Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 11
færsla grunnskólans frá ríki til
sveitarfélaga. Undirbúningur þess
hefur leitt til þess að sveitarstjórn-
armenn hafa farið að tala meira
saman og í sumum sveitum telur
fólk að það verði flókið og erfitt
að takast á við þetta verkefni í
hefðbundnu samstarfí sjálfstæðra
sveitarfélaga. Mörgum finnst þungt
í vöfum að taka ákvarðanir vegna
verkefna sem sveitarfélögin vinna
nú þegar að, þar sem málin þurfa
að fara til afgreiðslu í mörgum
sveitarstjórnum.
Þriðja atriðið og það sem flestir
nefna er sameining sveitarfélaga á
norðanverðum Vestfjörðum sem nú
stendur yfir. Eindreginn stuðningur
sveitarstjórnarmanna og íbúa við
sameiningu hefur vakið eftirtekt og
greinilega smitað út frá sér. Þórður
Skúlason, framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, segir
að áhuginn hafi víða verið fyrir
hendi en telur að sameiningin fyrir
vestan hafi ýtt við mönnum.
Tekwr ef langan tima
Þó víða sé rætt um sameiningu
og hún leiði væntanlega til samruna
sveitarfélaga hér og þar um landið
virðist ljóst að raunveruleg endur-
skipulagning á hreppaskipan lands-
ins er ekki á döfinni. Það vekur at-
hygli að sums staðar em nokkrir
þéttbýliskjamar að sameinast í eitt
sveitarfélag með nokkur þúsund
íbúa, jafnvel þar sem yfir fjallvegi
er að fara, eins og á Vestfjörðum
og hugmyndir eru um á Austfjörð-
um, en á sama tíma geta sveitarfé-
lög með allt niður í 50 íbúa ákveðið
að starfa áfram. Þessi ólíku sveit-
arfélög eiga síðan að starfa hlið við
hlið að sömu verkefnum. Hér hlýtur
að vanta stefnumótun.
Valgarður Hilmarsson á Fremsta-
gili, formaður héraðsnefndar Aust-
ur-Húnavatnssýslu, segir að samein-
ing tveggja eða þriggja hreppa skipti
engu máli, víðtæka sameiningu þurfí
ef hún eigi að ná tilgangi sínum.
Ólafur Ragnarsson á Djúpavogi
telur að sameining á fijálsum grund-
velli taki of langan tíma og sveitarfé-
lögin tapi of mörgum tækifærum á
meðan beðið er eftir þróuninni. Seg-
ist hann ekki sjá að samstaða takist
um þetta verk enda geti einn og
einn maður komið í veg fyrir samein-
ingu sveitarfélaga sem eigi saman.
Telur hann nauðsynlegt að lögfesta
lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga og
vill miða við 2.000 íbúa.
Lýkur ekki nema med
lögþvingun
„Löggjafarvaldið hefur ekki vilj-
að taka af skarið um það að efna
til heildarendurskipuiagningar
sveitarstjórnarkerfisins þegar á
hefur reynt og svo virðist vera sem
töluverður hluti þingmanna taki
mjög mikið mið af skoðunum og
viðhorfum sveitarstjórnarmanna til
sameiningar. Valdið hefur í raun
legið hjá sveitarfélögunum þar sem
andstaðan hefur verið mikil, eins
og sést á niðurstöðu sameiningar-
kosninganna 1993,“ segir Grétar
Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðing-
ur sem vinnur að doktorsritgerð við
háskólann í Gautaborg um samein-
ingu sveitarfélaga á Isiandi, þegar
hann er spurður að því hvað valdi
því að ekki hefur gengið betur að
sameina sveitarfélög.
