Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 52
Pað tekur aðeins eittn m | ■virkan dag flftmtif t4t rÍiV/ii þínum til skila PÓSTjJR ►TUR SlMi fflfffltntlrifafeifr varaaflgjafar fyrir tölvur og símkerfi <o> NÝHERJI immcAM poww convimion MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 669 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 28. JANUAR 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Raunvextir útlána Hækkunin 0,6-0,8 pró- sentustig MEÐALRAUNVEXTIR verð- tryggðra og óverðtryggðra skulda- bréfalána banka og sparisjóða hækkuðu á síðasta ári frá árinu á undan um 0,6 til 0,8 prósentustig. Meðalvextir verðtryggðra útlána voru 8,7% á árinu 1995, en voru 7,9% árið áður og meðalraunávöxt- un óverðtryggðra skuldabréfalána hækkaði úr 9,5% árið 1994 í 10,1% í fyrra. Þrátt fyrir hækkun útlánsvaxta í fyrra miðað við árið áður eru þeir ekki orðnir jafnháir og þeir voru árin þar á undan. Meðalvextir verð- tryggðra útlána voru 9,1-9,3% árin 1991-93 og raunávöxtun óverð- tryggðra útlána að meðaltali var á sama tíma 10-11,8%. Vaxtabreytingar í maí Ólafur K. Ólafs, deildarstjóri í peningamáladeild Seðlabanka ís- lands, segir að þessa hækkun vaxta megi rekja til vaxtabreytingar banka og sparisjóða á vormánuðum. Þá hafi nafnvextir óverðtryggðra skuldabréfa hækkað um 1% og síð- an hafi vextir verðtryggðra lána hækkað á sama tíma um 0,6% að meðaltali í kjölfar hækkunar á ávöxturi spariskírteina á Verðbréfa- þingi. Þessar vaxtabreytingar í maímánuði séu nánast einu vaxta- breytingar banka og sparisjóða á síðasta ári. Ólafur sagði að það hefði stuðlað að hærri raunvöxtum óverð- tryggðra útlána en ella í fyrra að verðbólga á árinu hefði orðið minni en spáð hefði verið. í fyrrahaust hefði enn verið spáð að verðbólga á mælikvarða lánskjaravísitölú frá upphafi til loka ársins yrði um 2%, en þegar upp hefði verið staðið • hefði hækkunin verið 1,6%. Ólafur sagði að spáð væri meiri verðbólgu á þessu ári vegna launa- hækkana og kostnaðaráhrifa vegna þeirra. Spáð væri 3,1% hækkun lánskjaravísitölunnar á árinu frá janúargildi 1996 til jafnlengdar 1997, sem væri umtalsvert meiri hækkun en í fyrra. Verbúðar- bryggja í vetrarsól GOMLU verbúðarbryggjurn- ar á Grandagarði í Reykjavík- urhöfn hafa verið endurnýj- aðar frá því í haust, á þær sett nýtt dekk og bryggjurnar klæddar. Myndin var tekin í hádegissólinni á föstudag af vinnandi manni undir bryggj- unni. Geislar sólarinnar hafa þó ekki náð að ylja mannin- um, enda er hún lágt á lofti og staldrar ekki lengi við dag hvern. 211 hálkuslys á tveimur mánuðum ÞRÁTT fyrir snjóléttan vetur hafa 211 manns, 124 konur og 87 karlar, leitað til slysadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir að hafa orðið fyrir hálkuslysum síðastliðna rúma tvo mánuði. 167 þeirra voru fótgangandi þegar slys bar að höndum. Á slysadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur hefur sérstök rannsókn staðið yfir á hálkuslysum frá því í byijun nóvember og er ætlunin að könnun- in nái yfir 6 mánaða tímabil. Að sögn Brynjólfs Mogensen forstöðu- læknis og Sigurðar Kristinssonar, læknis á slysadeild, tekur skráning hálkuslysa til fótgangandi vegfar- enda, sem voru 167 eins og fyrr sagði, hjólreiðamanna, en níu slíkir slösuðust í hálku undanfarna þrjá mánuði, ökumanna og farþega bif- reiða, sem voru samtals 13, svo og skauta- og sleðafólks en 20 leituðu til slysadeildar eftir að hafa meiðst á skautum eða sleðum. Greindir hafa verið áverkar þeirra 169 karla og kvenna sem komu á slysadeild eftir hálkuslys í nóvember og desember. 