Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 29 ___________AÐSENDAR GREIIMAR___ Svartstakkar í íslensku þjóð- kirkjunni - er það framtíðin? ÞAÐ hafði ekki verið ætlun mín að skrifa frek- ar um stöðu íslensku kirkjunnar, en nokkur ummæli vígslubiskups í sjónvarpsþætti RÚV fyr- ir nokkru komu svo illa við mig að ég fæ ekki orða bundist. Það sem kom einna verst við mig voru ummæli hans á þá leið að hann hefði frétt frá leikmanni úti í bæ að öll þessi deila (í Lang- holtssókn) væri mögnuð upp og tilbúin af svart- stökkum í kirlqunni. Síð- an sagði vígslubiskup orðrétt „og ég er einn þeirra“. Hvað var maður- inn að tala um? Skv. skilgreiningu Islensku alfræðiorðabókarinnar voru svartstakkar bardagasveitir fasista sem Mussolini kom á fót á Italíu eft- ir árið 1919. Munu þær hafa verið illræmdar og starfað á svipaðan hátt , og stormsveitir Hitlers. Hvemig getur orð þetta tengst umræðunni um ís- lensku kirkjuna og prestar gengist við því? í framhaldi af þessum orðum vígslubiskups sagði hann orðrétt: „að þeir (svartstakkar?) ætli sér og vilji að kirkjan rísi undir nafni sem skipu- lagt samfélag þeirra sem trúa á Jesúm Krist en sé ekki einhvers konar sam- safn af klúbbum". Hvað á maðurinn við? Stendur íslenska þjóðkirkjan fyr- ir „klúbbastarfsemi". Skyldi það vera eitthvað sem passar ekki inn í „skipu- lagt samfélag þeirra sem trúa á Jesúm Krist“? Ég ákvað að kynna mér mál- ið og fer hér á eftir stutt lýsing á yfirlýstri stefnu íslensku þjóðkirkj- unnar sem unnið hefur verið að út- breiðslu á síðustu ár. Gæti verið að það sé það sem vígslubiskup er að tala um? Safnaðaruppbygging Árið 1987 samþykkti kirkjuráð og biskup að hefja safnaðaruppbyggingu innan íslensku kirkjunnar. Úndirrót samþykktar þessarar má rekja til þess að biskup og prestar voru áhyggjufullir vegna þeirrar áherslu sem lögð var á að reisa kirkjubygg- ingar innan safnaða landsins. Sjálft safnaðarstarfið hlaut að líða fyrir þetta og ástæða til að reyna að breyta þróuninni og vinna að því að „fá fólk- ið inn í kirkjuna" á öðrum forsendum, þ.e. byggja kirkjuna upp innan frá. Árið 1989 samþykkti prestastefna að safnaruppbygging yrði meginverk- efni kirkjunnar og yfirskrift alls starfs hennar. Stofnuð var nefnd um málið og í framhaldi af því var séra Öm Bárður Jónsson skipaður fræðslustjóri þjóðkirkjunnar, m.a. til að vinna að þessu verkefni. Nefndin skilaði af sér árið 1992 með útgáfu á fræðsluefni um safnaðaruppbyggingu. í fram- haldi af því var sóknarnefndum og starfsfólki kirkjunnar boðið upp á námskeið þar sem farið var í gegnum fræðsluefni þetta og þeim bent á leið- ir til safnaðaruppbyggingar. Hvað er safnaðaruppbygging? Hér hef ég leitað fanga í því fræðsluefni sem íslenska þjóðkirkjan gaf út. Hef ég tekið setningar út á stangli og tengt þær saman, án þess þó að breyta innihaldinu. Talað er um að færa þurfi ímynd presta og leikmanna til nútímaviðhorfs þar sem presturinn sé ekki lengur meðal- göngumaður milli Guðs og safnaðar- ins heldur taki söfnuðurinn virkan þátt í guðsþjónustunni og hætti að líta á sig sem áhorfanda. Það er söfn- uðurinn, fólkið sjálft, sem er kirkjan (leturbreyting mín) - ekki presturinn. Það er þjónusta safnaðarins sem byggir söfnuðinn upp - ekki þjónusta prestsins. Nauðsynlegt sé að fræða leikmenn og byggja þá upp til að þeir verði virkir í þjónustu kirkjunn- ar. Presturinn hljóti að hafa nokkra forystu í söfnuðinum í krafti vígslu sinnar og menntunar en uppbygging safnaðarins geti ekki, nema að tak- mörkuðu leyti, orðið hans verk. Prestar megi ekki fá það á'til- fínninguna