Grétar Þór segir að svo virðist
sem í raun hafi aldrei komið til
greina að beita lögþvingun til að
sameina sveitarfélögin. „Miðað við
þá miklu andstöðu sem víða virðist
vera við sameiningu er fremur fátt
sem bendir til þess að málinu ljúki
með fijálsum samningum sveitarfé-
laganna. Ekki er þar með sagt að
ekki geti átt sér stað sameining hér
og þar. En ef á að klára þetta
dæmi og endurskipuleggja allt
sveitarstjórnarstigið er mjög fátt
sem bendir til að það takist án lög-
þvingunar," segir Grétar Þór.
Útilokar valdboö
Núverandi stjórnvöld sveitar-
stjórnarmála útiloka lögþvingunar-
leiðina. Páll Pétursson félagsmála-
ráðherra segir að ef meirihluti íbúa
sveitarfélaga sjái sér hag í að sam-
einast og leiti að fyrra bragði til
ráðuneytisins muni það aðstoða við
íslandshandbókin/SS
FRÁ Sauóórkróki, Tindastóli i baksýn. Veróur Krókurinn höfuóstaóur sameinaós sveitarfélags?
SKAGFIRDINOAR
VIUA SAMEININGU
pPPHAFIÐ að vinnu við sameiningu að minnsta kosti
sjö sveitarfélaga í Skagafirði má rekja til þess að
nokkrir sveitarstjómarmenn úr þeim sex sveitarfélögum
sem samþykktu sameiningu alls Skagafjarðar í kosningun-
um árið 1993 hittust á fundi í desember. Þeir höfðu reynd-
ar átt óformlegar samræður fyrir ári. Fulltrúar Fljóta-
hrepps mættu einnig á fundinn þó þar hafi sameiningin
verið felld. Að sögn Snorra Bjöms Sigurðssonar, bæjar-
stjóra á Sauðárkróki, varð það niðurstaðan að skoða vel
sameiningu þessara sveitarfélaga. Aliar sveitarstjómimar
hafa nú samþykkt að hefja formlegar viðræður um samein-
ingu og er vinna við undirbúning þeirra að hefjast.
Sveitarfélögin sem taka þátt í viðræðunum eru Sauðár-
króksbær, Skefilsstaðahreppur, Staðarhreppur, Viðvíkur-
hreppur, Hólahreppur, Hofshreppur (Hofsós) og Fljóta-
hreppur. Hreppsnefnd Seyluhrepps, þar sem Varmahlíð
er aðal þéttbýliskjarninn, hefur óskað eftir þátttöku. Öðr-
um hreppum héraðsins hefur verið boðin þátttaka en
ekki er vitað um afstöðu þeirra. Ef ákveðið verður að
sameina umrædda átta hreppa mun nýja sveitarfélagið
mynda landfræðilega heild úr Fljótum, út á Skaga og upp
á Vatnsskarð, nema hvað Skarðshreppur sem umlykur
Sauðárkrók og Rípuhreppur í Hegranesi lenda á milli.
Tveir landfræðilega stórir hreppar í framhéraðinu, Akra-
hreppur (Blönduhlíðin) og Lýtingsstaðahreppur, yrðu einn-
ig utan nýja sveitarfélagsins.
Undirbúningur vandaóur
Snorri Björn segir ákveðið að vanda undirbúning sam-
einingar fremur en að flýta henni. Menn telji meiri líkur
á að árangur náist með því móti. Stefnt er að því að þetta
ár verði notað í málefnavinnu og er lögð áhersla á að
koma jafnt jákvæðum sem neikvæðum hliðum sameining-
ar strax upp á borðið. Síðan er stefnt að kosningum um
sameiningu á næsta ári. Ef íbúarnir samþykkja verður
kosið til sveitarstjórnar nýs sveitarfélags í almennum sveit-
arstjórnarkosningum árið 1998.
Snorri Björn segist hafa verið fylgjandi sameiningu
alls Skagafjarðar í eitt sveitarfélag en það gerist ekki
nema með vilja íbúanna. Hann telur meiri líkur á að af
skagfirsku sameiningunni verði en þegar reynt var 1993.
