Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 27
26 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MORGUNBLADIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 27 + STOFNAÐ 1913 UTGEFANDl FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BJARG ÞÆR umræður, sem nú standa yfir um framtíð vistheimilis- ins á Bjargi, eru skýrt dæmi um þær ógöngur, sem sparnaðarað- gerðir á spítölunum eru komnar í. Á Bjargi búa að jafnaði 12 til 14 einstaklingar, sem eiga við geðklofasjúkdóm að stríða, sem er einn hinn erfiðasti á sviði geð- sýki. Þessir einstaklingar geta ekki, á þeim tíma sjúkdómsins, sem þeir eru vistaðir á Bjargi, búið einir og óstuddir og það er í mörgum tilvikum til of mikils mælzt, að fjölskyldur þeirra sjái um þá. Þess vegna er óhjákvæmi- legt, að samfélagið taki á sig kostnað af vistun þeirra, m.ö.o. að kostnaður við vistun þeirra sé greiddur úr sameiginlegum sjóði. Nú hefur Ríkisspítölum verið gert að draga verulega úr útgjöld- um. Að því verki er staðið á þann hátt, að niðurskurðinum er skipt niður á hinar ýmsu deildir þ.á m. á geðdeild Landspítalans. Á þeirri deild hefur hvað eftir annað á undanförnum árum verið gripið til lokana vissan hluta ársins til þess að mæta kröfum um niðurskurð útgjalda og á sl. ári lýstu talsmenn deildarinnar yfir því, að niður- skurðurinn væri kominn svo langt, að af því stafaði bein hætta fyrir sjúklinga. Geðdeild Landspítalans stendur frammi fyrir því að skera niður útgjöld um 42 milljónir króna. Um þetta segir Tómas Helgason, yfir- læknir í samtali við Morgunblaðið í gær: „Núna stöndum við s.s. frammi fyrir því, að velta því fyr- ir okkur hvort einhver starfsemi ættl frekar að vera á vegum ein- hverra annarra. Niðurstaðan varð sú, að eðlilegt gæti talizt, að umönnun fatlaðra, eins og búa á Bjargi, væri á vegum félagsmála- stofnana, svæðisstjórna og ann- arra slíkra." í þessu felst, að kostnaður við vistun þeirra einstaklinga, sem nú búa á Bjargi færist til innan opin- bera kerfisins. Hann fellur ekki niður. Þegar litið er á opinbera reksturinn í heild mun ekki takast að draga úr útgjöldum, sem nemur þeim 22 milljónum króna, sem reksturinn á Bjargi kostar. Það er raunar fullkomið álitamál, hvort yfirleitt mun takast að draga úr þessum kostnaði að nokkru ráði. Hann verður eftir sem áður greiddur úr sameiginlegum sjóði skattgreiðenda. En hann verður ekki bókfærður hjá Ríkisspítölum. í þessu felast ógöngur hins op- inbera í niðurskurðaraðgerðum. Það er ekki í þessu tilviki og mörg- um öðrum verið að ná fram raun- verulegum sparnaði. Kostnaður, sem er skorinn niður á einum stað kemur fram annars staðar. M.ö.o. er þetta ákveðinn blekkingarleik- ur. Þetta er ástæðan fyrir því, að í umræðum um þessi mál af hálfu Morgunblaðsins, hefur siðustu mánuði verið lögð áherzla á, að taka yrði sparnaðaraðgerðir í heil- brigðisgeiranum nýjum tökum. Það er ekki árangur í raun að færa útgjöld til í opinbera kerfinu. Það getur gert forráðamönnum Ríkisspítala kleift að lýsa því yfir að þeir hafi staðið við fyrirheit um sparnað eða að þeir hafi orðið við kröfum um sparnað. En kostn- aðurinn fyrir skattgreiðendur er nánast sá sami. