Morgunblaðið - 28.01.1996, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 9
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
Rúmir 2,4 milljarðar til gatna-
og holræsaframkvæmda
Bíll fór 50 metra niður
snarbratta brekku
Náði að
stökkva út
úr bílnum
Miðhúsum. Morgunblaðið.
UNGUR maður náði að henda sér
út úr bifreið sinni þegar hún fór
út af veginum á svonefndri Tæpu-
götu á Barmahlíð. Bíllinn, sem var
á suðurleið, rann á veginum og fór
um 50 metra niður snarbratta
brekku og endaði niðri í fjöru. Bíl-
stjórinn sá hvað verða vildi, náði
að stökkva út úr bílnum og slapp
ómeiddur.
Bíllinn er af gerðinni Ford Econ-
oline árgerð 1991 og er hann mikið
skemmdur. Mjög erfiðlega gekk að
ná bílnum upp.
Þetta er fjórða óhappið sem verð-
ur þarna á örfáum árum, en enginn
hefur farið alla leið niður í fjöru
fyrr.
-----♦ ♦ ♦---
Skemmdir á
húsi vegna hita-
uppstreymis
Hvera-
gerðisbær
sýknaður
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað
Hveragerðisbæ af 1.260 þúsund
króna bótakröfu húseiganda í bænum
sem krafðist bóta fyrir tjón á húsi
sínu sem rakið var til hitauppstreym-
is undir húsinu og við það.
Lóð hússins stendur á einkalóð á
skipulögðu byggingarsvæði bæjarins.
í áíitsgerð jarðfræðinga frá 1947 um
byggingarhæf svæði í Hveragerði er
lóðin talin standa um 300 metrum
vestan við það svæði sem afmarkað
er sem óbyggilegt hættusvæði sökum
nálægðar við sprungur á jarðhita-
svæðinu í bænum.
Niðurstaða Hæstaréttar er sú að
ósannað sé að land það sem húsið
stendur á hafi verið óbyggingarhæft
þegar byggingarleyfi yar veitt fyrir
húsinu.
Var Hveragerðisbær því sýknaður
af kröfunni og húseigandanum gert
að greiða bænum 150 þúsund krónur
í málskostnað.
-----♦ ♦ ♦---
Fyrirlestur
um upplifun
krabbameins-
sjúklinga
AUÐNA Ágústsdóttir lektor flytur
fyrirlesturinn Upplifun krabbameins-
sjúklinga af notkun óhefðbundinnar
meðferðar í Málstofu í hjúkrunar-
fræði mánudaginn 29. janúar kl.
12.15 í stofu 6 á fyrstu hæð í Eir-
bergi, Eiríksgötu 34. Rannsókn sú
sem hér verður kynnt var unnin í
Bandaríkjunum til doktorsgráðu í
hjúkrun við háskólann í Birmingham
í Alabama.
ÁÆTLAÐUR heildarkostnaður við
nýframkvæmdir, rekstur og viðhald
gatna og holræsa eru rúmir 2,4 millj-
arðar. I skýrslu borgarstjóra með
ijárhagsáætlun borgarinnar kemur
fram að gert er ráð fyrir að kostnað-
ur vegna lagningu holræsa verði um
468 millj. á árinu. Hlutur nágranna-
sveitarfélaganna vegna sameigin-
legra framkvæmda við Eiðsgranda
og Ánanaust er 60,5 milljr af þeirri
upphæð. Reiknað er með að holræsa-
gjald gefi um 560 millj. auk þess sem
gert, er ráð fyrir að framlag úr ríkis-
sjóði verði 60 miilj. og verða tekjur
vegna holræsafamkvæmda umfram
kostnað á árinu.
Brú eða göng undir Miklubraut
í ræðu borgarstjóra við fyrri um-
ræðu um flárhagsáætlun borgarinnar
kom fram að stærsta einstaka fram-
kvæmdin væri tvöföldun Vesturlands-
vegar í Ártúnsbrekku ásamt byggingu
brúar yfir Elliðaár og undirgöng við
Breiðhöfða. Borgarstjóri sagði að af
hálfu borgarinnar væri lögð rík
áhersla á að þrátt fýrir niðurskurð
ríkisins til vegamála yrði fé vegna
göngubrúar eða ganga undir Miklu-
braut á móts við Rauðagerði ekki
skorið niður og er framkvæmdin á
áætlun þessa árs.
