Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAPIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 33 GUÐLAUG SVANFRÍÐUR GUNNLA UGSDÓTTIR + Guðlaug Svanfríður Gunn- laugsdóttir var fædd í Klaufabrekknakoti í Svarfað- ardal 1. september 1902. Hún lést á Dvalarheimilinu Horn- brekku 19. janúar síðstliðinn á 94. aldursári. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Björnsdóttir frá Hóli í Svarfaðardal og Gunnlaugur Jónsson frá Klaufabrekknakoti. Börn þeirra Hólmfríðar og Gunn- laugs voru: Guðlaug Helga, f. 1906, Jón, f. 1908, d. 1986, Anna Margrét, f. 1911, d. 1942, Björn Zophonias, f. 1915, Hall- dór, f. 1920, og Pálína, f. 1923. Tvö börn dóu í bernsku, stúlka og drengur. Árið 1921 flyst Guðlaug með foreldrum sínum og systkinum að Skeggjabrekku í Olafsfirði en þar bjuggu þau í sjö ár, önnur sjö ár bjuggu þau á Hornbrekku í sömu sveit. 1935 flytjsat Gunnlaugur og Hólm- fríður til Dalvíkur og byggja þar húsið Mela. Meðan fjöl- skyldan bjó í Skeggjabrekku kynntist Guðlaug manni sínum Magnúsi Halldóri Ingimundar- syni, f. 22. september 1901, d. 14. janúar 1985. Þau giftust 1922. Börn þeirra: Ingimundur, f. 17. júní 1923, d. 27. nóvember 1924. Gunnlaugur, f. 4. október 1925, giftur Guðlaugu Gunn- laugsdóttur. Hólmfríður, f. 18. desember 1926, gift Þorsteini Björnssyni. Utför Guðlaugar fór fram frá Ólafsfjarðarkirkju 27. jan- úar. AMMA mín lést í Hornbrekku um hádegisbil 19. þ.m. þá á 94. aldurs- ári. Eg var bundin henni sterkum tilfinningaböndum allt frá því ég man eftir mér. Ég fæddist á heim- ili hennar og afa á Kirkjuvegi 6 og var hjá þeim þar til ég var 26 ára. Þegar ég var sex ára fluttu þau úr Kirkjuveginum í nýtt hús á Horn- brekkuvegi 12 sem afi og amma byggðu ásamt syni sínum, Gunn- laugi og Guðlaugu konu hans. Við fluttum á neðri hæðina vorið 1950 ásamt mömmu og stjúpa mínum, Þorsteini Bjömssyni, og stuttu seinna fluttu Gulla og Gulli (Brói) á efri hæðina með son sinn, Inga Vigni, sem fæðst hafði 29. mars það ár. Fljótt fjölgaði í fjölskyldunni því Magnús bróðir minn fæddist í októ- ber sama ár og Björn í júní þremur árum siðar, báðir í herbergi afa og ömmu. Á efri hæðinni hafði í júlí 1952 fæðst frænka, Róslaug. Þarna var því saman komin öll fjölskyldan, hún var ekki stór, en virkaði þó býsna stór því samgang- ur var mikill á milli hæða og það var ekki bara á hátíðum að við borðuðum öll í eldhúsinu hjá ömmu. Árið 1960 bættist svo systir mín, Eiríksína, í þennan hóp en þá voru mamma og Steini flutt fyrir nokkru í sitt hús á Gunnólfsgotu 4, en ég varð eftir hjá ömmu og afa, enda ekki annað tekið í mál. En þrátt fyrir að rýmkaði um tíma hjá ömmu og afa þá stóð það ekki lengi, því 1964 eignaðist ég dóttur mína Ólöfu Ingu og fannst ömmu það ekkert tiltökumál þó nú fæddist barn af þriðju kynslóð á heimili hennar. I millitíðinni fæddist hjá okkur Haukur dóttursonur Stjönu, vinkonu ömmu. Amma var viðstödd fleiri barns- fæðingar þó ekki væru þær á henn- ar heimili. Mér er líka í fersku minni hvað hún aðstoðaði við sauðburð, bank á glugga að nóttu og kallað á Laugu hvort hún gæti komið og aðstoðað. Ekkert var sjálfsagðara og ekki man ég til þess að hún þyrfti neina sérstaka hvíld daginn eftir, þótt hún væri úti hálfa nótt- ina. Ekki þurftum við afkomendurnir heldur að læra prjónaskap, henni þótti það bara móðgun við sig ef minnst var á að læra það almenni- lega. „Ég er enga stund að þessu, þú þarft nú ekki að vera að bauka við þetta.