Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 31
30 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 31
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
TILRÆÐIVIÐ
TENNUR
NIÐURSTÖÐUR rannsóknar, er Sigfús Þór Elíasson,
prófessor í Tannlæknadeild Háskóla íslands, hefur
gert á tannheilsu íslenskra barna og unglinga á síðustu
árum, eru uggvænlegar.
Tannheilsa sex, tólf og fimmtán ára barna var könnuð
1985, 1990 og 1995 og beindist rannsóknin aðallega að
tannskemmdum. í ljós hefur komið að slit á tönnum vegna
gosdrykkju er orðið áberandi hjá fimmtán ára unglingum.
Hafa sumir unglingar slitið allan glerung af tönnunum á
stórum svæðum. Mest ber á eyðingu á framtönnum og
ákveðnum flötum jaxla og eru dæmi um hrikalegar skemmd-
ir, líkt og sést á sláandi mynd á baksíðu Morgunblaðsins
í gær.
Sigfús Þór segir „stórkostlegt vandamál" vera í uppsigl-
ingu og að unglingar séu komnir með slitnar tennur eins
og gamalmenni.
Ein helsta ástæða þessara skemmda er gengdarlaus
drykkja á gosi, sódavatni og safa, súrum drykkjum er leysa
upp tennurnar.
Gosneysla íslendinga er í raun það mikil að furðu sætir.
Hver íslendingur drekkur að meðaltali 147 lítra af gosi á
ári eða sem svarar um hálfum lítra á dag. Þetta er helm-
ingi meiri neysla á mann en í Bandaríkjunum og langtum
meiri en í flestum Evrópuríkjum.
Þetta er hins vegar einungis hluti af stærra vandamáli.
Manneldismál á íslandi eru í molum. Uppistaða fæðu
margra, ekki síst ungmenna, byggist á skyndibitum og
sjoppufæði með vægast sagt takmörkuðu hollustugildi.
Dagleg fæðusamsetning okkar er, til lengri tíma litið,
sá þáttur hr hvað mestu máli skiptir varðandi heilsufar.
Hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein og marga fleiri vá-
gesti má í mörgum tilvikum rekja beint til þess lífsstíls er
viðkomandi hefur tamið sér. Óhollum fæðuvenjum fylgir
oftar en ekki óhollur lífsstíll, þar sem streita og hreyfingar-
leysi gegna lykilhlutverki.
Margar ástæður liggja eflaust að baki þessari þróun og
þá ekki síst sá hraði er einkennir nútímasamfélagið og
stóraukin menningaráhrif úr Vesturheimi. Að auki gerir
verðlag á ýmsum hollari fæðutegundum, s.s. grænmeti og
ávöxtum, að verkum að almenn neysla þeirra hlýtur að
teljast til munaðar.
Því miður er hætta á að stórkostleg heilbrigðisvandamál
kunni að vera í uppsiglingu í framtíðinni á fleiri sviðum
en tannheilsu unglinga.
LYFJA- OG LÆKNIS-
KOSTNAÐUR
SJÚKLINGAR greiða stöðugt stærri hluta af lyfja- og
lækniskostnaði. Þessi þróun er óhjákvæmileg. Kostnað-
ur við heilbrigðiskerfið hefur vaxið svo hratt að það var
engin von til þess, að almannasjóðir gætu staðið undir
þeim kostnaðarauka. Eina spurningin er í raun og veru sú,
hvort þessum kostnaði er skipt niður á þann veg, að sæmi-
lega réttlátt geti talizt.
Þátttaka sjúklinga í kostnaðargreiðslum vegna heilbrigð-
isþjónustu er tekjutengd. Þannig á það líka að vera. Eðli-
legt er, að þeir sem hærri hafa tekjur eða meiri efni, greiði
stærri hluta þessarar þjónustu, ef þeir þurfa á henni 'að
halda. Hins vegar má spyrja, hvort ætlast sé til að fólk
með tiltölulega lágar tekjur, þegar tekið er mið af öðrum
framfærslukostnaði, taki of mikinn þátt í þessum kostnaði.
