Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vöruskiptajöfnuður hagstæður um 13 milljarða árið 1995 Spáð um 2 milljarða af- gangi af viðskiptajöfnuði V ÖRU SKIPTAJÖFNUÐUR síð- asta árs var hagstæður um 13,3 milljarða króna samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofunnar og er Enn ein nýjung í sjálfvirkum ofnhitastillum. $M ELLU Allar aðgerðir eru fljótvirkari, tenging nemans við lokann er enn traustari og nýting á heita vatninu 1 nákvæmari. Einnig er hægt að læsa nemanum á einfaldan hátt. NYR FULLKOMNARI OFNHITASTILLIR Á ÓBREYTTU VERÐI. éW METRO miðstöð heimilanna þetta nokkuð minni afgangur af vöruskiptunum en varð árið 1994 þegar hann var 19,4 milljarðar króna á föstu gengi. Heildarút- flutningur ársins 1995 var liðlega 116 milljarðar króna. í Gjaldeyrismálum, fréttabréfi Ráðgjafar og efnahagsspáa, er gert ráð fyrir því að viðskiptajöfn- uður verði jákvæður um 2,0-2,5 milljarða króna fyrir vikið. Það yrði umtalsvert óhagstæðari nið- urstaða en árið 1994, er viðskipta- jöfnuðurinn var hagstæður um 10 milljarða. Vöruskiptajöfnuður des- embermánaðar var hagstæður um 1.1 milljarð króna, nokkuð lakari en árið þar á undan er hann var 2.2 milljarðar. Verðmæti útflutts iðnvarnings eykst um rúmlega 26% Vermæti vöruútflutnings var 4% meira 1995 en árið þar á und- an og nam verðmæti sjávarafurða um 72% af heildarverðmæti hans. Það er 1% minna en árið 1994. Álútflutningur jókst hins vegar um 14% að verðmæti miðað við árið 1994 og verðmæti útflutts kísil- járns jókst um 20%. Það vekur hins vegar athygli að verðmæti útflutts iðnvarnings, annars en áls og kísiljárns, jókst um liðlega 26% á milli ára. Mest er aukningin í útflutningi á þeim vörum sem flokkast undir aðrar iðnaðarvörur, en þar vega lyf og lækningavörur hvað þyngst. Útflutningsaukning- in í þessum lið er að verðmæti um 1 milljarður króna, eða tæp 72%. Þar munar miklu um 700 milljóna króna sölu Delta á hjartalyfinu Katropil til Þýskalands. Aukin neysla ástæða lakari vöruskiptajafnaðar Helsta ástæðan fyrir lakari vöruskiptajöfnuði á liðnu ári er mikil aukning í innflutningi á fólksbílum og mat og drykk. Inn- flutningur ársins 1995 jókst um 11% miðað við árið 1994. Að frá- töldum innflutningi á sérstakri fjárfestingavöru, svo sem skipum eða flugvélum, sem jafnan er mjög breytilegur á milli ára, jókst vöru- innflutningur um 13% á föstu gengi miðað við árið 1994. Mest varð aukningin á fólksbílainnflutn- ingi, eða 38%, en innflutningur á mat- og drykkjarvöru jókst um 14%. Innflutningur annarrar neysluvöru jókst um 7% á milli ára. VÖRUSKIPTWÍá c VIÐ ÚTLÖND 'j S Verðmæti vöruút- og innflutnings jan.- des. 1994 og 1995 1994 1995 breJ“ng á (fob virði í milljónum króna) jan.-des. jan.-des. föstu gengi* Útflutningur alls (fob) 112.653,8 116.611,7 3,6 Sjávarafurðir 84.837,5 83.873,1 -1,0 Ál 10.833,0 12.303,0 13,7 Kísiljárn 2.689,3 3.211,5 19,5 Skip og flugvélar 3.370,0 4.108,1 22,0 Annað 10.924,0 13.116,0 20,2 Innflutningur alls (fob) 93.243,0 103.313,8 10,9 Sérstakar fjárfestingarvörur 4.203,6 3.333,0 Skip 3.983,7 2.479,9 Flugvélar 170,8 793,6 Landsvirkjun 49,1 59,5 77/ stóriðju 5.262,2 6.681,2 27,1 íslenska álfélagið 4.479,7 5.944,2 32,8 Islenska járnblendifélagið 782,5 737,0 -5,7 Almennur innflutningur 83.777,2 93.299,6 11,5 Olía 7.256,9 6.968,9 -3,9 Matvörur og drykkjarvörur 9.061,8 10.310,6 13,9 Fólksbílar 3.318,5 4.573,3 38,0 Aðrar neysluvörur 20.550,2 21.864,3 6,5 Annað 43.589,8 49.582,5 13,9 Vöruskiptajöfnuður 19.410,8 13.297,9 Án viðskipta íslenska álfélagsins Án viðskipta íslenska álfélagsins, íslenska járnblendifélagsins 13.057,5 6.939,1 og sérstakrar fjárfestingarvöru 11.984,3 3.689,5 * Miðað er við meðalgengi á vönjviðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris 0,1 % lægra i janúar-desember 1995 ön á sama tíma árið áður. Heimild: HAGSTOFA ÍSLANDS -JlJ mest seldu fólksbíla tegundirnar í janúar1996 Br.frá fyrra ári Fjöldi % % 1. Tovota 80 17,0 66,7 2. Volkswaqen 57 12,1 58,3 3. Nissan 51 10,8 37,8 4. Hvundai 42 8,9 -16,0 5. Ford 38 8,1 1400,0 6. Mitsubishi 34 7,2 209,1 7. Suzuki 33 7,0 725,0 8. Opel 27 5,7 0,0 9. Renault 20 4,2 81,8 10. Volvo 12 2,5 20,0 11. Subaru 11 2.3 120.0 12- Honda 9 1,9 800,0 13. Jeep 9 1,9 12,5 14- Kia 7 1,5 - 15. Peuaeot 7 1,5 