Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ mun auka kröfur til fiugsam- göngumannvirkja. Aðrar þjóðir hafa ekki talið viðunandi að hafa þennan mikilvæga þátt í sam- göngumálum svo nátengdan ríkis- rekstrinum sem raun ber vitni hér á landi.“ Endanlega er ekki ljóst á hvaða framkvæmdum niður- skurðurinn bitnar. Þorgeir nefndi þó að bið yrði á verklegum fram- kvæmdum, sem áætlaðar höfðu verið á flugvöllunum á Akureyri, Egilsstöðum, Hornafirði og ísafirði því ljóst væri að leggja þyrfti megináherslu á öryggismál- in. Á undanförnum árum hefði verið unnið að lagningu klæðning- ar á margar flugbrautir á landinu sem kallaði á ýmsan tækjabúnað til þess að hreinsa þessar brautir og því væri ekki hægt að fresta. Hvað varðar endurnýjun flug- brauta á Reykjavíkurflugvelli, þar sem um 90% af farþegum í innan- landsflugi fara um, sagði Þorgeir að ekki hafi staðið til, skv. flug- málaáætlun, að byija á því verki fyrr en árið 1997. „Ef þessi niður- skurður verður viðvarandi, er ljóst að ekkert verður byijað á því verki.“ Gert er ráð fyrir að end- urnýjun flugbrauta á Reykjavíkur- flugvelli muni kosta 1.200 miiljón- ir kr., sem vissulega er nokkuð dýr framkvæmd, að sögn Þor- geirs, en þó ekki ef miðað er við að ein Fokker flugvél kostar um einn milljarð króna. Hátæknikerfi Flugmálastjórn var stofnuð í stríðslok vorið 1945 og fagnaði því 50 ára afmæli á síðasta ári. Mikill kraftur var í tækniuppbygg- ingunni eftir 1986, en þá var haf- in þróun á kerfum fýrir úrvinnslu á ratsjárgögnum sem varð að miklu verkefni, sem reyndar er ennþá verið að vinna að. „Þetta starf hefur leitt til þess að það kerfi, sem notast er við í dag hér í flugstjórnarmiðstöðinni til þess að vinna úr þeim ratsjárgögnum, sem við fáum frá ratsjám varnarl- iðsins, er alíslenskt,“ segir Þor- geir, en þó hann hafi ekki sest í stól flugmálastjóra fyrr en um mitt ár 1992, var hann flestum hnútum kunnugur þar innan dyra löngu fyrr. Hann hafði unnið sem tæknilegur ráðgjafi flugmála- stjórnar frá árinu 1976 og unnið að ýmsum hugbúnaðarkerfum fyr- ir stofnunina á meðan hann veitti forstöðu Kerfisverkfræðistofu, sem er hluti af Verkfræðistofnun HÍ. Undir forystu Þorgeirs hannaði Kerfisverkfræðistofa jafnframt sjálfvirkt gagnaflutningskerfi, sem lítur að tilkynningaskyldu fyrir báta og skip, en þrátt fyrir samdóma álit manna um aukið öryggi sæfarenda með almennri notkun þess og reglugerð sam- gönguráðuneytis fyrir tveimur árum um að taka bæri upp þetta nýja kerfi, hafa framkvæmdir enn ekki hafist. Flugáhugamaóur Þorgeir er Reykvíkingur í húð og hár þótt hann hafi síðustu tutt- ugu árin búið á Seltjarnarnesi. Að loknu stúdentsprófi frá MR vorið 1961, lá leiðin í verkfræði- deild Háskóla íslands þar sem hann staðnæmdist að vísu ekki nema í einn vetur, en hélt þá til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til Cambridge. Við tók nám í flug- verkfræði með áherslu á stýri- og leiðsögutækni við Massachusetts Institute of Technology og lauk hann doktorsnámi þaðan árið 1971. Að því loknu kom hann heim og starfaði um eins árs skeið við Reiknistofnun Háskólans, en hvarf þá til Bandaríkjanna á ný þar sem hann var við störf hjá verkfræðifyrirtæki í Boston í tæp fjögur ár. Árið 1976 flutti hann endanlega heim og tók þá við dós: entsstöðu við verkfræðideild HÍ og síðan prófessorsstöðu árið 1986, en söðlaði um árið 1992 þegar tækifæri gafst enda mikill áhugamaður um flug, eins og hann orðar það. Eiginkona Þorgeirs er Anna Snjó- laug Haraldsdóttir og eiga þau þijár uppkomnar dætur. Viröingarsess Þorgeir var einróma kjörinn for- seti 31. þings Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar, ICAO, sl. haust. Þing stofnunarinnar eru haldin þriðja hvert ár og var að þessu sinni haldið í Montreal í Kanada 19. septembertil 4. október. Kosn- ingin þótti í senn mikilvæg viður- kenning fyrir íslensk flugmál og ekki síður fyrir störf Þorgeirs á alþjóðavettvangi því embætti þingforseta skipar virðingarsess í flugmálum heimsins. Þetta er jafn- framt í fyrsta sinn í rúmlega hálfr- ar aldar sögu ICAO sem fulltrúi Norðurlandaþjóðar er valinn til að gegna þessu starfi. Sendinefndir frá 153 af 183 aðildarríkjum sóttu þingið auk fulltrúa frá fjölmörgum alþjóðlegum samtökum og stofn- unum er tengjast flugmálum. Al- þjóðaflugmálastofnunin var stofn- uð árið 1944 af 52 þjóðríkjum, þ. á m. Islandi, og er hún nú ein af sérstofnunum Sameinuðu þjóð- anna. Hlutverk hennar er að setja alþjóðlega staðla og reglur til að tryggja öryggi, reglu og hag- kvæmni í