Morgunblaðið - 28.01.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
BORÍS Jeltsín ásamt nokkrum þekktustu umbótasinnunum, sem
nú hafa allir verið Ieystir frá störfum. Forsetanum á hægri
hönd er Jegor Gaidar, þáverandi forsætisráðherra en við hlið
hans situr Viktor Barinnkov, öryggismálaráðherra. Forsetinn
ræðir við Gennadíj Búrbúlis, helsta ráðgjafa sinn.
þess að leiða Rússa frá þessari arf-
leifð í átt til vestrænna hugmynda
um einstaklinginn, lýðræðið og
markaðsbúskapinn. Hernaðurinn í
Tsjetsjníju og aukin áhersla á að
sigrast verði á þeirri upplausn sem
einkennt hafa samfélag Rússa á síð-
ustu árum er til marks um að upp-
hefja eigi á ný hagsmuni ríkisins.
Fleiri dæmi má nefna í þeirri við-
leitni að rökstyðja þessa skoðun enn
frekar. Á síðustu árum Gorbatsjovs
í embætti og allt þar til í fyrra voru
Rússar tilbúnir til að slaka verulega
á kröfum sínum í viðræð-
um um afvopnun - svo
ekki sé minnst á samein-
ingu Þýskalands - gegn
efnahagsaðstoð sem
heitið var úr vestri. Hug-
myndin var einföld; með
þvi að veita Rússum
efnahagsaðstoð reyndist
unnt að bæta kjör alþýðu
manna sem aftur myndi styrkja
stjórn Borís Jeltsíns í sessi sem aft-
ur skapaði forsendur fyrir frekari
samningum um afvopnun, stækkun
NATO til austurs ofl.
Aukið viðnám Rússa
Nú þegar fyrir liggur, að and-
stæðingar þessarar stefnu hafa
styrkt mjög stöðu sína í rússneskum
stjórnmálum, hagsmunir stórra
þjóðfélagshópa hafa verið fyrir borð
bornir og kjör margra hafa versnað
til muna, ætti ekki að koma á óvart
. að Rússar veiti aukið viðnám í við-
skiptum sínum við Vesturlönd.
Efnahagsaðstoðin hefur komið að
takmörkuðu gagni enda oftar en
ekki bundin skilyrðum. Eftirgjöf
rússneskra ráðamanna hefur að
mjög margra mati ekki þjónað hags-
munum ríkisins, heldur þvert á
móti veikt mjög stöðu Rússlands á
alþjóðavettvangi.
Ástandið í Tsjetsjníju og raunar
á Kákasus-svæðinu er augljóslega
ógnun við einingu ríkisins og skapar
hættulegt fordæmi. Því er það svo
að Rússar hafa með vax-
andi þunga ■ krafist þess
að CFE-sáttmálanum frá
1990 um niðurskurð á
sviði hefðbundis herafla
í Evrópu verði breytt
þannig að Rauði herinn
geti látið til sín taka á
þessu eldfnna svæði.
Vísbendingar hafa
borist um að Rússar ætli sér ekki
að standa við ákvæði samninga sem
þeir Bill Clinton Bandaríkjaforseti
og Borís Jeltsín undirrituðu í
Moskvu í maí í fyrra. Þar var m.a.
kveðið á um gagnkvæmt eftirlit með
framkvæmd eldri sáttmála um
fækkun gjöreyðingarvopna. Að auki
var þar að finna öryggisráðstafanir
varðandi meðferð og geymslu
geislavirkra efna, sem m.a. fólu í
sér að ríkin skiptust á viðeigandi
upplýsingum um þetta með reglu-
legu millibili. Þetta hefur ekki geng-
ið eftir og bandarískir embættis-
menn kveðast ekki eiga von á því
að Rússar uppfylli þessi ákvæði.
Minna ber nú en áður á yfirlýsing-
um vestrænna stjórnmálamanna um
nauðsyn þess að Atlantshafsbanda-
lagið verði stækkað til austurs með
inngöngu Póllands, Tékkneska lýð-
veldisins og Ungverjalands. Rússar
hafa enda gerst sífellt harðorðari
er þeir hafa fordæmt þessi áform
og m.a. sagt að gildandi afvopnun-
arsáttmálar kunni að verða endur-
skoðaðir einhliða verði NATO þanið
út allt að vesturlandamærum Rúss-
lands.
Kalda stríðinu lauk er Míkhaíl
Gorbatsjov samþykkti að sameinað
Þýskaland tilheyrði NATO. Þá eft-
irgjöf hyggjast ráðamenn eystra
ekki endurtaka. Trúlega
er ekkert eitt efni eldfim-
ara en stækkun NATO í
samskiptum austurs og
vesturs og gera má ráð
fyrir snöggu kuldakasti
verði frekari skref stigin
í þá átt.