Ýmsar forsendur hafi breyst. í fyrsta lagi nefnir hann
það til sögunnar að mönnum hafí fundist að valdboði
væri beitt of mikið í stóru sameiningartilrauninni og hrokk-
ið í baklás þess vegna. Þá hafí atvinnumálunum hrakað
mikið á þeim stutta tíma sem síðan er liðinn og menn
sjái hlutina þess vegna í eitthvað öðru ljósi. „Ég trúi því
að fólk sjái það núna að betra er að spyma við fótum
gegn þessari öfugþróun þegar starfað er í einni heild,“
segir Snorri Björn.
Viljum fylgjast meó
„Við viljum fá að fylgjast með og taka þátt í þessum
viðræðum," segir Sigurður Haraldsson í Grófargili, odd-
viti Seyluhrepps. Sigurður segir að hreppsnefndin hafí
beitt sér fyrir umræðum um sameiningu hreppanna í fram-
héraðinu, þ.e.a.s. Seyluhrepps, Lýtingsstaðahrepps og
Akrahrepps, enda hafi þessi sveitarfélög mikla samvinnu,
meðal annars í skólamálum. Hins vegar hafí ekki fengist
undirtektir í hinum hreppunum.
Sameiningin var felld í Seyluhreppi árið 1993 með
miklum mun. Sigurður vill ekkert fullyrða um það hvort
vilji íbúanna hafi breyst en segir mikilvægt að skoða all-
ar hliðar mála. Því vilji hann fylgjast með þeim viðræðum
sem nú eru að hefjast.
Íslandshandbókin/JKS
NESKAUPSTAÐUR er f jölmennasfi staóurinn af þeim þremur bæjum og kauptúnum sem
hugmyndir eru um aó sameina ú Austf jörówm.
EIMSKIPSMÁLIÐ SITUR
í REYÐFIRÐINGUM
ÆJARSTJÓRN Neskaupstaðar hefur samþykkt
ályktun þar sem hvatt er til viðræðna urti stór-
aukna samvinnu og hugsanlega sameiningu Neskaup-
staðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Lagt er til að hvert
sveitarfélag tilnefni þijá menn í nefnd til að fjalla um
þessi mál og að nefndin hefji störf í febrúar. Guðmund-
ur Bjarnason, bæjarstjóri í Neskaupstað, segir að þessi
þrjú sveitarfélög hafi með sér töluverða samvinnu. Telur
hann raunhæft að vinna að sameiningu með það að
markmiði að kosið verði til nýrrar bæjarstjórnar í sveitar-
stjórnarkosningunum eftir tvö ár. Nýja sveitarfélagið
yrði með tæplega 3.500 íbúa.
Hann segir að sveitarfélögin vinni nú sameiginlega
að svæðisbundinni byggðaáætlun þar sem opinber þjón-
usta er skipulögð. Við þá vinnu hafi þessi mál verið rædd
í víðu samhengi. Hins vegar segir Guðmundur að kveikj-
an að umræddri ályktun bæjarstjórnar Neskaupstaðar
sé stanslaus fólksfækkun og erfiðleikar á landsbyggðinni.
Undanfarin ár hefur íbúum í Neskaupstað og Reyðar-
firði fækkað verulega, eða þar til á síðasta ári að þróun-
in stöðvaðist. Aftur á móti varð veruleg fækkun á Eski-
firði á síðasta ári, en þar hafði ríkt stöðugleiki í nokkur ár.
Hugmyndir um hafnasamlag
Arngrímur Blöndahl, bæjarstjóri á Eskifirði, segir að
sér lítist ágætlega á að hefja viðræður um sameiningu
við Neskaupstað og Reyðarfjörð. Segir hann ákveðið að
Eskfirðingar fari í þessar viðræður. „Við teljum ástæðu
til að skoða þessi mál með opnum huga. Byggðin verður
öflugri í stærri einingum," segir hann.