“ Stundum fannst mér að hálf sjó- mannastéttin, bændur og skíða- menn hlytu að vera í sokkum eða vettlingum frá henni. Við prjóna- skapinn sat hún marga klukkutíma á dag eftir að hún kom í Horn- brekku, alveg þangað til fyrir þrem- ur mánuðum að heilsan leyfði það ekki lengur. Það losnaði ekki um böndin þótt ég flytti til Akureyrar eftir að ég gifti mig og Ólöf Inga hélt áfram að vera hjá þeim mörg sumur. Aldrei fannst þeim mín fjölskylda vera of stór, þótt við værum orðin fimm, til að vera hjá þeim allar stórhátíðir og ótal skipti inn á milli. Við höfum oft talað um það hjónin, hvernig í ósköpunum þau hafa nennt að fá allan hópinn svona oft í heimsókn. Það var engin logn- molla yfir fjölskyldunni þegar hún ruddist inn úr dyrunum eftir að synirnir Magnús og Þórleifur kom- ust á legg. Nei, hjá ömmu og afa var fátt bannað og aldrei skammast og þótt þau ættu fallegt heimili mátti hlaupa þar og leika sér að vild. Við geymum öll ljúfar minningar um að koma fyrir Múlann, sjá Ólafs- fjörð birtast, keyra beint í Horn- brekkuveginn í heitar kleinur og soðið brauð, umvafin þeirri gleði og hlýju sem ömmu og afa var svo eðlislæg. Nóttina fyrir Þorláksmessu, ein jólin sem að sjálfögðu átti að eyða á Hornbrekkuveginum, hringdi afi og sagðist hafa verið að hlusta á veðurskeytin og sér litist ekki á blikuna, við skyldum helst drífa okkur strax af stað. Það þurfti ekki að segja okkur það tvisvar, börnin vakin, í skottið var troðið öllu frá jólapökkum niður í kopp og það þarf ekki að orðlengja það að við rétt sluppum fyrir horn. Múlinn var tepptur fram yfir áramót. Þegar heilsu afa fór að hraka það mikið að amma gat ekki lengur hugsað um hann heima, fór hann á Dvalarheimilið Hornbrekku. Þar sýndi amma enn og aftur hversu dugmikil hún var. Hún eyddi hjá honum öllum eftirmiðdögum og meira að segja lét flytja sig á vél- sleða ef ekki var bílfært. Hún var svo að sjálfsögðu hjá honum þegar hann lést 14. janúar 1985. Sjálf fór hún svo á Hornbrekku árið 1989, sagðist vera orðin börnum sínum áhyggjuefni þetta gömul í svona stórri íbúð, svo best væri að drífa sig þar sem henni stóð til boða gott herbergi. Okkar gistinætur í Ólafsfirði lögðust af eftir þetta en alltaf var tilhlökkunarefni að koma í heim- sókn, í kúmenkaffi, brauðið og nammið og amma sjálf jafn- skemmtileg heim að sækja. Ég hef oft hugsað um hvað kunn- ingjahópur hennar var breiður. Þeg- ar ég var krakki komu oft konur í heimsókn sem mér fannst vera gamlar miðað við hana, svo og aft- ur miklu yngri konur. Nú seinni ár kvartaði hún stundum yfir því að það væri nú að verða úr sögunni fyrir sig að rifja upp gamlar minn- ingar og hafa meðhlægjendur að þeim, því allir gömlu vinirnir væru dánir eða horfnir burt í eigin hugar- heim. En hún átti ótrúlega margar yngri vinkonur sem heimsóttu hana á Hornbrekku og þótti henni mjög vænt um þær heimsóknir. Það þurfti heldur engum að leiðast í félagsskap hennar þar sem hún hafði þann hæfileika að segja mjög skemmtilega frá og hlátur hennar svo léttur og smitandi. Amma hélt alla tíð einstaklega góðu sambandi við systkini sín, maka þeirra og afkomendur og var það gagnkvæmt. Hélst það góða samband til hennar hinsta dags, því ófáar ferðirnar undanfarið, komu þeir bræðurnir frá Dalvík, Bjöm og Halldór, til hennar og styttu henni stundirnar. Undanfarið ár höfum við séð hvernig heilsu hennar hefur hrakað smátt og smátt og þegar svo í októ- ber að hún vissi að hún yrði end- alnega að fara úr herberginu sínu og leggjast á sjúkradeild, var það kaffikannan en ekki aðrir veraldleg- ir hlutir sem hún sá mest eftir. Hún hætti aldeilis ekki að fá heimsóknir. Það kom ennþá fólk á öllum aldri að heimsækja hana Laugu og hringingarnar til mín og fyrirspurnir um líðan hennar voru svo margar undanfarið, að það hefði mátt halda að um unga konu væri að ræða. Það er svo einkennilegt þótt dauðans sé vænst, kemur hann þó alltaf á óvart. Það rifjast upp svo margar ljúfar minningar og söknuð- urinn læðist að. Við barnabörnin og barnabarnabörnin nutum for- réttinda að eiga slíka ömmu, sem var ómetanlegur fjársjóður. Hennar er nú minnst með ást, virðingu og þakklæti af okkur öllum sem höfum notið ástríkis hennar í svo ríkum mæli. Eftir 2ja mánaða sjúkdómsstríð hlaut hún friðsælan og fallegan dauðdaga, sem er margfalt betri en vonlítið og þjáningarfullt líf. Mín sérstöku forréttindi voru þau að hafa mjúkan vangann hennar ömmu í lófa mínum þegar andi hennar hvarf á eilífðarbrautina. Ég vil þakka starfsfólki Horn- brekku sem hjúkraði henni af ein- stakri natni og hlýju. Ég vil einnig þakka frábært viðmót þeirra við mig undanfarnar vikur. Far í friði, amma mín. í huga mínum geymist mynd af yndislegri og örlátri konu sem gaf mér svo mikið. Anna Freyja. + Faðir okkar, EINAR STEFÁNSSON frá Bjólu, andaðist á dvalarheimilinu Lundi 26. janúar. Börnin. