Morgunblaðið - 28.01.1996, Side 8

Morgunblaðið - 28.01.1996, Side 8
8 SUNNUDAGUR 28. JÁNÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þið getið andað rólega félagar. Ég sé vel til að stjórna héðan Dagbók frá Kairó EGAR ég kom út á svalirnar í morgun fann ég að var heitara en síðustu vikur. Eftir 12 stiga rakan svala var senni- lega 19 stiga hiti. Ég náði mér umsvifalaust í kaffíð og sígar- ettuna og hugsaði mér gott til glóðarinnar að hafa það náðugt þama í blíðunni. Kona í næsta húsi var að beija teppin sín, hún horfði á kaffibollann minn og sígarett- una með góðlátlegu umburðar- lyndi. Og þá áttaði ég mig auð- vitað. Ramadan - hinn heilagi mán- uður 1,5 milljarða múslima er nú genginn í garð með tilheyr- andi fögnuði, föstu, fögmm hugsunum, góðum gjörðum og skreytingum eins og á íslensk- um jólum. Menn prýða hús sín, innan sem utan, búðimar selja litfagra lampa af ýmsum stærðum, sem heita ramadan-lampar og eng- inn er maður með mönnum sem ekki tendrar hér sinn ramadan- lampa á kvöldin þegar sest er að langþráðum kvöldverði. Það hefur hvarflað að mér að ramadan snúist hjá sumum meira um mat, drykk og sígar- ettur en að stunda guðrækilega íhugun. Pastandi fjölskyldur rífa sig upp fyrir allar aldir og borða sig pakksaddar - það er leyfilegt að gera fyrir sólarupp- rás um 5.30-6. Síðan ganga allir að sínum störfum þótt raunar hefjist vinna yfirleitt seinna á morgn- ana, börn fá frí í skólum fyrstu dagana og fyrirtæki loka a.m.k. klukkutíma fyrr um eftirmið- daginn. Þá hraða hinir fastandi sér heimleiðis og taka sér góða hvíld eftir að hafa neitað sér um mat allan daginn. Húsfreyj- an hefur keypt fíkjur og döðl- ur, brauð og kjöt og alls konar gúmmulaði. Næstu tveir tímarnir fara í að undirbúa kvöldverðinn sem má borða Föstu- mán- uður genginn ígarð Ramadan — hinn heil- agi mánuður múslima er genginn í garð í Miðausturlöndum. Jó- hanna Kristjónsdótt- ir er komin aftur til Kaíró úr jólahaldinum heima og kynnist ann- ars konar hátíð þegar sól er hnigin til viðar, um kl. 18. Síðan er sest að borðum og tekið hraustlega til matar síns. Á eftir má reykja og drekka kaffi eða vatn eða gosdrykk eins og hver vill. Oft sameinast fjöl- skyldur við kvöldverðarborðið einkum fyrstu og síðustu kvöld ramadan. Svo er sungið fram á nótt, spjallað og stundum dans- að og börn ekki send í háttinn fyrr en eftir dúk og disk. Þótt ramadan sé ekki fyrsti mánuður islamska ársins eru víða á heimilum og í verslunum stórir borðar með áletrun eins og „gleðilegt nýtt ár“ eða „far- sælan ramadan“. Betlarar og fátæklingar eiga líka betri tíð á ramadan en ella, þó múhammeðstrúarmenn séu alla jafnan þannig sinnaðir að þeir gefi betlurum fúslega eru þeir rausnarlegri á ramadan. Ýmsar sæmilega stæðar fjöl- skyldur hafa fyrir reglu þennan heilaga mánuð að gefa vissa upphæð til ijölskyldu sem vitað er að hefur ekki úr miklu að spila, svo allir geti notið lífsins og átt gleðilegan mánuð. Samt þurfa ekki allir að fasta og raunar er það hveijum í sjálfsvald sett. Lasburða fólk, ófrískar konur eða konur með börn á bijósti eiga ekki að fasta. Börn undir tíu ára aldri fasta sjaldan en byija á því að neyta hvorki matar né drykkjar svona hálfan daginn. Konur fasta ekki þann tíma sem blæðingar standa yfir; þær eru þá taldar „óhreinar" og vit- anlega geta þær ekki hegðað sér eins og hinir hreinu þann tíma. Mér er ekki grunlaust um að sumum ungum stúlkum finnist það góð ráðstöfun og ein sagði reyndar við mig að hún mundi hafa sínar mánaðar- legu blæðingar um miðjan ramadan. „Það er hvort sem er erfiðasti tíminn, þá er komin viss þreyta í okkur og mesta gleðin yfir föstunni og helginni farin af. Það verður gott að geta borðað eðlilega aftur þá daga,“ sagði hún. Séu matar- venjur ramadans íhugaðar í sjálfu sér geta þær ekki verið beinlínis heilsusamlegar. En það er svo önnur ella og ekki dirfíst ég að anda þeirri skoðun út úr mér. Atökin innan Dagsbrúnar Stefnum á framboð eftirár Sigurður Rúnar Magnússon SIGURÐUR Rúnar Magnússon var vara- formannsefni B-lista sem beið lægri hlut í kosn- ingunum í verkamannafé- laginu Dagsbrún í síðustu viku. Fulltrúar B-lista hafa harðléga gagnrýnt þá stefnu er fylgt hefur verið innan félagsins og hyggja á fram- boð að ári. Mikil harka einkenndi kosningabaráttuna og marg- irhafa velt því fyrir sér hvort Dagsbrún standi frammi fyr- ir