Hafnarstjórn Eskifjarðar samþykkti í vikunni jákvæða
afstöðu til stofnunar hafnasamlags með Neskaupstað
og Reyðarfirði. Yrði þá sameiginleg stjórn og rekstur á
höfununum.
Mikil átök urðu milli þessara þriggja sveitarfélaga
þegar Eimskip ákvað viðkomuhöfn vegna beinna siglinga
frá Austurlandi til Evrópu. Allar sveitarstjórnirnar vildu
fá þetta til sín. Neskaupstaður datt fyrst út vegna þess
að þar er varla aðstaða fyrir Eimskip. Eskifjörður varð
síðan fyrir valinu og fór Reykjafoss þaðan í fyrsta skipti
síðastliðinn fimmtudag.
Þessi ákvörðun situr mjög í Reyðfírðingum. Þar er
nýlega búið að byggja upp hafskipahöfn fyrir 150 milljón-
ir kr. og allar aðstæður fyrir hendi. Og þar hafa strand-
ferðaskip Eimskips viðkomu. Meginhluti framleiðslunnar
sem á að flytja kemur hins vegar frá SH-frystihúsunum
í Neskaupstað og á Eskifírði og er talið að Norðfirðing-
ar hafi lagst á sveifina með Eskfirðingum í samskiptum
við Eimskip. Af samtölum við sveitarstjórnarmenn á
Reyðarfirði að ráða getur þetta mál spillt fyrir þátttöku
Reyðarfjarðar í samstarfi og sameiningu. Þeir telja að
öflugir aðilar á hinum stöðunum hafi þvingað Eimskip
til að hverfa frá því að nýta bestu aðstöðuna með óeðli-
legum aðferðum.
Þorvaldur Aðalsteinsson, oddviti Reyðarfjarðarhrepps,
segir að óskað hafi verið eftir viðræðum við Eskfirðinga
þegar Eimskipsmálið var í gangi en þeir hafi ekki svar-
að. Á sama tíma og Norðfirðingar og Eskfirðingar hafi
verið að hugsa um samstarf og jafnvel sameiningu hafi
þeir ekki getað unnt Reyðfirðingum þess að nýta 150
milljóna króna fjárfestingu. Nú þyrfti hins vegar að fara
út í verulega fjárfestingu við Eskifjarðarhöfn vegna sigl-
inga Eimskips.
Hreppsnefndin á Reyðarfirði hefur ekki tekið afstöðu
til tillögu Norðfirðinga. ísak Ólafsson, sveitarstjóri á
Reyðarfirði, lýsir þeirri almennu skoðun sinni að samein-
ing sé af hinu góða og því stærri sem hún sé þeini
mun betri. Telur hann sameiningu tveggja staða ekki
næga, allir þurfi að vera með þannig að einingin verði
hagkvæm.
framkvæmdina eins og mögulegt
sé. „Ég er hins vegar alfarið á
móti því að sameina með valdboði.
Ég tel að það hafi ekkert annað
en illt upp á sig og hefni sín síðar
að hafa samfélagið sundurtætt,“
segir Páll. Hánn segir að það verði
að lofa fólki að hugsa sig um og
ákveða þetta sjálft, ekki megi reyna
að kúga það eða kaupa til samein-
ingar. Páll tekur þó fram að ráðu-
neytið muni vinna að sameiningu
sveitarfélaga við önnur þegar þau
hafa færri en 50 íbúa nokkur ár í
röð, eins og kveðið er á um í lögum.
