Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 21 Kínvetja um að kínverska verði tekin upp sem opinbert mál ICAO.“ Andstæóir pólar Þorgeir segir að á svona stór- þingum megi segja að „hrepparíg- urinn“ birtist í sínum ýmsu mynd- um á milli landa og heimshluta og sífelld átök á mörgum sviðum. Oftar en ekki væru andstæðu pól- amir þróuðu ríkin á móti þróunar- ríkjunum. Þróunarríkin vildu sí- fellt meiri aðstoð á meðan þróuðu ríkin vildu spoma við fótum enda flest að etja við sama vandamálið og við íslendingar, halla á rekstri ríkissjóðs. Vilji vestrænna ríkja beindist að því að halda umsvifum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar óbreyttum með aðaláherslu á tæknimálin sem kæmi niður á tæknisamvinnu og öðram mýkri málum. „Sömuleiðis hafa þróunarríkin barist fýrir því með oddi og egg að fá inn samþykktir, sem vemda þau gegn hugsanlegum ágangi vestrænna þjóða. Flug í Evrópu og Bandaríkjunum hefur verið gefið fijálst og stendur vilji vest- rænna þjóða til þess að sú þróun eigi sér stað um heim allan. Þróun- arríkin óttast hinsvegar að með því geti þau ekki lengur haldið uppi sjálfstæðri flugstarfsemi, heldur muni koma að því að stóra vestrænu flug- félögin gleypi minni fé- lögin í þróunarlöndunum og vilja þar af leiðandi fá inn alls kyns sérrétt- indi til að spoma gegn þessu lög- máli markaðarins." Gervihnattatækni Að sögn Þorgeirs er nú unnið að því að kanna alþjóðlegar laga- hliðar þess að innleiða gervihnatta- tækni til flugleiðsögu og fjarskipta. Þó GPS-kerfíð, sem Bandaríkja- menn létu þjóðum heims í té endur- gjaldslaust til tíu ára, sé nú í notk- un, er óvíst hvað muni gerast að þeim tíma liðnum. „Að mati margra er ekki fýsilegt að þurfa að treysta alfarið á bandarískt kerfí, heldur vilja menn fá fastari grandvöll undir framtíðina." Ekkert evrópskt gervihnattastaðsetningakerfí er til sem hentar til almennra nota. Aft- ur á móti hefur Evrópusambandið sett á laggimar nýja áætlun undir heitinu EGNOS og er henni ætlað að gera hlut ESB sem mestan á þessu sviði. Þá hafa Rússar auk þess boðið sitt GLONASS-gervi- hnattastaðsetningakerfí til afnota sem mun vera mjög líkt því banda- ríska að uppbyggingu en er ekki að fullu tilbúið til notkunar. Að mati Þorgeirs, væri farsælast ef heimurinn gæti sameinast um framtíðarkerfí, sem byggðist á al- þjóðlegum granni. Mengunarvarnir Hávaðamengun, útblástur frá flugvélum og reykingar bar einnig á góma á þinginu. Þorgeir segir að enn sé ekki nógu mikið vitað um hver áhrifin séu á efri lög loft- hjúpsins vegna útblásturs frá flug- vélum. „Fram kom tillaga frá Svíum og Svisslendingum um sér- stakt gjald á eldsneyti vegna þessa sem naut þó ekki fylgis annarra enda ekki ljóst hvemig slíkt gjald ætti að draga úr óæskilegum loftteg- undum nema með því að draga úr flugi í heimin- um. Það yrði til þess eins að hækka flugkostnað. Gífurlegar framfarir hafa orðið á flugvéla- hreyflum á undanförnum árum sem leitt hafa til þess að vélarnar nota mun minna eldsneyti en áður og dregið hefur úr mengun hávaða og lofts. Á þingi ICAO 1992 var gerð nokkuð hörð samþykkt um að stefna bæri að reyklausu flugi árið 1996. Menn létu í ljós efa- semdir nú um að þetta markmið myndi nást og var