Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 35 MINNINGAR ÞORKATLA RAGNHEIÐUR EINARSDÓTTIR + Þórkatla Ragn- heiður Einars- dóttir fæddist á Búðum á Snæfells- nesi, 13. apríl 1904. Hún lést í Reykja- vík 17. janúar sið- astliðinn. Foreldrar hennar voru: Ólafía Guðfinna Jónsdótt- ir af Ormsætt og Einar Þorkelsson, rithöfundur og seinna skrifstofu- sljóri Alþingis. Al- systkini Ragnheið- ar eru Hrefna sem er látin, Hrafnkell sem er látinn og Ragnheiður yngri látin. Systir Ragnheiðar sammæðra er Ing- unn Asgeirsdóttir, kona Valdi- mars Jóhannssonar bókaútgef- anda. Ragnheiður á fjögur hálf- systkini samfeðra á lífi. Þau eru Björg Einarsdóttir rithöfundur, Ólafía Einarsdóttir sagn- fræðingur, Askell Einarsson fram- kvæmdastjóri og Þorkell Einarsson prófessor. Ragnheið- ur var send fárra vikna gömul í fóstur til hjónanna Sólveig- ar og Vigfúsar á Kálfárvöllum. Þar var hún til sjö ára aldurs, en fór þá aft- ur til foreldra sinna sem bjuggu þá í Reykjavík, hún var hjá þeim í fjögur ár en fór þá að Leirulækjarseli á Mýrum til hjónanna Stefáns Ingimundar- sonar og Steinvarar Guðmunds- dóttur. Ragnheiður fermdist í Alftaneskirkju á Mýrum, en þar dvaldi hún hjá frænda sínum Haraldi Bjarnasyni og konu hans Mörtu Níelsdóttur. Ragn- heiður var kaupkona hjá hjón- unum Jóni Einarssyni og Helgu á Miðhúsum í Alftaneshreppi. Ragnheiður giftist Stefáni Karli Þorlákssyni bakara og hófu þau búskap í Borgarnesi þar sem elsta dóttir þeirra fæddist. Þau fluttust svo til Seyðisfjarðar og bjuggu þar í um 20 ár. Börn þeirra eru: Ell- en Svava, gift Sigurði Einars- syni sem er' látinn, Sólveig Bára, gift Erlingi Eyjólfssyni; og Hulda, gift Alfreð Clausen sem er látinn. Yngsta barnið var drengur, fæddur 17. janúar 1927. Hann lést fárra mánaða óskírður. Utför Þórkötlu fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, mánu- daginn 29. janúar, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Kripalujóga Ný námskeið að hefjast Grunnnámskeið 5. feb. (8 skipti) mán. & mið. kl. 16.30-18.00 Grunnnámskeið 13. feb. (8 skipti) þri. & fim. kl. 20.00-21.30 Hugleiðslutímar þri. & fim. kl. 15.30-16.00. Kripalujóga stuðlar m.a. að; Auknum líkamlegum og andlegum styrk. Koma á jafnvægi í mataræði og líkamsþyngd. Losna undan spennu og áhyggjum. Jóga gegn kvíða MIG langar í fáum orðum að minn- ast langömmu minnar Þórkötlu Ragnheiðar Einarsdóttur eða ömmu á Njálsgötunni eins og ég kallaði hana alltaf. Hún var yndisleg kona og það var alltaf svo notalegt að koma til hennar. Hún kenndi mér að spila á spil og leggja kapal og oft sagði hún mér sögur sem hún hafði samið sjálf. Hún var einnig mjög hagmælt kona og orti margar skemmtilegar vísur sem hún fór með fyrir mig. Oft fylgdu vísur með afmælisgjöfunum frá henni. Ég hef frá barnsaldri dundað mér við að setja saman stökur og amma hafði oft mjög gaman af skáldskapnum í mér. Hún sagði stundum við mig BERGSTEINN KRISTJÓNSSON + Bergsteinn Krisljónsson fæddist á Minna-Mosfelli í Grímsnesi 22. mars 1907. Hann lést á Ljósheimum á Selfossi 20. