Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ Svanhildur Svavarsdóttir Þarf aó rjúfa einangrunina SVANHILDUR Svavarsdóttir talmeina- og boðskiptafræð- ingur hefur haft mikil af- skipti af börnum sem hafa Asperger-heilkennið. Hún var spurð hvað gæfi fyrstu vísbendingu um að börn hafi þessi einkenni. „Eink- um ef börnin nota málið á mjög furðulegan hátt og ef þau tala bara við sjálf sig, en nota málið ekki sem samskiptamiðil við aðra. Þetta gildir fyrir lítil börn en breytist þegar þau stækka,“ sagði Svanhildur. „Börn hafa oft ekki greinst fyrr en við sjö eða átta ára aldur og jafnvel síðar. Ég hef þó dottið niður á einkenni hjá litlum bömum. Ásamt með sér- kennilegri málnotkun eru þau óvenjulega sjálfum sér næg. Þau sitja kannski í sínu dóti í langan tíma og sækja lítt í samskipti við foreldra sína, eins og eðlilegra barna er þó háttur. Þau festast líka í að leika sama leikinn aftur og aftur, eru mjög upptekin af að hafa alla hluti alveg eins og þau þola illa breytingar. Það sem gert er tii að breyta þessu mynstri er, að reynt er að ijúfa þessa einangrun barnanna, t.d. með því að fá þau í leik og sam- skipti. Þau vilja það gjaman en kunna það ekki. Einkum vefst fyrir þeim að hefja samskiptin. Það er hægt að kenna þessum börnum að hafa samskipti við aðra. Þeir sem eru að vinna með Asperger-barn verða að hafa það hugfast að þótt barnið skilji að aðrir hugsa og hafi tilfinningar, getur það illa sett sig í spor annarra. Asperger-heilkennið er grein af sama meiði og einhverfa en miklu vægara. Einhverft barn skiiur ekki að annað fólk hafi tilfinningar og hugsanir. Einhverft barn lifir í eigin heimi meðan Asperger-barn lifir í okkar heimi - en á eigin forsend- um.“ Hvað batamöguleika eiga þessi börn? „Það þarf að kenna þeim reglur og þau þurfa að búa við gott skipu- lag. Öll skilaboð þurfa að vera mjög skýr og einföld. Málskilningur þess- ara barna er einhliða, þau misskilja gjarnan hvað verið er að tala um ef önnur orð eru notuð en áður hef- ur verið gert yfir sama hlutinn. Málnotkun krefst abstrakthugsunar og ímyndunarafls. Þetta eiga börn með Asperger-heilkennið erfitt með átta sig á. Þau geta notað mikið orðskrúð í sínum eigin heimi en geta ekki skilið slíkt hjá öðrum. Dómgreindarleysi er algengt með- al þessa fólks vegna fötlunarinnar. Það skilur illa mun á réttu og röngu. Það þarf að kenna því allt samskipta- munstur sem reglur, það hefur ekki hæfileikann til þess að finna á sér hvað viðeigandi er í það og það skipt- ið. Þess vegna er auðvelt að fá þetta fólk til að gera ýmislegt sem öðrum dettur ekki í hug að gera. Þess vegna þarf að halda að þessum börnum reglum um alla skapaða hluti. Þau taka því vel og halda reglurnar vegna þess hve nákvæm þau eru. Mikið atriði er að þessum börnum sé umbunað og mikilvægt er að finna þessi börn sem fyrst svo hægt sé að byija svo fljótt sem unnt er þessa umfangsmiklu félagsmótun. Ef hún mistekst eiga þessi börn mjög erfitt uppdráttar í samfélaginu. Þau eru fljót að læra og oft góðir námsmenn og þess vegna eiga kennarar t.d. erfitt með að skilja hvers vegna þau lúta ekki sömu félagslegu reglum og önnur börn. Það er oft erfítt að fá fólk í umhverfinu til að skilja að þótt þessi börn hafi kannski háa greindarvísitölu þá haga þau sér engan veginn í samræmi við það. Sé ekki við þessu brugðist geta þessi börn orðið mjög þunglynd á fullorðinsárum og átt erfitt með að falla inn í samfélagið og sætta sig við lífið. