Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MORGUNBLA.ÐIÐ Víða eiqa sér stað þreifingar eða viðræður um samein- ingu sveitarfélaga. Jókvæðir straumar fró sameiningu sveitarfélaga ó norðanverðum Vestfjörðum hafa leikið um sveitarstiórnarmenn um allt land. Þó virðast erfiðleikar í atvinnumólum og fólksflótti úr sveitum hafa minnkað andstöðuna. í grein Helga Bjqmasonar kemur fram sú skoðun að stefnuleysi ríki í þessum mólum og að hægt sé að finna mótsagnir í gfstöðu sveitarstjórnarmanna. 'Ólafsfjörðup 3 Borgarfjotður laströnd Akureyri igilsstaðir/* REYKJAVÍf Sföðvarfjörðt Hveragerði Djúpívogur »HeIa/~r röISVöllur hreppuu EFTIR misheppnaða tilraun til að endurskipuleggja sveit- arstjómarstigið með sam- einingarkosningunum 1993 hefur umræðan legið í láginni. Nú er ákveðin gerjun komin í gang að nýju og virðist sameiningin á norðan- verðum Vestfjörðum hafa smitað út frá sér, auk þess sem versnandi at- vinnuástand og fólksfækkun virðist hafa haft áhrif á afstöðu fólks. Sveitarstjómarmenn um allt land eru að hugsa um kosti og galla sam- einingar og sums staðár hefur það leitt til formlegra eða óformlegra viðræðna. Allir tala um að fara ró- lega í sameiningarmálin og benda á kosningamar frá 1993 sem vítið sem beri að varast. Sumir segja reyndar að átakið þá hafí komið sameining- unni vel inn í umræðuna en aðrir segja að aðfarimar hafi tafið þróun- ina í mörg ár. Allt fmmkvæðið að þeim samein- ingartilraunum sem nú standa yfir kemur frá sveitarstjómarmönnum á viðkomandi svæði enda er það yfír- lýst afstaða ráðherra sveitarstjórnar- mála að hafa ekki um þetta forystu. Opinber stefna um það hvernig sveit- arstjórnarstigið eigi að vera skipu- lagt virðist því ekki skýr - nema hún felist í því að ríkjandi ástand sé harla gott og ekki eigi að stefna að breyt- ingum. Allavega er ljóst að ný tilraun að frumkvæði ríkisins til heildarend- urskipulagningar er ekki á döfínni. Viótaekast og rótteekast Stærsta svæðið sem nú er verið að vinna að sameiningu á er í Skagafirði þar sem sjö sveitarfélög, þar á meðal Sauðárkrókur og Hofs- ós, hafa ákveðið að hefja vinnu við sameiningu og að minnsta kosti eitt til viðbótar er að bætast í þann hóp. Full alvara virðist vera í þeirri vinnu, eins og fram kem- ur í sérstakri frétt hér á opnunni. Róttækasta hugmyndin sem nú er verið að ræða er hins vegar sam- eining þriggja bæja á Austurlandi, Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Norðfírðingar hafa haft frumkvséðið að viðræðum og undirtektir eru góðar á Eskifirði. Ekki er vitað um afstöðu Reyðfírð- inga, að öðru leyti en því að það situr í þeim að hafa orðið undir í baráttunni við Eskfirðinga um við- komuhöfn Eimskips vegna Evrópu- siglinga. Hugsanlegt er að þær deilur geti spillt fyrir þeirra þátt- töku. Ósammála wm kosti' Innan héraðsnefndar Eyjafjarðar hafa verið umræður um sameiningu sveitarfélaga. Birgir Þórðarson á Öngulsstöðum II, formaður héraðs- nefndar, .segir að ástæða hafi þótt til að vekja málið upp aftur, án þess að menn væru með ákveðnar sameiningarhugmyndir í huga. I skoðanakönnun sem gerð var meðal sveitarstjórnarmanna á svæðinu kom fram að tæplega 90% þeirra sem svöruðu vildu fækka sveitarfélögunum en aðeins 7% voru á móti breytingum og tæplega 75% töldu æskilegt að þeirra eigin sveit- arfélag sameinaðist öðrum en að- eins 14% vildu það ekki. Þarna kem- ur fram greinilegur vilji til samein- ingar en hins