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í gær: „Þó svo ráðu- neytið skipti sér ekki af rekstri einstakra deilda Ríkisspítalanna lýsi ég því yfir, að ef Bjargi verð- ur lokað verður fundið öruggt skjól fyrir alla heimilismenn." Þessi yfirlýsing er mikilsverð, en í henni felst, að hið opinbera mun áfram standa undir kostnaði við vistun þessara einstaklinga. Nú er auðvitað hugsanlegt að það takist að finna leið til þess að sjá fyrir því á hagkvæmari hátt en á Bjargi. Um það ' segir Tómas Helgason: „Hvað þjónustan kostar fer mikið eftir því, hversu mikil hún er og því er erfitt að segja til um, hvort hægt væri að ná fram sparnaði við vistun heimilismanna á Bjargi annars staðar. Hitt er ljóst að starfsemi á vegum Geð- hjálpar, Geðverndar og vernduð heimili sveitarfélaganna eru ódýr- ari.“ Bjargsmálið er dæmi um það, að hið opinbera þarf að hugsa upp á nýtt, hvernig staðið er að sparn- aðaraðgerðum. Við höfum lært mikið í þeim efnum á undanförn- um árum. Eitt af því er það, að tilfærsla á útgjöldum er ekki sparnaður. Augljóslega er í þessu máli fyrst og fremst um tilfærslu á útgjöldum að ræða. Svarar sú tilfærsla kostnaði? FLOKKAR OG VEIÐI- LEYFA- GJALD IMORGUNBLAÐINU í gær var frá því skýrt, að hugmyndir um veiðileyfaleigu innan kvóta- kerfisins hefðu verið ræddar á fundi framkvæmdastjórnar Al- þýðubandalagsins fyrir nokkrum dögum. Þessar umræður eru í beinu framhaldi af samþykkt landsfundar Alþýðubandalagsins sl. haust um nýja stefnumörkun í sjávarútvegsmálum. Þessar umræður innan Alþýðu- bandalagsins eru mikilvægar. Smátt og smátt er stuðningur við þær grundvallarhugmyndir, að útgerðin greiði verð fyrir aðgang að auðlindinni að ná meira fylgi innan stjórnmálaflokkanna. Nú . þegar hafa Alþýðuflokkur og Þjóð- vaki lýst fylgi við þær hugmyndir. Þær eiga einnig vaxandi fylgi að fagna innan Kvennalistans. Um- ræðurnar innan Alþýðubandalags- ins nú eru þess vegna þýðingarmi- klar. Minna hefur farið fyrir slíkum umræðum á vettvangi Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks. Þó er ljóst að verulegt fylgi er við þessar hugmyndir innan Sjálf- stæðisflokksins og m.a. hefur varaformaður flokksins lýst stuðningi við þær. Innan Fram- sóknarflokksins fjölgar þeim einn- ig, sem krefjast breytinga á núver- andi kerfi. Fyrir flokkana sjálfa skiptir verulegu máli, að þeir taki frum- kvæði í þessum efnum. Frambjóð- endur þeirra urðu þess áþreifan- lega varir á framboðsfundum sl. vor hver hugur fólksins í landinu er. Morgunblaðið fagnar þessum atbeina Alþýðubandalagsins. HELGI spjall 1 1 VIÐ VORUM JL AO»saman að skemmta okkur svolítið niðri á Hótel Borg einn eft- irmiðdag sem oftar, Tómas, Þorsteinn Gylfason og við Kristján Karlsson, og þá kom Jónas Árnason að borðinu til okkar og sagðist hvorki botna upp né niður í mér, en við ættum tvennt sameiginlegt, Tómas Guðmundsson og flokksleysið. Síðan fórum við með honum út í Alþingi og sátum nokkra stund í þingflokksherbergi Alþýðubandalags- ins. Þá ítrekaði Jónas að við ættum það sameiginlegt að enginn gæti sagt, Hann er flokksþróðir minn(!) Ég sagðist hafa svipaða afstöðu til rómantíkur og Jónas einsog hún kom fram í Þjóðviljaviðtali við hann. Jónas sagði það hlyti að vera einhver misskilningur, Við getum ekki átt sömu rómantíkina! En við eigum Tóm- as sameiginlega, skáldskap hans og snilld. Jónas Ámason var skemmtilegur og ég taldi það til tímamóta í samtímasögunni að við skyldum sitja þarna í þingflokksherbergi Alþýðubandalagsins og blóta Bakkus. Mér fannst það upplífgandi tilbreyting. 