Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Þjarmað að forseta-
frú Bandaríkjanna
Reuter
HILLARY Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, sver skátaeið með hópi skáta í skóla í New
Hampshire á fimmtudag.
Hillary Clinton varð á
föstudag fyrsta for-
setafrú Bandaríkjanna
til að verða yfírheyrð
sem eiðsvarið vitni fyr-
ir kviðdómi vegna
hugsanlegra lögbrota.
Yfirheyrslan markar
þáttaskil í Whitewater-
málinu og gæti komið
Bili Clinton forseta í
vanda nú þegar hann
berst fyrir því að ná
endurkjöri.
KENNETH Starr, sérskip-
aður saksóknari í
Whitewater-málinu, til-
kynnti á mánudag að
Hillary Clinton forsetafrú hefði
verið stefnt fyrir kviðdóm. Þessi
tilkynning virtist koma á slæmum
tíma fyrir Bill Clinton forseta þar
sem hún kom daginn áður en hann
flutti stefnuræðu sína, sem markar
í raun upphaf baráttu hans fyrir
endurkjöri í forsetakosningunum í
nóvember. Stefnuræðan veitti hon-
um þó tækifæri til að snúa vöm í
sókn og góður rómur var gerður
að henni. Ræðan virtist styrkja
stöðu hans, að minnsta kosti um
sinn.
Hillary Clinton varð síðan á
föstudag fyrsta bandaríska for-
setafrúin til að verða gert að svara
spumingum sem eiðsvarið vitni
fyrir kviðdómi. Málið snýst um
fasteignabrask, sem átti sér stað
um miðjan síðasta áratug þegar
Clinton var ríkisstjóri í Arkansas.
Forsetafrúin er grunuð um að hafa
tengst því meira en hún vill vera
láta og grunur leikur á að Clinton-
hjónin hafi misnotað aðstöðu sína
í Arkansas til að hagnast með ólög-
legum hætti á fasteignaviðskiptun-
um. Félagi þeirra í þessum viðskipt-
um, James MeDougal, átti Madison
Guaranty, sparisjóð sem varð gjald-
þrota og það kostaði skattgreiðend-
ur 60 milljónir dala, sem svarar
fjórum milljörðum króna.
Forsetafrúin var yfirheyrð vegna
ásakana repúblikana þess efnis að
forsetahjónin og ráðgjafar þeirra
hefðu reynt að hindra framgang
rannsóknar á Whitewater-málinu
með því að liggja á skýrslu frá
árinu 1986 um Iögmannsstörf Hill-
ary fýrir sparisjóðinn. Skýrslan
bendir til þess að Hillary hafí tengst
sparisjóðnum meira en hún vildi
vera láta og fannst í bókaherbergi
forsetahjónanna tveimur árum eftir
að saksóknarinn hafði krafist þess
að fá hana í hendur.
Ákæra talin ólíkleg
Enginn dómari var viðstaddur
yfirheyrsluna, sem fór fram í dóm-
húsi í Washington, og forsetafrúin
gat ekki haft með sér lögfræðing.
I réttarsalnum var aðeins kviðdóm-
urinn, sem er skipaður 23 borgur-
um, alríkislögreglumaður, sak-
sóknarinn og vitnið. Kviðdóm-
ararnir gátu tekið þátt í yfirheyrsl-
unni með saksóknaranum og spurt
forsetafrúna um hvað sem þeir
vildu. Mikil leynd hvílir yfir slíkum
yfirheyrslum og aðeins vitnið getur
skýrt frá vitnisburðinum.
Kviðdómurinn á að meta líkurn-
ar á hvort meint lögbrot hafí verið
framið og hvort ákæra beri fyrir
það. Tilraunir til að hindra fram-
gang opinberra rannsókna varða
nokkurra ára fangelsi.
Formlega beinist rannsókn
Whitewater-málsins þó ekki að
Hillary Clinton og syo kann að fara
að hún verði aldrei nefnd í ákæru
vegna málsins, þótt það sé hugsan-
legt. Sérfræðingar í slíkum dóms-
málum segja að líkumar á að Hill-
ary hafí framið lögbrot þurfi að
vera mjög miklar til að hún verði
ákærð þar sem slík ákæra myndi
hafa alvarlegar pólitískar afleiðing-
ar fyrir forsetann.