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfoss- kirkju 27. janúar. AÐ LOKNUM góðviðrisdegi við Laugarvatn myndast oft sérstök kyrrð. Þetta e'r náttúrustemmning sem ósjálfrátt leitar á hugann, þegar komið er að leiðarlokum í lífi afa míns og nafna Bergsteins Kristjóns- sonar. Hann var gæfumaður og ein- stakt ljúfmenni sem skapaði sér gott orðspor á lífsleiðinni með per- sónueiginleikum sínum og hæfileik- um. Ævinni varði hann við Laugar- vatn, en hann var uppalinn í Utey í Laugardal hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi, sonur ábúenda þar Kristjóns Ásmundssonar og Sig- ríðar Bergsteinsdóttur. Eftir ýmis störf á yngri árum og nám við kennaraskólann og í Eng- landi réðst hann til kennslu við ný- stofnaðan Héraðsskóla á Laugar- vatni 1931. Stofnun héraðsskólanna á þriðja og fjórða áratug aldarinnar var sérstakt áhugamál Jónasar frá Hriflu með það að markmiði að upp- fræða æsku sveitanna. Skólunum voru valdir staðir í dreifbýli þar sem jarðhita naut við. Bygging héraðsskólans var aðeins upphafið að öflugu skólastarfi á Laugarvatni og fleiri skólar fylgdu á eftir. Kennarastarfið varð ævistarf afa og samfara því tók hann að sér ýmis verkefni, svo sem bókhald fyr- ir skólana, fjárvörslu fyrir nemendur og stjórn sumarhótelsins í Héraðs- skólanum. Ég kynntist afa best þau sumur sem ég dvaldi hjá honum og ömmu á tíunda og ellefta ári. Það var í mörg horn að líta hjá okkur nöfnun- um við rekstur hótelsins eða svo fannst mér að minnsta kosti. Þessi sumur eru mér minnisstæð fyrir það fjölbreytta mannlíf sem var á staðn- um og alþjóðlegt andrúmsloft sem ríkti á hótelinu við móttöku erlendra gesta, en þeir komu í stórum hópum á vegum ferðaskrifstofanna og höfðu viðkomu á Laugarvatni. Afi kynnti mig oft fyrir fólki sem nafna, og hnýtti því stundum við, að þetta ónefni yrðum við að bera til æviloka. Þetta þótti mér einkenni- legt og talaði einslega við hann um það. Þó kennslustarfið væri hans aðalstarf þá varði hann miklum tima í þau verkefni sem hann tók að sér. Fyrir utan hótelstjórnina var vinnan við bókhaldið tímafrek, en það var allt handfært á þeim tíma. Þjónusta við nemendur tók vafalaust einnig drjúgan hluta af hans tíma. Öll þessi störf vann hann af trúmennsku og samviskusemi. Við fráfall aldins gæfumanns og mikils fjölskylduföð- ur er söknuður í huga afkomenda og vina, en líkt og að loknum góð- viðrisdegi við Laugarvatn er kyrrðin honum kærkomin eftir gott dags- verk. Minning um góðan mann mun lifa meðal okkar. Bergsteinn Einarsson. að ég væri atómskáld. Ég skildi ekki þá hvað það var að vera atóm- skáld, en mér fannst það voða flott- ur titill. Oft sátum við amma og ræddum um lífið og tilveruna. Þá bar margt á góma og ýmislegt var rætt. Hún var mjög berdreymin og oft snerust umræðurnar um drauma og merk- ingu þeirra. Ég fór mjög snemma að hafa áhuga á draumum og ráðn- ingu þeirra og er það ekki síst ömmu að þakka. Oft