að málið snúist um það að verið sé að taka af þeim ein- hver völd ef fleiri koma markvisst inn í þjón- ustu kirkjunnar. Finnst þér, lesandi minn, ekki að íslenska þjóðkirkjan sé á réttri ieið með þessari stefnu- mörkun? Er ekki verið að reyna að færa lýð- ræðið inn í kirkjurnar? Viljum við ekki nálgast kirkjuna okkar meira með aukinni þátttöku í helgihaldinu og fá auk þess fræðslu og uppbyggingu frá kirkjunni til þess? Er hugsanlegt að ýmsir prestar óttist það að missa „völdin“ í hendumar á söfnuðinum? Klúbbastarfsemi Í þessu sama fræðsluefni er talað um að auka tengsl við sérstakar stofnanir og starfstæki kirkjunnar, t.d. Hjálparstofnun kirkjunnar, Hið íslenska biblíufélag og kristniboðið. Þá er talað um uppbyggingu les- hópa, sjálfshjálparhópa og bæna- hringa í söfnuðinum, svo og hópa til sérstakra verkefna s.s. hjálparstarfs og kristniboðs, heimsóknarþjónustu og aðstoðar. Eru þetta „klúbbarnir" sem vígslubiskup er að tala um? Er þetta ekki „skipulagt samfélag þeirra sem trúa á Jesúm Krist“? Er hugsan- legt að þeir leikmenn sem myndu láta kirkjuna „plata“ sig til þátttöku í svona hópum séu ekki verðugir þess að tilheyra „skipulögðu samfé- lagi þeirra sem trúa á Jesúm Krist“? Er það bara fyrir prestana? Það vekur bæði undrun mína og hneykslan að heyra vígslubiskup lýsa því yfir opinberlega að hann sé ekki sammála yfirlýstri stefnu íslensku þjóðkirkjunnar. Svo er einnig að Það er söfnuðurinn, fólkið sjálft, sem er kirkjan, segir Jóhanna E. Sveins- dóttir, og innan kirkj- unnar á ljós kærleik- ans að vísa veginn. skilja á orðum hans að hann eigi sér nokkra fylgisveina í þessari skoðun sinni. Er það kannski „svartstakka- klúbburinn"? Er von þótt söfnuðir geti ekki komið sér saman um hlut- ina þegar svo augljós ági'einingur ríkir um grundvallarsjónarmið í stefnu íslensku þjóðkirkjunnar? Er nema von að biskup verði stundum þreyttur? Prestar eru þjónar kirkjunnar, og þar með þjónar fólksins. Þeir gegna að vísu lykilhlutverki í söfnuðinum - en sem þjónar - ekki herrar. Er hugs- anlegt að „klúbbur svartstakka" líti á sig sem herra sem sitji efst á pýr- amídanum í valdaskipulagi íslensku þjóðkirkjunnar, hafnir yfir aðra í stað þess að vera „fremstir meðal jafn- ingja" eins og stefna kirkjunnar er? Æviráðning - fær hún staðist? Þá er enn komið að þeim vanda sem kirkjan (og þar með fólkið) býr við. í skjóli æviráðningar presta geta kirkjuyfirvöld lítt aðhafst til að tryggja að þeir framfylgi yfirlýstri stefnu þjóðkirkjunnar. Að sjálfsögðu mega prestar hafa sjálfstæðar skoð- anir - en spurning ríkir í huga mér hvort þeir sem lýsa svo greinilega yfir andstöðu sinni opinberlega geti starfað af heilum hug fyrir íslensku þjóðkirkjuna. Æviráðning presta gerir þeim hinsvegar kleift að fara sínu fram óáreittir. Hvað með söfnuðina? Eru þeir þá ofurseldir presti þeim sem sókn- arnefnd hefur valið (ath.: sóknar- nefnd velur aðeins prest, ræður hann ekki). Sumir söfnuðir eru heppnir en aðrir óheppnir. Ef söfnuður er óhepp- inn, getur hann þá ekki gert neitt til að breyta ráðningu prests, ef hann uppfyllir ekki þær væntingar sem gerðar voru til hans? Er hugsanlegt að sóknarnefndir hafi alltaf fengið réttar upplýsingar áður en gengið var til prestskosninga? Ef svo er ekki, á þá söfnuðurinn í heild sinni (og sóknamefndin sem vill leiðrétta mistök sín) að sitja með hendur í skauti næstu 25 árin og leyfa kirkj- unni sinni að deyja? Gildir lýðræðið ekki í íslensku þjóðkirkjunni? Það er mikil brotalöm í stjóm- skipulegri uppbyggingu íslensku þjóðkirkjunnar með æviráðningu presta. Til að