Whitewater-málið
persónugert
Þótt svo kunni að fara að Hillary
verði ekki ákærð var stefnan sögð
reiðarslag fyrir forsetahjónin. Fáir
kjósendur hafa áhuga á fasteigna-
braskinu, sem Whitewater-málið
snerist upphaflega um, enda þarf
sérfróða menn til að komast til
botns í því. Flestir Bandaríkjamenn
skilja hins vegar þýðingu yfir-
heyrslna fyrir kviðdómi vegna
hugsanlegrar yfirhylmingar. Þeir
sjá forsetafrúna fyrir sér að sverja
eið í réttarsalnum og svara ágeng-
um spurningum saksóknara. Þeir
sjá sjónvarpsmyndir af forseta-
frúnni ganga inn í réttarsal, mn-
kringda hrópandi fréttamönnum,
og hún er í einni svipan orðin per-
sónugervingur þessa gamla og
óspennandi máls.
Þótt fáir geri sér grein fyrir stað-
reyndum málsins festist þessi sýn
í minni kjósenda og hún getur því
komið sér illa fyrir forsetahjónin
þótt ekki komi til ákæru. í þessum
einstæða atburði felast táknræn
og sýnileg skilaboð til kjósenda um
að forsetahjónin kunni að hafa
óhreint mjöl í pokanum.
Leyndin sem hvílir yfír slíkum
yfirheyrslum setur forsetafrúna
einnig í vanda. Ákveði hún að skýra
ekki frá vitnisburðinum opinber-
lega kann almenningur að telja að
hún hafi eitthvað að fela. Rjúfí hún
hins vegar leyndina hættir hún á
að vekja frekari grunsemdir um
þátt hennar í málinu.
Óvinsælasta
forsetafrúin
Ef marka má skoðanakannanir
hefur álit almennings á forseta-
frúnni yfirleitt áhrif á fylgi Clint-
ons. Samkvæmt könnun, sem birt
var á þriðjudag, eru 51% banda-
rískra kjósenda óánægð með Hill-
ary Clinton og sú niðurstaða bend-
ir'til þess að hún sé óvinsælasta
forsetafrú Bandaríkjanna frá því
slíkar kannanir hófust.
Eiginkona síðasta forseta, Bar-
bara Bush, naut til að mynda miklu
meiri hylli og aðeins 13% aðspurðra
sögðust óánægð með störf hennar
þegar vinsældir hennar voru
minnstar. Nancy Reagan var áður
talin óvinsælasta forsetafrúin og
31% aðspurðra höfðu slæmt álit á
henni árið 1988, sem var þá met
í slíkum könnunum.
Dularfullt hvarf
Saksóknarinn í Whitewater-mál-
inu hafði þrisvar sinnum sent full-
trúa sína til að yfirheyra Hillary
og stefnan virðist benda til þess
að hann telji að einhver í Hvíta
húsinu hafi gerst sekur um alvar-
legt lögbrot og að forsetafrúin hafi
reynst treg til að gera hreint fyrir
sínum dyrum.
Saksóknarinn virðist vefengja
staðhæfingar starfsmanna Hvíta
hússins um að vinnuskýrsla Hillary
hafí fundist tveimur árum eftir að
hann krafðist hennar.
Carolyn Huber, ritari Hillary,
segist hafa fundið skýrsluna á borði
í bókaherberginu, næsta herbergi
við skrifstofu forsetafrúarinnar, á
þriðju hæð Hvíta hússins. Mjög
fáir hafa aðgang að bókaherberg-
inu og því eru þeir ekki margir sem
gætu hafa skilið skýrsluna eftir
þar.
Tengt dauða Fosters?
Grunur leikur á að skýrslan hafí
verið tekin úr skrifstofu Vince
Fosters, vinar forsetafrúarinnar og
samstarfsmanns hennar í Little
Rock og Hvíta húsinu, eftir að
hann svipti sig lífí í júlí 1993. Reyn-
ist það rétt kann dauði Fosters að
tengjast fasteignabraskinu og það
myndi verða vatn á myllu þeirra
sem telja Whitewater-málið ein-
kennast af blekkingarvef og leyni-
makki til að hylma yfir með for-
setahjónunum.
