Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 t MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR TENNIS / OPNA ASTRALSKA 1 KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Sigurtár KAROLJ Seles, faðir bandarísku tennisdrottingarinnar Monicu, táraðist þegar dóttir hans fór á kostum og tryggði sér sigur í úrslitaleik kvenna á opna-ástr- alska tennismótinu í Melbourne í gær — lagði þýsku stúlkuna Anke Huber 6-4,6-1 í 78 mín. leik. Þetta var fyrsti sigur henn- ar á stórmóti síðan hún fékk hnífstungu í bakið á móti í Ham- borg fyrir 28 mánuðum. Seles, sem er 22 ára, hefur fagnað sigri í öllum fjórum opnu mótunum í Ástralíu sem hún hefur tekið þátt í og þetta var hennar níundi sigur á stórmótunum í tennis. Seles, sem fékk 24,5 millj. ísl. kr. fyrir, þakkaði þjálfara sínum og einnig móður sinni, Esther, sig- urinn. Reutcr ESTHER og Karolj Seles. Kendall Gill var fyrrum félögum sínum erfiður Kendall Gill þakkaði fyrrum fé- lögum sínum fyrir komuna, með því að skora flest stig í einum leik í vetur, 30, fyrir New Jersey Nets gegn liðinu sem seldi hann fyrir viku, Charlotte Hornets — og lagði þar með grunninn að sigri Nets, 115:107. Armon Gilliam skoraði 22 og tók ellefu fráköst. P.J. Brown skoraði 18 stig fyrir New Jersey, sem hefur unnið allar þijár viðureignirnar við Charlotte í vetur. Glen Rice skoraði 34 stig fyrir gestina og Dell Curry 19. Gary Payton skoraði 24 stig, þar af sigurkörfuna þegar tíu sek. voru til leiksloka, fyrir Seattle Super- sonics gegn Utah Jazz 94:93. Hersey Hawkins skoraði 16 stig, Detlef Schrempf 15 og Shawn Kemp 10 og tók tólf fráköst fyrir heimamenn. Jeff Hornacek skoraði 27 stig og Karl Malone 23 fyrir Utah. Mookie Blaylock skoraði 21 stig og átti ellefu stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann sinn tíunda leik í röð — fórnarlömbin voru leik- menn Orlando Magic, 96:84. Shaqu- ille O’Neal skoraði 20 stig og tók tíu fráköst fyrir Orlando. Michael Jordan skoraði 25 stig þegar Chicago Bulls vann sinn fjór- tánda sigur í röð — lagði Miami Heat 102:80. Scottie Pippen og Toni Kukoc skoruðu sín hvor sautj- án stigin. Bulls hefur unnið alla heimaleiki sína — 21 — og nálgast liðsmetið, sem eru 28 leikir. Chuck Person skoraði tíu af 21 stigi sínu á síðustu sjö mín. og tók átján fráköst, persónulegt met, þeg- ar San Antonio Spurs vann Portland Trail Blazer 87:83. David Robinson skoraði 20 stig og tók 21 frákast. Cedric Ceballos skoraði 31 stig fyrir Los Angeles Lakers og Elden Campbell tók átján fráköst í sigur- leik, 100:88, gegn 76ers. Latrell Sprewell skoraði 26 stig fyrir Golden State Warriors gegn Sacramento Kings, 124:118. Mitch Richmond skoraði 36 stig fyrir Kings. Charles Barkley skoraði 20 stig og tók 15 fráköst þegar Phoenix Suns vann sinn tíunda sigur í röð — lagði Milwaukee Bucks, 107:97. NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Atlanta - Orlando.......... 96: 84 Boston - Indiana........... 90:107 New Jersey - Charlotte.....115:107 Philadelphia - LA Lakers... 88:100 Chicago - Miami............120: 80 Milwaukee - Phoenix........ 97:107 San Antonio - Portland..... 