Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fagotttónleikar í Gerðarsafni Eins o g köllun HAFSTEINN Guðmundsson fag- ottleikari og Guðríður St. Sigurð- ardóttir píanóleikari gangast fyrir tónleikum í Gerðarsafni í Kópavogi næstkomandi þriðjudag. Auk þeirra koma fagottleikararnir Btjánn Ingason og Rúnar Vil- bergsson fram á tónleikunum. „Fagottið er enn sem komið er ekki algengt einleikshljóðfæri og er þetta tilvalið tækifæri fyrir tón- listaráhugafólk að kynnast því í einleikshlutverkinu," segir Haf- steinn, sem er fyrsti fagottleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands og meðlimur í Blásarakvintett Reykjavíkur, auk þess að fást við kennslu. Hafsteinn segir að töluvert sé til af verkum fyrir fagott og bend- ir á að Vivaldi hafi samið 38 fag- ottkonserta. Kunnasti fagottkon- sert sögunnar sé á hinn bóginn eftir Mozart. A efnisskránni á þriðjudagskvöldið eru verk eftir Antonio Vivaldi, Eugene Bozza, Paul Hindemith, André Bloch, Jacques Ibert, Femand Oubradous og Carl Maria von Weber. Að sögn Hafsteins eru öll verk- in skrifuð fyrir fagott og píanó nema Sónata nr. 5 eftir Vivaldi, sem samin er fyrir selló og Divert- issements eftir Bozza, sem er fag- otttríó. Nokkur verkanna eru nú frumflutt á íslandi. Ennþá að læra Félagar Hafsteins úr Sinfóníu- hljómsveit íslands, Bijánn Ingason og Rúnar Vilbergsson, leggja hon- um lið í fyrrnefndu verki Bozza. Er þetta í fyrsta sinn sem þre- menningarnir sameina krafta sína á þessum vettvangi. Að sögn Haf- steins eru hins vegar verulegar líkur á því að þeir endurtaki leik- inn í framtíðinni. „Það hefur verið reglulega gaman að undirbúa þessa tónleika.“ Tónleikamir í Gerðarsafni em fimmtu einleikstónleikar Haf- steins. „Það þykir sennilega ekki mikið á 25 ára ferli með Sinfóníu- hljómsveit íslands en ég hef haft í mörg horn að líta, meðal annars með blásarakvintettinum, og það er tímafrekt að æfa fyrir tónleika sem þessa. Einleikstónleikar eru hins vegar mjög þroskandi við- fangsefni enda gera þeir manni kleift að vinna sjálfstætt. Mér finnst ég nefnilega ennþá vera að læra og á án efa heilmikið ólært.“ Hafsteinn segir jafnframt að nýjar áskoranir séu hljóðfæraleik- aranum hollar enda sé starf hans eins og köllun — hann verði að hafa gaman af því. „Síðan er Sinf- óníuhljómsveit íslands í stöðugri framför, þannig að maður gerir þetta í og með til að halda sér í góðu formi.“ Á leið til Finnlands Guðríður St. Sigurðardóttir hef- ur starfað mikið í kammertónlist, auk þess að koma víða fram sem einleikari, meðal annars með Sinf- óníuhljómsveit íslands. Hún er nú á sex mánaða starfslaunum frá ríkinu og hyggst nýta tækifærið til að spila kammertónlist en minnka við sig kennsluna. Fyrir dyrum standa meðal annars tón- leikar í Finnlandi ásamt finnskum fiðluleikara. Guðríður kveðst leggja mikla áherslu á fjö'breytni í tónleika- haldi en hún hefur ekki áður spil- að á heilum tónleikum með fagott- leikara. „Þetta leggst vel í mig en ég kann mjög vel við hljóminn í fagottinu. Það liggur á svipuðu svæði og sellóið.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 á þriðjudagskvöld. Morgunblaðið/Kristinn ÞAU verða í sviðsljósinu í Gerðarsafni á þriðjudagskvöld: Brjánn Ingason, Guðríður St. Sigurðardóttir, Rúnar Vilbergsson og Hafsteinn Guðmundsson. Blús og blús- bræðingur TÓNLEIKAR í Tónleikaröð Leikfé- lags Reykjavíkur verða haldnir þriðjudagskvöldið 30. janúar kl. 20.30 á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins, þar sem aðal áhersla er lögð á blústónlist. Hljómsveitin J.J. Soul Band hef- ur starfað í tæp þrjú ár. Geisla- plata með frumsömdu efni kom út árið 1994. Hljómsveitin flytur blús og blúskennda tónlist. Hljóm- sveitina skipa Eðvarð Lárusson, gítarleikari, Ingvi Þór Kormáks- son, sem leikur á hljómborð, Stein- grímur Óli Sigurðsson, trommu- leikari og breski söngvarinn J.J. Soul, sem vakið hefur athygli fyrir rödd og söngstíl. Vinir Dóra munu leika lög sem spanna allan feril sveitarinnar, en skemmst er að minnast nýútkom- ins geisladisks, „Hittu mig“. Nú- verandi liðsmenn eru Halldór Bragason, Jón Ólafsson og Ásgeir Óskarsson. Á tónleikunum munu óvæntir gestir stíga á stokk. Miðaverð á tónleikana er 1.000 kr. ---- ♦.♦.