lagfæra hana þarf það sama að gilda um ráðningu presta á vinnumarkaðnum og þá sem starfa í einkageiranum. Þar fær sá starfið sem hæfastur er. Til að halda því verður hann að standa sig eða víkja ella. Prestar em líka mannlegir, geta verið mistækir, einráðir - jafnvel ótt- aslegnir. - En hví skyldu þeir ekki vera ábyrgir fyrir gjörðum sínun og standa eða falla með þeim? Ljós kærleikans verður að leika um kirkjuna til að hún geti kennt sig við Jesú Krist og kærleiksboðskap hans. Ég get ekki tengt ljósið við orðið „svartstakkur". íslensk kirkja á betra skilið en að vera ofurseld hroka og valdabrölti presta sem virð- ast hafa gleymt hlutverki sínu í krist- inni kirkju. Islenskum stjórnvöldum ber því að vernda söfnuðina gegn slíkum aðstæðum og koma á breyt- ingum um lög og réttindi presta. Höfundur er viðskiptafræðingur og féiagi í Kór Langholtskirkju. Utsalan cr hann CHA*CHA Borgarkringlunni. Sími 588 4848 Jóhanna E. Sveinsdóttir Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bílasala Opið laugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 Ath.: Tilboðsverð á fjölda bifreiða. Einnig: MMC L-300 Minibus 4x4 '88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tímareim o.fl). V. 1.050 þús. Mjög góð lónakjör. Nissan Sunny 1.6 SR '94, grænsans., 5 g., ek. 33 þ. km. V. 1.090 þús. Hyundai Pony LS '94, rauöur, 5 g., ek. 30 þ. km. Tilboðsv. 690 þús. Toyota Corolla Touring GLI '93, vínrauð- ur, ek. 42 þ. km., rafm. í rúöum, dráttar- krókur, 2 dekkjagangar o.fl. V. 1.350 þús. Sk. ód. Grand Cherokee Limited V-8 '94, ek. 15 þ. km., grænsans., einn með öllu, gullfal- legur bfll. V. 3.950 þús. Cherokee Pioneer 4.0L '87, 5 dyra, blár, sjálfsk., ek. 110 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Gott ástand og útlit. V. 1.190 þús. V.W. Golf 1.4 icl station '94, blár, 5 g., ek. 32' þ. km. rafm. í rúðum, dráttarkúla o.fl. V. 1.150 þús. Suzuki Sidekick JLXi 16v '93, 5 dyra, hvítur, 5 g., ek. aðeins 38 þ. mflur, rafm. í rúðum, samlæsingar, álfelgur, upphækk- aður, ABS bremsur. V. 1.690 þús. Nissan Sunny 1.6 SLX 4x4 station '93, blór, 5 g., ek. aðeins 28 þ. km., rafm. í öllu, 2 dekkjag., ólfelgur. V. 1.290 þús. Pajero GLS Turbo m/lnterc. '95, m/mæli, blór, 5 g., ek. aðeins 8 þ. km., upphækkaður, 33“ dekk o.fl. Talsvert breyttur. Sem nýr. V. 2,5 millj. M. Benz 250 T., diesel, station '86, sjálfsk., ek. 296 þ. km. Gott óstand. V. 1.650 þús. Nissan Sunny Sedan SLX 1.6 '93, hvítur, 5 g., ek. 50 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sætum o.fl. V. 1.030 þús. Volvo 740 GL '87, rauður, 5 g., ek. 103 þ. km. V. 750 þús. Subaru Legacy 1.8 station '90, sjálfsk., ek. 98 þ. km. V. 1.080 þús. BMW 316 '88, 4 dyra, vínrauður, 5 gíra, ek. aðeins 54 þ.km. Toppeintak. V. 690 þús. Sk. ód. Chevrolet Van '87, húsbíll, gott eintak. Tilboðsv. 690 þús. Ford Bronco il XL '88, 5 g., ek. 93 þ. Gott eintak. V. 990 þús. Lada Samara 1500 '90, 3 dyra, grár, 5 g., ek. 80 þ. MMC Lancer EXE '91, hlaðbakur, sjálfsk., ek. aðeins 11 þ.km. Einn m/öllu. V. 940 þ. stgr. Mazda 323 F GLX '90, rauður, 5 dyra, sjálfsk., ek,. 87 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler o.fl. Góður bíll. V. 790 þús. V.W. Vento GL 2.0 '93, blár, 5 g., ek. 40 þ. km., sóllúga, álfelgur o.fl. V. 1.380 þús. Nýr bfll. Hyundai Pony GSi '94, sjálfsk., ek. 1. þ. km. 2 dekkjagangar. V. 890 þús. MMC L-300 Minibus 4x4 '93, (bensín- vól), grænn/grár, 5 g., ek. aðeins 46 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur, dráttarkúla o.fl. V. 1.950 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.