Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Ólafur Geir Sig- urjónsson var fæddur í Reykjavík 8. ágúst 1928. Hann lést á heimili sinu í Reykjavík 27. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Siguijón Ól- afsson, f. 1898, d. 1964, bóndi og bíl- stjóri á Geirlandi við Lögberg, og kona hans, Guðrún Amundadóttir, f. 1896, d. 1972. Sig- uijón yar sonur 01- afs Ólafssonar, skósmiðs í Reykjavík, og konu hans, Þór- önnu Jónsdóttur. Þau voru bæði austan af Síðu, hann frá Geirlandi og hún frá Mörk. Guðrún var dóttir Ámunda Sigmundssonar, bónda í Kambi í Villingaholtshreppi, og konu hans, Ingibjargar Pálsdóttur. Ólafur Geir var fjórði í röð eftirtalinna systkina: Unnur, f. 1923, d. 1987, Anna, f. 1925, Svava, f. 1927, d. 1985, Helga Marín, f. 1930, Sigrún, f. 1931, Fanney, f. 1934, og Bragi, f. 1936. Hinn 8. ágúst 1953 kvæntist Ólafur Áróru Tryggvadóttur, f. 2. apríl 1931. Foreldrar hennar voru Tryggvi Einars- son, f. 1901, d. 1985, bóndi Miðdal I Mosfellssveit, og Guð- laug Elliðadóttir Norðdahl, f. 1906, d. 1984, lengst af hús- freyja á Selásbletti 2B í Reykjavík. Maður hennar og fósturfaðir Áróru var Magnús Magnússon^ f. 1909, d. 1992. Ólafur og Áróra eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Elliði Norðdahl, f. 1948, kvæntur Auði Auðbergdóttur og eiga þau þijú börn og fjögur barna- börn. 2) Sigrún Guðlaug, f. FRÆNDi minn og vinur, hann Óli, er dáinn. Hann var fæddur í húsi sem hét Norðurpóllinn og stóð ein- hvers staðar nærri Hlemmi. Á þess- um tíma voru afi og amma ekki búin að koma sér upp húsnæði en höfðu leigt á nokkrum stöðum. Þeg- ar Óli er 8 mánaða flytjast þau með '“’hann og dæturnar að nýbýlinu sínu, Geirlandi, sem byggt var úr landi Lögbergs, þá í Seltjarnarneshreppi. Þar áttu þau heima nær óslitið upp frá því. Það hefur verið töluvert átak að byggja upp á Geirlandi en um leið yndilegt að komast með börnin úr leiguhúsnæði í Reykjavík í fijálsræðið í sveitinni. Þau stofn- uðu lítið bú en auk þess stundaði afi mjólkur- og vöruflutninga fyrir nærliggjandi bæi. Börnunum fjölg- aði, þijá dætur bættust í hópinn og yngstur var síðan faðir minn, Bragi, átta árum yngri en Óli. Þrátt fyrir þennan aldursmun urðu þeir samrýndir bræður og fylgdust alltaf vel hvor með öðrum. Þeir sem þekkja annan þeirra eða báða hafa örugglega oft heyrt minnst á Óla bróður eða Braga bróður. Þegar Geirlandssystkinin voru að alast upp var heilmikið mannlíf þarna upp frá þó í dag sé þetta í raun hálfgerð eyðisveit í 10 km fjar- lægð frá Reykjavík. Fjölmennt heimili, búskapur og veitingasala á Lögbergi, töluverður búskapur í Elliðakoti og stórbú á Gunnars- hólma. Auk þess var byggt talsvert að sumarbústöðum í næsta ná- grenni þar sem fólk úr Reykjavík dvaldi með börn sín mest allt sumar- ið. Óli var snemma áhugasamur um búskapinn,_ fyrstu kindina fékk hann frá Ólafi afa sínum árið sem flutt var að Geirlandi og upp frá því átti hann kindur. Hestarnir heill- uðu hann snemma og átti hann hross allt frá unglingsaldri. Hann hefur líka áreiðanlega fljótt fengið 1949, hún á þijú börn. 3) Magnús, f. 1951, kvæntur Laufeyju Stefáns- dóttur og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. 