Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 31 á ferðinni hressir, ungir menn, „eng- ir nördar“ eins og þeir segja sjálfir og með það kveður blaðamaður, en ljósmyndarinn sem hefur verið að mynda þá í bak og fyrir heimtar eina hópmynd áður en hann hverfur á brott. Æfingar MR hófust í október Auðheyrt var á æfingu hjá liði MR að þremenningarnir Arnór Hauksson, Kjartan Björgvinsson og Guðmundur Björnsson voru orðnir vel þjálfaðir, enda hafa þeir æft síð- an í október - að vísu með hléi um jólin. Spyrillinn og varamaður í lið- inu, Sverrir Guðmundsson, gusaði út úr sér spurningunum, svo hratt að varla skildist og svörin komu jafn- harðan til baka meðan klukkan tif- aði. Eftir hveija lotu var staðan könnuð. Á meðan blaðamaður staldraði við var engu líkara en um alvöru keppni væri að ræða því æsingurinn var svo mikill. Aðspurðir neituðu þeir að adrenalínið væri á fullu, en viður- kenndu að það breyttist þegar í keppni væri komið. „En hvernig gengur að sofna á kvöldin eftir svona törn? Dreymir ykkur ekki spurningar og svör endalaust?" ,jNei, það er ekkert mál, við dettum strax útaf því að við erum svo þreyttir," svar- aði Kjartan. „Liðsstjórann dreymdi að við hefðum tvívegis tapað keppni,“ bætti Arnór við en þeir eru Eg veit þetta örugglega ... Ekkert kemur á óvart. segja að nemendur séu áhugasamir um keppnina svo og skólayfirvöld. Sögu- og jarðfræðikennarar gauka að okkur ýmsum fróðleik," sagði Guðmundur. „Já, það er í raun mjög gaman að rökræða við þá,“ bætti Kjartan við. „Nema hjá mér, þar er ekkert gaman," greip Arnór fram í. „Ég er eini strákurinn í heilum steipubekk!" Engir dúxakomplexar Eins og víða annars staðar er for- keppni í gangi til að velja í lið. Gefst öllum nemendum skólans tækifæri á að taka þátt, en þeir félagar telja Nokkrar stelpur náðu ágætis stig- um í forkeppni en strákarnir segja þær vera feimnar. „Það er alið meira á sjálfstrausti hjá strákum en stelp- um,“ sagði Kjartan. „Ég held líka að það sé erfitt fyrir stelpur að vera með tveimur strákum, því við öskr- um svo hátt. Ef við svörum öll í einu heyrist ekki í stelpunni," bætti Guð- mundur við. Grúskarar sem krakkar En hafið þið alltaf verið gífurlegir grúskarar? „Þú meinar hvort við séum „nördar“? „Ég var skelfilegur grúskari sem krakki,“ svarði Kjartan Morgunblaðið/Ásdts SVERRIR Guðmundsson bunar út úr sér spurningunum, en keppendurnir, f.v. Kjartan Björgvins- son, Guðmundur Björnsson og Arnór Hauksson, sitja í viðbragðsstöðu. Já, ég vissi það ... fljótir að sættast á að í draumum þýði allt öfugt, svO að þeir eigi eftir að standa sig frábærlega. Reyndar höfðu þeir staðið sig vel kvöldið áður, sigruðu 34:28, en þá hafði farið fram keppni í Ráðhúsi Reykjavíkur milli MR-liðsins og „pressuliðsins", sem samanstóð af þremur gömlum liðsmönnum. „Þeir urðu svolítið sárir, þótt við látum þáð ekki fara lengra," sögðu hinir sigrihrósandi ungu menn öryggið uppmálað. Þeir segja að væntingarnar til þeirra séu gífurlegar enda hafi MR hlotið hijóðnemann þijú undanfarin ár. „Það er annaðhvort að duga eða drepast... eða verða drepnir öllu heldur," sögðu þeir í trúnaði. Þeir að 50-100 manns hafi mætt að þessu sinni. Fyrst eru tekin skrif- leg próf og síðan munnleg. „Það eru ekki í gangi dúxakomplex- ar,“ sagði Kjartan og útskýrði að þeir séu ekki endilega æskileg- astir í liðið sem geti svarað skriflegum spumingum heldur sé sóst eftir þeim sem eru fljótir að hugsa. „Við erum ekki endilega með toppeinkunnir í skóla.