Þetta er auðvitað alltaf álitamál. Eftir þvi, sem fólk verð-
ur eldra lækka tekjur þess yfirleitt en almennur framfærslu-
kostnaður líka. Jafnframt eykst kostnaður vegna lyfja-
kaupa og læknisþjónustu. Eldra fólk þarf oft að nota marg-
ar tegundir af lyfjum og leitar oft til lækna og stundum
margra. Allt kostar þetta peninga. Þótt upphæðirnar séu
ekki háar í hvert skipti geta þær orðið býsna háar, þegar
upp er staðið.
Að mati Morgunblaðsins er sú stefna, sem mörkuð hefur
verið á undanförnum árum rétt, að sjúklingar taki þátt í
greiðslu kostnaðar við heilbrigðisþjónustu. Það er líka rétt
að tekjutengja þessar greiðslur. En það er ekki fjarri lagi,
að nú sé ætlast til of mikils af fólki með tiltölulega lágar
tekjur. Þess vegna getur vel komið til greina að auka
greiðslur þeirra, sem meiri tekjur og efni hafa, til hags-
bóta fyrir hina.
Löng umræða á Alþingi um frumvarp um samningsveð
Aðeins rætt um
ákvæðið sem hvarf
Löng umræða var á Alþingi í gær um
frumvarp um samningsveð og sneríst hún
nær eingöngu um ákvæði sem ekki
er í frumvarpinu. Guðmundur Sv.
Hermannsson fylgdist með umræðunni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
RÆTT var um veðsetningu fiskveiðiheimildu á Alþingi í gær.
FRUMVARPIÐ um samn-
ingsveð hefur verið lagt
fram þrívegis áður á Al-
þingi. Það náði ekki fram
að ganga á síðasta ári vegna and-
stöðu Alþýðuflokksins, sem þá var
í ríkisstjórn, við ákvæði um að heim-
ilt sé að veðsetja aflaheimild skipa.
Nú hefur þetta ákvæði verið fellt
úr frumvarpinu að ósk Framsóknar-
flokksins.
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð-
herra sagði, þegar hann mælti fyrir
frumvarpinu, að hann hefði talið
eðlilegra að ekki væri sátt um að
hafa ákvæðið í frumvarpinu. Hann
hefði talið eðlilegra að tryggja betur
með lögum réttindi lánastofnana og
setja útgerðarmönnum þrengri
skorður en verið hefði. En sjálfsagt
væru fleiri þingmenn sem teldu að
útgerðarmenn ættu að geta fram-
selt aflaheimildir sem veðsettar
hefðu verið með skipum og þannig
rýrt stöðu lánveitandans.
Ekki væri um að ræða ágreining
um að unnt væri að veðsetja veiði-
heimildir. Og það að ákvæðið hyrfi
úr frumvarpinu snerti það mál ekki.
Hins vegar væri verið að rýmka frá
fyrri gerð frumvarpsins frelsi út-
gerðarmanna til að ráðstafa veð-
settum aflaheimildum. Það fæli í
sér óbreytt ástand, sem raunar hefði
hingað til ekki valdið óróleika á lá-
namarkaði.
Misskilningur eða ekki
Þorsteinn sagði það misskilning
að slík trygging til lánveitenda hefði
einhver áhrif á stöðu fiskveiðistjórn-
unarlaganna. Löggjafinn gæti
breytt lagaákvæðum um stjóm fisk-
veiða burtséð frá því hvaða trygg-
ingar menn veittu lánveitendum
útvegsmanna.
Misskilningurinn byggðist e.t.v.
á því að einhveijir teldu unnt að
taka veð í aflahlutdeildinni sérstak-
lega en það væri ekki hægt og and-
stætt fiskveiðistjórnunarlögunum
því aflamark væri bundið við skip.
Sighvatur Björgvinsson þing-
maður Alþýðuflokks sagði að eng-
um manni hefði dottið í hug að
hægt yrði að taka veð í aflahlut-
deildinni sérstaklega og fráleitt af
Þorsteini að nota þetta sem röksemd
gegn afstöðu Framsóknarflokks,
Alþýðuflokks, og sennilega Alþýðu-
bandalagsins.
