Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 1
100 SÍÐUR B/C/D 27. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hálf milljón rússneskra námamanna í verkfall Kiev, Moskvu. Reuter. Reuter NÁMAMENN frá Donbass mótmæla fyrir utan stjórnarskrifstof- urnar í Kiev, höfuðborg Úkraínu. Rúmlega milljón námamanna í Úkraínu og Rússlandi fór í verkfall í gær. UM HÁLF milljón rússneskra kola- námamanna lagði niður vinnu í gær og krafðist þess að fá greidd nokk- urra mánaða vangoldin laun. í Úkraínu fóru 600 þúsund náma- menn í verkfall úl að krefjast ógreiddra launa og örorkubóta. Loforðum um að 600 milljarðar rúblna (7,7 milljarðar ísl. kr.) yrðu greiddir rússneskum námamönnum í vangoldin laun var hafnað. Alls nemur skuldin við þá einni billjón rúblna (14 milljörðum ísl. kr.) Stjórnvöld í vanda Rússnesk stjómvöld segjast í miklum vanda. Þau hafi ekki efni á því að borga laun allra námamanna á réttum tíma því að fyrirtæki hafí ekki greitt fyrir kolasendingar. Erfitt er að meta hver áhrif verk- fallsins í Rússlandi verða því að sumir námamenn eru farnir í alls- herjarverkfall, en aðrir hyggjast aðeins stöðva kolasendingar í tvo daga. Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, taldi námamenn eitt sinn til sinna dyggustu stuðningsmanna, en hann hefði sennilega getað hugs- að sér betri afmælisgjöf á 65 ára afmæli sínu í gær. Jeltsín 65 ára Bandamenn Jeltsíns sendu ham- ingjuóskir, en andstæðingar hans notuðu tækifærið til að minna á erfiðleikana í Rússlandi í kveðjum sínum. Gennadíj Selezníjov, for- maður rússneska þingsins, sagði í skeyti að Jeltsín bæri þungar byrð- ar og vonaði að hann hefði „heilsu, styrk og reisn í anda til að axla þessar byrðar með sóma“. Kolanámamenn hafa oft beitt áhrifum sínum í rússneskum stjórn- málum, en stjórnmálaskýrendur segja að samtök þeirra séu ekki eins áhrifamikil og á árum áður. Þess er skemmst að minnast að níu vikna verkfall árið 1991 veikti stöðu Mikhaíls Gorbatsjovs, síðasta leið- toga Sovétríkjanna, til muna og styrkti Jeltsín, sem var kosinn for- seti í júní það ár. Dragist þetta verkfall á langinn er víst að and- stæðingar Jeltsíns munu nota það gegn honum í áróðursbaráttunni fyrir forsetakosningarnar 16. júní ákveði hann að fara fram. Námamenn í 104 af 251 námu í Donbass í Úkraínu hættu vinnu og neitað var að ferma kol í 100 námum til viðbótar. Námamenn í Úkraínu hafa flestir ekki fengið nema milli þijú þúsund og fimm þúsund krónur í mánaðarlaun frá því í október og margir hafa,. ekki fengið örorkubætur síðan í júlí. Norðmenn taka tvo togara Danir kre^ast skýringa Kaupmannahöfn. Reuter. HENRIK Dam Kristensen, sjávar- útvegsráðherra Danmerkur, krafði Norðmenn í gær skýringa á því hvers vegna tveir danskir togarar hefðu verið teknir við veiðar undan ströndum Noregs. Dönsku skipin voru tekin snemma í gærmorgun og skipað að sigla til Björgvinjar en þau látin laus síðdegis. Embættismaður Evrópusam- bandsins (ESB) sagði í gær að um hefði verið að ræða mistök fram- kvæmdastjórnar ESB. Norðmenn hefðu gert stjórninni viðvart um að dönsku skipin væru að veiðum á vernduðu hrygningarsvæði síldar- stofna, en boðin hefðu ekki verið látin ganga til danskra yfirvalda. Spenna hefur ríkt milli Norð- manna og Dana undanfama mán- uði. Danir segja að Norðmenn geri óásættanlegar kröfur um skrif- finnsku þegar dönsk skip leita hafn- ar í Noregi. Danskir sjómenn hafa hótað að hunsa norsk skip í dönsk- um höfnum. Leyniskytta skotin til bana í Sarajevo Sarajevo. Reuter. FRANSKIR hermenn í liðsafla Atl- antshafsbandalagsins (NATO) í Bosníu skutu í gærkvöldi leyni- skyttu til bana í útjaðri Ilidza, út- borg Sarajevo, sem er í höndum Serba. Önnur leyniskytta var hand- tekin