“ „Nei, alls ekki,“ samsinntu þeir Amóf og Guðmundur. „Við höfum bara svo ankannaleg áhugasvið," hélt Kjartan áfram. „Ég hef til dæmis mikinn áhuga á þróun kenninga innan guð- fræðinnar, Arnór veit allt um körfu- bolta og Guðmundur um íslenska landafræði." En hvað með stelpurnar? „Ja, við erum fremstir í flokki sem talsmenn kvennabaráttu," svöruðu þeir og töluðu nú allir í einu. Þeir kváðust hafa verið tilbúnir að afsala sér þeim forréttindum sem sigurlið að þurfa ekki að taka þátt í útvarpskeppni ef kvennalið frá skólum mætti einn- ig taka þátt. „Þetta var rætt tölu- vert en þótti víst heldur hallærislegt ef sú staða kæmi upp að kvennalið- ið úr MR væri í úrslitum við karlalið MR,“ sögðu þeir. allt að því áhyggjufullur á svip. „Afi átti gott bókasafn sem ég las aftur og aftur," sagði Guðmundur. „Ég held að ég hafi verið hlutfalls- lega betri að mér þegar ég var 10 ára en ég er núna,“ heyrðist frá Arnóri sem var nokkuð hugsi. Voruð þið þá aldrei í fótbolta? „Jú, jú, og körfubolta og tónlistar- skóla.“ Hvað með að fara út að skemmta sér? Nú líta þeir vand- ræðalega hver á annan. „Það er reyndar ball í skólanum í kvöld! - Það er hvort sem er ekkert svo skemmtilegt." Síðan finnst þeim rétt að láta það koma fram ef ein- hver er í vafa að þeir eru „samt félagslyndir menn og hrókar alls fagnaðar“. Eins og undanfarnar vikur eru mjög strangar æfingar framundan, næstum því á hverju kvöldi og allt- af á laugardögum. „Við eigum það sameiginlegt að vera forfallnir áhugamenn um enska knattspyrnu og horfum alltaf á hana saman,“ sagði Guðmundur. „Og borðum," bætti Kjartan við. Þessum síðustu orðum fylgir mikill hlátur. „Þeir Stefán Pálsson og Ólafur Jóhannes Einarsson, sem eru fyrrum liðsmenn og þjálfarar okkar, láta sig aldrei vanta,“ heyrðist frá einhverjum þeirra. „Þeir koma til að fá að borða," bætti annar við og meiri hlátur fylgir í kjölfarið. Augljóst er að hér er á ferðinni eitthvað sem liðinu er sameiginlegt en aðrir fá ekki að vita um. Kannski er það leynivopnið þeirra? Viðskipta- og skrifstofutækninám Markmið námsins er að mennta fólk til starfa í nútíma viðskipta- og skrifstofuumhverfi. Námið skiptist í tvo hluta: 1. Bókhaldstækni Markmiðið er að þittakendur verði faerir um að starfa sjálfstætt við bókhald fyrirtækja allt árið. I. Sérhæfð skrifstofutækni Aðaláhersla er lögð á tölvugreinar, þ.e. notendaforrit og internet, en einnig er tekin fyrir bókfærsla og verslunarreikningur. Almenn tölvufræði, Windovs og DOS, 16 klst. Almenn bókhaldsverkefni, víxlar og skuldabréf, 16 klst. Ritvinnsla, 16 klst. Töflureiknir og áætlanagerð, 16 klst. Tölvufjarskipti, lnterneto.fi., 16 klst Launabókhald, 12 klst. Lög og reglugerðir, 4 klst. Virðisaukaskattur, 8 klst. Glærugerð og auglýsingar, 16 klst. Bókfærsla, grunnur, 16 klst. Verslunarreikningur, 16 klst. Tölvubókhald, 16 klst. Raunhæf verkefni, fylgiskjöl og afstemmingar, 12 klst. Tölvubókhald, 32 klst. Tölvunámskeið Við bjóðum einnig sérhæfð námskeið um stýrikerfi og einstök notendaforrit. PC-grunnnámskeið Paradox fyrir Windows Windows 3.1 og '95 PowerPoint 4.0 Word Perfect 6.0 grunnur Word 6.0 grunnur, uppfærsla og framhald Excel 5.0 grunnur, uppfærsla og framhald Access 2.0 Tölvubókhald PageMaker 5.0 Novell netstjórnun Tölvunám barna og unglinga Internet, grunnur, framhald, heimasíðugerð Skráning er hafin. Upplýsingar í síma 561-6699 eða í Borgartúni 28 Tölvuskóli Reyl<javíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.