Þegar það sem hér hef-
ur verið nefnt - stríðið í
Tsjetsjníju, krafan um breytingar á
CFE-sáttmálanum, tregða við að
uppfylla ákvæði afvopnunarsamn-
inga, aukin harka í andstöðu Rússa
við stækkun NATO og hótanir um
endurskoðun eldri afvopnunarsamn-
inga verði af henni - er tekið sam-
an blasir við, sterk vísbending, hið
minnsta, um afturhvarf til hags-
munagæslu í nafni rússneska ríkis-
ins. Það felur í sér upphafningu við-
tekinna rússneskra gilda og efa-
semdir um mörg þeirra vestrænu
viðmiða sem rutt hafa sér til rúms
á undanförnum árum.
Föðurlandshyggja
Eðlilegt er að þessi þróun hafi í
för með sér að nokkuð kuli í sam-
skiptum Rússa og Vesturlanda.
Telja má víst að horfið verði frá
nokkrum helstu kennisetningum
„umbótastefnunnar" sem fylgt hef-
ur verið í tíð Jeltsíns og skiptir þá
litlu hvort hann verður endurkjörinn
eður ei. Sú skoðun nýtur vaxandi
fylgis að „umbæturnar" séu ekkert
annað en tilraun til að þröngva vest-
rænu hagkerfi og vest-
rænni heimspeki upp á
þjóð, sem eigi sér einstaka
arfleifð og hafi nú sem
áður ákveðnu sögulegu
hlutverki að gegna.
En þótt þessi verði
raunin fer því fjarri að
þróunin í Rússlandi stefni
í átt til kommúnískra
mannréttindabrota og miðstýringar.
Endui-vakin rússnesk föðurlands-
hyggja mun hins vegar fela í sér
afdráttarlausari skilgreiningar en
áður, sérstaklega í samskiptum við
Vesturlönd. Hún með öðrum hætti
en áður reyna á hæfileika ráða-
manna í vestri og mun kalla á að
afstaða í einstökum málum, sem
varða Rússa, verði samræmd í aukn-
um mæli.
Forsetakosningarnar í júní verða
að sönnu mikilvægur atburður í
sögu Rússlands en ætla má að á
næstu misserum komi í ljós hvers
konar ríki rís upp úr rústum sovét-
kommúnismans. Atburðarásin síð-
ustu sex árin mun aðeins að tak-
mörkuðu leyti endurspegla hið nýja
Rússland.
Hvers konar
ríki rís upp úr
rústum sovét-
kommún-
ismans?
Þá eftirgjöf
hyggjast
ráóamenn
eystra ekki
endurtaka.
PETER PAN
NANNIES
Vantar nauðsynlega barnfóstrur
í áhugaverð störf hjá
fjölskyldum víðs vegar um
England og Skotland.
Hringið í síma
00 441202 299664
eðafaxOO 441202 290147.
Bæjarhrauni 14 Hatnarfirði
565 3900
Bókakynning
Guðspekifélagsins
í dag kl. 15-19
f tilefni af endurskipulagningu
og opnun bókasafns félagsins
verður haldin bókakynning í
húsi þess í Ingólfsstræti 22.
Til sýnis verða hátt á annað
þúsund titlar um andleg mál í
bókasafni félagsins. Auk þess
eru um níu hundruð valdir
titlar til sölu hjá bókaþjónustu
félagsins.
Komíó og kynnið ykkur
landsins besta úrval
af andlegum bókmenntuml
SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 13
—
Paradís í Karíbahafi
Islenskur fararstjóri:
Hildur Björnsdóttir
Puerto Plata Village
Odýr, örugg, falleg og spennandi. Fyrir þig á einstöku tilboði í
janúar. Gríptu tækifærið núna - burt úr myrkrinu, kuldanum
og stressinu. Láttu drauminn rætast.
Algjör
draumastaður
með öllu
inniföldu, eða
5*
Renaissance.
Brottfarir
vikulega.
Janúarbrottfarir uppseldar
Fáein sæti laus í febrúar
Siglingar
á hinum frábæru skipum Carnival Cruise Lines: Imagination,
Sensation, Celebration. Nokkrir viðbótarklefar á
sérkjörum 2 fyrir I. Pantið með góðum fyrirvara.
Þú velur ferðadaga og tímalengd sjálfur.
Við veitum þjónustuna.
Þú finnur ekkert ódýrara!
Sérstök
páskaferð
29. mars.
Aðeins 3
vinnudagar
FERÐASKRIFSTOFAN
PRIMA!
HEIMSKLUBBUR INGOLFS
Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 562-0400, fax 562-6564