Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Þorrablót á leik- skólanum í Grindavík Grindavík - Þorrinn gekk í garð sl. föstudag með bónda- degi. Krakkarnir á leikskólan- um í Grindavík halda í þjóðlega siði og heilsa honum með þorrablóti að þjóðlegum sið. Þegar fréttaritari leit við á föstudag var ekki annað að sjá en þeim líkaði það sem var á boðstólum, hvort sem um var að ræða súrsaðan lundabagga eða hákarl, sviðasultu eða slát- ur, allt smakkaðist það vel miðað við viðbrögðin. Morgunblaðið/Silli ÞEIR sem hlutu viðurkenningar, f.v. Guðrún Helgadóttir, Sigur- veig Gunnarsdóttir, Erna Dögg Þorvaldsdóttir, íþróttamaður Húsavíkur 1995, og Særún Jónsdóttir. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á fundi í Eyjum Stóriðjan aldrei nema ábót á atvinnulífið Vestmannaeyjum - Finnur Ing- ólfsson íðnaðar- og viðskiptaráð- herra efndi til almenns fundar í Vestmannaeyjum í gær undir yfir- skriftinni Ný tækifæri til atvinnu- sköpunar. Finnur flutti framsögu á fundinum þar sem hann rakti að hveiju verið væri að vinna á vegum ráðuneyta hans til að skapa tækifæri til atvinnusköpunar. Hann sagði að nú væri unnið að þremur meginverkefnum. í fyrsta lagi væri um að ræða Evrópuverkefni á sviði lítilla og meðalstórra fyrirtækja. í öðru lagi væri það sem hann nefndi átak til atvinnusköpunar. Hann sagði að með því væri stefnt að því að hjálpa mönnum, sem hefðu góðar hugmyndir, að koma þeim í framkvæmd. Hingað til hefðu Húsavík - í virðulegum fagn- aði sem Völsungur boðaði til í Iþróttahöllinni um síðustu helgi tilkynnti formaðurinn, Ingólfur Freysson, kjör íþróttamanns Húsavíkur 1995 og var það Erna Dögg Þor- valdsdóttir, frjálsíþróttakona. Handknattleikskona ársins var kjörin Særún Jónsdóttir en Völsungsstúlkurnar urðu Islandsmeistarar í 5. flokki á síðasta ári. Titillinn Völsungur hugvitsmenn oft fengið fjárhags- aðstoð til að þróa uppfinningar sínar en síðan hefði vantað fjár- magn til að komast yfir loka- þröskuldinn og koma vörunni í framleiðslu og á markað. Markm- iðið nú væri að vinna að því að koma góðum hugmyndum í fram- kvæmd og fylgja þeim betur eftir en gert hefði verið. í þriðja lagi væri verkefni sem hann nefndi erlenda fjárfestingu. Hann sagði að íslendingar gætu aldrei byggt atvinnulífið á stóriðju, því hér yrðu lítil og meðalstór fyrirtæki alltaf það sem byggt yrði á. Stór- iðjan væri einungis ábót í þessum efnum. Því yrði að vinna að því að fá erlenda aðila til að leggja fjármagn í lítil eða meðalstór fyr- irtæki hér. ársins er veittur fyrir frábært starf að félagsmálum og þann titil fengu stúlkurnar Guðrún Helgadóttir og Sigurveig Gunnarsdóttir. Fleiri fengu viðurkenningar fyrir ýmislegt annað vel gert á árinu og Ingólfur þakkaði Kaupfélagi Þingeyinga fyrir sérstakan stuðning á liðnum árum og veitti hinum ýmsu deildum félagsins viðurkenn- ingar fyrir góðan stuðning. Finnur sagði að sitt mat væri það að ef efla ætti atvirinulífið á Islandi gerðist það ekki öðruvísi en að til kæmi samstarf fyrir- tækja, n'kisvalds og sveitarfélaga, því með góðu samstarfi þessara aðila væri auðveldast að ná ár- angri í þessum efnum. Arni Magnússon, aðstoðarmað- ur ráðherra, sem leiðir verkefnið Átak til atvinnusköpunar, rakti, að loknu erindi Finns, hvernig unnið yrði að verkefninu. Davíð Scheving Thorsteinsson, sem er formaður Evrópuverkefnis- ins, gerði síðan grein fyrir verkefn- inu sem hann sagði að fælist með- al annars í að styðja íslensk fyrir- tæki við að afla sér upplýsinga um málefni Evrópusambandsins, koma á sambandi og samstarfi milli íslenskra og erlendra fyrir- tækja og þátttöku þeirra í rann- sóknar- og þróunarverkefnum ásamt mörgu fleiru. Nefndi hann sem dæmi að íslenskt fyrirtæki, sem hefði einn og hálfan starfs- mann, hefði með stuðningi Evr- ópuverkefnisins náð í 20 milljóna króna styrk til verkefnis sem það ynni að. Að loknum framsöguerindum voru almennar umræður og fyrir- spurnir og tóku þingmennirnir ísólfur Gylfi Pálmason og Guðni Ágústsson þátt í þeim, en þeir voru í fylgdarliði ráðherra. Ráð- herra flutti síðan ávarp í lok fund- arins og svaraði fyrirspurnum. Um 60 manns mættu á fund iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem haldinn var í hádeginu og voru fundarmenn mjög ánægðir með fundinn. * Iþróttamaður Húsavíkur 1995 10-30% afsláttur af svefnsófum. 10-25% afsláttur af hvíldarstólum. 50% afsláttur af amerískum eldhúsboröum og stólum. 25% afsláttur af barnarúmum. Litir: Hvítur og rauöur. 30% afsláttur af amerískum handklæöum. * 30-50% afsláttur af ýmsum útlitsgölluðum svefnherbergishúsgögnum. Sófarúm meö dýnu og rúmteppasetti kr. 39.920. 10-50% afsláttur af rúmteppasettum og gardínum. Marco húsgagnaverslun Langholtsvegi 111, sími 533-3500 UNGLINGARNIR, sem fengu viðurkenningar fyrir góðar framfarir, ástundun og árangur. • • Einar Oder Magnússon valinn íþróttamaður Selfoss Selfossi - Einar Öder Magnús- son hestaíþróttamaður var kjörinn íþróttamaður Selfoss fyrir árið 1995 og fékk afhent- ar viðurkenningar sem fylgja þeirri útnefningu í hófi bæjar- stjórnar Selfoss sem haldið er árlega í tilefni þessa. Einar var valinn úr hópi afreksíþrótta- fólks á Selfossi sem tilnefnt er af íþróttafélögunum. Við þetta sama tækifæri afhenti Björn I. Gíslason, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, styrki til íþróttafélaga og deilda ung- mennafélagsins ásamt því að afhenda efnilegum unglingum viðurkenningar fyrir góðar framfarir, árangur og ástund- un í íþrótt sinni. EINAR Öder Magnússon, íþróttamaður Selfoss 1995, með viðurkenningar sem fylgja titlinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.