75.0 Aðrar teg. 34 7,2 70,0 Samtals 471 100,0 71,9 Bifreiða- innflutn. í janúar 1995 og 1996 VORU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 57 35 1995 1996 1995 1996 Lífleg bílasala í janúar Sala fólksbíla tók mikinn kipp í janúar og var um 72% meiri en í sama mánuði í fyrra. Miklar breytingar urðu á hlutdeild einstakra bíltegunda en þær tölur ber þó að taka með fyrirvara vegna þess að hér er um mjög stutt tímabil að ræða. Sömuleiðis verður að hafa í huga að fjöldi seldra bíla segir ekki alla söguna um veltu viðkomandi umboða af sölunni, því dæmi eru um að dýrari bílar hafi verið að seljast betur en áður. Sala sumra tegunda, svo sem Ford, Mitsubishi og Honda, marg- faldaðist í janúar frá því í fyrra, en heldur hefur dregið úr sölu Hyundai frá Kóreu. Þá vekur athygli að töluverð auking varð á sölu vöru-, sendi- og hópferðabifreiða í mánuðinum. Loftur Ólafsson til Samvinnu- bréfa Landsbankans LOFTUR Ólafsson, rekstrarhag- fræðingur, hefur tekið við starfí for- stöðumanns Samvinnubréfa Lands- bankans, en Þorsteinn Ólafs, sem gegnt hefur þeirri stöðu, hefur sem kunnugt er verið ráðinn fram- kvæmdastjóri verðbréfafyrirtækis- ins Handsals hf. Loftur hefur á undanförnum árum starfað sem ráðgjafi hjá Landsbréf- um hf, dótturfyrirtæki Landsbank- ans. Hækkun vörugjalds skerðir svigrúm olíufélaganna til verðlækkunar Eykur útgjöld bíleigenda um 150 milljónir VERÐ á hveijum lítra af 98 og 92 oktana bensíni hækkaði nú um mán- aðamótin um 50-60 aura hjá olíufé- lögunum þremur, en verð á 95 okt- ana bensíni lækkaði um 60 aura. Olíufélögin höfðu svigrúm til lækkunar á útsöluverði allra bensín- tegunda, en vegna 2,65% hækkunar á vörugjaldi varð að hækka tvær tegundir og lækka 95 okt. bensín minna en ella. Samkvæmt upplýsing- um ijármálaráðuneytisins ákvað ráð- herra að nýta sér heimild í iögum til að hækka vörugjaldið í samræmi við þróun byggingarvísitölu, en það var síðast hækkað í desember 1994. Lætur nærri að þessi hækkun hafi í för með sér um 150 milljóna króna útgjaldaauka fyrir bíleigendur á ári. Ef ekki hefði komið til hækkun á vörugjaldinu hefði 92 okt. bensín lækkað um 30 aura, 95 okt. bensín hefði lækkað um 1,40 kr. og 98 okt. bensín lækkað um 30 aura hjá Skelj- ungi hf. Hækkunin á vörugjaldinu olli því hins vegar að verð á 92 okt. bensín hækkaði hjá félaginu úr 67,70 kr. í 68,30 kr. og 98 okt. bensín hækkaði úr 73,60 í 74,20 kr. Hins vegar lækkaði 95 okt. bensín úr 69,90 kr. í 69,30 kr. Að sögn Gunnars Karls Guð- mundssonar, forstöðumanns inn- kaupadeildar Skeljungs skýrist verð- hækkun á 92 okt. blýlausu bensini og 98 okt. blýbensíni einnig af því að þessar tegundir eru orðnar illfáan- legar erlendis. „Þessar tegundir eru framleiddar sérstaklega fyrir okkur í Noregi og verð á þeim er að hækka vegna þess að þær eru að hverfa út af markaðnum. Á móti kemur að verð á 95 okt. blýlausu bensíni er að lækka vegna stöðugt vaxandi markaðshlutdeildar." Svipaðar breytingar urðu á bensín- verði hjá Olís og Olíufélaginu. Þar er um að ræða útsöluverð hjá Olís, Esso og Skeljungi, sem miðast við fulla þjónustu en víða er veittur allt að 2 króna afsláttur af verði hvers lítra miðað við sjálfsafgreiðslu. Að sögn Þórólfs Ámasonar, fram- kvæmdastjóra markaðssviðs Olíufé- lagsins, þurfti félagið að sætta sig við hærra innkaupsverð á 92 oktana bensíni í byijun ársins. Þá er 98 oktana blýbensín orðið dýrara í fram- leiðslu og flutningi. „Það stefnir í það að hér verði einungis í boði blý- laust 95 okt. bensín og 98 okt. blý- laust bensín. Núna þurfa einungis 2% bíleigenda blýbensín og við mynd- um leysa úr því.“ Orkan hf. hækkaði 92 okt. bensín um 70 aura eða úr 63,10 kr. í 63,80 kr., 95 oktana bensín lækkaði um 10 aura í 65,20 kr., en verð á 98 okt. bensíni stóð í stað í 68,40 kr. „Það myndaðist svigrúm til verð- lækkunar en hið opinbera hækkaði bensíngjaldið og tók þennan mismun til sín. Þetta er undarlegt í Ijósi þess að við frágang fjárlaga varð hundruð milljóna skerðing á framkvæmdafé til vegagerðar," sagði Runólfur Ól- afsson, frámkvæmdastjóri FÍB í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði að félagið hefði sent fyrirspurn til systursamtaka sinna í Evrópu um verðþróunina á bensínmarkaðnum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.