4) Sunna, f. 1952, maður hennar er Björn Ingi Rafns- son. 5) Kolbrún, f. 1953, gift Marinó Guðmundssyni og eiga þau tvö börn. 6) Ásgeir, Norðdahl, f. 1954, kvæntur Kolbrúnu Karlsdóttur og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn. 7) Sig- urjón, f. 1958, kvæntur Matt- hildi Kristinsdóttur og eiga þau tvö börn, en hún átti auk þess tvö börn fyrir. Afkomend- ur Ólafs og Áróru eru 31. Ólafur ólst upp á Geirlandi og vann nær eingöngu á búi foreldra sinna til 17 ára ald- urs. Hann gerðist þá um tíma va.ktmaður í herskemmunum við Geitháls en árið 1948 réðst hann til starfa hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur og starfaði þar samfleytt uns heilsan brást, eða í 47 ár. Hann stundaði mest akstur á eigin vörubil en vann einnig mikið við ýmiss konar viðgerðir. Hann var félagi í Vörubíl- stjórafélaginu Þrótti frá 1949. Þrátt fyrir að hann byggi allan sinn búskap í Árbæjarhverfi var hann Iengst af með kindur og hross heima á Geirlandi. Hann var leitarstjóri á afrétti Reykjavíkur og Kópavogs yfir 20 ár og smalaði á þessu svæði á hveiju hausti allt frá tólf ára aldri eða í meira en hálfa öld. Útför Ólafs fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. mikinn áhuga á mannlífinu í ná- grenninu, því þar átti hann marga vini. Lífínu hefur hann áreiðanlega tekið létt því margir hafa sagt mér frá ýmsum glettum og prakkara- strikum hans frá þessum árum. Glettni og gamansemi fylgdi honum allt lífíð og strákslegan prakkara- skap lagði hann eiginlega aldrei alveg á hilluna. Hann hafði mikið yndi af söng, eins og þau raunar flest systkinin, og kunni ógrynni af lögum og textum. Hann hafði fallega og hljómmikla tenórrödd og naut þess að syngja í glöðum vina- hópi. Lög eins og Fiskimannaljóð frá Capri og kvæðið um Catarinu voru t.d. í miklu uppáhaldi. Mér dettur alltaf Óli í hug þegar ég heyri minnst á eyjunna Capri, sem er víst suður í Miðjarðarhafi, en hann fór aldrei út fyrir landstein- ana. Skólagangan hans Óla var stutt. Einn og hálfan vetur var hann í heimavist í Mýrarhúsaskóla en kunni nú samt skil á mun fleiru en margur langskólagenginn. Hvers kyns viðgerðir og smíðar léku í höndunum á honum, allt sem þessu viðkom lá alveg opið fyrir honum. Hann var líka vel heima í öllu sem laut að búskap og sveitina sína, heiðina og fjöllin gjörþekkti hann og var fróður um mannlífið þar fyrr á öldinni. Árið 1948 eignuðust Reykvíking- ar friðland sem fékk nafnið Heið- mörk og var frá upphafi í umsjá Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þeir Geirlandsfeðgar fóru allir að vinna í Heiðmörkinni, fyrst í girð- ingarvinnu og síðar við skógrækt, vegagerð og fleira. Þetta reyndist þeim góður vinnustaður. Afi vann þar til dauðadags 1964, Óli vann þar upp frá þessu, keypti sér strax vörubíl og sá m.a. um alla vöru- flutninga fyrir Skógræktafélagið í meira en 40 ár. Pabbi vann þarna MINNINGAR á sumrin fram undir tvítugt og hefur síðan unnið við ýmiss konar jarðvegsframkvæmdir og vegagerð hjá félaginu í gegnum árin og þá oftast í samvinnu við Óla. Ungur að árum kynntist Óli konu sinni, henni Öddu, fyrsta barn þeirra fæðist sama árið og hann byijar í Heiðmörkinni. Tíu árum síðar eru börnin orðin sjö, svo hann hafði lengi fyrir stóru heimili að sjá. Þau bjuggu fyrstu árin á æsku- heimili Öddu í Selásnum en settust síðan að við Þykkvabæinn og áttu þar heima síðan. Þrátt fyrir að Óli stofnaði sitt heimili í Árbæjarhverfinu var hann áfram í miklum tenglum við for- eldra sína og æskuheimili á Geir- landi. Hann átti þar áfram skepn- ur, byggði sér síðan fjárhús niður í Þykkvabæ en flutt féð aftur upp að Geirlandi um 1962 og var þar með féð og hrossin alla tíð