Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Laugarásbíó og Borgarbíó á Akureyrí hafa tekið til sýninga hina umtöluðu mynd Dauðasyndimar sjö, Seven, með Morgan Freeman og Brad Pitt í aðalhlutverkum. Fj öldamor ðingi með boðskap np'VEIMUR rannsóknarlög- reglumönnum er falin rannsókn morðmáls sem vindur upp á sig þar til í ljós kemur að þeir eru að fást við fjöldamorð- ingja sem hefur dauðasyndirnar sjö að leiðarljósi við val á fóm- arlömbum og aðferðum til að binda enda á líf þeirra. Græðgi, ágirnd, leti, dramb, losti, öfund og reiði. Ein dauðasyndanna sjö einkennir líf hvers fórnarlam- banna og um leið þann táknræna dauðdaga sem því er búinn. Þeir sem fá málið til meðferð- ar eru rannsóknarlögreglumenn- irnir William Somerset (Morgan Freeman), lífsreyndur og yfir- vegaður nákvæmnismaður, sem á viku í að komast á eftirlaun eftir 34 ára farsælt starf, og nýr félagi hans, hinn ungi og hvat- vísi David Mills, sem er nýfluttur til borgarinnar ásamt eiginkonu sinni (Gwyneth Paltrow) og áfj- áður í að sanna sig í starfinu. Félagarnir eru alltaf skrefi á eftir morðingjanum en dragast smám saman inn í brenglaðan hugarheim þess útsmogna ill- mennis sem gengur undir nafn- inu John Doe. Loksins þegar þeir komast að því hvað morð- ingjanum gengur til virðist allt um seinan. Seven er engin sóðamynd.- Morðin eru óhugnanleg en áhorf- endur verða ekki vitni að þeim. Þeir sjá glitta í afleiðingarnar á vettvangi og á svart-hvítum lög- regluljósmyndum sem þeir félag- ar byggja rannsókn sína á en fyrst og fremst er ímyndunarafli áhorfenda Iátið eftir að púsla saman mynd af verknaðinum sem lögreglumennimir ræða sín á milli í grafískum smáatriðum. Morðinginn hefur undirbúið verk sitt í þaula og valið fóm- arlömbin af kostgæfni og séð LÖGREGLUMENNIRNIR slappa af á heimili Mills (Pitt) og eiginkonu hans, sem Gwyneth Paltrow leikur. sérhvert smáatriði fyrir. Fjölda- morðinginn vill kannski ekki búa til betri heim en alla vega koma því á framfæri að hann sé ekki bara að drepa fólk, heldur sé hann að þrífa skítinn sem blasir við hvert sem litið er í siðlausu og bersyndugu þjóðfélagi. Eftir því sem löggurnar nálg- ast bófann breytir myndin um stefnu og þegar síga fer á seinni hlutann breytist þessi spennandi löggumynd í hryllingsmynd. Hryllingurinn nær hámarki í einhveijum óvæntasta og svart- asta endi sem sést hefur á hvítu tjaldi í Hollywood-mynd í árarað- ir; endi sem valdið hefur því öðru fremur að orðspor myndarinnar hefur borist hratt og víða. Seven er byggð á frumsömdu handriti sem Andrew Kevin Wal- ker skrifaði og er fyrsta handrit hans sem fest er á filmu. Hann sendi það óumbeðinn til handrits- höfundarins David Koepp (Car- lito’s Way), sem kom því áfram til Hollywood. Þar barst það í hendur framleiðandans Arnold Kopelson (Platoon, the Fugitive, Falling Down) sem féll kylliflatur fyrir sögunni. MORGAN Freeman og Brad Pitt leika aðalhlutverkin í Dauðasyndunum sjö. Til að leikstýra myndinni réð hann leikstjórann David Fincher, 33 ára fyrrum samstarfsmann Siguijóns Sighvatssonar hjá Propaganda Films, sem hafði getið sér gott orð fyrir gerð tón- Iistarmyndbanda og hafði leik- stýrt Alien3, hálfmisheppnaðri þriðju og síðustu myndinni í þeirri seríu sem kennd er við Alien. Fincher lagði allt undir til að láta hinn upprunalega og ó- Hollywoodlega endi handrits Walkers halda sér og fékk talið Kopelson af því að láta Seven fá hefðbundinn löggumynda- endi. Fincher fékk til liðs við sig kvikmyndatökumanninn Darius Khondji, þann sem stjórnaði kvikmyndatökum á Fyrir regnið og Delicatessen og saman sköp- uðu þeir þann regnvota og yfir- máta-drungalega blæ sem ein- kennir myndina Seven. Morgan Freeman (The Shaw- shank Redemption, Unforgiven, Driving Miss Daisy) og Brad Pitt (Legends of the