vegar eru menn ósam- mála um það hve víðtæk sameining- in eigi að vera. Meira en fjórðungur þeirra sem svöruðu vildu hafa Eyja- fjörð eitt sveitarfélag, nálega fimmtungur vildi 2-3 sveitarfélög en flestir, eða 42%, vildu að sveitar- félögin yrðu 4-6. Einungis 5% vildu fleiri en sex sveitarfélög en nú eru fjórtán sveitarfélög við Eyjafjörð. Þess ber að geta að svörun í könn- uninni var léleg, eða rétt rúmlega 50% og ber því að taka niðurstöðun- um með fyrirvara. Það eina áþreifanlega sem er að gerast í sameiningarmálum á Eyja- fjarðarsvæðinu eru fyrirhugaðar viðræður Óiafsfjarðarbæjar, Dal- víkurbæjar, Svarfaðar- dalshrepps, Árskógs- hrepps og Hríseyjar- hrepps um möguleika á aukinni samvinnu. Rögn- valdur Skíði Friðbjöms- son, bæjarstjóri á Dalvík, segir að þó verkefnið sé að fara yfir sam- starfsverkefni sveitarfélaganna og athuga möguleikana á að auka þau sé hugsanlegt að einhver hluti þeirra vildi kanna sameiningu. í því sambandi mun einkum vera rætt um Dalvík, Svarfaðardal og Ár- skógsströnd. Rögnvaldur segir þó að menn séu sammála um að stíga þetta í skrefum og fyrst verði farið yfír samstarfsverkefnin, einkum víðtækari samvinnu vegna yfirtöku grunnskólans og uppbyggingar fé- lagsþjónustu. Um tíma var rætt um sameiningu þriggja eða fjögurra hreppa utan Akureyrar; en þar eru Glæsibæjar- hreppur, Óxnadalshreppur, Skriðu- hreppur og Arnarneshreppur. Sú hugmynd virðist ekki hafa fengið nægilegt fylgi sveitarstjórnar- manna. Halla sér i suóur Fallið hefur verið frá hugmynd- um um sameiningu Djúpavogs- hrepps og Breiðdalshrepps sem áhugi var á vegna yfirtöku Bú- landstinds hf. á Djúpavogi á frysti- húsinu á Breiðdalsvík. Ólafur Ragn- arsson, sveitarstjóri á Djúpavogi, segir að hreppsnefndin hafi einfald- lega komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri of takmörkuð sameining. Ibúar Djúpavogs myndu ekki hafa hag af henni, heldur þvert á móti þurfa að taka á sig auknar byrðar vegna skulda Breiðdalshrepps og krafna um jafna þjónustu sem myndi hafa í för með sér uppbygg- ingu margvíslegrar þjónustu sem ekki er fyrir hendi á Breiðdalsvík. Ákveðið hefur verið að fá þingmenn kjördæmisins og fulltrúa Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga til að ræða mál- ið., Ólafur segir að kannaðir hafí verið möguleikar á sameiningu fimm sveitarfélaga, frá Fáskrúðs- fírði til Djúpavogs, en þær hug- myndir hafí ekki hlotið hljómgrunn. Ólafur er mikill áhugamaður um sameiningu sveitarfélaga og lýsir þeirri skoðun sinni að fyrst samein- ing í austur gangi ekki telji hann fýsilegt að halla sér í suður, athuga sameiningu við Hornafjörð. Segir hann að samstarf hafi sífellt verið að aukast við Hornafjarðarbæ og þar sé ýmis þjónusta sem Djúpa- vogsbúar þurfí á að halda. Kosíó i forsetakosningum Útlit er fyrir að kosið verði um sameiningu sveitahreppa á að minnsta kosti tveimur stöðum sam- hliða forsetakosningunum í vor. Verkinu lýkur ekki án lög- þvingunar Annars vegar er um að ræða sam- einingu Grímsneshrepps og Laugar- dalshrepps en þéttbýlið við Laugar- vatn er í síðarnefnda hreppnum. Þessir tveir hreppar voru eitt sveit- arfélag þar til fyrir níutíu árum að Laugvetningar klufu sig út úr Grimsneshreppi. Böðvar Pálsson á Búrfelli, oddviti Grímsneshrepps, segir að ef sameining verði sam- þykkt sé stefnt að kosningum til nýrrar hreppsnefndar í haust og sameiningu um áramót. Liðlega 500 íbúar verða í sameinuðu