Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 41 ) ) > : i > > i > K 3 i I 0 I I 8 :1 :: Í I var Óla ofviða að leysa í fyllingu tímans. Hann gaf sér tíma til þess að „skilja“ dýrin og „sjá“ hvernig þeim leið og þegar hann síðan fyllti myndina með fyrri reynslu sinni af svipuðum einkennum var oft ótrú- legt að sjá hvernig hann komst fyr- ir meinsemdimar. Á sama hátt var Óli næmur á líð- an mannfólksins. Hann fylgdist vel með og enda þótt hann spyrði sjald- an og prédikaði aldrei lagði hann margt til þeirra mála sem efst voru í huganum hveiju sinni - þó með óbeinum hætti væri. Óla var það kappsmál að fólkinu í kringum hann liði vel - og ekki síst uppi á Geir- landi. Hann hjálpaði til við að gera klárt í útreiðartúrana þótt hann færi sjaldan á bak sjálfur og tók síðan á móti mannskapnum í hest- húsdyrunum þegar komið var til baka. Hann gladdist með börnunum og ungiingunum í hvert sinn sem vel gekk og fyllti Geirlandið í senn hlýju og gamansemi sem hvorki ungviðið né við sem eldri erum mun- um nokkru sinni gleyma. Og nú er þessi mikli söng- og gleðimaður genginn. Maðurinn sem kunni alla gömlu dægurlagatextana, sálmana, hestavísurnar og ættjarð- arlögin og yfir höfuð nánast allt sem íslendingar sungu á árum áður. í útreiðartúrunum söng enginn eins og Óli og aldrei var hann jafn vel í essinu sínu eins og þegar riðið var á Þingvöll og sungið þar og dansað undir réttarvegg fram eftir bjartri vornóttu áður en haldið var heim í morgunsárið - jafnvel eftir aðeins örstuttan kríublund undir berum himni. Við vottum aðstandendum Óla okkar dýpstu samúð, biðjum Guð að blessa minningu hans og þökkum fyrir að hafa fengið að vera honum samferða. Steinunn, Sveinn og börn. Sauðfjáreigendur í Kópavogi og Reykjavík kveðja nú með virðingu og þökk traustan og góðan félaga. Ólafur G. Siguijónsson, eða Óli á Geirlandi, eins og við kölluðum hann oftast, var einn þeirra ágætismanna í hópi fjáreigenda á höfuðborgar- svæðinu sem ég kynntist á unglings- árunum, um 1960. Um hann á ég margar góðar endurminningar, sem ýmsir deila með mér, svo sem úr rúningsréttum á vorin, göngum og réttum, ferðum í útréttir, eftirleitum, félagsstarfi og fleiru. Ólafur var um árabil í stjóm Sauðfjáreigendafélags Kópavogs og leitarstjóri í afrétti Seltjarnameshrepps hins forna þar sem fé úr Kópavogi og Reykjavík gengur á sumrin. Hann þekkti af- réttinn öðmm betur, kunni mjög góð skil á örnefnum og hafði sérstakt lag á að skipa fólki í göngur þannig að vel færi. í réttum var hann mark- glöggur, hafði gott auga fyrir fé og átti alltaf fallegar kindur, sem hann hirti af kostgæfni ásamt hestum sín- um. Nú á seinni árum var hann einn markavarða „Ingólfsskrár“, marka- skrár fyrir Landnám Ingólfs Arnar- sonar, og einnig á þeim vettvangi áttum við nafni prýðileg samskipti. Nokkur undanfarin ár höfðum við Ólafur og fleiri félagar kindur okkar saman á haustbeit og þá komu mannkostir hans enn betur í ljós. Það var ánægjulegt að sýsla við kindur með honum í rólegheitum. Á hann var alltaf hægt að treysta, ákveðið var gengið til verks, gert að gamni sínu og hlegið dátt, enginn hávaði eða asi og allt gekk eins og í sögu. Ég dáðist að æðruleysi hans þrátt fyrir heilsubrest síðustu miss- erin. Nú er mér efst í huga hjálpsem- in