ríkjum í sjálfs- vald sett hvernig þau stæðu að verki. Fram komu sjónarmið um að algjört reykingabann um borð í flugvélum væri erfiðleikum háð. Einnig er ljóst að þjóðir heims líta reykingar misalvarlegum augum, til dæmis eru Suður-Evrópubúar ekki nærri því eins harðir í afstöðu sinni til reykingabanns og Norður- Evrópubúar og Bandaríkjamenn. Fulltrúar Ástralíu, Bandaríkjanna og Kanada hvöttu aðrar þjóðir til þess að gerast aðilar að sérstöku samkomulagi þeirra í milli um að flug milli þessara landa skuli allt vera reyklaust. Jafnframt kom fram tillaga frá Egyptum um að kannað yrði hvort hægt yrði að koma upp aðskildum reykingaklef- um um borð í flugvélum sem hefðu jafnframt aðskilin loftræstikerfí. Tæknilega er erfítt að sjá hvernig slíku yrði fyrir komið. Engu að síður var tillagan samþykkt sem þýðir að fastaráð ICAO mun skoða málið nánar,“ segir Þorgeir. Svartur listi Eftir því sem flugið hefur orðið almennara, hafa komið fram brestir í flugöryggismálum í heim- inum enda misjafnir sauðir í mörgu fé, að sögn Þorgeirs. „Við eigum hinsvegar að geta treyst því að flugvél, sem kemur frá að- ildarríki ICAO, uppfylli kröfur stofnunarinnar um flugöryggi. Ekkert virkt eftirlit er með því að þjóðirnar uppfylli kröfur þessar, heldur er gengið út frá því að aðildarríkin, hvert fyrir sig, passi upp á þetta. Flugmálayfírvöld ríkja geta þó upp á sitt einsdæmi gert athuganir á því hvort reglum um flugöryggi sé framfylgt. Sem dæmi um þetta má nefna að Bandaríkjamenn hafa gripið til sérstakra aðgerða þar sem þeir höfðu ástæðu til að ætla að ýtrastu öryggisreglum væri ekki fram- fylgt. Þeir hafa unnið að úttekt á loftferðaeftirliti allra ríkja, sem fljúga til Bandaríkjanna, og hefur sú vinna orðið til þess að nokkur ríki hafa verið útilokuð frá banda- rískum flugvöllum. Meðal þeirra ríkja, sem farið hafa á svokallaðan svartan lista Bandaríkjamanna, era nokkur ríki í Afríku, Mið- og Suður-Ameríku. Bandaríkjamenn hafa ekki enn gert slíka úttekt á flugöryggi Vestur-Evrópuríkja.“ Þessar úttektir hafa ekki mælst vel fyrir alls staðar og hafa sumir haldið því fram að með þessu vilji þeir færa bandarískar reglur og staðla yfír á allan heiminn. Nú hefur Alþjóðaflugmálastofnunin mótað sína eigin áætlun á þessu sviði og er hún eindregið studd af Evrópuríkjum. Sömuleiðis hafa Evrópuríkin unnið að framgangi flugöryggismála með því að setja á laggirnar samtök loftferðaeftir- lita, Joint Aviation Authorities eða JAA, sem vinnur að samræmingu reglna um flugöryggi í Evrópu. Hingað til hafa ríkin, hvert um sig, sett sér sínar eigin reglur inn- an ramma Alþjóðaflugmálastofn- unarinnar, en með evrópskum samrana hefur mönnum orðið ljóst mikilvægi sameiginlegra reglna í flugi. Viðhaldsverkstæði fyrir flugvélar hafa nú þegar verið samhæfð og eru allar íslensku við- haldsstöðvarnar fyrir at- vinnuflug nú viður- kenndar skv. sérstökum reglum, sem JAA hefur sett og tóku gildi í ársbyrjun 1995. Tvöföldwn flugflutninga Þorgeir segir að reiknimeistarar Alþjóðaflugmálastofnunarinnar búist við allt að tvöföldun flug- flutninga á næstu fímmtán áram. Gert sé ráð fyrir þessari aukningu í heiminum öllum, en þó mismik- illi eftir svæðum. Aukningin verði væntanlega mest á þeim svæðum Asíu sem nú séu í örustum hag- vexti og þar sem flugflutningar hafa hingað til ekki verið eins al- mennir og í Vesturheimi. „Þessari spá fylgir óneitanlega aukin bjart- sýni um afkomu fólks. Hitt er einn- ig mikilvægt að flugrekstrarkostn- aður hefur verið að lækka verulega og enn era menn að leita leiða til að spara tilkostnað við flugið.