87: 83 Seattle-Utah............... 94: 93 Golden State - Sacramento... 124:118 AMERISKI FOTBOLTINN Ná kúrekar gullgröfurunum? Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandarikjunum STÆRST íþróttaviðburðurinn hér í landi þegar Pittsburgh Steelers mætir Dallas Cow- boys í hinum árlega Super Bowl leik, sem er úrslitaleikur NFL-deildarinnar í ameríska fótboltanum. Þessi lið hafa tvisvar áður mæst í úrslitum, Pittsburgh sigrað í bæði skipt- in, og þau bæði hafa tækifæri til að ná í sinn fimmta titil, en aðeins San Francisco 49ers (gullgrafararnir) hefur náð því marki. Liðin 30 í NFL keppa í tveimur deildum, sem voru sameinaðar fyrir 30 árum þegar eigendur elstu liðanna (NFC deild) sáum fram á að lið í nýrri deild (AFC deild) myndu fara í samkeppni við þá um áhorfendur og peninga. Síðan þá keppa liðin mest innan deilda, en öll lið leika einnig nokkra leiki gegn iiðum úr hinni deildinni. Flestir úrslitaleikirnir hafa verið ójafnir, 21 af 29 leikjum hefur lok- ið með tíu stiga mun eða meira. Þó voru báðir úrslitaleikirnir milli Pittsburgh og Dallas skemmtilegir. Pittsburgh vann báða leikina, 35:31 og 21:17. Að sjálfsögðu gera veðmangarar hér vestanhafs það gott þessa dag- ana. Meira er veðjað á þennan leik en nokkurn annan atburð á hverju ári. Hægt er að veðja á næstuin hvað sem er, t.d. hvort liðið muni skora fyrst, og hvort liðið skori meira í fjórða leikhluta. Dallas er talið vera 11 stigum betra af veð- möngurum í Las Vegas. Liðin Liðin sem leika til úrslita í ár eru sigurvegarar Landsdeildar (NFC), Dallas Cowboys, og sigur- vegarar Amerísku deildarinnar (AFC), Pittsburgh Steelers. Bæði þessi lið hafa unnið ljóra titla og stefna ótrauð að því að ná fimm titlum eins og San Francisco 49ers. Meistarar landsdeildar hafa unnið síðustu ellefu úrslitaleiki, en Pitts- burgh hefur aldrei tapað úrslita- leik. Því mun eitthvað gefa sig í leiknum á sunnudag. Dallas Cowboys Dallas leikur til úrslita í áttunda skipti, sem er þrisvar oftar en nokk- urt annað lið. Þar að auki hefur liðið komist oftast í úrslitakeppnina (23 skipti) og unnið flesta leiki í úrslitakeppni (30). Af þessu sést að hér er stórveldi á ferðinni. Flestir sérfræðingar og veð- mangarar búast við öruggum sigri Dallas í leiknum, einkum í ljósi gengis liða úr landsdeild í úrslitum síðustu ellefu árin og góðum ár- angri Cowboys undanfarin ár (Dall- as vann titilinn undir stjóm Jimmy Johnson 1993 og 1994). Þetta keppnistímabil hefur þó ekki verið Iiðinu auðvelt. Eftir þjálfaraskipti í fyrra kom tap í úrslitaleik lands- deildar gegn San Franciseo og óánægjuraddir áhangenda urðu háværar. Einkum beindust spjótin að hinum nýja þjálfara, Barry Switzer, sem aldrei áður hafði þjálfað atvinnumenn, en var góð- vinur eiganda liðsins. Margir töldu að þótt Switzer hefði gert það gott sem háskólaþjálfari, væri allt annar leikur að eiga við harðnaða at- vinnumenn sem byggjust við engu minna en meistaratitlinum. Þar að auki hafði Switzer ekki komið ná- lægt þjálfun í þrjú ár. Dallas byijaði keppnistímabilið, vel en átti afleitan nóvembermán- uð. Flestir bjuggust því við að San Francisco myndi vinna titilinn á ný (liðið tapaði svo óvænt í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni). Cowboys náði hinsvegar að rétta úr kútnum í síðustu leikjunum í deildarkeppninni og vann góð lið Philadelphia Eagles og Green Bay Packers örugglega í úrslitakeppn- inni. Leikmenn liðsins hafa undan- farið áréttað við fréttamenn og áhangendur liðsins, að ef Switzer hafi átt sök á tapinu gegn San Franeisco í fyrra eigi hann einnig hrós skilið fyrir að koma liðinu í úrslit í ár. Þeir leikmenn sem mest hefur borið á undanfarin ár hjá liðinu eru leikstjómandinn Troy Aikman, bakvörðurinn Emmitt Smith og kantmaðurinn Michael Irvin. Þar að auki fékk liðið Deion Sanders, sem var hjá San Francisco á síð- asta keppnistímabili. Sanders er einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna. Hann er einn af örfáum íþróttamönnum sem er góð- ur atvinnumaður í tveimur íþrótt- um. Hann hefur leikið ruðning á vetuma og hafnabolta á sumrin. Sanders er talinn fljótasti leikmað- urinn í NFL deildinni og besti varn- armaður (cornerback) gegn kant- mönnum. Pittsburgh Steelers Nú em 16 ár liðin frá því að Pittsburgh spilaði til úrslita í NFL deildinni. Á áttunda áratugnum var Steelers yfirburðalið, vann titilinn fjórum sinnum á sex árum, 1975, Úslitaleikirnir leikjum sem spilaðir Hér eru úrslit í þeim 29 hafa verið. 1967 Green Bay Packers - Kansas City Chiefs 1968 Green Bay Packers - Oakland Raiders 1969 New York Jets - Baltimore Colts 1970 Kansas City Chiefs - Minnesota Vikings 1971 Baltimore Colts - Dallas Cowboys 1972 Dallas Cowboys - Miami Dolphins 1973 Miami Dolphins - Washington Redskins 1974 Miami Dolphins - Minnesota Vikings 1975 Pittsburgh Steelers - Minnesota Vikings 1976 Pittsburgh Steelers - Dallas Cowboys 1977 Oakland Raiders - Minnesota Vikings 1978 Dallas Cowboys - DenverBroncos 1979 Pittsburgh Steelers - Dallas Cowboys 1980 Pittsburgh Steelers - Los Angeles Rams 1981 Oakland Raiders - Philadelphia Eagles 1982 San Franciseo 49ers - Cincinnati Bengals 1983 Washington Redskins - Miami Dolphins 1984 Los Angeles Raiders - Washington Redskins 1985 San Francisco 49ers - Miami Dolphins 1986 Chicago Bears - New England Patriots 1987 New York Gianst - Denver Broncos 1988 Washington Redskins - Denver Broncos 1989 San Francisco 49ers - Cincinnati Bengals 1990 San Francisco 49ers - Denver Broncos 1991 New York Giants - Buffalo Bills 1992 Washington Redskins - Buffalo Bills 1993 Dallas Cowboys - Buffalo Bills 1994 Dallas Cowboys - Buffalo Bills 1995 San Francisco 49ers - San Diego Chargers 1976, 1979, og 1980. Þar af vann liðið Dallas tvisvar (1976 og 1979). Næstu tíu ár voru liðinu þó erfið eftir að bestu leikmenn þess lögðu skóna á hiiluna hver af öðrum. Það var ekki fyrr en með ráðningu Bill Cowhers sem þjálfara 1992 að hagur Steelers fór að vænkast. Hann hefur leitt liðið til sigurs í sínum riðli þijú af fjórum árum sínum hjá liðinu og er næstyngsti þjálfarinn (37 ára) sem stjórnar liði í úrslitaleik. Keppnistímabilið hefur einnig verið Pittsburgh erfitt. Liðið vann einungis þijá af fyrstu sjö leikjum sínum og missti besta vamarmann sinn og fyrirliða, Ron Woodson, það sem