klofningi. Hvert er þitt mat á því? Eg hef nú kannski verið í þeim hópi sem verið hefur stórorður um klofning en það er ljóst að við verðum að meta stöðuna eftir þessar kosningar. Það munaði ein- ungis um 150 atkvæðum og það hefur ekki gerst í nær hálfa öld. Það er ljóst að sú stjórn sem nú var kosin situr ekki í umboði verkamanna. Hún náði kjöri með smölum á ellilífeyrisþegum og ör- yrkjum. Vissulega eiga þeir fullan rétt í félaginu en þetta gefur ekki rétta mynd af stöðunni. Að mínu mati er eftirleikurinn Halldórs Björnssonar. Það er hans að ákveða hvort hann vill halda féiaginu saman. Við hjá B-Iistan- um höfum hins vegar ákveðið að halda áfram að starfa saman og stefnum að framboði á ný eftir ár. Þar munum við nýta okkur þá reynslu sem við öðluðumst í kosn- ingunum og ætlum að sigra næst. Það er greinilegt að það verða engin ný vinnubrögð af hálfu stjórnarinnar. Þeir ætla að halda áfram með gömlu aðferðirnar og eru þegar farnir að bera víurnar í okkar fólk, t.d. með því að bjóða því setu í laganefnd, án þess að hafa til þess nokkurt umboð. Á síðasta aðalfundi var kosin laganefnd og átti ég meðal ann- arra sæti í henni. Hún hefur hins vegar aldrei komið saman. Nú hefur A-listinn boðið Önnu Sjöfn Jónasdóttur sæti í þessari nefnd án nokkurs umboðs. Þetta er ná- kvæmlega það sem við vorum að benda á í kosningabaráttunni. Það er mál til komið að stjórnin fari að fylgja eftir samþykktum æðri stofnana, s.s. landsfundar. Þeir hafa ekki umboð til að skipa aðra nefnd á meðan þessi situr, þetta er bara gömul allaballaaðferð. Við fáum mikla hvatningu úr félaginu og munum vinna áfram að okkar málum. Hins vegar munu allir Dagsbrúnarmenn vinna sam- an að þeim málum sem að þeim snúa þó að við séum ekki sam- mála um hveijir foringjar okkar séu. Við teljum að aldrei í sögunni hafi setið jafnveik stjórn í Dags- brún og illa skipulögð. En er þá ekki Ijóst að það er stormasnmt u ár framundan í Dags- brún? Það er Halldórs Björnssonar að ákveða. Við erum 45% af félag- inu og hann ætti að skoða hlutina í því ljósi. Það er Aiþýðusam- bandsþing framundan og fyrsta vandamálið sem hann stendur frammi fyrir er hvernig á að skipa fulltrúa Dagsbrúnar á það. Ef þeir ætla ekki að úthluta okkur neinum sætum eða einungis að gera það á sínum forsendum með því að velja einstaklinga sem eru þeim þóknanlegir förum við fram ► Sigurður Rúnar Magnússon er fæddur í Reykjavík árið 1952. Hann starfaði sem lög- regluþjónn 1971-1976 og síðar hjá Pósti og síma, m.a. við línu- lagnir á landsbyggðinni. Hann var verkamaður hjá Hafskip frá 1982 þangað til fyrirtækið hætti rekstri og hefur síðan unnið hjá Eimskip í Sundahöfn. Sigurður Rúnar hefur nær samfellt verið trúnaðarmaður á vinnustöðum sínum frá árinu 1983. Hann sat í stjórn Dags- brúnar 1987-1995. Hann er kvæntur Ingibjörgu Kr. Ein- arsdóttur og eiga þau tvö börn. á kosningar. Samkvæmt lögum ASÍ á að kjósa um þingfulltrúa innan hvers félags og við erum reiðubúnir að láta reyna á það. Listinn er tilbúinn. Eru ugpi ólíkar áherslur varð- andi ASÍ-samstarfið? Við erum meðlimir að ASI í gegnum Verkamannasambandið og af okkar hálfu hefur ekki verið farið fram á að við segjum okkur úr því. Við erum reiðubúnir eins og er að starfa innan þeirra sam- taka. Það er ljóst að þetta verður átakaþing og sjálfsagt verður Al- þýðubandalagið eins og venjulega í vandræðum með að finna for- ingjá fyrir ASÍ. Dagsbrún hefur á þriðja tug fulltrúa og skiptir miklu máli í kosningunum. Við hjá B-listanum viljum taka þátt í þessum slag ef við fáum til þess leyfi. Annars verður kosið. Dags- brúnarmenn eru að verða kosn- ingaglaðir. Það er Ijóst að mikill hiti er enn í mönnum í báðum fylkingum. Er ekki hætta á að þessi deila verði langvarandi? ' Það verða flokka- drættir í félaginu þar til búið er að skipta um þá klíku sem nú ræður ríkjum. Persónulega get ég sætt mig við fé- laga Halldór í einhvern tíma en ég get ekki sætt mig við mikið af því sem stendur á bak við hann og það sama á við um marga verkamenn. Þeir sem ætla sér forystu í félag- inu eru fólk sem við viljum ekki. Ef ákveðnir menn þarna gæfu kost á sér er á hreinu að við fær- um út í stofnun nýs verkalýðsfé- lags. Þarna eru menn sem tala niður til verkamanna og telja sig vera gáfaðri en þeir. Kjör fulltrúa á ASÍ-þing fyrsta próf- raunin"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.