Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C *vttuuM*Mfe STOFNAÐ 1913 23. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 28. JANUAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Býflugur í göngutúr TVEIR bandarískir vísindamenn frá Arkansas-háskóla hafa í regnskógum Brasilíu rekist á sérstaka tegund bý- flugna er virðast frekar vi^ja rölta um skóginn en fljúga. í grein í nýjasta hefti tímaritsins Nature lýsa þeir því hvernig hersing býflugna gekk um skóginn og hafði rutt allt að tveggja metra breiðan troðning frá búi sínu í því sambandi. Þegar býflugurnar höfðu fundið það sem þær voru á höttunum eftir flugu sumar þeirra til baka en aðrar gengu heim með laufblöð eða annað „bygging- arefni". Færa vísindamennirnir rök fyr- ir því að um ákveðna fjölskyldu í við- komandi búi sé að ræða og að hagkvæm- ara sé fyrir flugurnar að ganga. Krákursem búa til áhöld NÝSJÁLENSKI vísindamaðurinn Gavin Hunt skýrir frá því í Nature að krákur í regnskógunum á Kyrrahafseyjunni Nýju Kaledoníu hafi náð svipuðu tækni- stigi og elstu afbrigði manna. Hann segir krákurnar búa til áhöld og nota þau til að veiða skordýr sem fela sig í dauðum trjám. „Krákurnar hafa náð umtalsverðri tæknilegri hæfni við að búa til og nota áhöld," skrifar hann. Hunt segir verkkunnáttu krákanna minna á elstu afbrigði manna, sem bjuggu tii stein- og beináhöld frá 2,5 milljónum til 70.000 árum fyrir Krist. Krákurnar fjarlægi lauf og stundum börk af trjágreinum og risti það af rétt fyrir neðan styttan sprota til að búa til krók. Þær noti einnig gödduð lauf, sem þær skeri og geri oddhvöss. Hunt segir að krákurnar Jjúki við að búa áhöldin til áður en þær reyni þau. ' Þær búi auk þess til ýmsar gerðir áhalda í mismunandi tilgangi og beiti krókum. Maðurinn hafi ekki náð þessu tæknistigi fyrr en á steinöld. Frakkar fitna FRAKKAR hafa löngum getað stært sig af því að vera með grennstu þjóðum í heimi þrátt fyrir fádæma áhuga á mat. Ný könnuu sem framkvæmd var fyrir frönsku stjórnina bendir hins vegar til að þetta sé að breytast. Er nú svo kom- ið að um níu milljóiiir Frakka, 16% þjóð- arinnar, eiga við alvarleg offituvanda- mál að stríða. Fregnir berast af bréfber- um og strætisvagnabílstjórum sem misst hafa starfið vegna vaxtarlagsins og nýlega varð þekkt leikkona að greiða fyrir tvö sæti í innanlandsflugi þar sem hún var of feit fyrir eitt. Sérfræðingar eru ekki alveg á eiim máli hvað valdi þessari þyngdaraukningu Frakka en flestir benda á aukna streitu nútíma- þjóðfélags og innflutta skyndibitamenn- ingu ,er hafibreytt mataræði Frakka. A ftiiiU iji!' '*-li " 6 -~ ~ÍTTi ¦ r ii' _jflÉ Mt&. - m * ~JmJmh*L ' 'J ' '¦¦„ ¦ Vr;- ,:.„¦' '.--¦:.„;- "* ;';-¦»¦ -*."*¦.'.'.'«SÍSÍ"-'í m§ iíP? SOLARUPPRAS A FASKRUÐSFIRÐI Morgunblaðið/Árni Sæberg Paul Keating, forsætisráðherra Ástralíu, boðar til þingkosninga í mars Deilan um lýðveldi verður sett á oddinn Canberra. Reuter. PAUL Keating, forsætisráðherra Ástralíu, boðaði í gær til kosninga í byrjun mars og hvatti kjósendur til að gefa Verkamanna- flokknum umboð til að ljúka þeim efnahags- legu umbótum er unnið hefði verið að,_styrkja tengsl Ástralíu við Asíuríki og gera Ástralíu að lýðveldi. Er talið að Keating muni reyna að setja deiluna um lýðveldi á oddinn í kosn- ingabaráttunni. „Þessar kosningar munu snúast um for- ystu öðru fremur og áframhaldandi umboð til handa þeirri stjórn er hefur endurheimt stöðu Ástralíu í heiminum og gert land okk- ar að opnu og samkeppnishæfu ríki," sagði Keating. Hann sagði að framtíð landsins í framvarðasveit ríkja í Asíu og Kyrrahafi væri í veði. Þrettán ár í stjórn Samkvæmt skoðanakönnunum á Verka- mannaflokkurinn, sem Keating hefur verið í forystu fyrir frá árinu 1991, verulega und- ir högg að sækja meðal kjósenda. Flokkurinn hefur verið í stjórn í þrettán ár og leggur John Howard, formaður Frjáls- lynda flokksins og leiðtogi stjórnarandstöð- unnar, áherslu á að tími stjórnarinnar sé runninn út. „Öll merki rýrnunar og hnignun- ar er að fínna í fari þessarar stjórnar. Hroki, skortur á tengslum við raunveruleikann og skilningsleysi á þeim grundvallarvandamál- um er þjá ástralskt efnahagslíf og ástralskt samfélag," sagði Howard við blaðamenn. „Þettu eru allt einkenni stjórnar er hefur verið of lengi við völd." Keating heldur því hins vegar fram að ríkisstjórnin hafi náð að viðhalda þróttinum með þyí að yngja stöðugt upp í ráðherralið- inu. „Árið 1983 var meðalaldur ríkisstjórnar- innar 47 ár. Þrettán árum síðar er meðalald- urinn 47 ár," sagði Keating. Howard er sjálfur með reyndari stjórn- málamönnum Ástralíu og var fjármálaráð- herra í síðustu ríkisstjórn hægrimanna. Hann leiddi flokk sinn í kosningunum árið 1987 en var vikið til hliðar árið 1989 vegna kosn- ingaósigursins. Fyrir ári tók hann við for- ystu flokksins á ný og hefur stjórnarandstað- an notið meira fylgis en stjórnin í skoðana- könnunum síðan. Hefur flokkur Howards sjö prósentustiga forskot. Þjóðaratkvæði um lýðveldi? Búist er við að deilur um hvort Ástralía eigi áfram að vera hluti af breska samveld- inu verði meðal helstu deilumála kosning- anna. Howard er konungssinni en Keating einn helsti talsmaður þess að tengslin við bresku konungsfjölskylduna verði rofin og lýðveldi stofnað í Ástralíu. Keating sagði í gær að stjórn Verkamannaflokksins myndi tryggja að þjóðin fengi að segja álit sitt á málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. LEIDIN TIL AB QÐLAST ER AD6EFA 18 UR VIÐJUM RÍKISREKSWRS vmaapnfflvrNNuiiF oo ÁSUNMUDEai íaÍJ FARIÐ AÐ SJAST TIL LANDS Duranona

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.