Sighvatur sagði að ef sú breyting
hefði orðið á lögum um samnings-
veð, sem dómsmálaráðherra vildi,
þá myndu lánastofnanir geta gert
skaðabótakröfu á ríkisvaldið breytti
Alþingi lögum um stjórn fiskveiða.
Að ákvæðið um veðsetningu afla-
heimilda sé ekki í frumvarpinu þýði,
að Alþingi geti .gert þær breytingar
sem það lysti. „...því það er í gadda
slegið að fiskurinn í sjónum er þjóð-
areign.“
Ráðherra beygður
Steingrímur J. Sigfússon þing-
maður Alþýðubandalags
'sagði að dómsmálaráð-
herra hefði lengi framan-
af í málínu lagt ofurkapp
á að umrætt ákvæði næði
fram að ganga og talið
það úrslitamál en segði nú að
ákvæðið skipti engu máli. Ráðherr-
ann hefði því greinilega verið beygð-
ur.
Steingrímur sagði það lágkúru-
legan málflutning hjá Þorsteini að
láta að því liggja að þeir sem væru
á móti málinu gengju erinda óprútt-
inna útgerðarmanna. Málið snerist
ekki um það heldur um það, að ef
lagaheimild væri fyrir því að veð-
setja aflaheimildir yrðu þær smátt
og smátt að mjög mikilvægum veð-
um í efnahagslífinu og sá þrýsting-
ur skapaðist á stjórnvöld að rýra
þær ekki með neinum breytingum.
Því myndi fátt treysta óbreytt
kvótakerfi betur í sessi en laga-
breyting af þessu tagi.
Grunnsjónarmið
Þingmenn Framsóknarflokksins
voru inntir eftir ástæðum þess að
þeir vildu ekki fallast á veðheimild-
ir á aflakvótum. Hjálmar Árnason
svaraði að ýmsar ástæður væru
fyrir þessu, en hann sjálfur hefði
lagt þau grunnsjónarmið til grund-
vallar að auðlindin væri sameign
þjóðarinnar og um væri
að ræða afnotarétt á þeirri
auðlind. Með lögbundnum
veðsetningum á aflaheim-
ildum væri verið að stíga
fyrsta skrefið að ávísun á
eign einstaklinga eða útgerða á
auðlindinni. Innan 10-15 ára kynnu
menn að benda á, að þeir hefðu á
grundvelli lagastoðar haft veðsetn-
ingu á aflaheimildum og vildu nú
stíga næsta skref, að eignast kvót-
ann.
Hjálmar sagðist telja að núver-
andi fyrirkomulag gæti gengið
áfram þar sem bankar og lánastofn-
anir þyrftu að meta sína áhættu.
Eignarréttarákvæði styrkt
Guðný Guðbjörnsdóttir þingmað-
ur Kvennalista lýsti yfir ánægju
með að ákvæðið um veðsetningu
aflaheimilda skipa væri horfið úr
frumvarpinu. Hún sagðist vilja
halda fast við það að fiskurinn í
sjónum væri eign þjóðarinnar. Ef
lögfest væri heimild um að veðsetja
aflaheimildir væri að sínu mati stig-
ið of stórt skref í þá átt að viður-
kenna, að heimildirnar væru í eigu
þeirra sem hefðu afnot af þeim
hveiju sinni. Fyrst þegar sátt væri
um, að 1. grein fiskveiðistjórnunar-
laganna væri virt, t.d. með veiði-
leyfagjaldi, yrði hægt að ná fram
viðunandi lausn fyrir fjár-
málastofnanir á veðsetn-
ingu í sjávarútvegi.
Kristinn H. Gunnars-
son þingmaður Alþýðu-
bandalags sagði að brott-
fall ákvæðisins úr frumvarpinu
styrkti eignarréttarákvæði fisk-
veiðistjórnunarlaganna og nið-
urstaða þingumræðunnar væri sú
að þingmenn vildu senda þau skila-
boð frá þinginu að það tefldi ekki
á tvær hættur varðandi eignarhald
á auðlindinni.
Sýndarmennska
Einar Oddur Kristjánsson þing-
maður Sjálfstæðisflokks sagðist frá
upphafi hafa verið andstæðingur
aflamarkskerfisins, vegna sóunar-
innar sem það hefði í för með sér.