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna sænska læknisins Gil- bergs, sem er hvað best að sér um þessi mál, er há sjálfsmorðstíðni meðal þessa fólks. Það missir lífs- löngunina af því það fellur ekki inn í samfélagið og engin skilur erfíð- leika þess. Talið er þó að um fimmtíu pró- sent þessa fólks nái að lifa eðlilegu lífi. Fimmtán til tuttugu prósent þess ljúka háskólanámi. Margir þurfa á að halda aðstoð geðlækna vegna þunglyndis, þvingunaráráttu og geðklofa. Mitt hlutverk er að kenna litlum börnum með Asberger- heilkennið að nota málið í samskipt- um við aðra og kenna foreldrunum og kennurum uppeldisaðferðir sem duga, ekki síst á þetta við hvað snertir eldri börnin.“ fyrr en árið 1991 að menn komu sér saman um greiningaraðferðir, en Asperger-heilkennið hefur verið þekkt síðan 1944. Það var austur- ríski barnageðlæknirinn Hans Asperger sem lýsti „einhverfum persónuleikatruflunum hjá böm- um“ í þýskum fagtímaritum árið 1944. Hér á landi hefur tiltölulega lítill hópur fengið greiningu, kannski 20 til 30 manns, það Páll vissi til. Nýleg samanburðarkönn- un hefur sýnt að Asperger-heil- kennið gæti fundist hjá a.m.k. þremur af hveijum þúsund fædd- um eðlilega greindum börnum. Meirihluti allra með Asperger-heil- kenni hefur eðlilega greind eða greind yfir meðallagi. Drengir með Asperger-heilkenni eru 5-10 sinn- um fleiri en stúlkur með heilkenn- ið. Páll lagði áherslu á að hin ár- áttukenndu áhugamál fólks með Asperger-heilkennið gætu stund- um nýst því prýðilega í störfum þar sem þörf er á nákvæmni og reglufestu. „Þannig getur þetta fólk t.d. unnið fyrir sér við gagn- leg störf, og sumtjafnvel náð langt í atvinnulífinu,“ sagði Páll. Hann sagði að lokum að mikilvægt væri að greina þá og meðhöndla sem fyrst sem hefðu Asperger-heil- kennið, því margt benti til að þetta fólk væri áhættuhópur að því leyti að það fengi fremur geðsjúkdóma á unglingsárum eða bytjun fullorð- insára en annað fólk, og meðal þess væri aukin sjálfsmorðstíðni. SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 19 Forréttir Smjörsteikt risahörpuskel meö fersku Jinkul og Balsamic Verö kr. 640.- Villisveppa "Risotto Verö kr. 495.- Marineraöur kálfavöövi meö 'Toscana Vinaigrette Verö kr. 595.- Kúrbítsbuff áfersku salati Verö kr. 495.- Spínatsúpa meö reyktum ál Verö kr. 495.- Aöalréttir Fiskitríó meö hunangs sesam sósu Verö kr. 1.490.- GriUaöur skötuselur meö rúgmjölspasta og tómatkjöti Verö kr. 1.490.- Gufusoöinn lax meö súrsuöu grœnmeti Verö kr. 1.490.- Lambaframhryggur meö jarðsveppasósu, furuhnetum og svörtum perlulauk Verö kr. 1.795.- Sítrónusoöin kjúkklingsbringa meö Calvados sósu (réttur á galakvöldi khíbbs matreiðslumeistara 6. jan.) Verö kr. 1.795.- Eftirréttir Blóöappelstnu og hindberjakrap Verö kr. 390.- Kókósterrine meö ananasrommkurli Verö kr. 390.- Súkkulaöiflan Verö kr. 390.- Lifandi tónlist öll kvöld Kynniö ykkur gistitilboö hótelsins Borðapantanir í síma 5050 925 oe 562 7575 /^7/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.