verður mér hugsað til hennar þegar ég er að velta fyr- ir mér draumi sem mig hefur dreymt. Fyrir 14 árum eignaðist ég fyrsta langalangömmubarnið hennar. Hún var mjög hreykin af fimmta ættliðn- um í fjölskyldunni. Langalanga- ömmubörnunum fjölgaði svo smám saman á næstu árum. Hún sagði oft með stolti í röddinni þegar hún fylgdist með smáfólkinu í fjölskyld- unni. ;,Hvert á þeim að bregða börn- unum nema beint í ættina?" Það er af svo mörgu að taka þegar ég læt hugann reika til baka. En ég ætla að láta staðar numið hér og geyma minninguna um ömmu í hjarta mínu. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að og ég er sannfærð um að við munum hittast aftur einhvers staðar annars staðar. Elín Bára Karlsdóttir. Ásmundur Gunnlaugsson 6. feb. (8 skipti) þri. & fim. kl. 20.00-22.00 Námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Leiðbeinandi: Ásmundur Gunnlaugsson jógakennari. Uriel West Meiriháttar dansupplifun með Uriel West 4 helgar í Yoga Studio, Hátúni 6A Notaður verður dans, tjáning, hljóð, teikning & slökun til að öðlast meiri gleði og heilbrigði. 2.-4. febrúar: Handan meðvirkni 9.-11. febrúar: Að sættast við sjálfan sig 16.-18. febrúar: Að losna úr viðjum kvíðans 23.-25. febrúar: Uppgötvaðu það besta i sjálfum þér. Ath. þátttaka í öllum 4 helgunum veitir leiðbeinandaréttindi. Kynningarkvöld verða miðvikudagana 31. jan., 7. feb. og 14. feb. kl. 20.00-21.30. Aðgangseyrir kr. 500. Jógakort í viku fylgir hverju helgarnámskeiði. Uriel West hefur starfað sem leiðbeinandi í 26 ár. Hann hefur haldið námskeið viða um Bandaríkin, Kanada og Evrópu. Með áhuga sínum og lífsgleði hefur hann hjálpað ljölda manns að öðlast frelsi og lifsgíeði. Upplýsingar og skráning: Nanna Mjöll Atladóttir s. 567-5759. Nuddstofan í Yoga Studio namudd, klass Bjóðum uppá svæðameðferð, slökunamudd, klássískt nudd, heildrænt nudd, íþróttanudd, nudd við vöðvabólgu, höfuðnudd og reiki-heilun. Nudd frá kr. 1.600 klst. og svæðameðferð kr. 1.700. 1 1/2 klst. 10% afsláttur ef keypt er 5 skipta kort. Y06A STUDIO Kripalujóga 1 Hátúni 6A, 105 Reykjavík, sími 511-3100 Leikfimi hugar og líkama Falleg sérliýli á frábæru verði Starengi 8-20 • OPIÐ HUS I DAG KL. 14-16 Starenjíi 8 - 20 Ýmsar upplýsingar 3ja herbergja íbúð á 6.950.000 4ra herbergja íbúð á 7.700.000 Mjög fallegt útlit Sérinngangur í allar íbúðir Hver fbúð sérbýli íbúðum skilað fullfrágengnum að innan sem utan Lóð fullfrágengin Hiti í gangstéttum Malbikuð bílastæði Örstutt á leikvöll, í leikskóla og grunnskóla. Allar innréttingar og hurðir úr kirsubérjaviði Öll gólfefni frágengin Flísalagt baðherbergi Flísalagt eldhús Þvottahús í ibúð Mjög vandaður frágangur Dærrti urn greiðslur: 3ja herbergja íbúð Verð 6.950.000 Greiðsla við samning Húsbréf Greiðsla við afhendingu 400.000 4.865.000 1.685.000 Samtals: 6.950.000 Sjún ( i HÖgu nlau i SýijÍugHiiliniÁ Uppl. í síma 5670765 Mótás ehf. Stangarhylur 5. Fax 567 0513

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.