En kerfið gæti haft ýmislegt sér til
hróss. Hagfræðilega væri það til
bóta vegna þess að það fæli í sér
séreignaráhrif. Og allir flokkar og
ríkisstjórnir sem setið hefðu á Al-
þingi síðan 1983 bæru ábyrgð á því.
Einar Oddur sagðist vera sann-
færður um að þegar ákvæðið um
að fiskistofnarnir væru sameign
þjóðarinnar var sett í fiskveiði-
stjórnunarlögin, þá hefði það fyrst
og fremst verið sýndarmennska
enda hefði ákvæðið engin áhrif.
Fiskar, eins og annað; væru eign
hins himneska föður. „Eg tel að það
verði þannig í framtíðinni, eins og
verið hefur, að þeir sem veiða fisk-
ana eiga þá.“
Rökleysa
Þorsteinn Pálsson sagði í lok
umræðunnar að það væri rökleysa
að halda því fram að með því að
fella frumvarpsákvæði út hefði ver-
ið dregið úr því að festa kvótakerf-
ið í sessi. Og færa fyrir því þau
rök, að þegar löggjafinn takmark-
aði framsal aflaheimilda festi það
framsalsréttinn og aflamarkskerfið
í sessi. Frekar mætti færa rök fyrir
hinu gagnstæða. En réttara væri
þó, að þetta hefði engin áhrif á fisk-
veiði stj órnunarkerfið.
Stjórnarnúningur
Nokkur núningur virtist vera
milli þingmanna stjórnarflokkanna
vegna málsins. Kristján Pálsson
þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði
að ákvæðin um veðsetningu afla-
heimilda hefðu verið inni í frum-
varpsdrögunum þegar það kom til
stjórnarflokkanna fyrir áramót,
með þeim formerkjum að ríkis-
stjórnin hefði einróma samþykkt
framlagningu þess. Margir • þing-
menn Sjálfstæðisfiokksins hefðu þá
áskilið sér rétt til að vera gegn
frumvarpinu þegar kæmi að af-
greiðslu þess á Alþingi.
Kristján sagðist sjálfur hafa gert
fyrirvara um ákvæðið um veðsetn-
ingu kvóta. Hann sagði að sjálf-
stæðisþingmenn hefðu ekki áttað
sig á því, að með því að afgreiða
málið með fyrirvara, þá hefðu ráð-
herrar Framsóknarflokksins gefið
sínum þingmönnum tækifæri til
þess að hafna einstökum atriðum
inni í frumvarpinu, eins og þeir
væru frelsararnir í málinu og þar
með hygla eigin þingmönnum á
kostnað þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins. „Þessi vinnubrögð eru
með ólíkindum,“ sagði Kristján.
Guðni Ágústsson þingmaður
Framsóknarflokksins sagði að sér
hefði orðið ómótt undir ræðu Kristj-
áns, sem hefði ráðist á þingflokk
Framsóknarflokks fyrir að fjalla
lýðræðislega um málið og
taka afstöðu til frum-
varpsins og margra atriða
sem í því væru. Það hefði
verið samdóma álit þing-
flokksins að umrætt atriði
yrði að fara út úr frumvarpinu ef
það ætti að ná fram, á þeirri for-
sendu að það ætti að veija það að
auðlindin væri sameign þjóðarinnar.
Á þetta hefði Sjálfstæðisflokkurinn
síðan fallist og því væru flokkarnir
tveir í fullri samvinnu og heilindum
í málinu.
Þrívegis lagt
fram áður á
Alþingi
Þeir sem
veiða fiskana
eiga þá
STÖÐUGT fleiri þýsk fyrirtæki verða að fækka störfum til að spara. Hér mótmæla starfsmenn hjá Zeiss-fyrirtækinu því að störfum verði fækkað.
Þýska kerfíð
í tilvist-
arkreppu
Aukið atvinnuleysi og lítill sem enginn hag-
vöxtur hefur knúið þýsku ríkisstjómina til að
samþykkja umfangsmiklar efnahagsaðgerðir.
Þær eru þó umdeildar og eru skiptar skoðanir
um hversu miklum árangri þær muni skila.
