Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kamhnit hf. með mikla starfsemi í Kamtsjatka FYRIRTÆKIÐ Kamhnit hf. hefur starfað á Kamtsjatka í Rússlandi á þriðja ár. Fyrirtækið vinnur nú m.a. við stóra seiðaeldisstöð fyrir lax og eru verklok áætluð í byrjun næsta mánaðar. Á þessum árum hefur fyr- irtækið framkvæmt fyrir um 11 milljónir dollara, tæpar 730 milljónir ÍSK, og allur búnaður og efni hafa verið keypt frá íslandi. Á árunum 1994 og 1995 hafa 25 íslenskir iðn- aðarmenn og verkfræðingar starfað á Kamtsjatka á vegum Kamhnits. Ýmisleg verkefni eru framundan hjá fyrirtækinu. Guðmundur Björnson, fram- kvæmdastjóri Kamhnits, segir að starfsemin i Kamtsjatka hafi byrjað á árinu 1993. Upphafið má rekja til farar íslendinga á vegum Út- flutningsráðs 1992 til Kamtsjatka en tilgangurinn var að kanna tæki- færi á verkefnum í sjávarútvegi. íslendingarnir komu á kynnum m.a. við stjórnendur UTRF útgerðarfyr- irtækisins sem seinna tók upp sam- starf við íslenskar sjávarafurðir. Hótel og sundlaug Fyrsta verkefnið var endurnýjun á gamalli sundlaug fyrir UTRF í Rybak, sem er hvíldarstaður um 60 km frá borginni Petropavlovsk. Þar var einnig lögð 1.200 metra löng hitaveituaðveituæð og virkjuð heita- vatnsborholu. Um 15 íslenskir iðnað- armenn unnu við þetta verk á árinu 1993 og var allur búnaður og efni flutt inn frá íslandi. Við sundlaugina KAMHNIT endurnýjaði sundlaugina í Rybak og reisti við hana tvær vatnsrennibrautir sömu gerðar og í Laugardal. KAMHNIT byggði þetta baðhús við sundlaugina í Rybak. Það var afhent 9. desember síðastliðinn. var einnig reist vatnsrennibraut af sömu gerð og er í sundlauginni í Laugardal. Verkinu var lokið í des- ember 1993. 1994 og 1995 endurbyggði Kam- hnit hótel Virginiu í Rybak, að innan og utan. Hótelið er með 25 herbergj- um á tveimur hæðum og útvegaði Kamhnit einnig allan búnað, þ.e. húsgögn og hreinlætistæki. Allt byggingarefni og búnaður var flutt- ur inn frá íslandi. Alls unnu við hótelið um tólf íslenskir iðnaðar- menn 1994 og 1995. Nú hefur rúss- neska flugfélagið Aeroflot gert lang- tima samning við hótelið um gistingu fynr áhafnir félagsins. Árið 1994 hóf Kamhnit byggingu baðhúss við sömu sundlaug. Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum og um 825 fermetrar að stærð. Eins og fyrr var allt byggingarefni flutt inn frá íslandi og hafa um fjórtán íslenskir iðnaðarmenn starfað við verkið. Húsinu var skiiað fullbúnu í desember síðastliðnum. Þá reisti fyr- irtækið aðra vatnsrennibraut við sundlaugina. Seiðaeldisstöðvar og hitaveituæð Á seinni hiuta árs 1994 tók fyrir- tækið þátt í uppbyggingu nýrrar seiðaeldisstöðvar í Malkinski og end- urnýjun annarrar eldri stöðvar á sama stað. Meðal verkþátta Kam- hnits var virkjun tveggja heitavatns- hola, bygging afloftunartanks, lagn- ing 780 m langrar aðveitu fyrir heitt vatn, uppsetning 170 fiskeldiskeija og tveggja fullkominna blöndunar- stöðva fyrif heitt og kalt vatn. Einn- HÓTEL Virginia í Rybak var í mikilli niðurníðslu. Kamhnit endurnýjaði hótelið að utan sem innan og hefur Aeroflot nú gert samning um gistingu fyrir áhafnir sínar á hótelinu. ig setti Kamhnit upp tíu útiker fyrir eldisfisk. Í desember 1995 lauk Kamhnit við að setja upp neysluvatns- og miðstöðvarlagnir í sex einbýlishús og endurnýja lagnir í eldri fiskeidis- stöðinni í Malkinski. Auk þess setti fyrirtækið upp neysluvatns- og mið- stöðvarlagnir í nýja sundlaug á svæðinu. Þá vann