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, GEIRS GESTSSONAR, Hringbraut 5, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyflæknisdeildar St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Bjarni Hafsteinn Geirsson, Svavar Geirsson. MIKAEL EINARSSON + Mikael Einars- son fæddist í Sandgerðisbót Glerárþorpi 2. sept- ember 1914. Hann lést 19. janúar síð- astliðinn á hjúkrun- arheimilinu Hlið á Akureyri. Foreldr- ar hans voru Guð- björg Guðmunds- dóttir og Einar M. Sigurjónsson. Bróð- ir hans er Guð- mundur Einarsson bóndi að Veðramóti í Skagafirði. Mikael kvæntist eftirlifandi konu sinni Þórlaugu Björnsdóttur 21. jan- úar 1955. Þau áttu saman tvær dætur. 1) Guð- björgu Stellu, hún er gift Roland Möll- er, á eina dóttur og fósturson. 2) Aðal- heiði Ingu, hún er gpft Trausta Jó- hannssyni, þau eiga 4 börn. Stjúpdóttir Mikaels er Hjördís Briem, hún er gift Gunnlaugi Briem og eiga þau 4 börn. Barnabörnin eru 10 og barnabarna- börnin eru 17. Utförin fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 29. janúar og hefst athöfnin klukkan 14. ELSKU afi minn, þú hefur fengið hvíldina. Minningarnar um þig mun ég geyma í hjarta mínu, því þú varst mér svo kær. Þegar ég var yngri, lagði ég oft leið mína til afa og ömmu. Eftir að ég fór suður til Reykja- víkur var afí duglegur að hringja í mig. Mér fannst svo gott að ræða málin við afa, því hann var alltaf tilbúinn að hlusta og leiðbeina mér. Við ræddum oft um stjómmál og sjómennsku og varð afa þá oftast að orði: „Þetta er nú engin sjó- mennska í dag, eintóm lúxushótel." Afi átti alltaf sælgæti handa okkur krökkunum og var hann óspar á það. Hann var alltaf tilbúinn að fara upp í búð að sækja mjólk handa „kálfinum" sínum eins og hann kallaði mig stundum. Afi gekk mikið og fór á hverjum degi í langar gönguferðir, yfirleitt einn síns liðs. I þessum ferðum hitti hann marga og kom viða við til að heilsa upp á fólk og spjalla. Svo hætti hann alveg þessum göngu- ferðum eftir að hann fór að finna til í fætinum og þrekið minnkaði. Var hann ekki eins ánægður með lífið og tilveruna eftir það. Elsku afi minn, hafðu þökk fyrir allt. Hvíl þú í friði í faðmi foreldra þinna. Þinn nafni, Mikael Jóhann Traustason, Þýskalandi. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Rl'KHARÐ ÓTTAR ÞÓRARINSSON, írabakka 18, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Breiðholtskirkju miðvikudaginn 31. janúar kl. 13.30. Kristín Br. Kristmundsdóttir, Kristmundur Br. Ríkharðsson, Erna Sylvia Árnadóttir, Kristín Ósk Ríkharðsdóttir, Gunnar Þór Högnason, María Erla Rikharðsdóttir og barnabörn. + Elskuleg eiginkona mín og systir okkar, GUÐLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, áður Austurgötu 21, Keflavfk, er látin. Útför hennar fór fram frá Grindavíkurkirkju 26. janúar sl. Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurnesja og hjúkrun- arheimilisins Víðihlíðar fyrir kærleiksríka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Marteinn Helgason og systur hinnar látnu. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRBJÖRN AUSTFJÖRÐ JÓNSSON, Marfubakka 12, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. janúar. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 30. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands. Guðmunda Árnadóttir, Birgir Þórbjarnarson, Guðrún Garðarsdóttir, Guðrún Þórbjarnardóttir, Sigurður Óli Sigurðsson, Asdís Þórbjarnardóttir, Guðbrandur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.