og ljúfmennskan sem einkenndi Ólaf því að hann var drengur góður sem við fjáreigendur kveðjum með söknuði. Honum eigum við margt að þakka og mér fínnst mikils virði að eiga svo góðar minningar um samferðamann. Aðstandendum votta ég innileg- ustu samúð. Ólafur R. Dýrmundsson. Margar ljúfar og góðar minningar streyma fram í hugann þegar ég nú minnist vinar míns og samstarfs- félaga til margra ára, Ólafs Geirs Sigutjónssonar frá Geirlandi. Ungur að árum réðst hann til starfa hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur eða 1948 en faðir minn Einar G. E. Sæmundsen var þá framkvæmda- stjóri félagsins. Góður vinskapur tókst fljótt með þeim sem hélst alla tíð. Sem strákhnokki kynntist ég Óla fljótlega í gegnum vinnuna og þó ekki síður við ýmiskonar störf sem hann vann fyrir fjölskylduna meðan hún var að koma yfír sig þaki í Kópavoginum og síðar sumar- bústað í sveitinni. Alltaf var hann boðinn og búinn að leggja á ráðin og rétta hjálparhönd. í sameiginlegu áhugamáli, hestamennskunni, nut- um við oft hans góða handbragðs við járningar og ýmissa viðvika í heyskapnum meðan við heyjuðum í Fossvoginum. Á Geirlandi, sínu æskuheimili, átti Óli griðastað þar sem hann stundaði sitt áhugamál, búskapinn, með nokkrar kindur og hesta. Þang- að leituðu vinir og kunningjar oft til að skrafa eða þiggja aðstoð sem var svo auðfengin. Oli var sérlega fróður um umhverfi sitt. Örnefni og alla staðhætti þekkti hann eins og lófa sinn svo unun var að heyra hann lýsa nágrenni sínu. Hann hafði góða söngrödd sem naut sín vel á vinafundum. Einnig unni hann ljóð- um og kunni mikið af tækifærisvís- um sem hann fór oft með. Á einum góðviðrisdegi í haust átti ég þess kost að fara í stutta ferð með Óla austur í Tungur að skoða hrossin og sjá hann gleðjast yfír því hvað tijágróðurinn hafði bætt við sig frá því hann var þar síðast á ferðinni. Á bakaleiðinni komum við í gegnum Hengilssvæðið niður á Mosfellsheiðina þar sem Óli hefur átt mörg smalaspor um dag- ana og verið fjallkóngur hin síðari ár og þá fór hugurinn á flug þegar talið barst að göngum og réttum. Að lokum vil ég og fjölskylda mín kveðja góðan vin og þakka langa og trausta samfylgd og megi minningin um góðan dreng lifa. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu, Áróru Tryggvadóttur, börnum og fjölskyldum þeirra mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ólafur Sæmundsson. Stundum er sárt að vera of seinn. Stundum er sárt að geta ei snúið við. Stundum er sárt að geta eigi goldið þær gjafír sem okkur eru gefnar dýrar. Stundum er sárt að vera til. Þeir sem eru til, þeir eiga á hættu að missa. Hvað er að missa? Það að missa er að hafa ei goldið til baka þær gjafir sem þér eru gefnar. Vinur minn er dáinn. Aldrei aftur þykkar þéttar hendur. Aldrei aftur hjálp án nokkurra kvaða. Aldr- ei aftur söngur fyrir þig en ekki hann. Aldrei aftur Óli Geir, Óli Sig, Óli á Geirlandi. Sumum er sú gæfa gefín að geta í lítilræði sínu ekki fundið hið minnsta til þess hversu djúpt spor þeirra markar annarra líf. Við hjónin kynntumst Ólafí Sig- uijónssyni bæði á unglingsárunum. Hann var hluti af okkar þroska. Hann var hluti af okkar sambandi. Á sinn óskiljanlega hátt hlúði hann að elsku okkar hvor til annars. Efa- laust naut ég þar