ÝSKA ríkisstjórnin mun á
næstunni leggja allt kapp á
að hleypa nýju lífi í efna-
hagslífið í þeirri von að
fjölga atvinnutækifærum og draga úr
fjárlagahalla þannig að Þýskaland
uppfylli skilyrði Maastricht-sáttmál-
ans fyrir þátttöku í hinum efnahags-
lega og peningalega samruna Evrópu-
ríkja, EMU. Atvinnuleysi hefur stöð-
ugt farið vaxandi, hagvöxtur verið
neikvæður og fjárlagahalli á síðasta
ári var töluvert meiri en Maastricht-
skilyrðin leyfa. Þýska kerfið, er um
áratugaskeið hefur byggt á blöndu
markaðshagkerfis, velferðarkerfis og
umfangsmikils samráðs hagsmunaað-
ila í efnahagslífinu, er í tilvistar-
kreppu.
Vandinn í þýsku efnahagslífi hefur
leitt til mikillar óvissu um framtíð
EMU og virðast fáir trúa því lengur
í raun að hægt verði að taka fyrstu
skrefin í átt að sameiginlegri mynt
árið 1999, líkt og Evrópusambands-
ríkin eru skyldug til að gera sam-
kvæmt Maastricht. Helmut Kohl,
kanslari Þýskalands, hefur verið helsti
talsmaður peningalegs samruna en
fiármálaráðherrann Theo Waigel jafn-
framt verið sá stjórnmálamaður í Evr-
ópu sem mesta áherslu hefur lagt á
að ekki megi hvika frá hinum ströngu
skilyrðum er ákveðin voru á sínum
tíma í Maastricht. Án Þjóðveija er
ekki efnahagslegur grundvöllur fyrir
sameiginlegri mynt og án Frakka, sem
einnig hafa verið í miklum vanda,
ekki pólitískur gnindvöllur.
Það er því engin tilviljun að stjórn-
völd jafnt í Þýskalandi og Frakklandi
skuli á þriðjudag hafa greint frá viða-
miklum aðgerðum í efnahagsmáium,
er eiga að miða að því að auka hag-
vöxt og skapa ný störf.
Þýsku tillögurnar eru í fimmtíu lið-
um og mun umfangsmeiri en þær
frönsku. Meðal helstu atriða í þeim
má nefna að sérstakur stóreignaskatt-
ur verður afnuminn, breytingar gerðar
á erfðaskatti og dregið úr greiðslum
vinnuveitenda til félagslegra trygg-
inga launþega. Atvinnuleysisbætur
verða skeitar og hlutabréfaskattar
lækkaðir. Þá er stefnt að því að lækka
svokallaðan „samstöðuskatt", er lagð-
ur var á sem tekjuskattsauki til að
fjármagna uppbygginguna í austur-
hluta Þýskalands eftir sameiningu, úr
7,5% í 5,5%.
Margir efnahagssérfræðingar efast
um að Þjóðveijum og Frökkum takist
að glæða vonir manna um hagvöxt á
ný til að halda áformunum um sameig-
inlega mynt árið 1999 á lífi. Tillögurn-
ar hafa hins vegar beint athygli frá
nýjum hagspám, er voru birtar í
Þýskalandi í fyrradag, þar sem því
er spáð að Þjóðveijar muni á þessu
ári rétt eins og í fyrra ekki uppfylla
skilyrði Maastricht um að ijárlaga-
halli sé innan við 3% af vergri iands-
framleiðslu.
Tillögur frönsku stjórnarinnar, sem
Jean Arthuis fjármálaráðherra kynnti
í þinginu á þriðjudag, eru líkt og áður
sagði mun umfangsminni og í raun
einungis nákvæmari útfærsla á tillög-
um er Alain Juppé forsætisráðherra
kynnti í síðasta mánuði. I þeim felst
m.a. að helstu innlánsvextir á spari-
| reikningum póstsins og hjá ríkisrekn-
um sparisjóðum eru lækkaðir úr 4,5%
í 3,5%. Þá verður boðinn skattaafslátt-
ur vegna kaupa á íbúðarhúsnæði er
nota á til útleigu og fyrir að breyta
skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Einnig stendur til að gera skattabreyt-
ingar til að ýta undir fjárfestingar.
