Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 23 Á FUNDI, f.v. David Pitt, Sesselía Sveinbjörnsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Fjóla Stefánsdóttir, Laufey Jónsdóttir, Helena Pálsdóttir, Frank Pitt, Davíð Pitt, Hanna Sigga Sigurðardóttir, Elva Sigtryggsdóttir og Guðrún Sigtryggsdóttir. Kristján Pitt, 26 ára arkítekt, sem báðir starfa í fyrirtækinu, Frank sem markaðsstjóri og Davíð sem fjármálastjóri. Þau David og Svala eiga einnig Önnu Maríu, 23 ára, sem nemur hótelstjóm í París um þessar mundir. „Þetta er sannkall- að fjölskyldufyrirtæki nú orðið og ég er heppinn að vera svona ungur pabbi og geta tekið þátt í þessu með strákunum,“ bætir David við. Þessu þarf senn að ljúka, en þó ekki fyrr en David Pitt er spurður hvort lífið sé ekkert annað en vinn- an? „Ég viðurkenni að ég elska að vinna og á Islandi er hægt að ná árangri með því að vinna af dugn- aði og ósérhlífni. Én ég hef gaman af ýmsu öðru. Ég er með ýmis áhugamál, kannski of mörg miðað við knappan tíma. Ég fer til dæm- is eins mikið á skíði og ég get. Ég fer í gönguferðir, ekki síst fjall- göngur og hef gaman af vélsleða- ferðum. Það jafnast ekkert á við að vera á fjöllum í góðu veðri, loft- ið er eitthvað svo ‘gott og tært, eiginlega heilagt. Þar fæ ég kraft- inn sem ég þarf til að reka mig áfram í vinnunni. Ég deili líka jeppadellu með son- um mínum og við reynum að skreppa eitthvað í lax og silung á hveiju sumri þótt ég setji ekki mikinn pening í það. Ég hef líka gaman af myndlist og antíkgrip- um. Mottóið mitt er að blanda ekki mikið saman leik og starfi. Ég er til í að vinna mikið og vel í nokkra mánuði og svo að sama skapi að leika sér vel á milli. Slappa þá vel af og gera eitthvað skemmti- legt.“ Þeir prófa sig áfram á íslandi. Ef varanog verð ganga á íslandi, þá er allt sett á fulla ferð í öðrum löndum föður annars sona sinna, Davíðs Kristjáns. Tengdafaðirinn, Þórhannes Ax- elsson, hefur í nærfellt fimmtán ár þróað forrit sem áfangakerfið í íslenskum framhaldsskólum bygg- ist á. Síðasta hálfa annað árið hefur Þórhannes verið í þrotlausu starfi í Svíþjóð, enda hefur fyrir- tæki þeirra tengdapabbanna stofn- að þrjá „sýnisskóla" eins og David kallar þá, einn í Stokkhólmi, annan í Gautaborg og þann þriðja í Vesterás. Alls eru í skólum þessum tæplega 5000 nemendur." Hvað eruð þið að gera þarna í Svíþjóð? „Svíar vilja breyta skólakerfmu úr bekkjarkerfi í áfangakerfi og þeir líta til okkar eftir fyrirmynd- um. Fjölmargir skólastjórar og embættismenn hafa komið hingað til að kynna sér áfangakerfið. Þetta er mjög þungt og flókið mál, því að þankagangur þeirra er annar en okkar, þeir eru ekki eins vinnuglaðir og duglegir. En við erum hæfilega bjartsýn- ir. Þórhannes er tölvuséní og hann hefur sofið 2-3 tíma á sólarhring í hálft annað ár þarna úti. Hann stoppar varla til að borða og ann sér ekki hvíldar fyrr en vinnan er fínpússuð og tilbúin. Til þess stofn- uðum við þessa skóla. Þetta er búið að kosta okkur milljónir, en ef allt gengur að óskum kemur það allt til baka og vel það.“ Fara ekki bara einhveijir Svíar af stað og apa eftir íslenska kerf- inu? „Það er mikil samkeppni og þeir eru að reyna að ná þessu. En eng- inn þarna úti hefur 18 ára reynslu Þórhannesar og snilld hans að auki. Kerfið byggist á töflureikni- forriti sem geymir 800.000 tölvu- reikna og smellur eins og flís við rass í 1800 manna skóla. Það verð- ur ekki hrist fram úr erminni. Það vantar tíma og peninga í þetta eins og svo margt annað, en ég held samt að það fari senn að sjást til lands. Fjölskyldufyrirtæki . . . David Pitt andvarpar aðeins og segir svo: „Ég er búinn að tala svo mikið um sjálfan mig en minnist ekki á Svölu konu mína. Ég væri ekkert í dag ef ég hefði ekki kynnst henni. Hún á heiðurinn af þessu öllu saman. Hún hefur staðið við hlið mína og styrkt mig í öllu sem ég hef gert og sagt. Verið vinur og ráðgjafi í öllum vanda og verið miklu þolinmóðari en ég hef átt skilið.“ Síðan bendir David á að hann hafi talað svo mikið um sjálfan sig að hann hafí heldur ekki nefnt börnin sín, synina Frank Ó. Pitt 28 ára viðskiptafræðing og Davíð Stjöjriubækur Búnaðarbankans gáfu hæstu ávöxtun á síðasta ári miðað við binditíma Nafnávöxtun Raunávöxtun Stjörnubók 12 mán. 5,10 % 3,42 % Stjörnubók 30 mán. 6,96 % 5,25 % BÚStÓlpÍ (húsnæðisreikningur) 7,21 °/o 5,50 % Örugg ávöxtun í traustum banka! y BUNAÐARBANKIN N - traustur banki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.