0 g ég hygg þetta herbergi hafi aldrei verið betur notað! ~\ ~\H ÞEGAR Tómas afhenti mér kvæðið um 11 I *hundinn Stubb sem hann bar mjög fyrir brjósti breytti hann tveimur línum áðuren kvæðið birt- ist í jólalesbók. í fyrsta kafla stóðu þessi orð: Þá þótti mér sem því ég gæti treyst, að þú gætir úr hvetjum vanda leyst. Þessu breytti hann svo: Þá þótti mér sem því ég gæti treyst, að þú fengir úr hverjum vanda leyst. Og í IV kafla er svofellt erindi: Og hvort ber nokkur gæfa oss guði nær en góðvild sú, er ávallt litið fær á saklausasta smælingjann sem bróður? Hver sæla meiri en vera honum góður? Upphaflega var þetta erindi svo: Og hvort ber nokkur gæfa oss guði nær en góðvild sú, er ávallt litið fær á saklausasta smælingjann sem bróður? Hvað sælla en að Vera honum góður? 1 1 O ÞEGAR menn leita að skírskotunum í verk- A lö»um rithöfunda, vill það oft gleymast, að þeir eru að koma einhverju af sjálfum sér á framfæri, sem liggur ekki í augum uppi í verkinu, og þá miklu frekar en þeir séu að fjalla um annað fólk eða skrifa það inní söguna. Þóað enginn þekki sjálfan sig vel má ganga að því vísu, að listamenn þekki sjáifa sig betur en annað fólk. Ef Brandur ábóti er höfundur Hrafnkötlu, þá er hann fyrstogsíðast að gera grein fyrir einhveijum djúpstæðum þætti í honum sjálfum, frekaren hann sé að leiða frændfólk sitt fyrir einhvem æðsta dóm í verki sínu. Þannig lýsir Borgarlíf miklu frekar einhveiju, sem liggur djúpt í eðli Ingimars Er- lends Sigurðssonar, en öðru fólki, svo ég taki nærtækt dæmi. Sagan getur því ekki verið nein- úttekt á okkur Bjarna Benediktssyni, sem Ingimar Erlendur þekkti ósköp lítið, þegar hann skrifaði hana sem gagnrýni á Morgunblaðið og íhaldið á sínum tíma. Honum er það sjálfum innan handar að skýra þetta, en bezt gæti ég trúað því að Ingimar Erlendur teldi sig einfaldlega hafa verið að skrifa skáldsögu um sjálfan sig og um- hverfí sitt, einsog hann upplifði það í dagdraumum sínum. Og boðskapurinn sé listin sjálf, hvemigsem til hefur tekizt. M GUÐBRANDUR ÞOR- láksson biskup hrósaði Vestfirðingum fyrir áhuga á andlegum verðmætum, þegar hann hafði gefið út biblíuna sem við hann er kennd. Agaðir af miklu umhverfi og háskasamlegu hafi leit- uðu þeir athvarfs í mikilvægum ritum um örlög mannsins andspænis forsjón og nátt- úruöflum. Þessi afstaða hefur fylgt vest- fírzku mannlífí æ síðan og birtist hvað eftirminnilegast í sígildum verkum Guð- mundar G. Hagalíns. Það var úr þessu umhverfi sem Ásgeir Jakobsson var sprottinn og bar hann því fagurt vitni alla tíð, bæði í afstöðu sinni og ritverkum. Hann var sérstæður stílisti og hið salta viðhorf Vestfírðingsins fylgdi honum inn í eftirminnilegt andrúm verka hans, hvort sem þau fjölluðu um einstaka athafnamenn eða skáldsagnapersónur sem áttu rætur í umhverfi hans og skáld- legri hneigð. Hann ræktaði öðrum betur þá arfleifð sem beið hans og hafði við andlát sitt skilað miklum andlegum verð- mætum sem hvorki ryð né mölur fá grand- að. Hið sjálfstæða viðhorf Ásgeirs birtist ævinlega í verkum hans og augljóst mátti vera að hann laðaðist að þeim atgervis- mönnum sem höfðu staðið í brúnni á þjóð- arskútunni þegar sú mikla sigling hófst sem fleytti okkar úr fátækt og hokri inn í glæsta veröld mikilla fyrirheita. Þeir sem þar höfðu forystu voru hans menn. Og til þeirra leitaði hann helzt þegar þörfín kom að fínna kröftum sínum viðnám. Þeir voru hans líkar, sérstæðir og án þess að falla inn í fjöldann; kraftmiklir hugsjónamenn og brautryðjendur sem höfðu eins og hann sjálfur hafízt úr fátækt og brotizt áfram af þeim metnaði sem þjóðin þurfti hvað mest á að halda. Þeir vissu um margvísleg- ar hættur á þessari siglingu en létu aldrei bilbug á sér fínna; höfðu marga fjöruna sopið þegar