síðan. Eftir að afi dó bjó amma ein á Geirlandi til dauðadags. Hún vildi ekki vera annars staðar til lengdar en hefði þó aldrei getað búið upp frá ein ef ekki hefði notið aðstoðar Óla. Hann kom daglega að Geir- landi allan ársins hring sem var mikið öryggi fyrir hana. Mér fannst alltaf ákaflega skemmtilegt sam- band á milli þeirra enda voru þau lík að mörgu leyti. Þegar ég var íjögurra ára gaf afi á Geirlandi mér kind sem hét Skeifa en þetta var jafnframt síð- asta kindin sem hann átti. Þetta var fullorðin ær og varð nú ekki langlíf en eina gimbur fékk ég und- an henni fyrsta vorið, sem ég nefndi Ljómahyrnu. Ég var lengi að reyna finna nafn sem mér fannst nógu fallegt og tilkomumikið. Ég man að ég sagði Óla hátíðlega hvað hún ætti að heita en hann skellihló en sagði svo að þetta væri ágætt nafn. Næstu árin fylgdist ég vel með Ljómahyrnu sem að sjálfsögðu var í fóðri hjá Óla og það var mikill spenningur þegar þær fréttir bárust frá Óla eða ömmu á vorin, að nú væri Ljómahyrna borin. Þegar ég var níu ára fékk ég svo að vera á Geirlandi allan sauðburð- inn og þá opnaðist nú heldur betur nýr heimur. Óli átti þá um 50 kind- ur og var með um 40 kindur á fóðr- um fyrir aðra því sauðljárhald utan lögbýla var bannað á þessum tíma í Reykjavík og margir í vandræðum. Auk þessa var Maggi tengdafaðir hans með um 20 kindur í svoköll- uðu Þvottahúsi sem stóð við ána dálítið austan við Geirlandsbæinn. Þetta var spennandi annatími, ég vildi helst vera innan um rollurnar frá morgni til kvölds, svo ömmu þótti alveg nóg um. í lok sauðburð- ar þekkti ég þær líka flestar með nafni. Þetta kunnu þeir nú að meta kindakarlarnir Óli og Maggi og voru óþreytandi að fræða mig um ærnar og allt sem þeim viðkom. Þeir fengu heldur engan frið, ég elti Óla hvert sem hann fór og spurði og spurði. Ég þurfti að vita allt um kindurnar, ætt þeirra, aldur og ótalmargt annað. Alltaf hafði Óli einhver svör og mikla þolin- mæði, gantaðist auðvitað oft en talaði samt einhvern veginn við mig eins og jafningja en ekki eins og krakka. Þetta var hans sérstaki eig- inleiki sem átti áreiðanlega sinn þátt í að mörg börn og unglingar hændust að honum. Um eitt atriði vorum við Óli ekki sammála. Hann sagði að fallegast væri að kindur væru hvítar, kollótt- ar og með stór eyru. Ég var þessu ósammála þá og taldi hornin alveg nauðsynleg og helst ættu kindur að vera flekkóttar. Mig dreymdi um að eignast flekkótta kind en þá áttí ég orðið þijár kindur, allar hvítar. Óli var hins vegar sífellt að segja mér hvað flekkóttar kindur væru ómögulegar á allan hátt. Seint um haustið kom ég sem oftar í fjárhúsin og rek augun í gráflekkótta gimbur sem var í lambastíunni. Ég rýk til Óla og spyr hann hvernig standi á þessu. „Hún var með mömmu sinni og bróður í Heiðmörkinni og er frá Kiddjóni á Bessastöðum," var svar- ið. „Áf hveiju er hún hér?“ spyr ég. Þá hló Óli og sagði: „Nú, ég keypti hana handa þér.