Vatnaskil eftir ræðu Ludewig
Þýska tímaritið Der Spiegel segir
að vatnaskil hafi orðið fyrr í mánuðin-
um á fundi hjá kristilegum demókröt-
um, CDU, í bænum Mayschoss
skammt frá Bonn. Meðal þeirra er
tóku til máls á fundinum var Johannes
Ludewig, háttsettur embættismaður í
efnahagsmálaráðuneytinu, er eitt sinn
starfaði á skrifstofu kanslarans.
Ludewig, sem um árabil hefur verið.
helsti efnahagsráðgjafi Kohls, skipu-
lagði m.a. á sínum tíma uppbygging-
una í austurhluta Þýskalands. Hann
lagði fram drög að áætlun í fjórum
liðum, eins konar neyðaráætlun gegn
atvinnuleysi. Ludewig var ómyrkur í
máli og sagði kjarna málsins vera að
launakostnaður og launatengd gjöld
væru of há í Þýskalandi. Ef fjölga
ætti atvinnutækifærum yrði að lækka
launatengdan kostnað og hækka virð-
isaukaskatt á móti. Þá yrði að fækka
skattaívilnunum og lækka í staðinn
tekjuskatt. Loks yrði að auðvelda
mönnum að koma nýjum fyrirtækjum
á laggirnar. Ekki fór á milli mála að
Ludewig var með þessum tillögum að
endurspegla, líkt og svo oft áður, sjón-
armið kanslarans.
Þetta innlegg Ludewigs varð til að
breyta umræðunni innan CDU og síð-
an pólitískri umræðu í landinu. Hún
hefur undanfarnar vikur snúist um
fátt annað en það hvemig hægt sé
að fjölga störfum og fækka atvinnu-
lausum.
Hið stóraukna atvinnuleysi í Þýska-
landi veldur mönnum miklum áhyggj-
um. Um fjórar milljónir Þjóðveija eru
nú opinberlega án atvinnu. Þessar töl-
ur segja hins vegar ekki allan sannleik-
ann. Spiegel segir hina réttu tölu vera
nær sex milljónum og að efnahags-
stofnanir spái því að fjöldi atvinnu-
lausra gæti numið átta milljónum inn-
an skamms, verði ekkert að gert.
Hagfræðingar hafa um langt skeið
verið sammála um að launakostnaður
sé helsta vandamál þýsks efnahagslífs
þó að stjórnmálamenn hafi forðast
eins og heitan eldinn að ræða það.
Þá er einnig ljóst að verulegar breyt-
ingar verður að gera á velferðarkerf-
inu til að draga úr rekstrarkostnaði
fyrirtækja.
Samanburður við Bretland
í þýskri stjórnmálaumræðu er farið
að bera töluvert á því að ástandið í
Þýskalandi sé borið saman við ástand-
ið í Bretlandi. Löngum hafa Þjóðveijar
litið með hálfgerðri fyrirlitningu til
þeirra þjóðfélagsbreytinga er Margar-
et Thatcher og breski Ihaldsflokkurinn
stóðu fyrir á síðasta áratug og hampa
í staðinn hinu „félagslega markaðs-
kerfi“ Þýskalands.
Nú er hins vegar svo komið að Bret-
land er orðið að helstu fyrirtækjapara-
dís Evrópu. Um þúsund þýsk fyrirtæki
hafa opnað þar útibú svo dæmi sé
tekið og skapað með því um hundrað
þúsund ný atvinnutækifæri. Mikilvæg
skýring á því er ekki síst að launa-
kostnaður er hehningi lægri í Bret-
landi en Þýskalandi. Laun eru tveir
þriðju af því sem þau eru í Þýskalandi
en launatengdur kostnaður einungis
þriðjungur. Þá eru frídagar breskra
launþega mun færri en launþega i
Þýskalandi, engin lágmarkslaun eru í
gildi og vinnutími er almennt lengri.
Síðast en ekki síst eru áhrif verkalýðs-
félaga mun minni í Bretlandi en flest-
um öðrum Evrópuríkjum.
