Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Vinkilbeygja Árið 1982 má segja að fyrirtæki Davids hafi sveigt glannalega inn á nýja braut. Þá fékk hann umboð fyrir franskar snyrtivörur að nafni Clarins. Síðan hefur hvert frægt merkið af öðru safnast á hendur Davids og fyrirtækis hans. 1986 kom Chanel, 1992 kom Escada og 1993 Christian Dior. Á síðasta ári Calvin Klein. Sókn þessara erlendu risa gefa til kynna að fyrirtæki Davids hafi staðið sína pligt. Hver er galdurinn að ná árangri með frekar dýra vöru á íslandi? „Það er ekki auðvelt,“ svarar David strax og hugsar sig svo aðeins um: „Ég hafði dálitla reynslu með snyrtivörur frá árun- um hjá Rolf. Þegar ég fékk svo tækifærið sjálfur þá setti ég fyrir- tækinu strax þá meginreglu sem aldrei hefur verið hvikað frá, að vörurnar mættu aldrei vera dýrari á íslandi heldur en í útlöndum. Það eru ekki meira en 10 til 15 ár síð- an að sjá mátti íslendinga hamstr- andi alls konar vörur erlendis af því að þær voru svo dýrar heima. Þetta hefur breyst en það var eng- inn á þeim línum þegar ég byrjaði á þessu. En þetta hvorki var eða er auð- velt. Við þurfum að kaupa vöruna frá verksmiðju erlendis. Síðan borgum við frakt, sem að vísu hefur lækkað síðustu árin, síðan kemur vörugjald og loks hærri virðisaukaskattur heldur en geng- ur og gerist víða um lönd. Við allan þennan kostnað bætist kostnaður vegna þjónustu, kynn- inga, kennslu, auglýsinga og fleira og fleira. Við þessar kringum- stæður er ljóst að okkur hefur alltaf verið vandi á höndum. En íslendingar eru kröfuharðir þótt fámennir séu. Þeir vilja góða vöru á góðu verði og eru fljótir að átta sig á hvar þeir fá mest fyrir pen- ingana. I fyrstu fékk ég Clarins til að taka þátt í þessu, styrkja okkur til að geta boðið þau verð sem myndu duga. Þeir sýndu málinu skilning, en þegar frá leið urðum við að standa einir og þá var ekki annað úrræði en að skera niður af álagningunni.“ Markaðsrannsóknarsvæðið ísland Miðað við knappt svigrúm til verðlækkanna á ýmsum gæðavör- um, hefur það oft vakið furðu neyt- enda hversu gífurlega einstök fyr- irtæki auglýsa vörur sínar. David segist alltaf hafa auglýst mikið, en staðið straum af því sjálfur. Hins vegar sé því ekki að leyna, að geysilegt fjármagn virðist stundum vera í umferð. David seg- ir: „Mörg erlend stórfyrirtæki eru búin að átta sig á því að íslenski markaðurinn er stórmerkilegur þótt smár sé. Þess vegna nota þau Island til markaðsrannsókna ef við getum orðað það svo. Þau koma með nýja vöru og setja kannski 100.000 dollara eða meira í að auglýsa hana og markaðssetja hana á íslandi. Það eru smápening- ar í þeirra augum. Þeir vita að hér eru kröfuharðir og útsjónarsamir neytendur, fólk með háan lifistandard sem vill góða vöru en ekki uppsprengd verð. Þeir prófa sig áfram á Is- landi. Ef varan og verð ganga á íslandi, þá er allt sett á fulla ferð í öðrum löndum. Þessi stóru alþjóð- legu fyrirtæki hugsa á svo stórum skala að svona könnun á íslandi er lítið og hagnýtt skólabókar- dæmi.“ Geturðu nefnt dæmi um þetta? „Veistu það, ég má það ekki. Ekki spyrja mig að því, en trúðu því, það er mikið um þetta.“ Hliðarspor . . . David Pitt hugar ekki aðeins að heildverslun sinni, hann hefur tek- ið ýmis „hliðarspor" eins og hann kallar það. Hann tínir eitt og ann- að til, en það markverðasta í pakk- anum er þó án nokkurs vafa fyrir- tækið „Axel hugbúnaður ehf“ sem David hefur stofnað með tengda- DAVID L. Pitt, Davíð Kristján Pitt Og Frank Ó. Pitt. Morgunblaðið/Svemr Vilhelmsson. FARLÐ AÐ SJÁST TIL LANDS msxapnmmmuúF Á SUNNUDEGI ►David L.C. Pitt er stofnandi og aðaleigandi heild- verslunarinnar David Pitt ehf. Fyrirtækið er bráðum tvítugt og á það nokkuð sérstæða sögu, auk þess sem saga eigandans, Davids Pitt, er enn sérkennilegri. Lengst af hefur fyrirtækið sérhæft sig að mestu í snyrtivörum og síðustu árin hefur hvert heimsþekkt merkið af öðru rekið á fjöru Davids Pitt. Og hann hefur leyft sér ýmis athyglisverð hliðarspor eins og hann greinir frá í viðtali við Morgunblaðið eftir Guðmund Guðjónsson DAVID Pitt er næstum eins fjölþjóðlegur og hægt er að hugsa sér. Eitt af þjóðarbrotunum í honum er íslenskt og það er það þjóðarbrot sem hann ákvað, sór og sárt við lagði, aðeins níu ára gam- all, að rækta, eftir að hafa brotið tönn í áflogum við skólafélaga á enskri heimavist. Tönnin brotnaði er hann stóð til varnar móður sinni hálfíslenskri, og