yfir lauk. Af slíkri reynslu gat Ásgeir sjálfur einnig státað og það fór enginn af hans fundi án þess að hafa aukið sjálfum sér styrk og bætt alin við andlegt þrek sitt og auðnugóð fyrirheit. Af því nutu lesendur Morgunblaðsins góðs og ber að þakka það, ekki sízt við leiðarlok. Sjórinn átti hug Ásgeirs Jakobssonar allan og honum tengdust helzt þau afrek sem hann vann með ritlist sinni. Hann fór sínar eigin leiðir þegar hafíð var annars vegar, ekki síður en endranær, og skoðan- ir hans voru hertar í eigin reynslu og því umhverfi sem agaði hann ungan og kenndi honum að það kostar að vera karlmaður, svo að vitnað sé til einnar helztu sögu- hetju Ha_galíns. Til gamans mætti því vel kveðja Asgeir Jakobsson, þennan eftir- minnilega fulltrúa íslenzkrar mannúðar- stefnu og mikilvægrar arfleifðar, í þeim anda sem honum hefði sjálfum bezt líkað og vitna til orða í þessari sömu vestfirzku sögu, Sturlu í Vogum, en þar segir í upp- hafi 25. kafla: „Þorskurinn er mislynd skepna, og þó að lærðir menn séu nú að setja upp merkissvip, já, nærri því forsjón- arsvip, og gera nákvæmar athuganir á hans eðli - og mjög svo sanngjamar ákvarðanir um hans háttemi, helzt að segja hreint og beint leggi vegi fyrir hann um hafdjúpin, þá er nú síður en svo, að hann virði þetta við þá á nokkurn hátt. Hann fer sinna ferða sitt á hvað, rétt eins og engir gáfaðir vísindamenn eða góðvilj- aðir leiðtogar væru til í þessari veröld. Mislyndur og einþykkur hafði hann löng- um reynzt þarna í fjörðunum. Það var nú fyrst og fremst það, að hann sýndist gefa mjög lítið um suma þeirra, en hafa aftur alveg sérstakt álit á öðrum. Einn sá allra helzti af þessum eftirlætisfjörðum þorsk- skepnunnar var Hamrafjörðurinn. En það voru engu að síður margir og margvísleg- ir dintirnir í honum þar. Það var nú til að mynda ekki mikið á það að treysta, hvenær hann kæmi, hvað mikið yrði af honum og hvað lystugur hann yrði. Nei, þetta var allt saman upp og niður. Þá var kannski ekki alveg víst, hvað lengi hann stæði við. Stundum var hreint eins og hann væri bara á skemmtiferðalagi, svona rétt til þess að skoða sig um. Það var líka mjög misjafnt, hvort hann hélt sig bara á vissum stöðum eða dreifði skilmerkilega úr sér um allan fjörð, svo að sem flestum gætu orðið not að honum. Við og við hrúg- aðist hann allur inn í fjarðarbotn, eins og hann væri að hugsa um að hlaupa á fjöll og gera þar með að sannleika hina al- kunnu öfugmælavísu...“ Þrátt fyrir allt þetta trúði Ásgeir Jak- obsson og treysti á Hamrafjörð íslenzkrar framtíðar. Evrópa í augnm Eist- lendinga REYKJAVIKURBREF Laugardagur 27. janúar ÞEGAR LENN- ART Meri, forseti Eistlands, kom hingað til lands fyr- ir nokkram árum á þeim dimmu dög- um, þegar óvissa ríkti um framtíð Eystra- saltsríkjanna, var þeim sem hann hitti ljóst, að þar var enginn venjulegur stjórn- málamaður á ferð heldur merkur leiðtogi, sem hafði þroskast og herzt í eldi mikillar persónulegrar lífsreynslu og harmsögu lít- illar þjóðar. Eftir að Eystrasaltsríkin brut- ust undan oki Sovétríkjanna var Lennart Meri kjörinn forseti Eistlands og er nú einn af virtustu leiðtogum Evrópuríkja, þótt þjóðin, sem hann er fulltrúi fyrir, sé bæði fámenn og fátæk. Á laugardag fyrir viku flutti Lennart Meri ræðu í Þýzkalandi á vegum Bertels- mann-útgáfufyrirtækisins þýzka, þar sem hann lýsti viðhorfum sínum til framtíðar- þróunar Evrópu. Fróðlegt er að kynnast þeim viðhorfum, ekki sízt í ljósi umræðna síðustu daga hér um stöðu Rússlands