Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 29 * i ferðar og heilbrigðismála er vissu- lega nauðsynleg, en svo viðkvæma málaflokka þarf að ræða af raunsæi og sanngirni. Það hefur verið sýnt fram á það með vel rökstuddum upplýsingum að ýmsar nýjungar í læknisfræði ásamt hagræðingaraðgerðum stjórnenda spítalanna hafa leitt til fækkunar legudaga. Þetta hefur vafalítið leitt til sparnaðar fyrir þjóðfélagið í heild, t.d. með fækkun veikindafjarvista og bættri heilsu, en þessar aðgerðir hafa á sama tíma leitt til aukins kostnaðar hjá þessum sömu stofnunum, sem erfitt er að fá bættan. Að auki hafa handahófskenndar sparnaðaraðgerðir, sem flatur nið- urskurður veldur, oftar en ekki leitt til upplausnarástands og nú er svo komið að þjónusta á stóru sjúkra- húsunum í Reykjavík er að komast að óásættanlegum mörkum öryggis sjúklinganna vegna. Það er lítið fjallað um sjúklinginn í þessari umræðu eða að reynt sé að meta íjárhagslegan ávinning af bættri heilsu landsmanna. Hvað kostar það þjóðfélagið að 1200 ein- staklingar bíða eftir því að komast í skurðaðgerðir á Ríkisspítölum? Hveijir borga fjarvistir frá vinnu, hvað kosta þær atvinnufyrirtækin, almannatryggingakerfið, einstak- linginn og fjölskyldu hans? Sannleikurinn er sá að stjómvöld hafa lítið beint sjónum sínum að þessum þáttum eða reynt að meta og reikna út þær fórnir sem hljót- ast af handahófskenndum spamaði í heilbrigðiskerfinu. Það er ekki laust við að horft sé öfundaraugum út fyrir landsteinana, t.d. til Dan- merkur, þar sem pólitísk umræða um heilbrigðismálin er full ábyrgðar og stjórnmálamenn velta fyrir sér hag sjúklinga, og því hversu lengi það sé sanngjarnt að leggja á þá þjáningu og vinnutap vegna langra biðlista eftir skurðaðgerðum? En það eru mörg önnur verð- mæti sem hér liggja á vogarskál- inni. Störfin í heilbrigðisþjónustunni vega þar líka þungt. Miklar vænt- ingar eru vegna fyrirhugaðrar stækkunar álvers og þeirra 150 starfa sem þessar framkvæmdar eru taldar skapa. En hvers virði em 130 störf á Ríkisspítölum, eða öllu heldur hvað kostar það að fórna þeim? Hvað kosta þessi störf at- vinnufyrirtækin í landinu og Trygg- ingastofnun ríkisins vegna greiðslu sjúkradagpeninga, örorku- og at- vinnuleysisbóta. Síðast en ekki síst hvað kostar það að fórna þessum störfum með þeim fylgikvillum sem af hljótast í aukinni þjáningu fólks. Lokaorð Það dylst engum að enn á eftir að velta upp fjölmörgum steinum í heilbrigðisþjónustu landsmanna og skoða með gagnrýnum augum hvað undir þeim liggur því það er næsta víst að með betra skipulagi má fara betur með fjármuni þjóðar- innar. Það er þó umhugsunarvirði hvort tímabundinn fjárskortur rík- issjóðs réttlæti algjöra umbyltingu á núverandi fyrirkomulagi og hvort slíkt sé nauðsynlegt og nægilega vel ígrundað. Þær hugmyndir sem eru nú til umræðu um róttæka uppstokkun í heilbrigðiskerfinu þar sem stjórn- un fjármagns og kaup á þjónustu á að vera á einni hendi í hveiju umdæmi eða kjördæmi eru enn ómótaðar og því erfitt að spá fyrir um hveijar afleiðingar kunna að verða af slíkum breytingum. Fjöl- mörgum spurningum um hugsan- legar afleiðingar er á þessu stigi alveg ósvarað, sérstaklega um gæði þeirrar þjónustu sem í boði verður og aðgengi fólks að bestu þjónustu hveiju sinni. Það er nokk- uð ljóst að áður en hugmyndir um svo róttæka