Kamhnit á árinu 1995 við lagningu 870 m langrar hita- veituæðar að 20 milljóna seiða eldis- stöð í Paratunka dalnum, um 60 km utan Petropavlovsk, ásamt uppsetn- ingu afloftunartanks og blöndunar- stöðvar fyrir heitt. og kalt vatn. Verkinu lýkur í febrúar á þessu ári. Guðmundur segir að starfsemi Kamhnits í Kamtsjatka hafi skilað fyrirtækinu dijúgum tekjum og auk þess haft beina veltuaukningu í för með sér fyrir íslensk fyrirtæki þar sem allur búnaður og efni hafa ver- ið keypt hérlendis. Rekstraráætlun Ríkisútvarpsins fyrir 1996 gerir ráð fyrir samdrætti hjá flestum deildum EINS og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu var hallinn á rekstri RÚV rúmlega 44 milljónir króna á síðasta ári eða 2% af veltu, sem í fyrra var tæplega 2,2 milljarðar. Þá gerði fjárhagsáætlun ráð fyrir að tekjur hljóðvarps yrðu tæplega 803 milljónir króna og tekjur sjón- varps tæplega 1.339 milljónir. í ár er hins vegar gert ráð fyrir að tekjur hljóðvarps verði 30,5 millj- ónum króna lægri og tekjur sjón- varps 70,8 milljónum lægri, eða samtals 101,3 milljónum króna lægri tekjur. Samkvæmt ijárhags- áætluninni dragast rekstrargjöld deilda hljóðvarps saman um 11,2 milljónir frá áætlun fyrra árs, og rekstrargjöld deilda sjónvarps drag- ast saman um 9,8 milljónir, eða samtals um 21 milljón króna. Mestur samdráttur hjá Rás 2 Rekstrargjöld dagskrárdeilda hljóðvarps eru áætluð 349 milljónir króna sem er 20,2 milljóna lækkun frá áætlun síðasta árs, eða um 5,5%. Markús Öm Antonsson, fram- kvæmdastjóri hljóðvarps, segir samdráttinn mestan hjá Rás 2 og þar sé gert ráð fyrir að gera dag- skrána einfaldari í sniðum á kvöldin þegar hlustun hefur mælst minnst. Einnig hefði það þýðingu að 1. apríl væri ætlunin að taka í notkun hjá hljóðvarpi fullkomnasta út- varpshljóðver i landinu, sem þýddi aukna sjálfvirkni í rekstri, og teldu forráðamenn Rásar 2 að færra fólk yrði hægt að hafa við útsendingar. Markús sagði að starfsmönnum á Rás 2 hefði fækkað um fjóra en það hefði gerst með þeim hætti að ekki hefði verið ráðið í stað þeirra sem sagt hefðu upp. Tveimur næturfréttamönnum hljóðvarps hafði verið sagt upp störfum og sagði Markús fréttastof- una hafa lagt mjög mikla áherslu á að þeir yrðu áfram og hefðu upp- sagnirnar verið afturkallaðar. „Hins vegar þarf fréttastofan að spara talsvert frá því sem var á síðasta ári og kemur það fyrst og fremst fram með þeim hætti að ákveðnir þættir verða hvíldir yfir sumarið og það er á Rás 1 líka. Það er ekki lagt jafn mikið í sumar- Búist við 100 milljóna tekjulækkun milli ára /Jk jvffV Fjárhags- Breyting Breyting HLJÓÐVARP áætlun frá áætlun frá áætlun 1996 fyrraárs í m. kr. TEKJUR alls í milljónum kr. 802,7 -3,7% -30,5 GJÖLD í milljónum kr. Rekstrargjöld deilda alls 674,6 -1,6% -11,2 Dagskrárdeildir _ 349,0 -5,5% -20,2 Þjónustudeildir - .... - 165,4 12,6% 18,5 Stjórnunar- og víðskiptadeildir . 22,8 -0,7% -0,2 Yfirstjórn og fjármáladeild 137,4 -6,3% -9,3 Önnur gjöld 159,2 -0,1% ■0,2 Gjöld alls 833,7 -1,3% -11,4 Tapfyrirfjármagnsliði -31,0 161,7% -19,2 Fjármagnsliðir alls 11,0 -7,1% -0,8 Rekstrarhagnaður/tap -20,0 0,0% -20,0 JFfi'l# 707 SJÓNVARPIÐ Fjárhags- áætlun 1996 Breytíng frá áætlun fyrraárs Breyting frá áætlun (m. kr. TEKJUR alls I milljónum kr. 1.338,6 -5,0% -70,8 GJÖLD í milljónum kr. Rekstrargjöld deilda alls 1.200,7 -0,8% -9,8 Dagskrárdeildir 691,8 0,6% 0,8% -6,0% -6,7% 4,0 2,1 -6,6 -9,3 -27,8 Þjónustudeildir 276,3 