flugsamgöngum í heiminum. Stofnunin er jafnframt vettvangur fyrir hvers kyns alþjóð- lega samvinnu í flugmálum. Svæðisskrifstofur ICAO eru sjö talsins og heyrir ísland undir Evr- ópuskrifstofuna, sem er í París. Fjölmörg viðfangsefni voru á dagskrá þingsins að þessu sinni sem endranær, m.a. fyrirbyggj- andi aðgerðir í flugöryggismálum um heim allan; lagalegar og ijár- hagslegar hliðar þess að innleiða gervihnattatækni til fjarskipta, flugleiðsögu, eftirlits og flugum- ferðarstjórnar; ný tæknisamvinnu- stefna; flugréttarmál; áframhald- andi starf að umhverfisverndar- málum; takmarkanir á reykingum í alþjóðaflugi svo og viðurkenning arabískrar tungu í starfi ICAO svo fátt eitt sé nefnt, en að sögn Þor- geirs kom það honum á óvart hversu tilfínningaríkir Arabar eru þegar tungumál þeirra á hlut, miklu viðkvæmari en við íslend- ingar hvað móðurmálið snertir. „Þeir kvörtuðu sáran undan því að arabískan skipaði ekki nógu veglegan sess í alþjóðlegu tilliti. Langar umræður urðu um málið á þinginu þrátt fyrir að arabíska hafí þegar hlotið samþykki sem fimmta opinbera mál ICAO, en fyrir voru enska, franska, spænska og rússneska. Einnig komu fram mjög eindregnar óskir af hálfu Þetta eru alís- lensk há- tæknikerfi Morgunblaðið Þorkell ÞORGEIR Pálsson, flugmálastjóri, segist vera bjartsýnn fyrir íslands hönd á framtiöarflug- rekstur. Allar likur bendi til aö viö getum lifaö af i harönandi samkeppni, ekki sist vegna landfrceöilegrar staösetningar okkar. VIÐ höfum ekki enn tekið þátt í þeirri þró- un, sem átt hefur sér stað í nágrannalönd- unum, en brýnt er orðið að við gerum það. Á hinum Norð- urlöndunum hefur verið unnið markvisst að því að breyta rekstr- arfyrirkomulagi flugmálastjóma í fijálsræðisátt svo að þær geti ver- ið mun sjálfstæðari en ríkisstofn- anir almennt," segir Þorgeir Páls- son, flugmálastjóri. Hann á von á því að málið verði skoðað með opnum huga á næstunni enda benti nýleg skýrsla, sem unnin var af Álþjóðaflugmálastofnuninni fyrir íslensk flugmálayfirvöld, ótv- írætt á kosti þess að íslensk flug- málastjóm yrði sjálfstæðari stofn- un með eigin fjárhag, líkt og flug- málastjómir nágrannaríkja. Þorgeir horfir einkum til Finn- lands sem fordæmis í þessu efni enda segir hann margt áþekkt í flugsamgöngukerfum Islendinga og Finna. „A sama tíma og niður- sveifla varð í fínnsku efnahagslífí, var ákveðið að gera finnsku flug- málastjómina að sjálfstæðu ríkis- fyrirtæki, sem er nánast rekið eins og hlutafélag. Finnska flugmála- stjórnin er ekki á föstum fjárlög- um, en nýtur allra þeirra tekju- stofna, sem tengjast fluginu. Þetta þýðir að hægt er að bregðast miklu hraðar við brýnum aðgerðum og óvæntum uppákomum heldur en ríkisstofnanir almennt geta gert. Víða erlendis háfa menn talið í haust var hann fyrstur N orðurlandabúa til | þess að njóta þeirrar vegsemdar að vera kjörinn forseti 31. þings Alþjóða- flugmólastofnunarinnar, en kosningin þótti í: senn mikilvæg viðurkenning mr íslensk flugmól og störf Þorgeirs ó al- þjóðavettvangi. í viðtali við Jóhönnu Ingvarsdóttur segir Þorgeir nauðsynlegt að leysa Flugmólastjórn undan hefðbundnum ríkisrekstri svo h ægt sé að bregðast við þeim kröfum, sem gerðar eru til stofnunarinnar. nauðsynlegt að leysa flugmála- stjómir og vafalaust margar aðrar ríkisstofnanir úr viðjum hefðbund- ins ríkisrekstrar vegna þess að með því móti geta stjórnendur þeirra leyst viðfangsefnin með skjótari og stundum hagkvæmari hætti en ella. Ég tel nauðsynlegt að breyta rekstrarfyrirkomulagi íslenskrar flugmálastjórnar í þessa átt svo að hægt sé að bregðast við þeim kröfum, sem gerðar eru til hennar varðandi uppbyggingu á mannvirkjum og þjónustu." 48% niöurskuröur Flugmálastjóri segir Ijóst að út frá öryggissjónarmiði verði ekki hægt að una við áframhaldandi niðurskurð á framkvæmdafé, en skv. fjárlögum ársins 1996 verða framlög til framkvæmda skorin niður um 48% frá því sem gert hafði verið ráð fyrir í flugmálaá- ætlun, sem er framkvæmdaáætlun flugmálastjómar. Sú áætlun gerði ráð fyrir 405 milljónum til fram- kvæmda á yfírstandandi ári, en þar sem niðurskurðurinn nemi 190 milljónum kr., standi ekki eftir neina 215 milljónir til fram- kvæmda. „Þetta þýðir að fresta verður fjölda brýnna verkefna á sama tíma og sívaxandi kröfur eru gerð- ar til flugsins, bæði hvað varðar rekstrar- og flugöryggi. Á miðju næsta ári verður innanlandsflugið gefið fijálst og sérleyfí afnumin. I kjölfar þess má búast við enn vaxandi samkeppni, sem jafnframt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.