“ Ég varð orðlaus og hann skellihló að mér. Ég held að engin gjöf hafi glatt mig meir um ævina. Kindina nefndi ég Ósk, hún varð mikil ættmóðir og sannaði ágæti mislitra kinda. Eftir að ég fékk þessa „ólækn- andi kindadellu“ var ég mikið á Geirlandi hjá ömmu meðan hennar naut við og fylgdist með búskapn- um hjá Óla af miklum móð. Eftir að hún amma hefur enginn haft fasta búsetu á Géirlandi en ég fékk þá oft að fara með Óla í gegning- ar. Um þetta leyti fékk pabbi sér hesta, alltaf var ég að fjölga fénu svo brátt vorum við feðgar komnir með dálítinn íjárhóp og hrossin svo byggja varð yfir hvoru tveggja með tímanum. Allt var þetta í nánu sam- starfi við Óla og stóð þessi búrekst- ur okkar feðga í 17 ár en Óli hélt áfram til æviloka. Geirland og bú- skapurinn þar skipaði stóran sess í mínu lífí frá 9 ára aldri og fram undir þrítugt, svo margt höfum við Óli brasað saman á þessum tíma. Það voru smalamennskur, rétta- ferðir, heyskapur, járningar o.fl. og svo hittumst við flesta daga yfir veturinn við gegningar. Þetta var löng og ánægjuleg samvera. Eftir að ég. stofnaði fjölskyldu og flutti í sveitina í Borgarfirðinum höfum við hittst alltof sjaldan en alltaf var hann Óli minn eins, svona einn af þessum föstu punktum í tilverunni. Ég veit að ég má líka mæla fyrir hönd systkina minna, Helgu Bjarkar, Siguijóns Rúnars og Guðrúnar Hlínar, að öll eiga þau ljúfar og góðar minningar um Óla á Geirlandi og búskapinn þar sem hefur verið samofinn bernsku okkar allra. Ég fór upp að Geirlandi að kvöldi dánardags Óla, ég gat einhvern veginn ekki farið heim án þess. Ég skildi ekki hvernig Geirland gat verið án hans. Það var milt veður, tunglskin og heimsins fallegasta útsýni af Miðmundarhólnum eins og alltaf. Það var ólýsanlegur friður og ró yfir öllu. Guð blessi minningu Óla og styrki alla sem syrgja. Fjölskyldan hans Braga bróður þakkar sam- fylgdina og ótal glaðar stundir. Árni Brynjar Bragason. Kær vinur og starfsfélagi er kvaddur í dag eftir 48 ára samferð, sem mér vitanlega bar aldrei skugga á. Það er umhugsunarefni á kveðjustund. Óli Geir var búinn að vera starf- andi hjá Skógræktarfélagi Reykja- víkur frá 1948 en ég hóf þar störf 1950. Hann var einn fyrsti starfs- maður félagsins ásamt föður sínum Siguijóni Ólafssyni á Geirlandi, Reyni Sveinssyni, Bjarna Bjarna- syni, Birni Vilhjálmssyni og Braga Siguijónssyni bróður Óla sem þá var ungur að árum, en var samt með. Einar G. E. Sæmundsen var þá framkvæmdastjóri félagsins. Hann var fundvís á gott verkafólk og hafði tekið að sér vandasamt verk. Hann átti að friða Heiðmörk, þá 1.350 ha lands, ófært hraun og. blásnauða mela. Hann valdi fólk sem þekkti landið, bændur af svæð- inu. Þessir menn unnu allir fyrir félagið af sama eldmóði sem til var stofnað í upphafi, sumir til dauða- dags, nú seinast Óli Geir. Oli Geir var einstakur persónu- leiki. í honum bjó hinn sanni íslend- ingur. Skólagangan var ekki löng, en hans meðfæddu eiginleikar hefðu dugað mörgum í nútíma þjóð- félagi vel. Sönglist, læknisfræði, verktækni, félagsfræði, svo eitt- hvað sé nefnt. Óli Geir var bráðger og fann sér fljótlega konu, Áróru Tryggvadóttur og áttu þau saman sjö börn, allt vel gerð börn sem hann mat mikils. Aðalstarf Óla Geirs hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur var vöru- bílaakstur og umsjón með tækjum og tólum félagsins og nú seinustu árin aðallega með vélum. Hann var frábærlega næmur á því sviði. Það var eins og hann hefði röntgenfing- ur og augu, hvert það tól sem var sett í hans stóru hendur fékk líf á örskammri stund. Mörg eru þau ÓLAFUR GEIR SIG URJÓNSSON ungmennin sem hafa verið hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur frá upphafi, þeim öllum var hann sem besti faðir, umhyggjusamur, hjálp- andi og gjöfull með ráð og lausn á lífsins vanda. Hann gaf af sér meira en hann þáði af öðrum og taldi aldr- ei eftir sér stundir til að létta öðrum lífið, svo að oft fannst mér