Stjórnunar- og viðskiptadeildir 103,7 Yfirstjórn og fjármáladeild 128,8 Önnur gjöld 194,9 -12,5% Gjöld alls 1.395,6 -2,6% -37,5 Tap fyrlrfjármagnsliði Fjámnagnsliðir ails -57,0 22,0 -140,6% -7,1% -33,3 -1,7 Rekstrarhagnaður/tap -35,0 0,0% -35,0 Framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins sam- þykkti í vikunni fjár- hagsáætlun stofnunar- innar fyrir árið 1996 og hefur áætlunin verið kynnt útvarpsráði. Gert er ráð fyrir rúmlega 100 milljónum króna lægri tekjum en í fyrra og 21 milljón króna lægri rekstrargjöldum deilda hljóðvarps og sjónvarps. dagskrá og verður svo aftur í haust og vetur þegar vetrardagskrá tekur við á ný,“ sagði hann. Gjaldskrár Pósts og síma erfiðar Markús sagði að stóraukinn rekstrarkostnaður í dreifikerfi út- varps kæmi niður á starfseminni og hann hefði verið að hækka um tugi milljóna króna á fárra ára bili. Póstur og sími sér um rekstur dreifikerfisins fyrir Ríkisútvarpið, og segir Markús gjaldskrámar hjá Pósti og síma vera orðnar það erfíð- ar fyrir Rikisútvarpið að það hafi bitnað á fjárveitingum til dagskrár- gerðarinnar. Reksturinn á dreifikerfi hljóð- varpsins var að sögn Markúsar 80 milljónir króna á síðasta ári, og í því er innifalið gjald til Fjarskiptaeft- irlitsins sem er 20 þúsund krónur fyrir hvem sendi í dreifikerfmu. Þar sagði Markús að alls ekki væri verið að mæta neinum raunkostnaði við þjónustu við þennan búnað, heldur væri þetta einfaldlega beinn skattur sem hefði Iagst á Ríkisútvarpið. Markús sagði að auk þessa væru að skella á Rikisútvarpinu hækkan- ir vegna sérstakra greiðslna til hljómplötuútgefenda um allan heim samkvæmt samningi sem íslensk stjórnvöld hefðu undirritað. Þetta gæti skipt milljónatug eða milljóna- tugum á ári. Þá væri niðurfelling á afnotagjöldum fyrir örorkubóta- þega og ellilífeyrisþega vandamál fyrir stofnunina, en strikað væri yfir rúmlega 200 milljónir króna á hveiju ári með þessum hætti og færi sú upphæð stöðugt hækkandi með hveiju árinu sem liði. Minna um erlent efni í sjónvarpi Tæplega 10 milljóna skerðing verður á rekstrarfé sjónvarps milli ára, en að sögn Péturs Guðfinnsson- ar, framkvæmdastjóra sjónvarps, telur hann að ekki þurfí að koma til uppsagna starfsfólks af þeim sökum. Hann sagði að áhrifa af niðurskurði rekstrarfjár færi ekki að gæta fyrr en vetrardagskrá sjón- varpsins lyki 31. apríl næstkom- andi, og hann gerði ráð fyrir að niðurskurðurinn kæmi aðallega fram sem nokkur stytting erlends efnis í sumar og í haust. Pétur sagði að verið væri að kanna hve miklu væri hægt að halda inni af föstum íslenskum þátt- um sem hefðu átt að byija á nýjan leik 1. október, en viðbúið væri að einhveijum af þeim þyrfti að sleppa. Þá sagði hann hugsanlegt að ellefu- fréttir sjónvarpsins yrðu eitthvað einfaldari í sniðum og styttri en nú er, en engin ákvörðun hefði verið tekin um það. Pétur sagði að árið í ár yrði sjón- varpinu nokkuð erfitt, en gert væri ráð fyrir lægri tekjum vegna aug- lýsinga og afnotagjalda, þetta þýddi hins vegar að prósentubundin gjöld í framkvæmdasjóð og menningar- sjóð útvarpsstöðva lækkuðu. Þann- ig nemi Iækkunin í framkvæmda- sjóð tæpum 12 milljónum og lækk- unin í menningarsjóð útvarpsstöðva rúmum tveimur milljónum. Þá lækka útgjöld sjónvarps milli ára um 7,5 milljónir vegna kaupleigu- búnaðar sem greiddur var upp á síðasta ári og afskriftir á tækjum lækka um tvær milljónir milli ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.