fölskvalausrar umhyggju hans fyrir Bellu, eigin- konu minni. Við fyrstu sýn hijúfur. Við frekari kynni óendanlega við- kvæmur og mjúkur. Allur tónskal- inn. Frá dýpstu til hæstu tóna. Þannig var hann, ótrúlega brotgjarn og breyskur, en um leið mildur, mjúkur og traustur. Ég nefndi traustið síðast vegna þess að það brást mér aldrei. Einhvern veginn finnst mér að það megi sefa sorg mína að honum hafi þótt sér goldið ef ég gæfí öðrum þann kærleik sem hann gaf mér. Boðberum Guðs hef- ur borist góð sál og mikill söngvari. Við vildum gjarnan gátu lífsins ráða og geta snúið við og takti breytt. Óglöggt finnst oft mennskum markið þráða en maður getur huga að því leitt, að líkn er dauðinn fyrir þreytta og þjáða og þessa líkn fær dauðinn aðeins veitt. (H.H.) Blessuð sé minning Ólafs Sigur- jónssonar. Haraldur Haraldsson. TÓMAS EMIL MAGNÚSSON + Tómas Emil Magnússon var fæddur á Ísafirði31. maí 1911. Hann lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 21. janúar sl. For- eldrar hans voru Magnús Ólafsson, prentsmiðjusijóri á Isafirði, fæddur á Selakirkjubóli í Ön- undarfirði 3. júlí 1875, dáinn 10. apríl 1967, og kona hans Helga Tómasdóttir, fædd að Hlíðarenda í Bárðardal 17. júlí 1873, dáin 22. október 1951. Systkini Tómasar voru: Kristín, f. 1898, gift Þórði Jó- hannssyni, úrsmið; Lára, ljós- myndari, f. 1900; Ólafur Ingólf- ur, framkvæmdastjóri, f. 1902, kvæntur Kristínu Gísladóttur; Sigrún Anna, leikkona, f. 1904; Arnþrúður Helga, ljósmyndari, f. 1906, gift Harald Aspelund, skrif- stofustjóra; Elín Margrét, hár- greiðslukona, f. 1909; Halldór, prentari, f. 1912 og Jónas, kaupmaður, f. 1916. Af þeim eru enn á lífi þau Ólaf- ur, Arnþrúður, Halldór og Jónas. Tómas bjó á ísafirði fram undir 1960, en flutti þá til Reykjavíkur. Hann stundaði sjó- mennsku, fiskvinnslustörf og almenna verkamannavinnu um ævina, síðast í Kassagerð Reykjavíkur. Síðustu æviárin dvaldi hann á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði og á Elli - og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Utför Tómasar fer fram frá ísaijarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. OKKUR eftirlifandi systkin Tóm- asar langar til að minnast hans nokkrum orðum. Við ólumst upp á yndislegu heimili, þar sem foreldr- amir lögðu sig alla fram um að veita okkur gott, kristilegt uppeldi. Foreldrar okkar og ættingjar voru í forystu í ýmsum menningarmálum á ísafirði, svo sem leiklist og tónlist og í góðtemplarareglunni og mótað- ist uppeldi okkar af því. Þá átti margur sem minna mátti sín at- hvarf á heimili okkar. Tómas hafði mikið yndi af tónlist og hafði sjálf- ur ágæta söngrödd. Eftir fullnaðarpróf í Barnaskóla ísafjarðar var Tómas í tvö ár í Héraðsskólanum að Laugarvatni en fór síðan á sjóinn og var sjómaður í mörg ár. Þegar hann hætti á sjón- um settist hann að í Reykjavík og vann þar ýmis störf. Hann bjó fyrst á Hagamel hjá bróður sínum, Hall- dóri, en keypti síðan íbúð við Rauð- arárstíg og bjó þar. Tómas þurfti að hætta vinnu vegna sjóndepru og veikinda, og fékk þá vist á Dvalar- heimilinu Asi í Hveragerði. Þar var þá fyrir æskuvinur hans frá ísafirði, Bjarni Arngrímsson, sem var Tóm- asi stoð og stytta í veikindum hans og sjóndepru. Seinustu árin var Tómas á Élli- og hjúkrunarheimil- inu