57 þeirra höfðu bein- brotnað, 5 farið úr liði, 52 tognað, 37 marist, 21 hlotið sár en í 13 tilvik- um voru áverkar annarrar tegundar eða 46 hinna slösuðu voru 60 ára eða eldri, 39 voru 19 ára og yngri. Þijú slysanna urðu milli miðnættis og klukkan 7 að morgni én annars var dreifíng þeirra yfir daginn nokkuð jöfn ef undanskilinn er tíminn milli klukkan 18 og 21 þegar þau voru áberandi fæst. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna algengi hálkuslysa og kostnað sem af þeim hlýst fyrir þjóðfélagið. Morgunblaðið/Ásdís Dalamenn minnast 1.000 ára afmælis Vínlandsfundar . Rætt um að byggja upp fæðingarbæ Leifs heppna HREPPSNEFND Dalabyggðar hefur samþykkt að fara þess á leit við þijá menn að þeir geri tillögur og hafi forgöngu um með hvaða hætti Dalabyggð geti minnst Leifs heppna Eiríkssonar með sem veglegustum hætti árið 2000 en þá verða 1.000 ár liðin frá Vínlandsfundi. Hug- 44 myndir eru um að byggja upp Eiríksstaði í Haukadal og gera líkan af rúmstæði því sem , Leifur heppni fæddist í. Líkan af rúmstæði Leifs Sigurður Rúnar Friðjónsson, oddviti Dala- byggðar, segir að ætlunin sé að minningin verði með þeim hætti að sögu Dalanna verði gerð góð skil og eignarhald íslendinga á Leifi heppna tryggt. Einnig að hvetja fleiri ferðamenn til að leggja leið sína um Dali. Eiríkur rauði reisti sér bústað stuttan stekkjarveg inn frá Stóra-Vatns- horni í Haukadal og þar var Leifur heppni fædd- ur. Á Eiríksstöðum sér enn til nokkurra rústa og þar á meðal skála Eiríks og smiðju. Hugmynd- ir eru uppi um að merkja fæðingarstað Leifs heppna með einhveijum hætti. Meðal annars er rætt um að koma þar upp minnisvarða, til dæm- is afsteypu af Leifs-styttunni sem Bandaríkja- menn gáfu íslendingum en hún stendur sem kunnugt er á Skólavörðuholti í Reykjavík. Rætt er um að byggja upp bæinn á Eiríksstöðum og gera líkan af rúmstæði því sem Leifur heppni fæddist í. Einnig eru uppi hugmyndir um að merkja helstu kennileiti er tengjast Eiríki rauða í Döium og á Skógarströnd, meðal annars leiðina út Haukadal og Skógarströnd og í Eiríksvog í Klakkseyjum þar sem Eiríkur rauði leyndi skipi sínu á meðan hann bjó sig til Grænlandsferðar. Þjóðarátak Friðjón Þórðarson, fyrrverandi ráðherra, Jó- hann Sæmundsson í Ási og séra Óskar Ingi Ingason hafa verið beðnir um að hafa forgöngu um málið. Sigurður Rúnar segir að reynt verði að laða til samstarfs um verkefnið og fjármögn- un þess alla hugsanlega aðila þannig að það verði þjóðarátak til að tryggja það að Leifs heppna verði minnst sem íslendings. Hann segir að bandarískir ferðamenn og fleiri hafí sýnt áhuga á Eiríksstöðum og bindi menn vonir við aukinn áhuga þeirra með því að byggja þar upp aðstöðu og auglýsa hana upp á 1.000 ára af- mæli Vinlandsfundar. Viðræður um sam einingu UMRÆÐA um sameiningu sveitarfélaga er hafin víða um land og sums staðar eru að hefj- ast formlegar sameiningarvið- ræður, meðal annars í Skaga- firði og á Austurlandi. Stærsta svæðið sem nú er verið að vinna að sameiningu á er í Skagafirði þar sem sjö sveit- arfélög, þar á meðal Sauðár- krókur og Hofsós' hafa ákveðið að hefja viðræður um samein- ingu og að minnsta kosti eitt til viðbótar hefur óskað eftir að taka þátt. Þrír bæir á Austfjörðum Bæjarstjóm Neskaupstaðar hefur óskað eftir viðræðum við Eskfirðinga og Reyðfirðinga um aukið samstarf eða sameiningu þessara þriggja bæja. ■ Sundur & saman/10-ll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.