Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JOHANNES JÓNSSON + Jóhannes Jóns- son var fæddur í Súðavík 20. ágúst 1902. Hann lést á Grensásdeild Borg- arspítalans 15. jan- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Isafjarðarkirkju 27. janúar. Ég læt í haf að heiman því heim ég komast vil. Með föðurland frámundan við fósturland skil. Úr landsteina logni ég leysi festar mínar, þú blásandi bládjúp á breiðumar þínar. (Stephan G. Stephansson.) ÉG LEITA í orðsmiðju íslenzka bóndans, sem lengst af bjó vestur við Klettafjöll, eftir kveðjuorðum til aldins vinar míns. Það var aðdáun- arvert að sjá hann ganga keikan eftir götum Ísaíjarðar níutíu og þriggja ára gamlan, halda sitt eigið heimili allt til jóla, þegar hann hélt suður til að halda jólahátíðina með ástvinum sínum í Kópavogi eins og mörg undanfarin ár. Jóhannes var einn af níu systkin- um, sem komust til fullorðinsára. Framan af ævi stundaði hann sjó- mennsku frá Súðavík. Litla þorpið við Álftafjörð átti eftir að færa honum þá mestu gæfu, sem hann gat dreymt um. Þar kynntist hann Sigrúnu Helenu Jóhannesdóttur, sem átti eftir að verða lífsförunaut- ur hans allt til æviloka. Þau gengu í heilagt hjónaband á jólaföstu árið 1928. Allir þeir, sem einhver kynni höfðu af Helenu, vita hversu mikið gæfuspor brúðguminn tuttugu og sex ára steig þessa jólaföstu. Hel- ena var einstaklega heilsteypt og hugljúf manneskja. Á upphafsári mesta hildarleiks sem sagan kann frá að greina árið 1939, fluttu Jóhannes og Helena ásamt dóttur sinni Agnesi til ísa- fjarðar, sem varð aðsetur þeirra upp frá því. Löngu ævistarfi sínu til sjós og lands lauk Jóhannes hjá íshúsfé- lagi ísfirðinga þá orðinn sjötíu og sjö ára gamall. Ég þekkti ekki mik- ið til þessara heiðurshjóna, þegar örlögin höguðu því svo til, að við urðum nágrannar, er ég flutti í blokkaríbúð að Hlíðarvegi 5 á Ísafírði, andspænis íbúð þeirra Jóa og Helenu. Þetta var árið 1974. 1 Sambýlisár okkar á 4- Sigríður Bjarna- >',J 'HÍÍðörvegi 5 urðu alls ■ dóttír var fædd átta. Ég á aðeins í Alviðru í Dýrafirði minningar á einn veg 15. september 1907. um nábýlið við Jóa og Hún lést á Fjórð- Helenu. Yfir þeim öll- ungssjúkrahúsinu á 1 Íjk f S i§9 um er glampandi sói- Akureyri 23. janúar ^ ' '*Æn s^n °£ heiðríkja. I litlu síðastliðinn. For- íbúðina þeirra var allt- eldrar hennar voru >• ' • ■ af gott að koma. hjónin Sigríður 1 Snvrtimennska og Gunnjóna Vigfús- : -1 ■K /?í Wb» reglusemi blasti alls dóttír og Bjarni Sig- staðar við. Um það urðsson sem voru Hfc bau samtaka. En síðustu ábúendur á ML ^^^^E^gjtríjótti mér að finna Fjallaskaga við Þá hlýju, sem þau bæði Dýrafjörð, tíl 1926 áttu gnótt af. Fannst er þau fluttust að mér oft, sem bömin mín hefðu eign- ast í þeim þriðja afann og ömmuna. Kaflaskipti urðu vorið 1982, en þá fluttum við öll af Hlíðarveginum í sömu vikunni. Jói og Helena höfðu þá ákveðið að eyða ævikvöldinu í fallegri lítilli íbúð í Hlíf á Torfnesi, sem ísafjarðarkaupstaður lét byggja fyrir eldri borgara. Er allur aðbúnaður þar til mikillar fyrir- myndar. Þegar ég heimsótti þau, fann ég að þau vom hamingjusöm á þessu nýja heimili. Árið 1987 mátti Jóhannes sjá á bak Helenu. Þarf ekki að efast um, að það áfall var meira en orð fá lýst. En hann átti enn að dótturina Agnesi og afastelpurnar þrjár Helenu, Jó- hönnu og Svövu. Jólin voru því allt- af mikið tilhlökkunarefni. Þau auðnaðist honum að halda syðra með ástvinum