Grund í Reykjavík. Þrátt fyrir erfíð veikindi leið Tómasi vel á Grund, og viljum við þakka starfs- fólkinu þar fyrir hve vel það hugs- aði um hann og hjúkraði honum. Einnig viljum við þakka frænda okkar Högna Þórðarsyni og fjöl- skyldu hans fyrir hugulsemi þeirra við Tómas og þá sérstaklega Krist- ínu Högnadóttur, sem annaðist hann af mikilli ósérplægni í veikind- um hans. Við viljum kveðja bróður okkar með þessu versi: Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er, höndin sem þig hingað leiddi himins til þig aftur ber, Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pét.) Við biðjum Guð að blessa bróður okkar Tómas Emil og fylgja honum heim. Kær kveðja frá systkinum hans sem eftir lifa og aðstandend- fyrir nútímanum. Þetta á ekki síst við þegar vinir og ættingjar deyja, því þá deyr hluti af okkur líka. Ein höll minninganna, Sólgata 1 á ísafírði, er horfin okkur sjónum. Hún vék fyrir nýrri kirkju, sem var reist á rústum hinnar gömlu. í dag er gerð útför eins þeirra, er gerðu þetta hús að höll, Tómasar Emils Magnússonar, ömmubróður okkar. Langafí okkar og faðir Tómasar byggði það góða hús yfír fjölskyldu sína og prentsmðju og eftir hans dag bjuggu þar nokkur bama hans: Lára, Tómas, þar til hann flutti til Reykjavíkur, Jónas, Sigrún og Elin. Sólgata 1 var okkur, sem þetta ritum, nær daglegur viðkomustaður á æskuárum. Rétt eins og það til- heyrði að koma við hjá ömmu í Hafnarstrætinu og afa á úraverk- stæðinu og í Jónasarbúð þegar maður átti leið framhjá. Þegar leik- urinn barst niður á bryggjurnar og fjöruna við Edinborg, tilheyrði að koma við hjá Öddu ljósmyndara og systur Tomma. Á öllum þessum stöðum mættum við einstakri hlýju og væntumþykju. Okkar var vænst og okkur fínnst, eftir á að hyggja, að meiri virðing hafi verið borin fyrir ungviðinu í þá daga, en nú tíðkast. Enda þurft- um við að standa skil á tíðindum líðandi stundar. Og okkar biðu líka oftast góðgerðir, sem skolað var niður með því góða og fagra í mannssálinni, sem einkenndi lífs- viðhorf og skoðanir Sólgötusystkin- anna. Sólgata 1 var menningar- heimili. Þar hafði söng-.og leiklist verið í hávegum höfð um langan aldur og þar var stórt og mikið bókasafn. Við kunnum kannski ekki að meta það að verðleikum þá, en vitum í dag, að áhrif Sólgötusystk- inanna á okkur voru mikil. Fvrsta minningin um Tomma frænda er tengd því, er Hörður fékk að rölta með honum upp í hlíð, til að gefa gæsunum hans langafa. Á þeirri leið var margt skrafað og ekki síst sungið. I samsöngnum þurfti maður að passa sig, því Tommi söng oftast millirödd, þaul- vanur kóramaðurinn. Þá voru sagð- ar sögur af sjónum og af Sóloni í Slunkaríki, sem hafði búið þarna í hlíðinni, skammt frá gæsakofanum. Og þar voru lagðar lífsreglurnar. Kristín tengdist Tomma sterkum böndum strax í bernsku og naut þess æ síðan. Á hverjum jólum í áraraðir fékk hún alltaf einum pakka fleiri en við bræðurnir: Spilin frá Tomma. Tommi flutti frá ísafirði laust fyrir 1960. Hann fylgdist samt vel og af áhuga með lífshlaupi allra systkinabama sinna og barnabarna þeirra og hitti þau þegar hann kom vestur um jól og í sumarleyfum. Hann var ókvæntur og barnlaus sjálfur. Skólaganga Tomma var hefð- bundin á þeirra tíma mælikvarða. Hann stundaði þó nám í 