gagnvart Evrópuráðinu en í þeim umræð- um hafa endurspeglast að nokkru leyti viðhorf manna til þátttöku Rússa yfirleitt í samstarfí Evrópuríkja. í ræðu sinni lagði forseti Eistlands áherzlu á, að Eistlendingar sæktu nú um aðild að Evrópusambandinu á jafnréttis- grundvelli. Allar hagtölur sýndu, að Eist- land gæti setzt að samningaborðinu með ESB nú þegar. Eistlendingar hefðu gert sér grein fyrir því strax í upphafi, að fá- menn þjóð, sem byggði á örsmáum heima- markaði og fátæklegum auðlindum, gæti því aðeins náð árangri, að hún opnaði atvinnu- og efnahagslíf sitt fyrir um- heiminum. Eistlendingar styðji því frelsi í efnahagsmálum skilyrðislaust og vilji byggja upp fijálsa verzlun. Eistneski markaðurinn væri eins og fríhöfn og þar væri ekkert rúm fyrir verndarstefnu í einni eða annarri mynd. Hröð einkavæðing, frjálsir fjármagnsflutningar og hagstæð íjármálapólitík, sem m.a. byggði á 26% flötum tekjuskatti, lítil yfirbygging og hagstæður vinnumarkaður, skynsamleg gjaldeyrisstefna og stöðugleiki í banka- starfsemi, allt þetta hefði gert það að verkum, að erlend fjárfesting væri meiri í Eistlandi en í öðrum ríkjum í Evrópum, sem nú berðust fyrir því að koma á marg- víslegum umbótum. Þessi lýsing á viðhorfum Eistlendinga er forvitnileg fyrir okkur íslendinga, þótt ólíku sé saman að jafna. Það er hins veg- ar sá kafli í ræðu Lennarts Meris, sem fjallaði um hina Nýju Evrópu, sem hlýtur að vekja meiri athygli okkar. I stuttu máli lýsti Meri þeirri skoðun, að Evrópa gæti aldrei náð að spanna Rússland og önnur aðildarríki Samveldis sjálfstæðra ríkja og þá gilti einu, hversu jákvæð þró- un yrði í þeim. „Hin nýja Evrópa og Rúss- land eru tvær einingar, svipaðar að stærð,“ sagði forseti Eistlands. „Hvorug einingin kemst fyrir í hinni,“ sagði Meri og bætti við að báðum hefði tekizt í stutt- an tíma að innlima hluta af hinni og báð- ar einingar hefðu gert tilraun til þess í fortíð, sem væri okkur ekki fjarlæg. „Ureltur og fáránlegur metnaður af því tagi er ekki lengur til staðar í hinni nýju Evrópu,“ sagði Lennart Meri en í „Rúss- 1 I i V ■ ÞINGVALLAVATN Morgunblaðið/RAX landi eru of margir, sem í fullri einlægni halda því fram, að þau vandamál og hætt- ur, sem Rússar standa andspænis, séu afleiðing af því að ríkið sé of lítið“. Til þess að koma í veg fyrir ófarnað Rúss- lands verði ríkið að stækka á nýjan leik. „Þar sem Rússland á marga nágranna - raunar fleiri en nokkur önnur þjóð í heimi - er auðvelt að skilja hvemig sú tilfinning að um mann sé setið, getur orðið til.“ Lennart Meri sagði að því stærra, sem Rússland væri eða vildi vera, þeim mun erfiðari yrðu vandamál þess. Hvorki Evr- ópa né samfélag Norður-Atlantshafsríkj- anna gæti létt þeirri byrði af Rússum, sem stærð ríkisins væri. En þetta samfélag gæti hins vegar staðið gegn heimsveldis- sinnuðum hugmyndum Rússa og verndað þá sjálfa og raunar veröldina alla frá „slys- um“ í framtíðinni. Lennart Meri sagði í ræðu sinni, að hann sæi einungis einn möguleika í sam- skiptum Evrópu og Rússlands. Þar sem hvorug einingin kæmist fyrir í hinni yrði að búa til nýja, stærri einingu, þar sem vel færi um bæði Rússland og samstarfs- ríki þess beggja vegna Atlantshafsins. Þátttaka í slíkri einingu hinna þriggja stóru mundi fullnægja þörf Rússa fyrir virðingu, sem væri mikil og mundi jafn- framt skapa svigrúm til lýðræðislegra umbóta, sem væri nýtt fyrir Rússum. Bitur reynsla að baki ÞEGAR MENN kynna sér þessi við- horf forseta Eist- lands er