sínum. Að loknu jólaleyfi, átti ég alltaf góða stund með Jóa í janúar. Þá lá fyrir að gera grein fyrir ellilífeyrin- um til yfirvalda. Það tíðkast enn á íslandi að leggja tíund á aldur- hnigna borgara, ef tekjurnar telja tugina sex. Skýrslugerðin var fljót- unnin, en þá gafst um leið tæki- færi til að rifja upp gömlu góðu árin á Hlíðarveginum. Þetta var alltaf góð kvöldstund, gömul atvik, spaugileg mörg hver, urðu ljóslif- andi. Nú eru þau geymd í sjóði þeirra minninga, sem eftir lifir af kynnunum við þetta ágætisfólk. Ég vil að leiðariokum biðja algóð- an Guð að blessa endurfundi Jó- hannesar og Helenu í nýjum heim- kynnum. Ég sendi Agnesi, Helenu, Jóhönnu, Svövu og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Við, sem urðum þess aðnjótandi að kynnast þessum heiðurshjónum, munum varðveita ljúfar minningar um þau í hjarta okkar. Ólafur B. Halldórsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA SIGURBJÖRNSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Seljahlíð föstu- daginn 26. janúar sl. Kristján Grétar Valdemarsson, Olga Ragnarsdóttir, Sigurbjörn Valdemarsson, Ólafia Hrönn Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. i Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, REGÍNA HELGADÓTTIR, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þakkir til starfsfólks deildar 6A Borgar- spítala og starfsfólks Karitas. Þökkum veitta samúð. Björg Ingólfsdóttir, Steingrfmur Leifsson, Birna Ingólfsdóttir, Ólafur R. Gunnarsson, Ólöf Kristín Ingólfsdóttir, Hannes Ragnarsson, Unnur Ingólfsdóttir, Oddur Jónsson, börn og barnabörn. SIGRIÐUR BJARNADÓTTIR Svala 1931, Akur- Lambadal í Dýrafirði. Börn Gunnjónu og Bjarna voru fjórt- án, þau: Sigríður, f. 1907, látín, Jónasína, f. 1908, Sigurður, f. 1909, látinn, __ Guðmundur, f. 1910, látínn, Ólöf, f. 1911, Sæ- mundur, f. 1913, látínn, Vigdís, f. 1914, Jóhannes, f. 1915, lát- inn, Sigurlaugur, f. 1916, lát- inn, Jón, f. 1917, Vigfúsína (Sína), f. 1918, Ingibjartur, f. 1921, látínn, Árný, f. 1923, íát- in, Ingibjörg. f. 1926. Þá áttí Bjarni dótturina Rannveigu, f. 1901, látin. Árið 1930 giftist Sigríður Steinþóri Guð- mundssyni bónda frá Lambadal, f. 1902, og bjuggu þau í Lambadal fram undir 1970 er Guðmundur sonur þeirra tók við bú- inu. Steinþór lést árið 1983. Börn Sigríðar og Stein- þórs eru: Fanney, f. sjúkraliði á eyri, Sigríður, f. 1933, starfsmaður kaupfélagsins á Þingeyri, búsett á Þingeyri, Guðmundur, f. 1935, bóndi í Lambadal, Ólafur, f. 1940, bú- settur á Þingeyri, áður bóndi í Hjarðardal, og Vigdís, f. 1952, hjúkrunarfræðingur á Akur- eyri. Eftir að Sigriður fluttí frá Lambadal átti hún heimili sitt hjá Sigríði dóttur sinni á Þing- eyri, siðan nokkur ár á dvalar- heimilinu Ási i Hveragerði og nú siðustu árin á Hornbrekku í Ólafsfírði. Útför Sigríðar fer fram frá Þingeyrarkirkj u á morgun, mánudaginn 29. janúar. ELSKULEG móðursystir mín Sig- ríður Bjarnadóttir er frá okkur farin. Eftir standa ákaflega ljúfar og hlýjar minningar um konu sem hafði stórt hjarta og gjafmildar hendur. Konu sem ræktaði frænd- semi og vináttu betur en aðrir. Hún hafði alltaf tíma fyrir aðra, nokkuð sem við nútímafólkið mættum gera meira af. Andlegur auður frænku minnar var líka meiri en margra annarra. Hún ólst upp í stórum systkinahópi á Fjalla- skaga við Dýrafjörð sem er með afskekktustu stöðum á landinu. Það hefur verið ærin ábyrgð lögð á hana unga verandi elst í fjórtán