án blóðsúthellinga. í yfirlýsingu frá Frökkum sagði að leyniskyttan hefði særst og lát- ist af sárum sínum eftir að hafa komist undir læknishendur. Leyni- skytturnar voru á afvopnuðu svæði, sem skilur að Ilidza og Sarajevo, sem er á valdi Bosníustjórnar. Bandarískur og breskur hermað- ur særðust lítillega af skotum leyni- skyttu og skotið á farartæki NATO í Ilidza fyrr í þessari viku. Spænskir hermenn kölluðu í gær bandarískar herflugvélar af gerð- inni A-10 til hjálpar við að afvopna og ná burt flokki manna úr bosn- íska hernum, sem hafði komið sér fyrir á hlutlausu svæði fyrir utan Mostar. Klukkutíma síðar samþykktu hermennirnir að hverfa á braut og láta vopn sín af hendi. Þetta er fyrsta skipti sem aðstoð hefur verið fengin úr lofti frá því að friðarsátt- málinn um Bosníu var undirritaður í París. Reuter Mótmæli á Indlandi SPENNA ríkir á landamærum Indlands og Pakistans eftir að landamæraverðir skiptust á skot- um og 20 létu lífið þegar flug- skeyti féll á hóp manna á land- svæði á valdi Pakistana í janúar. Indverjar sökuðu pakistanska ráðamenn í gær um að kynda undir illindum í Kasmír. Mótmæla- fundur var haldinn skammt frá landamærum ríkjanna í Wagha í Punjab-héraði í gær. Rúmlega fimm þúsund manns mótmæltu skotárásum pakistanskra her- manna á indverskar landamæra- stöðvar í Kasmir og héldu á eftir- mynd af Benazir Bhutto, forsætis- ráðherra Pakistans, eins og sést á þessari mynd. Evrópuþingið vill íjarskiptafrelsi „Lítil kerfi“ fái engan frest Brussel. Reuter. EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær, að ríkisstjórnum í öllum aðildarríkj- um Evrópusambandsins (ESB) skyldi gert að standa við fyrirheit um að verða búin að opna fjarskipta- markaðinn fyrir samkeppni 1998. Samþykkt Evrópuþingsins er að vísu aðeins ráðgefandi en hún auð- veldar samt framkvæmdastjórn ESB að hrinda þessu máli endanlega í framkvæmd. Búist er við, að frá því verði gengið í næsta mánuði og auk þess ákveðið, að ESB-ríkin leyfi strax á þessu ári „öðrum kerfum", til dæmis á vegum þjónustufyrir- tækja og járnbrauta, að annast fjar- skiptaþjónustu. Undanþáguákvæði þrengd í áætluninni er gert ráð fyrir, að sum ríki, Grikkland, írland, Port- úgal og Spánn, geti fengið fimm ára aðlögunartíma en þingið breytti þessu ákvæði nokkuð og þrengdi. Eiga ríkin ekki að fá neinn frest nema þau hafi lagt fram nákvæman rökstuðning fyrir honum og tíma- áætlun og að síðustu fengið sam- þykki framkvæmdastjórnarinnar. Þingið samþykkti einnig, að ákvæði um tveggja ára frest fyrir „mjög lítil kerfi“, þ.e.a.s. Luxem- borg, skyldi þurrkað út. Karel Van Miert, samkeppnis- málastjóri ESB, var ekki alveg sam- mála þessum breytingum þingsins og kvaðst óttast, að erfitt yrði að breyta samningi, sem gerður hefði verið í góðri trú milli framkvæmda- stjómarinnar og ríkisstjórnanna. Framkvæmdastjórnin hefur áður skyldað aðildarríkin til að binda enda á ríkiseinokun á öðrum sviðum fjarskipta. Með nýju lögunum verður brotið síðasta vígi ríkiseinokunar á þessu sviði innan Evrópusambandsins. Ástralía Skuldin sett í innheimtu Brisbane. Reuter. AFKOMENDUR ástralskra frumbyggja, sem áttu mikinn þátt í að handsama Ned Kelly, alræmdasta útlaga í ástralskri sögu, hafa nú krafist hluta 8.000 punda verðlaunafjár og 50 punda launa, sem for- feðrum þeirra var heitið fyrir 116 árum en vom að þeirra sögn aldrei greidd. Þegar frumbyggjarnir höfðu fundið Kelly handtók lögreglan hann eftir skotbar- daga. Hann var síðan hengd- ur. Um 60 rithöfundar og skáld hafa samið um hann bækur, leikrit og ljóð. Með vöxtum og vaxtavöxt- um er krafa afkomenda frum- byggjanna tæpir tveir milljarð- ar islenskra króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.