Morgunblaðið - 28.01.1996, Side 12
12 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Samskipti Rússlands og Vesturlanda
Reuter
NÁMAMENN víðs vegar að úr Rússlandi fordæma efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og berja hjálmum sínum í jörðina. Margir þeirra
hafa ekki fengið greidd laun í sex mánuði.
Rússneskir umbótasinn-
ar hafa verið gerðir út-
lægir úr Kreml og
óvissa ríkir um fram-
hald þeirrar stefnu sem
fylgt hefur verið á und-
anförnum árum. Ásgeir
Sverrisson fjallar um
framgöngu Borís Jelts-
íns forseta og setur
fram þá skoðun að aft-
urhvarf til viðtekinna
gilda og viðmiða feli í
sér að þátttaskil séu í
vændum í Rússlandi og
í samskiptum austurs
og vesturs.
ÞAÐ afturhvarf til stjórnarhátta
sovéttímans, sem einkennt
hefur alla framgöngu Borís
Jeltsíns Rússlandsforseta í
embætti frá áramótum, kemur ekki
einvörðungu til af styrkari stöðu
þjóðernissinna og kommúnista eftir
kosningamar í desember. Það end-
urspeglar einnig vilja Rússa til end-
urreisnar og vísar til þess sögulega
tilkalls sem þeir eiga til að geta
talist stórveldi. Jeltsín forseti horfir
vafalaust til kosninganna í júní og
þær skýra brotthvarf umbótasinna
úr stjórn hans og miskunnarleysið
gegn skæruliðum Tsjetsjena í Da-
gestan á dögunum. En þegar til
lengri tíma er litið má ætla að auk-
ið sjálfstraust með tilvísun til sögu
Rússlands muni setja svip sinn á
alla framgöngu stjórnvalda eystra
og samskiptin við Vesturlönd. Skipt-
ANDREI Kozyrev, sem naut vinsælda og virðing-
ar í vestri, sagði af sér embætti utanríkisráð-
herra eftir þingkosningarnar í desember. Þótt
opinbera skýringin væri sú að hann hefði ákveð-
ið að segja af sér ráðherradómi til að öðlast
rétt til þingsetu fyrir Múrmansk var löngu vitað
að honum yrði fórnað til að friða kommúnista
og þjóðernissinna.
ANATOLÍJ Tsjúbaís var fyrr í mánuðinum vikið
úr embætti ráðherra einkavæðingar. Tsjúbaís
naut mikillar virðingar á Vesturlöndum og hann
er talinn vera maðurinn sem afrekaði að gjör-
breyta hinu miðstýrða efnahagskerfi Rússlands.
Tsjúbaís tók við ráðherraembætti í nóvember
1991 og hafði umsjón með umfangsmestu einka-
væðingu sögunnar.
ir þá engu hvort Jeltsín verður
áfram við völd eftir forsetakosning-
arnar í júní. Nýir tímar í samskipt-
um austurs og vesturs fara senn í
hönd og telja má víst að sveigjan-
leiki sá og eftirgjöf sem Rússar
hafa sýnt í samskiptum við Vestur-
lönd á undanfömum árum heyri
brátt sögunni til.
Þessi þróun þarf ekki að koma á
óvart og hún er engan veginn ávís-
un á að horfið verði á ný til miðstýr-
ingar, útþenslustefnu, mannhaturs
og kúgunar sovétkommúnismans.
Hún þýðir ekki heldur að nýtt kalt
stríð við Vesturlönd sé í uppsigl-
ingu. Hún markar miklu frekar
endalok „óvenjulegs" tímaskeiðs í
rússneskri sögu, sem rann upp er
kommúnisminn var í andarslitrun-
um við lok síðasta áratugar. Á
næsta leiti er afturhvarf til hins við-
tekna;Rússar líta á sig sem evró-
asískt stórveldi, sem á sér einstaka
sögu og arfleifð. Og þar sem ríkið
getur augljóslega ekki talist efna-
hagslegt risaveldi má gera ráð fyrir
að aukin áhersla verði lögð á sér-
stöðu og hlutverk heraflans, ekki
síst kjarnorkuheraflans. Ákveðin
andstaða eða öllu heldur mótvægi
við Vesturlönd og Atlantshafs-
bandalagið (NATO) mun, sam-
kvæmt þessari röksemdafærslu,
reynast forsenda þess að Rússar
geti á ný skilgreint sig sem stór-
veldi.
Titringur á Vesturlöndum
Mannabreytingar innan Kreml-
armúra frá því að kommúnistar
unnu sigur í þingkosningunum í
desember hafa valdið nokkrum titr-
ingi á Vesturlöndum. Sýnt þótti
raunar að Jeltsín Rússlandsforseti
þyrfti að koma til móts við andstæð-
inga sína en atburðarásin hefur ver-
ið hraðari en menn óraði fyrir. „Um-
bótasinnunum" svonefndu, mönn-
unum sem vildu færa Rússland til
vesturs í átt að vestrænu gildismati
og vestrænu hagkerfi, hefur verið
sparkað út fyrir Kremlarmúra. í
þeirra stað eru komnir kommúnistar
frá sovéttímanum sem eiga fátt eitt
sameiginlegt með forverum sínum.