2 ár við Héraðsskólann á Laugarvatni á ár- unum 1935-37. Hann sótti einnig vélstjóranámskeið hjá Fiskifélagi^ íslands 1931. En Tommi var víðles- inn og átti mikið og gott bókasafn. Starfsvettvangur Tomma var lengst af æfínni tengdur sjó- mennsku og síðar fiskvinnslu í landi. Síðast vann hann hjá Kassa- gerð Reykjavíkur, en varð að hætta störfum fyrr en hann vænti vegna augnsjúkdóms. Að systrum hans, Elínu og Sigrúnu látnum, var Sól- götuhúsið selt ísafjarðarkirkju. Eft- ir það, og á meðan heilsa hans ent- ist til ferðalaga, stóð heimili for- eldra okkar, Högna og Kristrúnar, honum opið í heimsóknum hans til ísafjarðar, einkum um jól og í sum- arleyfum. Okkur var líka tekið opnum örm— um á heimili Tomma við Rauðarár- stíginn og seinna á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði og á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund, þar sem hann dvaldist síðustu æfiárin. Alltaf var boðið upp á kaffí og meðlæti og gætti starfsfólkið sem annaðist hann þess, að hann gæti tekið vel á móti gestum sínum. Það var hon- um mikils virði og hélt við þeirri sjálfsvirðingu, sem öldruðum er svo mikilvæg. Fyrir það ber að þakka. I Hveragerði var gamall ísfirðing-. ur, Bjarni Arngrímsson, félagi Tomma og var honum góður vinur og hjálparhella. Gjafmildi Tomma var einstök. Öll föndurvinna hans miðaði að því að búa til jóla- og tækifærisgjafir, einkum handa smáfólkinu í fjöl- skyldunni, og vissi hann upp á hár hver hafði fengið hvað 2-3 ár aftur í tímann. Ef hann var ekki nógu afkastamikill, keypti hann sams konar hluti af öðrum til að gefa. Starfsfólkið í föndrinu á Litlu Grund á mikinn heiður og þakkir skildar fyrir hjálpsemi og elskulegheit í Tomma garð, því mikið umstang hlýtur að hafa fylgt þvi að ganga frá, jjakka og senda allar hess^. gjafír til réttra aðila á réttum tíma. Þegar Tommi hætti að geta not- ið veraldlegra hluta í eigu sinni, gaf hann þá smám saman frændfólki sínu. Það vildi hann gera á meðan hann hefði vit til, eins og hann sagði sjálfur. Að öllum öðrum ólöstuðum, lét hann ugpáhöldin sín í ættinni njóta þess. I gegnum árin var hon- um sérstaklega hlýtt til Kristínar, eins og áður sagði, og Láru Magn- úsdóttur (Helga Ólafssonar). Af smáfólkinu fengu Lára Betty Harð- ardóttir og síðast en ekki síst nafni hans, Tómas Emil Guðmundsson að njóta örlætis hans og elsku. Síðustu æfiárin var Kristín og fjölskylda hennar stoð Tomma og stytta. Reyndu þau að gera honum æfikvöldið sem notalegast og end- urgjalda ástúð hans og tryggð alla tíð. Við systkinin, makar okkar og böm, kveðjum Tomma frænda með söknuði og þökkum honum fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hans. Hörður, Þórður, Kristín og Guðmundur. um. Ólafur, Halldór, Jónas og Arnþrúður. Því lengra sem líður á ævina, Qölgar tilefnum til að minnast þess liðna: æskuáranna, fólksins og umhverfísins, sem mótaði okkur. Sá heimur er horfinn okkur sjónum, en birtist jafnan í ljúfsárum minn- ingum í hvert sinn, er eitthvað okk- ur kært breytir um svip, eða þokar t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, ÓLAFÍA GUÐRÚN STEINGRÍMSDÓTTIR, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir i. febrúar. Jón Guðbjartsson, Sigurlaug Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.