sveitarfé- lagi. Sameining í uppsveitum Ár- nessýslu var felld í stóru sameining- arkosningunum en Böðvar telur að viðhorf fólks sé að breytast. Segist hann ekki vita skýringuna á því nema hvað fólk sjái sér hag í sam- einingu, þannig fái það betri og ódýrari þjónustu. Ibúar í Grafningshreppi og Þing- vallasveit eru komnir niður fyrir 50. Hugsanlegt er að þessir hreppar komi inn í sameininguna og er það mál til umræðu í hreppsnefndunum. Meiri líkur eru á að vilji sé til þess í Grafningi en í Þingvallasveit þó síðarnefnda hreppsfélagið hafí verið innan við lágmarksíbúafjölda í þijú ár og beri því að sameinast öðru sveitarfélagi samkvæmt lögum. Upphéraósmenn reeóa saman Sameining allra ellefu sveitarfé- laganna á Fljótsdalshéraði var felld alls staðar nema á Egilsstöðum árið 1993. Á fundi héraðsnefndar í desember var farið að ræða þenn- an möguleika á nýjan leik. Helgi Halldórsson, bæjarstjóri á Egils- stöðum, segir að farið hafi verið yfír þróunina frá síðustu kosningum og hvort frekar væri ___________ áhugi á sameiningu nú. Umræðan leiddi ekki til ákveðinnar niðurstöðu en ljóst er að sameiningar- hugmyndin á sér bæði ákafa fylgjendur í oddvitahópnum og ekki síður harða andstæðinga. Ljóst virðist því að ekki komi til kosninga um sameiningu alls Hér- aðsins í bráð. Helgi Halldórsson telur þó að afstaða manna hafí heldur breyst, menn séu jákvæðari fyrir sameiningu en áður. Unnið hefur verið að athugun á Sameiningin vestra smitar út f rá sér kostum og göllum sameiningar þriggja hreppa á upphéraði, Skrið- dalshrepps, Fljótsdalshrepps og Vallahrepps. Að sögn Margrétar Sigbjörnsdóttur á Hallormsstað, oddvita Vallahrepps, eru niðurstöð- ur athugunar á kostum og göllum sameiningar nú til umfjöllunar í hreppsnefndunum. Næsta skref er að kynna málið fyrir íbúunum og ef undirtektir verða góðar er stefnt að atkvæðagreiðslu samhliða for- setakosningunum í júní. Margrét vill sem minnst segja um niðurstöðu umræddrar athugunar, annað en að það virtist hagkvæmt að stækka sveitarfélögin. I nýja hreppnum yrðu 300-400 manns. Víða um land er geijun í samein- ingarmálunum en ekki er vitað til hvers hún leiðir. Oft er um að ræða þreifingar um takmarkaða samein- ingu, til dæmis tveggja eða þriggja sveitahreppa. Samkvæmt núver- andi lögum ber að sameina sveitar- félag öðru ef það hefur haft færri en 50 íbúa þijú ár í röð, nema að- stæður krefjist annars. Fjórir hreppar eru í þessari stöðu nú, Vindhælishreppur í Austur-Húna- vatnssýslu, Skógarstrandarhreppur á Snæfellsnesi, Þingvallasveit og Skefilsstaðahreppur í Skagafirði. Félagsmálaráðuneytið hefur óskað eftir tilnefningum viðkomandi hreppsnefnda og héraðsnefnda í nefnd til að gera tillögur um sam- einingu þessara hreppa við aðra. Vióhorf aó breytast Sveitarstjórnarmenn sem rætt er við telja flestir að andstaðan við sameiningu sveitarfélaga hafi minnkað frá því í sameiningarkosn- ingunum 1993 en þá var sameining víðast hvar felld og var mesta and- staðan í dreifbýlishrepp- um. Þrjú atriði eru eink- um nefnd sem skýring á breyttri afstöðu fólks. í fyrsta lagi hefur atvinnulífi hrakað mjög á landsbyggðinni, ekki síst í sveita- hreppum vegna erfiðleika landbún- aðarins og sums staðar hefur brost- ið á fólksflótti. Fleiri en áður telja að betri viðspyrna fáist í stærri og öflugri sveitarfélögum. Annað atriðið er yfirvofandi til-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.