bama hópi á tímum þegar lífsbar- áttan var svo hörð að við sem erum hálfri öld yngri skiljum ekki hvem- ig fólk gat lifað þetta af. Enda er það minn besti andlegi brannur að sækja í, ef að mér steðjar hugar- víl, að setjast niður um stund og hugsa um Gunnjónu ömmu mína, líf hennar og afa og barnanna fjórtán. Það gefur skjótan bata. Ég man að Sigríður kom stund- um heim og dvaldi hjá mömmu og pabba nokkra daga í senn. Finnst mér eins og ég hafi alltaf litið á hana sem einskonar ömmu mína, enda móðir mín 19 áram yngri. Sóttist ég eftir að vera í nálægð hennar og hlusta á hana segja frá. Hún kom líka alltaf færandi hendi. En dýrmætasta minning mín er frá þeim tíma er ég tuttugu ára fór sem gengilbeina á Edduhótelið á ísafirði. Það var fallegan júlídag INGVELDUR GÍSLADÓTTIR + Ingveldur Gísladóttir, rit- höfundur og myndlistar- maður, fæddist á Þormóðsdal í Mosfellssveit 28. sept. 1913. Hún lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 6. janúar sl. Útför Ingveldar var gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðju- daginn 16. janúar. INGVELDDR Gísladóttir, rithöf- undur og myndlistarmaður, hefur verið til moldar borin. Hún er nú horfin yfir móðuna miklu, en vinir og vandamenn kveðja með virðingu og þökk. Minningarnar flögra um lendur hugans og það er margs að minnast. Það er líka margt að þakka. Ingveldur Gísladóttir var kona þeirrar gerðar. Við munum hana Ingveldi, vinir hennar og samheijar í Alþýðu- flokknum í Hafnarfirði. Hún var skaprík, heit og einlæg með sterka og krefjandi réttlætiskennd. Hún var hrein og bein, glaðlynd og gam- ansöm, þegar hún viidi það við hafa, vinur vina sinna og góður félagi. Hún var falleg kona og fijálsleg og það sópaði að henni hvar sem hún fór. Ingveldur Gísla- dóttir þekkti örbirgðina frá barn- æsku, harða lífsbaráttu sem hún deildi með Guðrúnu móður sinni. Þær mæðgurnar hertust við hveija raun, misstu aldrei sjónar á réttlæt- inu eða sjálfsvirðingunni, héldu ávallt fast á sínu máli hversu mjög sem á móti blés. Ranglátu, réttlitlu samfélagi mættu þær með reisn og óbilandi hugrekki. Og í harðri og óvæginni lífsbaráttu bemskuár- anna hertust og slípuðust góðir eðliskostir Ingveldar. Það var því allt að því sjálfgefíð, að kona með slíka skaphöfn, réttlætiskennd, samfélagsáhuga, skynsei og bar- áttuvilja gerði jafnaðarstefnuna og viðhorf hennar að samferðamanni sínum. Sú varð líka raunin á. Hún var jafnaðarmaðuraf lífi og sál, baráttumaður mannréttinda og mannúðar, hiklaus í orði og athöfn, jafnt á málþingi sem á ritvelli. Ingveldur lét fljótt til sín taka í starfi fyrir Alþýðuflokkinn. Hún var ein af stofnendum Kvenfélags Alþýðuflokksins I Hafnarfírði og ávallt öraggur merkisberi jafnaðar- stefnunnar í fararbroddi kvenfé- lagskvenna. Hún gegndi fjölmörg- um trúnaðarstörfum fyrir félagið og var ritari þess í fjölda ára. Fund- argerðirnar hennar bera henni gott vitni, bæði skrift og efni. Hún var ein þeirra fáu félagskvenna í upp- hafi kvenfélagsins, sem hafði áræði og afl til að tala á fundum og gera skilmerkilega grein fyrir hugmynd- um sínum og hugsunum. Það var ekki ónýtt fyrir félagið og flokkinn að eiga hana að. Þau eru ófá verk- in, sem hún vann Alþýðuflokknum og jafnaðarstefnunni, en þau verða ekki tíunduð hér. En þau skilja eftir virðingu og þökk. Ingveldur giftist 16. desember 1933 Guðmundi Gissurarsyni bæj- arfulltrúa og síðast forstjóra á Sól- að Magnús heitinn