Repúblikanar, sem rannsaka
Whitewater-málið, telja að skýrsl-
an hafí, að minnsta kosti um tíma,
verið á skrifstofu Fosters. Lífvörð-
ur forsetahjónanna kveðst hafa séð
skrifstofustjóra forsetafrúarinnar,
Maggie Williams, bera skjöl út úr
skrifstofu Fosters nóttina sem
hann svipti sig lífí. Williams neitar
þessu en viðurkennir að skjöl for-
setafrúarinnar hafí verið flutt úr
skrifstófunni nokkrum dögum síðar
og sett i skáp í næsta herbergi við
bókaherbergið. Öll skjölin eiga að
hafa verið send til lögfræðings
Hillary en af einhveijum ástæðum
fannst vinnuskýrslan í bókaher-
berginu tveimur árum síðar.
Óhreint plagg
Lögfræðingar forsetahjónanna
segjast ekki óttast að einhver í
Hvíta húsinu verði ákærður fyrir
að reyna að hindra framgang rann-
sóknarinnar. Hillary Clinton neitar
því að hún eða forsetinn hafi átt
þátt í hvarfi skýrslunnar.
Saksóknarinn hefur látið rann-
saka skýrsluna í von um að kom-
ast að því hveijir hafí handleikið
hana en ólíklegt þykir að nokkur
fingraför finnist. Ritarinn afhenti
lögfræðingi forsetafrúarinnar
skjalið og hann setti það ekki í
plastpoka eins og rannsóknarlög-
reglumaður hefði gert. Hann sýndi
lögfræðingum forsetaembættisins
skýrsluna og lét ritarann ljósrita
hana. Þegar hún barst loks sak-
sóknaranum var hún orðin óhrein
og ýmsum þykir það einmitt tákn-
rænt fyrir þetta mál.
Hætta á miklum
fólksflutningnm
Genf. The Daily Telegraph.
MILLJÓNIR manna hafa verið á far-
aldsfæti í fyrrverandi sovétlýðveidum
frá því að miklir fólksflutningar hóf-
ust þar eftir hrun Sovétríkjanna fyrir
fímm árum og hætta er á að þeim
eigi eftir að fjölga.
Embættismenn frá aðildarlöndum
Samveldis sjálfstæðra ríkja og 32
öðrum ríkjum komu saman í Genf í
vikunni til að undirbúa ráðstefnu í
maí eða júní þar sem rætt verður
hvemig bregðast eigi við fólksflutn-
ingunum og koma í veg fyrir að þeir
aukist enn meira.
Flóttamennirnir eru fómarlömb
nauðungarflutninga á valdatíma Stal-
íns, umhverfisspjalla eins og Tsjemo-
byl-slyssins fyrir tíu árum, alvarlegra
átaka á sjö svæðum í fyrrverandi
sovétlýðveldum og efnahagsþreng-
inga. Eftir upplausn Sovétríkjanna
bjuggu um 65 milljónir manna í lönd-
um eða á svæðum sem teljast ekki
heimalönd þeirra. Meðal þeirra eru
25 milljónir Rússa.
Tvær til þijár milljónir Rússa, hálf
milljón Úkraínumanna og 260.000
tartarar frá Krím hafa þegar flutt til
Rússlands og Úkraínu. Talið er að
allt að átta milljónir Rússa kunni að
flytja til Rússlands á næstu tíu árum.
Þessir búferlaflutningar hafa valdið
alvarlegum vandamálum. Erfítt er
fyrir lönd eins og Rússland og Úkra-
ínu að taka við öllu þessu fólki vegna
efnahagsþrenginga og „atgervisflótt-
inn“ kemur sér illa fyrir löndin, sem
fólkið kemur frá.
Á leið til
Katmandu
NAWANG Kunga Tegchen
Chokyi Nyima og móðir
hans Carolyn Lama munu á
næstu dögum halda frá
heimili sínu í Seattle í
Bandaríkjunum til Kat-
mandu en þar mun drengur-
inn, sem er fjögurra ára
gamall, nema búddatrú í að
minnsta kosti tíu ár. Er
markmiðið að hann verði
lærifaðir og háttsettur and-
legur leiðtogi búddista þeg-
ar fram líða stundir. Er tal-
ið að í honum hafi endur-
holgast Deshung Rnpoche,
þekktur tíbeskur lama.