uppstokkun á heil- brigðiskerfinu verða framkvæmd- ar, verður m.a. að koma á skýrri verkaskiptingu á milli hátækni- sjúkrahúsanna á höfuðborg- arsvæðinu annarsvegar og lands- hlutasjúkrahúsanna hinsvegar. Að öðrum kosti er sú hætta fyrir hendi að fjármagn verði svo fastbundið í héraði, að það leggi á fólk af landsbyggðinni átthagaijötra, sem hindra það í að njóta jöfnuðar á við aðra landsmenn og bestu heil- brigðisþjónustu sem völ er á á hveijum tíma. Þessar hugmyndir verður þó á þessu stigi að skoða sem ómótuð langtímamarkmið, sem ekki koma til framkvæmda á næstunni, og á meðan menn leita að hinum endan- lega sannleika verða stjórnendur sjúkrastofnana að glíma við alvar- legan fjárskort og reyna eftir fremsta megni að standa vörð um hag sjúklinga. Alvarlegar ásakanir um lögbrot hafa verið bornar á stjórnendur stærstu sjúkrastofnunar landsins af mönnum sem hafa verið kosnir til ábyrgðarstarfa fyrir þjóðina. Órökstuddar og oft léttvægar yfir- lýsingar einstaka stjórnmála- manna munu ekki leysa vanda heilbrigðisþjónustunnar. Þær skilja hinsvegar eftir í hugum okkar, sem vinnum við stærstu heilbrigðis- stofnun landsins, áleitnar spurn- ingar um það hver gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu eiga að vera. Eigum við að halda okkar sæti í röð fremstu þjóða, eða ætla stjórn- völd að forgangsraða þannig, að þessum metnaðarfullu markmiðum verður fórnað? Stórfelldur sparn- aður hefur verið og er enn á ný lagður á sjúkrahúsin í Reykjavík. Gera stjórnvöld sér grein fyrir ástandi á bráðadeildum stóru sjúkrahúsanna í kjölfar fækkunar legurýma og enn harðnandi sparn- aðaraðgerða? Starfsmenn Ríkisspítala eru margir hveijir farnir að mæðast í hinni ójöfnu glímu við fjárveitinga- valdið, og fagna því vel öllum yfir- veguðum hugmyndum sem eru til þess fallnar að koma umræðu um heilbrigðismál á vitrænt stig og að málum lokum í ásættanlegt horf. Þeir gera sér glögga grein fyrir því að aðhalds er þörf í rekstri sjúkrahúsanna, enda hafa þeir sjálfir lagt mikið af mörkum í þá veru. En þeir eru jafnframt meðvit- aðir um lögboðnar skyldur sínar við sjúka og aðstandendur þeirra af landinu öllu, skyldur sem þeir vilja og geta ekki annað en rækt. Höfundur er hjúkrunarfram- kvæmdasljóri á Landspítala og varaþingmaður fyrir Alþýðu- flokkinn í Reykjavík. HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ ÉQl Viltu auka afköst í starfi lun alla framtíð? £□ Viltu margfalda afköst í námi? EQl Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju? Ef svar þitt er jákvætt, skaltu skrá þig strax á næsta hraö- lestramámskeið sem befst fimmtudaginn 25. janúar n.k. Skráning er í stmum 564-2100 og 564-1091 I IRAJÐfJEESnTRARSKÓLINIV Nýtt íslenskt raka- og næringarsmyrsl fæst í flestum verslunum. Sjá nánari skjöl 3100 og 3101 strax á fax sími 800 8222 eSa á heimasíÖu okkar http://www spornet IS/SD islenskt, já takk! Framtíðarsýn. Gluggi inní tækni og vísindi framtíöarinnar. í kvöld kl. 19:55 Uiidirlagskorlf töflukorku gu III1111 5mm & 8mm Og minnisblöðin á WICANDERS ers breiðum rúllum. : 2mm mmíkorkur fæst í * fers breiðum rúllum. :k!ir: 2mm&3.2mm« meters . Þykktir: Komio og skoöiO í sýningarsal okkar Þ. @ ARMULA 29-108 REYKJAVÍK - S: 553-8440 & 568-6100 rir unrjlinfjmn Hollt fyrir barnið Auðmelt fyrir afa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.