“ Að sögn flugmálastjóra hefur ekkert komið fram sem ætti að útiloka íslensk flugfélög frá harðn- andi samkeppni. Þvert á móti ætti landfræðileg staðsetning okkar að gera okkur sterkari þegar fram líða stundir. Með sívaxandi fjölda flugfarþega væra stóra alþjóðlegu flugvellirnir einn af öðram að mettast og sumir hveijir væra þegar farnir að ýta frá sér um- ferð. Umframstraumnum væri ýtt til annarra staða, sem hingað til hefðu ekki verið aðaltengipunktar í flugnetinu. „A undanförnum árum hefur orðið bylting í íslensku áætlunar- flugi sem felst í því að Flugleiðir hafa verið að byggja upp sam- tengt flugnet með Keflavík sem miðpunkt. Félagið nýtur þess að eiga réttindi á stóru flugvöllunum í Evrópu og Bandaríkj- unum. Jafnframt er ekki útilokað að þeir flugvell- ir, sem ekki hafa verið taldir til nafla alheims- ins, yrðu vænlegri og eftirsóttari áfangastaðir en hingað til. Þá vekur uppbygging leigu- flugs á vegum Atlanta bjartsýni um vaxandi verkefni erlendis sem hérlendis. Með tilliti til flugsam- gangna eram við síður en svo á hjara veraldar á meðan héðan er stundað flug milli heimsálfa," seg- ir Þorgeir Pálsson að lokum. Brestir eru í flugöryggis- málum heims Vellirnir eru einn af öðrum að mettast Tanduriirein strönd, firábært loftslag og gististaðir í algerum sérflokki. _ ^ dH®. Verðfró Portugal ítalska Rivieran og Gardavam. BeintflugtilMílanóí íígúst og septemlrer. Verð frá jk. Mallorca stendur ailtaf undir ítrustu væntingum um , óglevrnanlegt sumaifrí. Fyrir kóngafólkið, kvikmyndastjömumar og þig. Verðfrá PlERRl-el VVCA] Borg pálmanna við yivolgan Verð frá Mexíköflóann. Verðfrá slgr. á nuuin m.v. tvo ful Ibrðiia og tvö böm, 2ja-l 1 ára á Varandas 12 vikur. Rauð dagsetning.________ tgr. trmann m.v. tvo'Tullorðöa ogivö böm, 2ja-l 1 ára á Royal Magaluf í tvær vikur. Rauð dagsetning. á ntann m.v. tvo tuÚorðna og tvo böm, 2ja-l 1 ára á Santa Maria í 15 nætur. á mann í tlug og bít til Mflanó m.v. tvo í Ftat Punto í eina viku. Stúdíó á Cap Esterel fýrir tvo í eina viku. listing eingöngu t tentBÍum við flug og bíl. duinrell Hamingjueyja Karíbahafeins þar sem þú finnur allt sem ftillkomnar frábært sólarfirí. LA CABANA Skemmtileg sumarhús á Sjálandi og ferðamannaíbúðir í kóngsins Kaupmannaliöih. Verðfrá M Sumarhúsa- og skemmti- garðurinn Duinrell er fráliær sumarleyfiskostur fyrir fjölskyldur. Verðfrá a Sólarströndin eina og sanna! Verðfrá Lágmúla 4: stmi 569 9300 Hafnarfirði: sími 565 2366 Keflavík: stmi 421 1353 Akureyri: stmi 462 5000 Selfossi: stmi 482 1666 og hjá umboðsmönnum um laná allt. á mann m.v. tvo fullorðna og tvo böm, 2ja-l 1 ára í Duinrell í tvær vikur. á mann m.v. tvo fullorðna og tvo böm, 2ja-ll ára í sumariiúsi í viku. á mann m.v. tvo í stúdíói í tvær vikur á Marbella Inn. m.v. tvo í stúdíói á LaCabanaí8 febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.