hann taka of lítið tillit til sín og sinna nánustu. Óli Geir var mikill náttúrumaður, að sumu leyti frummaður. Hann hafði þá skynjun sem fáum er gef- ið, að skilja dýr. Hundana sína ag- aði hann og kenndi til verka, núna seinast átti hann Border Collie þeg- ar hann sem fjallkóngur smalaði seinast fé af fjalli. Hann Óli gaf okkur sem vorum honum samferða óneitanlega mikið. Hann söng sig inn í okkar hjörtu í blíðu og stríðu. Það er mikils virði öllum að finna gleði í hjarta og að syngja frá sér sút, það kunni Óli Geir. Ég man marga morgnana þegar ég við starf mitt heyrði morg- unsöng hans Óla Geirs álengdar. Það gaf mér styrk til frekari fram- kvæmda, sem hann var alltaf þátt- takandi í. Hann var íjallkóngur í mörg ár og fáir þekktu betur afrétt- inn hér í kring. Hann var áhuga- maður um uppgræðslu lands og sá til þess að græða upp Selfjallið og landið vestan af Sandskeiði. Þetta er nú gróið land en voru áður blás- in holt. Fyrir hönd Skógræktarfélagsins og starfsmanna þess sendi ég eftir- lifandi ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Að lokum vil ég þakka Óla Geir umhyggju og ástúð við mig og mitt fólk. Guð blessi minningu hans. Vilhjálmur Sigtryggsson. Eflaust verða alltaf til einhveijir menn sem skera sig úr fjöldanum, fara sínar eigin leiðir og verður minnst sem einstakra í sinni röð. Óli var einn slíkra. Honum lá minna á en okkur hinum, gaf sér tíma til þess að íhuga mál og var fyrir vikið úrræðagóður um lausnir á þeim. í löngu og farsælu starfi sínu hjá skógræktinni var hann ómissandi í viðhaldi véla og tækja og í frístund- unum á Geirlandi, þar sem hann sinnti bæði fjárbúskap og hesta- mennsku, var hann með fádæmum útsjónarsamur. Gilti þá einu hvort málin snerust um innréttingar eða húsasmíð, hrossatamningar eða dýralækningar - Óli var einkar fund- vís á leiðir út úr hveijum vanda. Á námsárum okkar vorum við hjónin vinnufélagar Óla í skógrækt- inni á sumrin og upp úr því lágu ieiðir okkar saman á Geirlandi - at- hvarfí Óla rétt utan við þéttbýli höf- uðborgarinnar. Þar dvaldi hann nær hveija stund sem gafst áratugum saman og var óumdeildur kóngur í þessu ríki sínu sem við vorum svo lánsöm að vera þegnar í. Leið okkar á Geirland lá í gegnum þann eigin- leika Óla að mega helst ekkert aumt sjá án þess að rétta fram hjálpar- hönd. Þegar unga stúlkan réð ekki við fyrsta hrossið sitt og var að því komin að gefast upp bauð Óli henni til sín á Geirland. Þegar heilræði hans dugðu ekki til að hemja hross- ið bauð hann hestakaup af þeim rausnarskap sem honum einum var laginn og lét örviljugan en alþægan gæðing sinn í skiptum fyrir baldinn folann. Um leið lagði Óli grunn að nýrri upplifun og margföldum áhuga á hestamennskunni - og ekki leið á löngu þar til hann gaf okkur fyrstu kindina og hjálpaði til við fyrstu sporin í sauðfjárræktinni. Æ síðan hafa tengsl okkar, og síðar barnanna okkar líka, við Óla og Geirland verið óijúfanleg. Við vorum langt í frá þau einu sem Óli hvatti og hjálpaði í hesta- mennsku. í gegnum tíðina hefur hann hnippt í margan unglinginn sem hann taldi að hefði gott af nærveru við dýrin og náttúruna, boðið þeim á hestbak og hjálpað af stað með ýmsu móti. Ekki síður hefur hann tekið margan hestinn, sem eigandinn átti í vandræðum með, í meðferð upp á Geirland. Einn þurfti e.t.v. að spekja, annan að fíta, sá þriðji hafði fótamein o.s.frv. Fæst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.