heimalandi hennar í norðri sem hann hafði þó aldrei augum litið, hvað þá að hann vissi um hvað slagsmálin snérust. Síðar frétti hann að tönninni hefði hann fómað vegna nýhafíns þorskastríðs íslands og Englands. Pimm árum síðar; nýtt þorskastríð og önnur tönn. Hann er fæddur á Englandi 15. febrúar 1946. Móðir hans Anna Dúfa Storr og faðir hans Frank W.C. Pitt, enskur lögfræðingur sem kom hingað til lands á stríðs- árunum er hann var sjóliðsforingi í sjóher hennar hátignar Breta- drottningar. Afí Davids var Franc- is Pitt, mikill ævintýramaður sem tók sér margt og skrítið fyrir hend- ur. Það sem dýpst risti var járn- brautargerð yfir þvera Kólombíu, en það var einmitt þá sem hann hitti konuefni sitt, Önnu Christínu Oviedo. Anna Dúfa var hins vegar hálfíslensk, dóttir Elínar Sigurðar- dóttur frá Laxamýri og Ludwigs Storr, merks dansks athafnamanns sem er þekktastur hér á landi fyr- ir að hafa verið aðalræðismaður Danmerkur á íslandi, en auk þess rak hann hér glerslípun- og speg- lagerð á Klapparstíg. David er því fjölþjóðlegur. Hann er að hluta íslendingur, að hluta Dani, að hluta Kólombíumaður og að hluta Englendingur. í hjartanu er þjóðemið þó aðeins eitt. Staðið við ákvörðunina Rauiiar ákvað David meira en að rækta íslenska þjóðarbrotið í sér er hann brást við stríðni skóla- félaga á heimavistinni ensku forð- um. Hann ákvað í raun að flytjast til Islands í fyllingu tímans og það gerði hann. 16 ára gerði hann fyrstu tilraunina, kom þá og dvaldi við nám í Eiðaskóla í þrjá. mánuði. Það gekk illa, en hann bilaði ekki í ásetningi sínum og þann 29. sept- ember 1965 kom hann aftur og þá alkominn. David segir að stríðni sé mjög rík meðal Breta og sérstaklega verði þeir fyrir barðinu á henni sem eru „pínu öðm vísi“ eins og hann orðar það og þess vegna varð hann skotspónn í skóla með sína suð- rænu/norrænu blöndu. „Það var hart að verða fyrir þessu, en það herti mig og miðað við hvernig ræst hefur úr mínu lífi þá er ég glaður og þakklátur,“ segir hann og staldrar síðan aðeins við annan vendipunkt. Þegar hann hitti eigin- konuefni sitt, Svölu Lárusdóttur, nýkominn til landsins. „Svala og móðir hennar Kristín tóku mig fyrir. Svala var þá flug- freyja, en fór síðan í kennaranám. Saman kenndu þær mér málið og stóðu við hlið mína er ég fór í Versl- unarskólann, í ársnámskeið þar í ýmsum fögum. Með þeirra hjálp komst ég fljótt inn í hugsunarhátt- inn hér á landi. Eftir námskeiðin ætlaði ég síðan í viðskiptafræði. Þegar ég kom til landsins hafði ég byijað í Speglabúðinni hjá afa mínum Ludwig og ætlaði að nema glerskurð. En hugurinn _fór að stefna á viðskiptasviðin. Áður en ég gat sest á skólabekk í HÍ bauðst mér hins vegar vinna hjá Rolf Jo- hansen. Ég ákvað að slá til, vinna hjá honum í eitt sumar og læra þar eins mikið og hægt væri. Það er skemmst frá að segja, að eitt sumar breyttist í tíu ár og þau ár voru skólinn sem bjó mig undir eigin fyrirtækisrekstur." Stökkpallurinn Mastermind David segir að Rolf hafi verið sá besti húsbóndi sem hægt hefði verið að hugsa sér. Það unnu að- eins 3-4 hjá fyrirtækinu og David tók víða til hendi í fyrirtækinu. Segir hann virðingu og traust hafa verið það sem fyrirtækið byggðist á og alla tíð hefði Rolf sagt við sig: „David, þegar þú vilt og ert tilbúinn að hætta og stofna þitt eigið fyrirtæki, þá skaltu gera það.“ David ber einnig Þorsteini Kristinssyni framkvæmdastjóra hjá Rolf vel söguna. Og árið 1976 kom vendipunkt- urinn sem David Pitt hafði beðið eftir. Hann ákvað að flytja inn nýtt og vinsælt spil, Mastermind. „Það seldist meira en nokkurt ann- að spil. Við seldum að mig minnir 19.600 stykki og þá hugsaði ég með mér, ég hlýt að geta byrjað núna. 1. júní 1977 stofnaði ég því fyrirtæki mitt og keypti um leið Speglabúðina af afa. Það var fjárhagslega þungt, ég borgaði búðina fullu verði á einu ári, hann gaf ekkert eftir, sá gamli. Ástæðan fyrir því að ég keypti búðina var að hún átti að sjá mér og fjölskyldunni fyrir daglegu lifi- brauði á meðan ég byggði upp heildverslunina,“ segir David og heldur áfram: „Ég var að flytja inn hitt og þetta, m.a. ljósmyndavörur frá II- ford sem þóttu og þykja í fremstu röð. Ég var einnig að byggja í Hafnarfirði og reka Speglabúðina og þar höfðum við mikið úrval af gleri og eftirprentunum af lista- verkum. Þetta var skemmtilegur tími, mikið að gera og allt á upp- leið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.