♦---- Leikhústón- listarkvöld Atla Heimis endurtekið FJÓRÐU tónleikarnir í tónleikaröð Kaffileikhússins sem helguð er ís- lenskri leikhústónlist voru haldnir síðastliðið miðvikudagskvöld. Þá kynnti Atli Heimir Sveinsson tón- skáld leikhústónlist sína og var húsfyllir auk þess sem margir þurftu frá að hverfa. Því hefur verið ákveðið að endurtaka tón- leika Atla Heimis og verða þeir þriðjudaginn 30. janúar kl. 21 en húsið verður opnað kl. 20. Þeir listamenn sem flytja tónlist Atla eru Kristinn Sigmundsson söngvari, Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona og söngkona, Örn Árna- son leikari og söngvari og félagar úr Cáputhópnum. Hálf milljón fyrir besta handritið SAMKEPPNI um Bókmennta- verðlaun Halldórs Laxness 1996 stendur nú yfir og hafa höfund- ar frest til að skila handritum í keppnina til 15. apríl næstkom- andi. Það eru því tæpir þrír mánuðir til stefnu fyrir þá sem ætla sér að taka þátt í keppn- inni, en Laxness-verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á hausti komanda. Bókaforlagið Vaka-Helgafell stofnaði til Bókmenntaverð- launa Halldórs Laxness á síðasta ári í tilefni þess að þá voru liðin 40 ár frá því að Sænska akadem- ían veitti Halldóri Laxness bók- menntaverðlaun Nóbels. Snemma á nýliðnu ári var efnt til samkeppni um verðlaunin sem stóð fram á haust en að vel athuguðu máli taldi dómnefnd ekkert handritanna sem bárust uppfylla fullkomlega þær kröf- ur sem gera yrði til verðlauna- handrits og hlaut því enginn þátttakenda verðlaun. í stað þess var þegar efnt til nýrrar samkeppni sem stendur sem fyrr segir fram á vor. Jafnframt ákvað Vaka-Helga- fell sem leggur fram verð- launaféð að auka það úr 300.000 krónum í 500.000 krónur en við upphæðina bætast höfundarlaun samkvæmt rammasamningi Rit- höfundasambands Islands og Félags íslenskra bókaútgef- enda. Verðlaunin verða veitt fyrir nýja og áður óbirta íslenska skáldsögu eða safn smásagna og mun bókin sem verðlaunin hlýtur koma út hjá Vöku-Helga- felli sama dag og verðlaunin verða afhent. „Megintilgangurinn með stofnun Bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness er að efla ís- lenskan sagnaskáldskap og stuðla að stöðugri endurnýjun íslenskrar frásagnarlistar," seg- ir í kynningu. Fyrirhugað er að verðlaunin verði veitt árlega að undangenginni samkeppni sem er öllum opin. Handrit skulu send til Vöku-Helgafells, Síðumúla 6, 108 Reykjavík og umbúðir auð- kenndar „Laxness-verðlaun". Handritin skulu merkt dulnefni en rétt nafn höfundar látið fylgja í lokuðu umslagi. Dómnefnd Bókmenntaverð- launa Halldórs Laxness 1996 skipa Pétur Már Ólafsson, for- maður, Guðrún NordaJ, bók- menntafræðingur og Ástráður Eysteinsson. Listaklúbbur Leikhúskfallarans Morgunblaðið/Árni Sæberg Saga leiklistar á íslandi - seinni hluti í LISTAKLÚBBNUM á mánudags- kvöld verður fluttur seinni hluti dag- skrár Sveins Einarssonar um sögu leiklistar á íslandi, en fyrri hlutinn var fluttur síðastliðið mánudags- kvöld. Sveinn heldur áfram þar sem frá var horfið og segir söguna allt frá upphafi þessarar aldar og fram á daginn í dag. Inn í frásögnina flétt- ast leikin atriði sem varpa ljósi á þá byltingu sem varð í leikritun á öldinni og sungin verða þekkt lög úr revíum og söngleikjum. Flytjendur ásamt Sveini eru leik- ararnir Jóhann Sigurðarson og Ragnheiður Elfa Arnardóttir en þau syngja við undirleik Jóhanns Guð- mundar Jóhannssonar tónlistar- stjóra Þjóðleikhússins. . Dagskráin hefst kl. 20.30. Að- gangseyrir er 500 kr. en 300 kr. fyrir félaga í Listaklúbbnum og Námunni. ÆFINGAR eru nú hafnar hjá Leik- félagi Reykjavíkur á sögu Snæfríð- ar Islandssólar, Hinu ljósa mani. Er hér um að ræða nýja leikgerð Bríetar Héðinsdóttur eftir íslands- klukku Halldórs Laxness. „Leikbúningur Bríetar er veru- lega frábrugðinn fyrri leikgerðum af íslandsklukkunni og mun án efa koma á óvart," segir í kynningu. Ný frumsamin tónlist er eftir Jón Nordal. Sigrún Edda Björnsdóttir er í hlutverki Snæfríðar íslandssólar en Pálína Jónsdóttir leikur Snæ- fríði unga. Til gamans má geta þess að þetta er í annað sinn sem Sigrún Edda túlkar Hið ljósa man, en hún lék íslandssólina í sýning- um Nemendaleikhússins á Islands- klukkunni 1981. Aðrir leikendur eru; Ari Matthí- asson, Guðmundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Jón Hjartarson, Kristján Franklín Magnús, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Pétur Einarsson, Sigurður Karlsson, Soffía Jakobsdóttir, The- ódór Júlíusson, Valgerður Dan, Þorsteinn Gunnarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. SIGRÚN Edda Björnsdóttir sem Snæfríður íslandssól eldri og Pálína Jónsdóttir sem Snæfríður íslandssól yngri. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir, leikmynd gerir Stígur Steinþórs- son, búninga Messíana Tómasdótt- ir og lýsingu annast David Walters. Verkið um Hið ljósa man verður frumsýnt 1. mars. Hið ljósa man í Borg'arleikhúsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.