkurn veginn eðlilegu Iífi þegar fram í sækir. Ég ráðlegg foreldrum sem halda að eitthvað sé að barninu sínu að láta ekki letja sig heldur hlusta á hjarta sitt og nota bijóstvitið og leita með efasemdir sínar til sérfræðinga til að fá að vita hið sanna. Yfírvöld hvet ég til að láta meira fé renna til þessa málaflokks. Það þarf að veita fólki, sem stendur andspænis slíku sem þessu, áfallahjálp. Það þarf einnig meiri þjónustu, það er vonlaust að halda uppi góðri þjón- ustu þegar ekki er nægilegt fjár- magn fyrir hendi. Síðast en ekki síst skortir markvissa heildarstefnu og meiri fræðslu um þessi mál, til allra þeirra sem að þeim koma.“ Ekki eiginleg geð truf lun PÁLL Magnússon sálfræð- ingur starfar við Barna- og unglingageðdeild Landspítalns við Dalbraut. í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins kvað hann Asperger-heil- kennið vera þroskatruflun en ekki eiginlega geðtruflun. „Asperger- heilkennið er skylt einhverfu og flokkast undir gagntækar þroska- truflanir. Það lýsir sér fyrst og fremst í skertri hæfni á félagslega sviðinu, skertri hæfni til að mynda leik- og vináttutengsl og skertri hæfni til að aðlaga félagslega hegðun sína aðstæðum hveiju sinni,“ sagði Páll.„Þessu fylgja líka gjarnan ákveðin sérkennileg- heit í rháli, sérstaklega skortir á getuna til að nota tungumálið sem tæki til félagslegara samskipta. Venjulega fylgir líka sérkennileg og áráttukennd hegðun. Oft hefur þetta fólk dálítið óvenjuleg og yfír- þyrmandi áhugamál á einhveijum sérkennilegum sviðum, kann kannski utan að allar tímaáætlan- ir samgöngutækja eða eitthvað þess háttar. Meðferð við Asperger-heilkenn- ínu er í rauninni sama eðlis og við öðrum þroskatruflunum. Kenna þarf fólki það sem það hefur ekki getað tileinkað sér vegna skerð- ingar í þroska. Það þarf að kenna fólkinu ákveðna tækni í samskipt- um sem aðrir læra sjálfkrafa í uppvextinum af samskiptum við aðra. Fólk með Asperger-heil- kennið lærir þetta ekki og þarf því að kenna því þetta sérstak- Páll Magnússon lega. Þetta fólk þarf þá að læra að hugsa samskiptin út frá rökhugsun vegna þess að það vantar hina félagslegu tilfinningu sem segir hvað er viðeigandi og hvað ekki. Það eru ekki til nein meðul við Asperger-heilkenninu sem slíku, en það eru stund- um gefín lyf við áráttu- kenndri hegðun og ýmsum fylgikvillum. Það er ekki hægt að gefa nein lyf við þroskaskerðingunni sjálfri. Líklegast virðist að hún sé arfgeng, komi stundum út sem einhverfa og stundum í þessu vægara formi, sem nefnist Asperger-heilkenni." Að sögn Páls var það ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.