Aðspurður tekur Páll fram að
hann muni alls ekki beita sér fyrir
endurskipulagningu sveitarfélag-
anna með átaki eins og Jóhanna
Sigurðardóttir stóð fyrir 1993. „Ég
mun alls ekki beita sömu aðferðum
og Jóhanna í þessu máli og reyni
heldur að forðast hennar aðfarir í
mörgum málum. Enda bar það ekki
verulegan árangur og ég held að
hún hafi beinlínis komið í veg fyrir
hugsanlega sameiningu í einhveij-
um tilfellum með því að setja upp
þá pressu sem hún gerði.“
Félagsmálaráðherra tekur ekki
undir sjónarmið um að stefnuleysi
ríki í málinu þegar nokkuð fjölmenn
sveitarfélög sameinast á meðan
sum þau minnstu vilja það ekki.
„Það er meginatriðið að hægt sé
að leysa verkefnin með viðunandi
hætti. Það geta nokkur lítil sveitar-
félög gert með samkomulagi ef þau
vilja, án þess að sameinast. Ekki
er algilt að málin séu auðleystari
þótt þau sameinist. Þetta getur til
dæmis átt við um skólamálin. En
slík samvinna útheimtir auðvitað
ákveðinn félagsþroska," segir Páll.
Mótsagnir i afstöóunni
í könnun sem Grétar Þór Eyþórs-
son gerði á viðhorfum sveitarstjóm-
annanna til sameiningar á árinu
1994 kom það fram, sem ekki ætti
að koma á óvart, að sveitarstjórnar-
menn í dreifbýlissveitarfélögum vilja
síður sameiningu en félagar þeirra
í stærri sveitarfélögum. Er þá miðað
við hreppa með 250 ibúa eða færri.
Afstaða þeirra ræðst af lýðræðinu.
Ekki síst má greina vissan ótta við
að stóru sveitarfélögin gleypi þau
smærri og íbúar þeirra síðarnefndu
hafí lítið að segja í nýju sveitarfélagi.
Það vekur hins vegar athygli að
greina má vemlega mótsögn í af-
stöðu sveitarstjórnarmanna. Fulltrú-
ar minni sveitarfélaganna eru vissu-
lega mun hallari undir rökin á móti
sameiningu en ekki ber svo mikið á
milli þegar rökin fyrir sameiningu
eru borin undir þessa tvo hópa.
Hreppsnefndarmennirnir geta oft
tekið undir þau rök sem sameining-
arsinnar færa fyrir sameiningu, til
dæmis um hagkvæmari rekstur,
heildstæðari þjónustusvæði, að stór
og sterk sveitarfélög geti dregið úr
fólksflótta af landsbyggðinni og að
lítil sveitarfélög valdi ekki lögboðn-
um verkefnum.
Grétar veltir því fyrir sér hvað
valdi andstöðu hreppsnefndarmanna
við sameiningu, fyrst þeir eru sam-
mála rökunum fyrir sameiningu.
Spyr hvort eitthvað annað ráði af-
stöðu þeirra. Segist hann ekki geta
svarað þessu út frá könnun sinni
og vill heldur ekki fara mikið út í
það hvort afstaða í smáhreppunum
til sameiningar sé vegna persónu-
legra hagsmuna, það er hvort hún
stýrist til dæmis af því að menn
vilji ekki missa völd sín og áhrif eins
og stundum hefur verið haldið fram.
í sameiningarkosningunum 1993
var að mestu farið fram hjá sveitar-
stjórnarmönnunum og tillögurnar
lagðar beint fyrir íbúana, þó heilu
hreppsnefndirnar væru á móti sam-
einingu. Flestar sameiningartillög-
urnar voru felldar. Grétar segir erf-
itt að sanna orsakasambandið, hvort
skoðanir hreppsnefndarmanna end-
urspegli vilja íbúanna eða hvort fólk-
ið í hreppunum hallist að málflutn-
ingi og afstöðu forystumanna sinna.
Hann ségir vitað að áhrif forystu-
manna í smærri sveitarfélögum séu
mikil og segir að það sé tilfinning
margra þeirra sem unnu að samein-
ingartilrauninni 1993 að afstaða
þeirra hafi víða ráðið úrslitum um
niðurstöðuna.