Ketilsson, vinur minn frá Bolungarvík, vatt sér inn á hótelið og sagði mér að þegar ég lyki vaktinni skyldi ég taka græna „voffann" hans og koma mér til Dýrafjarðar en þangað hafði ég þá aldrei komið. Þetta gerði ég og fór ásamt samstarfs- konu minni Þorbjörgu Kristjáns- dóttur sem þekkti betur frændfólk mitt en ég sjálf. Og það er ekki að orðlengja það að þetta varð ógleymanleg ferð. Það var náttúra- lega byijað á að fara til Þingeyrar og Sigríður, sjötug kempan, tekin upp í „voffann", svo var rúntað um allan Dýrafjörð. Út í Haukadal að sunnan og Gerðhamra að norð- an (þá var brúin ekki komin). Víða stoppað. Kaffi drakkið hjá Guð- mundi syni hennar í Lambadal, matur snæddur hjá Ólafi syni hennar sem þá bjó í Hjarðardal og kaffí drakkið í Alviðru, bænum þar sem Gunnjóna amma fæddist og þar fæddist Sigríður líka. Við fór- um líka í kirkjuna á Mýram þar sem hún og Steinþór höfðu gift sig. Svo var gist hjá Sigríði dóttur hennar á Þingeyri og alstaðar voru móttökumar eins og maður væri forsetinn sjálfur. Ég held við höf- um talað stanslaust þennan sólar- hring sem við áttum þarna saman. Þvílík gleði sem ríkti í frásögnum hennar af ömmu, afa og systkinun- um, lífinu á Fjallaskaga og í Lambadal. Mér er minnisstæð virð- ingin sem hún bar fyrir öllu þessu fólki, lífinu og starfínu og hinni hrikalegu náttúra sem átti svo sterk ítök í henni og hve hún var glöð og þakklát fyrir allt þó að maður vissi vel að líf hennar hafði ekki alltaf verið dans á rósum og mikið búið að strita ævina langa. Ég vil þakka frænku minni þess- ar samferðastundir og finn nú svo vel hvemig mér hitnar um hjarta- ræturnar þegar ég minnist hennar. Þannig veit ég að líkt er um aðra sem vora svo heppnir að kynnast þessari einstöku konu. Börnum hennar og afkomendum öllum sendi ég innilegar samúðarkveðjur, svo og eftirlifandi systkinum henn- ar. Guð blessi minningu Sigríðar Bjárnadóttur. Svanhildur Daníelsdóttir. vangi. Guðmundur var einn af bestu forustumönnum jafnaðar- manna í Hafnarfirði, mikill og góð- ur félagsmálamaður, vakinn og sofinn að störfum fyrir Alþýðu- flokkinn og jafnaðarstefnuna. Það var honum ekki lítill styrkur að hafa konu sem Ingveldi við hlið sér, einbeitta og áhugasama um menn og málefni. Heimili þeirra bar augljós merki listhneigðar, feg- urðarsmekks og hagleiks hugar og handar. Þar var gott að koma og gott að vera. Hjónin bæði og dæt- urnar tvær skópu umhverfi glað- værðar, hlýju og umræðu um sam- félagið, hvernig best mætti laga það og bæta. Sólvangur naut líka umhyggju og velvildar Ingveldar. Þar átti hún margt sporið og óteljandi verkin. Hugurinn var heill og höndin hög og þessa naut Sólvangur á frumbýl- isárum sínum. Já, Hafnfirðingar eiga margt að þakka Ingveldi Gísladóttur og hennar fólki. Ennþá sjást eftir þau sporin og í þeim hefur margt blóm- ið vaxið. Við vinir Ingveldar kveðjum hana með trega en í þökk, sátt við að hún skuli nú farin til nýrra heim- kynna ljóss og lita. Ég er viss um að þar unir hún sér vel, því að þar á hún heima. Dætrum hennar, tengdasonum, barnabörnum og barnabarnabörn- um sendi ég hlýjar samúðarkveðjur og bið góðan guð að blessa þau öll. Minningin um Ingveldi Gísla- dóttur lifir og lýsir fram á veginn og gefur okkur von og trú á betra líf, meira réttlæti, mannúð og mannkærleika í oft hörðum og miskunnarlausum heimi. Blessuð sé minning hennar. Hörður Zóphaníasspn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.