nauðsyn- legt að hafa í huga, að þar talar maður með bitra reynslu að baki, bæði persónu- lega og vegna þjóðar sinnar. Faðir hans var handtekinn af sovézku leyniþjón- ustunni fyrir engar sakir (sakaður um að hafa haft vopn undir höndum en „vopnið“ var bókahnífur!), sjálfur sat hann í sovézkum þrælkunarbúðum og þjóð hans kúguð áratugum og öldum saman af hinum volduga nágranna í austri. Þegar rætt er við Lennart Meri kennir hins vegar engrar beizkju í tali hans, heldur raunsæis. Forystumenn Eystra- saltsríkjanna búa yfír mikilli þekkingu á Rússlandi, Rússum, forystumönnum þeirra og samfélagi. Draga verður í efa, að nokkrir aðrir búi yfir jafn mikilli þekk- ingu nema þá forystumenn Úkraínu og Georgíu. Þessi þekking og reynsla Eyst- rasaltsríkjanna er ómetanleg fyrir Evr- ópuþjóðir í mati þeirra á framtíðarsam- skiptum við Rússa. Þegar forseti Eistlands talar um, að hvorug einingin, þ.e. Rússland og hin Nýja Evrópa, komist fyrir í hinni, á hann bersýnilega við, að það sé ekki fram- kvæmanlegt að innlima Rússland í allt samstarf Evrópuríkja á jafnréttisgrund- velli. Hins vegar er nauðsynlegt að undir- strika, að Lennart Meri hvetur hvergi til þess að Rússland verði einangrað frá samstarfi Evrópuríkja. í raun og veru eru ábendingar hans þær að Evrópuríkin ein út af fyrir sig, jafnvel þótt þau standi saman, ráði ekki við samskiptin við Rúss- land. Þar verði allt Norður-Atlantshafs- samfélagið að koma við sögu, þ.e. bæði Evrópuríkin og Bandaríkin. Meri spurði í ræðu sinni, hvað skipti máli og svaraði þeirri spurningu á þann veg, að það væri hin Nýja-Evrópa, sem í þrengri merkingu þýddi stækkun Evr- ópusambandsins og þar yrði að koma til eðlilegt jafnvægi. Og jafnvægi í huga Lennarts Meris þýðir, að með sama hætti og Mið-Evrópuríkin og þá sérstaklega Þýzkaland leggi áherzlu á aðild Póllands, Tékklands og Ungverjalands og Suður- Evrópuríkin leggi áherzlu á aðild Möltu og Kýpur, verði þessir sömu aðilar að skilja áherzlu Norður-Evrópuríkja og þá á hann bersýnilega við Norðurlandaþjóð- ir, á aðild Eystrasaltsríkjanna. Ekki fer á milli mála, að frá sjónar- hóli forseta Eistlands er Evrópusamband- ið pólitískt ríkjabandalag fyrst og fremst en ekki efnahagslegt bandalag eingöngu. Rök hans fyrir inngöngu Eystrasaltsríkj- anna eru fyrst og fremst pólitísk, þótt hann bendi á hagstærðir Eistlendinga, sem eins konar lykil að þessu pólitíska bandalagi. Áherzla hans á þennan þátt málsins er skiljanleg enda mundi aðild Eystrasaltsríkjanna að Evrópusamband- inu áreiðanlega vera ein mesta trygging sem þau gætu fengið fyrir öryggi sínu og sjálfstæði. Þegar við Islendingar gerðumst aðilar að Atlantshafsbandalaginu 1949 gengum við í raun til pólitísks samstarfs við ríkin beggja vegna Atlantshafsins í baráttunni við einræðisöflin í austri. Með lokum kalda stríðsins urðu þáttaskil. En hvað sem líður afstöðu okkar til aðildar að Evrópusambandinu er nauðsynlegt að við gerum okkur rækilega grein fyrir þeirri þróun, sem er að verða í Evrópu með vaxandi hraða, og hvaða stöðu við ætlum okkur sjálfum í þeirri Nýju-Evrópu, sem Meri talar um. „í stuttu máli lýsti Meri þeirri skoð- un, að Evrópa gæti aldrei náð að spanna Rússland og önnur aðildar- ríki Samveldis sjálfstæðra ríkja og þá gilti einu, hversu jákvæð þróun yrði í þeim. „Hin nýja Evrópa og Rússland eru tvær eihingar, svipaðar að stærð,“ sagði for- seti Eistlands. „Hvorug einingin kemst fyrir í hinni...“ T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.