Tekjur umfram kostnáð
60 millj.
í skýrslu borgarstjóra segir að
dýrasti hluti holræsaframkvæmd-
anna sé bygging hreinsistöðva og
lagning útrása. Hvoru tveggja sé aft-
ariega í framkvæmdaröðinni og því
nær útilokað að láta framkvæmda-
kostnað og tekjur stemma á hveiju
ári. Á þessu ári yrðu tekjur umfam
kostnað tæpar 60 millj., enda sé í
fyrsta sinn gert ráð fyrir endur-
greiðslu úr ríkissjóði vegna fram-
kvæmdanna. Árið 1997 þegar
framkvædum ljúki við Mýrargötu
yrði kostnaður borgarsjóðs umfram
tekjur 390 millj. og árið 1998 yrði
hann um 80 millj.
Hafist verður handa við byggingu
dælustöðvar við Eiðsgranda til móts
við Boðagranda og annarrar til móts
við Seilugranda. Báðar stöðvarnar
verða fullbúnar haustið 1997. Útboð
mun fara fram á aðal- og yfírfallsút-
rásum við Mýrargötu og á þrýstilögn-
um frá Boðagranda að stöðinni. í sum-
ar verður einnig lokið við byggingu
dælu- og hreinsistöðvar við Mýrargötu
og uppsetningu hreinsi- og dælu-
búnaðar. Áætlaður kostnaður er 150
millj. Þá verður haldið afram rann-
sóknum á viðtaka við Ánanaust og
varið til þeirra 10 millj. Hafist verður
handa við lagningu ræsis frá Leiru-
vogsræsi í átt að Fossaíeynismýri sem
er nýtt iðnaðar- og þjónustuhverfi
austan Víkurvegar. Er þetta fyrsti
áfangi tengilagna að fyrirhuguðu ný-
byggingasvæði í Hamrahlíðarlöridum
austan Vesturlandsvegar. Áfram
verður haldið lagningu ræsis fyrir
Kleppsskaft og verður í haust hægt
að leggja niður bráðabirgðaútrás
skammt norðan við Kleppsspítala.
Lagningu Leirvogsræsis verður
fram haldið og það framlengt í átt
að mörkum Mosfellsbæjar. í skýrslu
borgarstjóra segir að með tilkomu
ræsisins geti Mosellsbær tengst
ræsakerfi Reykjavíkurborgar og lagt
af rotþrær. Oformlegar viðræður um
samvinnu hafi farið fram og áhugi
hjá báðum aðilum um að halda þeim
áfram.
Til byggingar dælustöðvar nyrst
við Sævarhöfða er áætlað að veija
20 millj. og er það '/3áætlaðs heild-
arkostnaðar. Með byggingu stöðv-
arinnar verður unnt að leggja af
stóra skólpútrás sem er veitt úr
mynni austuráls Elliðaáa. Til að
draga úr mengun í ánum verður
ennfremur varið 8 millj. til að leggja
af rotþró og útrás frá Rafstöðvar-
vegi og endurbæta yfirfall Soga-
ræsa. Þá er gert ráð fyrir að verja
um 15 millj. til lagningar frárennslis
frá Náttúrufræðihúsinu í Vatnsmýri
en bygging þess er að hefjast um
þessar mundir.
sunnudasa
spennandi tilboo
HAGKAUP
m a t v a r a
BYGGTOBUIÐ
TiTS AúA
HAGKAUP
mgm
L ikf nga úði
S-K-I-FAN
THE BODY SHOP
.V k i ii H a i r C a re Products
rranrr
áð
—A S Kringlunni
■ v
VEdES &
Eymundsson
** STOFNSETT 18 7 2
Þessar verslanir í
FÖTjratuhWELPim oc stráka
UtSAJ^
I
«S
I 1
lÍTSAVA
veröa opnar sunnudaga eftir hádegi