eftir var af keppnistímabilinu (Woodson mun þó sennilega leika eitthvað með í úrslitaleiknum). Leikmenn og þjáifarinn neituðu hinsvegar að gefast upp og tóku sig til í andlitinu og unnu 10 af síðustu 12 leikjum sínum. í úrslita- keppninni sló liðið svo út ■ Buffalo Bills og Indianapolis Colts. Vöm liðsins, sem hefur verið sterkasti hluti þess síð- an Cowher tók við stjómvel- inum, en sóknarleikur liðsins hefur á sama tíma verið tal- inn íhaldssamur. Eftir hina erfiðu byijun ákváðu þjálfar- arnir að losa um sóknarleik- inn og það virtist gera gæfu- muninn. Sá leikmaður sem hvað mest kom á óvart og varð lykilmaður í að snúa sóknarleiknum tii betri vegar var nýliðinn Kordell Sœwart. Stewart var leikstjórnandi Colorado háskóla og vildi spila þá stöðu sem atvinnu- maður. Forráðamenn Pitts- burgh töldu þó að hann yrði mikilvægari sem kantmaður vegna góðra íþróttahæfi- leika. Hann byrjaði því í þeirri stöðu, en þegar leik- stjórnandinn Neil O’Donnell var frá leik í þijár vikur vegna meiðsla, var Stewart gefið tækifæri á að spreyta sig sem þriðji í röðinni. Hon- 35:10 33:14 16:7 23:7 16:13 24:3 14:7 24:7 16:6 21:17 32:14 27:10 35:31 31:19 27:10 26:21 27:17 38:9 38:16 46:10 39:20 42:10 20:16 55:10 20:19 37:24 52:17 30:13 49:26 um tókst vel upp og hefur orðið mikilvægari hlekkur í sóknarleikn- um með hverri vikunni. Hann hefur spilað þijár stöður og er hættuleg- ur í þeim öllum. Gaman verður að fylgjast með hvort hann nær sér á strik í leiknum. Annars eru bestu leikmenn liðsins í vörninni, þar helst þeir Kevin Greene og Greg Lloyd. Ofurskálarleikurinn Úrslitaleikurinn fer í fyrsta sinn fram í Arizona. Leikið verður á Sun Devil Stadium í Tempe, sem er skammt frá Phoenix. Leikvangur- inn tekur um 75.000 manns og er heimavöllur Arizona Cardinals í NFL deildinni, auk Arizona State háskóialiðsins. Arizona fékk vilyrði fyrir úrslitaleiknum 1993, en NFL deildin dró boð sitt til baka þegar þáverandi fylkisstjóri neitaði að virða frídag Martin Luther Kings. Um leið og nýr fylkisstjóri tók við stjórnartaumunum var því fljótt kippt í liðinn. Þetta er annar úr- slitaleikurinn sem verður spilaður á þessum leikvangi i janúar, en úrslitaleikurinn í háskólaruðningi fór þar fram 2. janúar. Alls munu 3.000 fréttamenn fylgjast með leiknum, svo ekki ætti mikið að fara fram hjá almenn- ingi. Áhugi á leiknum hefur aukist töluvert á alþjóðavettvangi undan- farin ár. Talið er að um 750 milljón manns muni fylgjast með leiknum í sjónvarpi, en 18 erlendar sjón- varpsstöðvar senda þuli til Arizona. Alls verða 25 útsendingarklefar á vellinum, en það er rúmlega helm- ingi fleira en fyrir fimm árum. Að auki verður þetta í fyrsta sinn sem leiknum verður lýst á máli indíána hér í landi. Navahó-indíánar munu senda þuli á leikinn og er víst löngu tími til kominn. San Francisco 49ers hefur unnið titilinn fimm sinnum en Pittsburgh og Dallas hafa unnið fjórum sinnum eins og áður sagði. Bæði 49ers og Steelers hafa unnið alla úrslitaleik- ina sína. Denver, Minnesota, og Buffalo hafa öll tapað öllum þeim fjórum leikjum sem þau hafa spilað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.