Fall, Cali- fornia, Thelma and Louise, Int- erview with a Vampire) þáðu boð um aðalhlutverkin handritsins og áskorunarinnar vegna fremur en vegna þess að myndin væri fyrir- frarn líkleg til að auka á hróður þeirra sem arðvænlegra kvik- myndastjarna. Nú er komið á daginn að hvort tveggja helst í hendur. Seven hefur halað inn 90 milljónir bandaríkjadala, og er þar með ein vinsælasta mynd síðasta árs vestanhafs og auk þess í hópi fárra bandarískra mynda sem hlutu einróma lof gagnrýnenda þótt líklega sé hún of dökk og óhugnanleg til að hljóta náð fyrir augum þeirra sem úthluta óskarsverðlaunum. Auk þeirra félaga eru í helstu hlutverkum Gwyneth Paltrow, unnusta Brad Pitts, sem vakti athygli fyrir Jefferson in Paris og Mrs. Parker and the Vicious Circle; gamla brýnið Richard Roundtree (Shaft) og Kevin Spacey. Upphafsatriði Seven hefur einnig vakið sérstaka athygli en tónlist við það samdi David Bowie. Einn ungur, annar reyndur Brad Pitt Morgan Freeman BRAD Pitt hefur verið einn eft- irsóttasti leikarinn af yngri kynslóðinni í Hollywood og jafnframt eitt helsta kyntáknið í flokki kvikmyndaleikara síðan hann lék í kvikmynd Ridleys Scott, Thelma & Louise, árið 1991. Hæfileikar hans hafa síð- an fengið að njóta sín til hins ítrasta í myndum á borð við A River Runs Through It, Kali- fornia og nú síðast í Interview With The Vampire. Pitt fæddist í bænum Shawnee í Oklahoma, en ólst upp í Springfield í Missouri. Hann lærði blaðamennsku í Missouri-háskóla í Columbia, en fluttist að námi loknu til Los Angeles til þess að leggja stund á nám þar í auglýsingagerð og grafískri hönnun. í stað þess sneri hann sér að leiklist og fékk brátt hlutverk í sjónvarps- þáttunum Another World og Dallas o.fl. Aðrar kvikmyndir sem Brad Pitt hefur leikið í eru aðalhlut- verk í Johnny Suede, sem vann Gullna hlébarðann sem besta mynd á kvikmyndahátiðinni í Lucarno árið 1992, Cool World, Across the Tracks, Dark Side of the Sun og stuttmyndin Contact, sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna. MORGAN Freeman hefur á undanförnum áratug skotist í hóp virtustu kvikmyndaleikara Bandarikjanna og þrívegis ver- ið tilnefndur til óskarsverð- launa. Fyrst árið 1987 fyrir leik í myndinni Street Smarts, aftur 1989 fyrir Driving Miss Daisy og í þriðja skipti síðastliðið vor fyrir The Shawshank Re- demption. Freeman, sem framan af ferli sínum var fyrst og fremst þekktur og virtur sem sviðsleik- ari, er frá Mississippi og lagði ekki fyrir sig leiklist að ráði fyrr en hann var kominn undir þrítugt og átti að baki herþjón- ustu í flugher Bandaríkjanna. Árum saman ferðaðist hann um Bandaríkin með leikhópum. Árið 1967 hlaut hann í fyrsta skipti tækifæri á Broadway í Hello Dolly og nýtti það til hins ítrasta. Næstu tvo áratugi var hann tíður gestur á sviði í mörg- um virtustu leikhúsum Banda- ríkjanna, ekki síst í New York þar sem hann hefur margoft hlotið Tony- og Obie-verðlaunin eftirsóttu fyrir sviðsleik. Á hvíta tjaldinu er ótalið stórt hlutverk Freemans í óskars- verðlaunamynd Clint Eastwo- ods, Unforgiven, og fjöldi eftir- minnilegra aukahlutverka, t.a.m. í The Bonfire of the Van- ities, Glory, Lean On Me og Robin Hood: Prince of Thieves, Brubaker, Eyewitness, Clean and Sober, Johnny Handsome og Harry and Son. Þá hefur hann löngum haft nóg að gera í sjónvarpsmyndum og -þáttum. I kjölfar þeirra vinsælda sem Freeman heur notið á undan- förnum árum er hann farinn að reyna fyrir sér við leik- stjórn. Fyrsta mynd hans á þeim vettvangi var Bopha!, þar sem Danny Glover og Alfrie Wood- ard voru í aðalhlutverkum í sögu sem gerðist meðal svartra andófsmanna í Suður-Afríku. Undanfarna mánuði hefur hann leikið á móti Keanu Ree- ves í myndinni Dead Drop, sem frumsýnd verður í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.