Ekki fer á milli mála að hér eru
raunverulegar breytingar á ferðinni
þótt margir kunni að velta því fyrir
sér að þær skipti litlu máli þar sem
öll völd séu hvort eð er í hendi for-
setans. ímynd og innihald getur
farið saman. Og nú er svo komið
að stjórn Jeltsíns líkist með degi
hveijum meira stjórn sovét-komm-
únista. Hið sama gildir um ummæli
þau sem ráðamenn láta frá sér fara.
Segja má að dag hvern hafi að
undanförnu borist tíðindi frá
Moskvu sem fela í sér aukin áhrif
afturhvarfsaflanna. Þann 8. þessa
mánaðar var frá því skýrt að Jevg-
eníj Prímakov, þrautreyndur njósn-
ari sem reis til metorða innan leyni-
þjónustunnar KGB, hefði leyst af
hólmi Andrei Kozyrev utanríkisráð-
herra, sem gegnt hafði þessu emb-
ætti frá 1990 og var sérlega vel
látinn á Vesturlöndum. Fyrstu um-
mælin sem höfð voru eftir Prímakov
voru á þann veg að Rússar hygðust
haga framgöngu sinni sem „stór-
veldi“ sæmdi og gæta hagsmuna
sinna, einkum gagnvart Vesturlönd-
um, af meiri elju en áður.
Nokkrum dögum síðar barst sú
frétt að Anatolíj Tsjúbaís, ráðherra
einkavæðingar, hefði verið gert að
taka pokann sinn. Þar með var síð-
asti umbótasinninn, maður sem
margir á Vesturlöndum telja að
hafi unnið einstakt starf, horfinn
úr stjórn Borís Jeltsíns. í stað hans
kom fulltrúi gamla þungaiðnaðar-
ins, fyrrum yfirmaður AvtoVaz,
stærstu bifreiðaverksmiðju Rúss-
lands sem m.a. framleiðir Lada-bíla.
Aftur var skýrt frá hrókeringum
innan Kremlarmúra. Nú hafði ann-
álað hörkutól Nikolaj Jegorov, sem
stýrði herförinni blóðugu í
Tsjetsjníju undir árslok 1994 og var
rekinn fyrir bragðið, verið ráðinn
skrifstofustjóri Jeltsíns. Líkt og í
Bandaríkjunum er þetta mjög áhrif-
amikið embætti og felur i sér stöð-
ugt samneyti og ráðgjöf við forset-
ann.
Loks liggur nú fyrir að forsetar
beggja þingdeilda, Dúmunnar og
Sambandsráðsins, koma úr röðum
kommúnista.
Nokkuð ljóst má vera að hér er
að einhveiju marki um pólitíska fim-
leika að ræða af hálfu Jeltsíns.
Ummæli hans gefa til kynna að
hann hyggist sækjast eftir endur-
kjöri í forsetakosningunum í júní
þrátt fyrir heilsubrest og mjög tak-
markaðar vinsældir. Jeltsín er ann-
álaður baráttumaður en hann gerir
sér jafnframt ljóst að hann þarf að
skilja sig frá þeim gífurlega óvin-
sælu stefnumálum sem einkennt
hafa alla stjórn hans. Samkvæmni
er að sönnu ekki að fínna í þessu
efni en spyija má hvort hún eigi
frekar að einkenna rússnesk stjórn-
mál en þau sem viðtekin eru á Vest-
urlöndum.
Blóðbað í Tsjetsjnyu
Þetta afturhvarf, sem hér hefur
verið gert að umtalsefni, kom einnig
berlega í ljós er rússneskum þunga-
vopnum var beitt til að jafna við
jörðu bæinn Pervomaískoye í Da-
gestan þar sem skæruliðar frá
Tsjetsjníju höfðu gísla í haldi. Eini
stjórnmálamaðurinn í Rússlandi sem
studdi þessa ákvörðun Jeltsíns af
heilum hug var þjóðernissinninn
Vladímír Zhírínovskíj, sem vildi
raunar að napalmi yrði beitt til að
uppræta tsjetsjensku aðskilnaðar-
sinnana.
Rússar eru klofnir í afstöðu sinni
til herfararinnar i Tsjetsniju sem
hófst fýrir 14 mánuðum. Sú skoðun
að leysa beri þessa deilu með samn-
ingum og að ekki sé réttlætanlegt
að úthella blóði ungra hermanna til
að tryggja að Tsjetsníja verði áfram
hluti af rússneska ríkinu, nýtur
verulegs stuðnings. Þeir eru einnig
margir sem fyrirlíta Tsjetsjena
(Rússar nefna þá gjarnan „negra“
og telja þá óheiðarlega og haldna
djúpstæðri glæpahneigð) og telja
valdbeitingu réttlætanlega til að
halda ríkinu saman.
Færa má rök fyrir því að þetta
sé einmitt kjami málsins og að það
algjöra miskunnarleysi sem ein-
kennt hefur aðgerðimar í Tsjetsjníju
og nú síðast í Pervomaískoye sé
ávísun á það tímabil afturhvarfs sem
upp er að renna í Rússlandi.
I Rússlandi er djúp hefð fyrir því
að hagsmunir ríkisins séu teknir
fram yfir hagsmuni einstaklinga.
Þessi heimspeki skaut rótum eystra
löngu áður en kommúnistar rændu
þar völdum 1917. Þeir Míkhaíl S.
Gorbatsjov, síðasti sovétleiðtoginn,
Borís Jeltsíns og nánustu undirtyllur
þeirra eru mennirnir sem freistuðu