Boða ekki „thateherisma“
Áform þýsku stjómarinnar eru langt
frá því að vera það róttæk að hægt
sé að kenna þau við thatcherisma af
einhveiju tagi. Þau hafa þrátt fyrir það
sætt harðri gagnrýni stjórnarandstöð-
unnar og verkalýðsfélaga. Rudolf
Scharping, einn helsti leiðtogi jafnaðar-
manna, sagði á miðvikudag að ekki
væri hægt að beijast gegn atvinnu-
leysi með þvi að beija á atvinnulausum.
Til stendur að halda áfram allsheij-
arviðræðum ríkisstjómar, stéttarfé-
laga og samtaka vinnuveitenda er
hófust 23. janúar sl. og er ákveðin
hætta á því að þær muni þróast út í
hugmyndafræðilega togstreitu og því
skila litlum árangri.
í viðræðum fyrr í mánuðinum náð-
ist samkomulag um að draga yrði úr
kostnaði við velferðarkerfið, gera um-
bætur í skattamálum og draga úr
launakostnaði til að auka samkeppn-
ishæfni þýsks efnahagslífs. Var
markmiðið sagt vera að fækka at-
vinnulausum í um tvær milljónir fyrir
aldamót. Næstu viðræðulotur hafa
verið boðaðar í febrúar og apríl.
Andstaða jafnaðarmanna
Gerhard Schröder, forsætisráðherra
Neðra-Saxlands og einn helsti leiðtogi
jafnaðarmanna, gagnrýndi harðlega
að jafnaðarmenn tækju ekki þátt í
viðræðunum og benti á að án stuðn-
ings jafnaðarmanna gætu margar af
tillögunum ekki orðið að lögum. Jafn-
aðarmenn eru í meirihluta í Sambands-
ráðinu, efri deild þingsins, þar sem
fulltrúar sambandslandanna eiga sæti.
Þá sagði Klaus Zwickel, Ieiðtogi
hinna öflugu samtaka IG Metall og
helsti hvatamaðurinn að allsheijarvið-
ræðunum, að aðgerðaáætlun ríkis-
stjórnarinnar myndi engu skila. Her-
bert Mai, forseti ÖTV, samtaka opin-
berra starfsmanna, sagði þær tákn
um afturhvarf til gamallar hugmynda-
fræði.
„Þeir hafa reynt að lækka skatta á
fyrirtæki og bijóta niður velferðar-
kerfið í þrettán ár. Það verður að draga
úr launakostnaði en það á ekki að
bitna á launþegum einvörðungu,"
sagði Mai.
Ef jafnaðarmenn spyrna við fótum
og verkalýðshreyfingin setur sig upp
á móti áformuin ríkisstjórnarinnar
gæti reynst erfitt að koma þeim í fram-
kvæmd. Margir liðir áætlunarinnar
eiga að sama skapi ekki að koma til
framkvæmda fyrr en upp úr miðju
næsta ári og jafnvel síðar og því mun
líða langur tími áður en áhrifa þeirra
fer að gæta að ráði.
Norbert Walter, yfirhagfræðingur
Deutsche Bank í Frankfurt, segir við
Reuters að árangurinn muni ekki skila
sér nema til lengri tíma litið og líklega"~
yrðu áhrifin á atvinnustig engin á yfir-
standandi ári.
Prófraunin verður sú kjaravið-
ræðnalota er hefst síðar á árinu. Þá
fyrst, kemur í ljós hvort verkalýðs-
hreyfingin er reiðubúin til að fallast á
að kauphækkunum verði stillt í hóf
eða hvort reynt verður að knýja fram
umfangsmiklar hækkanir á launum
er myndu keyra upp launakostnað. í
síðustu samningalotu voru laun hækk-
uð um nær 5% á einu ári á sama tíma
og fyrirtæki voru að byija að rétta
úr kútnum eftir mikið erfiðleikatíma^
bil með hrikalegum afleiðingum.
Vöruðu samtök þýska bílaiðnaðar-
ins við því í fyrradag að ef ríkisstjórn
og stéttarfélög stæðu ekki saman að
því að lækka launakostnað myndu bif-
reiðaframleiðendur neyðast til að
fækka störfum um hundrað þúsund
fram til ársins 2000. Framleiðsla yrði
einfaldlega flutt úr landi. "