Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR STJÓRNUN heil- brigðismála virðist nú í meiri ólestri en oft áð- ur. Miðstjomarvald er hert og stofnunum gert skylt að minnka sína veltu. Helsti atgangur- inn er kringum svoköll- uð hátæknisjúkrahús, sem margir stjómmála- menn virðast halda að séu meginrót halla ríkis- sjóðs. Þá er hamast gegn einkarekstri þegar hann tekur að bjóða þjónustu á sviðum þar sem opinbera kerfíð hefur með ærnum til- kostnaði komið sér upp biðröðum. Kerfi eins og heilbrigði- skerfið hefur þróast um langan tíma og lýtur sínum eigin lögmálum, en ekki vilja einstakra stjómenda. Eng- in marktæk langtíma stefnumótun hefur farið fram síðan í tíð Magnús- ar Kjartanssonar heilbrigðisráð- herra. Heilbrigðiskerfí og hagvöxtur Heilbrigðiskerfið er uppspretta auðs rétt eins og hver annar þjón- usturekstur sem eftirspurn er eftir. Með ólíkindum er að jafn dýrmætur atvinnuvegur og heilbrigðiskerfið og heilsuþjónustan í heild skuli af fram- kvæmda- og löggjafarvaldi vera skil- greindur sem sóunarhít. Í þessari atvinnugrein á þjóðin mýmörg sókn- arfæri til aukins hagvaxtar rétt eins og í ferðaþjónustu og sjávarútvegi. í nútíma þjóðfélagi er það rekstur þjónustuatvinnuveganna sem er úr- slitaatriðið varðandi afkomu þjóð- anna. Með öðrum orðum, það sem fyrst og fremst gerir okkur rík, er að geta framleitt þjónustu af sömu eða meiri gæðum og aðrir, á jafn góðu eða betra verði. Ef okkur tekst að bæta heilsu þjóðarinnar og fram- leiða hveija einingu í heilbrigðisþjón- ustu á lægra verði en í þeim löndum sem keppt er við, þá lækkum við jafnframt þann kostnaðarþátt í sér- hverri íslenskri vöru á markaðinum sem rekja má til heilbrigðisþjónustu. Þar með höfum við styrkt stöðu okkar á markaðinum. Við érum nefnilega alla daga að flytja út heil- brigðisþjónustu. Stjórnkerfið Heilbrigðiskerfið lýtur mjög úreltu stjómkerfi. Nánast allt vald sem máli skiptir er saman komið í ráðu- neytum heilbrigðis- og fjármála og hjá íjár- veitinganefnd Alþingis. Þannig hafa jafnvel stærstu stofnanir kerf- isins ekkert vald yfir grundvallarþáttum eins og kjörum starfs- manna og fjárfestingu. Er ég smeykur um að stjórnendur í öðrum rekstri yrðu máttlitlir ef þessi tvö grundvallaratriði rekstr- arins væru tekin úr þeirra höndum. Rekstrarumhverfið sem greininni er skapað minnir helst á farsa frá tím- um danska konungsvaldsins. Þeir sem standa næst vettvangi senda bænarskjöl til ráðherra um úrlausn sinna mála, því enginn annar hefur neitt vald sem máli skiptir. í stað þess að beðið sé um snæri og öngla, er nú beðið um leyfi til að setja gerviliði í fólk, eða leyfi til að kaupa nútíma rannsóknarbúnað. Þetta kerfi er nú svo vel þróað, að kaup á nauðsynlegum búnaði taka gjarn- an um 3-4 ár með tilheyrandi hækk- un á kostnaði á framleidda einingu, lengingu á biðlistum og sóun á man- nauðnum. Þetta er þeim mun alvar- legra, að hver ný tæknibylgja á sér stuttan blómatíma, sem gjarnan ér 3 til 4 ár. Á mannamáli í venjulegum rekstri heitir þetta að hanga í aftur- endanum á þróuninni og er talin vís leið til glötunar. Afvegaleidd kostnaðarvitund Heilbrigðiskerfíð er alls ónæmt fyrir kostnaði á framleidda einingu og allar tilraunir til að meta slíkt hafa meira og minna mistekist, enda erfitt þar sem kaupandi og seljandi er sami aðilinn. í áratugi hefur kerf- ið hegnt sérhverjum þeim sem stað- inn hefur verið að aukinni fram- leiðni. Þetta hefur verið gert með því að gera upptækan allan ávinn- inginn ásamt stoltinu af árangrinum. Kostnaður á framleidda einingu markar skil lífs og dauða í öllum venjulegum rekstri. Með kvótakerfi rammafjárveitinga verður hinsvegar til efnahagsumhverfi sem á sér enga hliðstæðu í venjulegum atvinnu- rekstri. Upp kemur sú staða, að í stað framleiðniaukningar til að leysa viðfangsefnin, er talið hagkvæmara að stuðla að framleiðnilækkun. Innbyggð verkfallsþörf Þetta birtist skýrast í innbyggðri verkfalls- og deiluþörf sem nú er orðin mjög áberandi innan heilbrigði- skerfisins. Óskastaðan til að draga úr afköstunum er deila við tiltölulega fámennan hóp starfsmanna sem gegna lykilhlutverki, þannig að tjónið verði sem víðtækast. Þetta er ná- kvæmlega sú staða sem venjuleg fyrirtæki óttast eins og martröð, en fýrirtæki í heilbrigðiskerfinu halda gjaman úti deilum við slíka hópa í 5 vikur eða meira, gjarna út á minni- háttar tæknileg útfærsluatriði í vinnufyrirkomulagi. Deila ríkisspítal- anna við röntgentækn'a er nýjasta dæmið um þetta. Forstjóri þeirrar stofnunar rakti í blaðaviðtali bágan hag fyrstu 6 mánuði ársins 1995 til skorts á verkföllum og óvæntrar framleiðniaukningar. Bardaginn gegn hag- nýtingu tækninýjunga Til að draga úr framleiðni sem tengist nýrri tækni er fjárfestingu í tæknibúnaði haldið í stöðugri upp- lausn. Grein eftir grein er skrifuð um kostnað af dýrum tækjum og hagræðingarmöguleika sem í því felist að sameina stofnanir til að nýta dýr tæki. Ekkert af þessu stenst. Nýléga var haft eftir ráðu- neytismanni að alltaf væri verið að lemja á stjórnvöldum með nýrri tækni í heilbrigðismálum (á bakvið þessi ummæli birtist mikill biturleiki yfír að fá ekki að sofa í friði). Sann- leikurinn er hinsvegar sá, að fjár- munir til tækjakaupa eru smámunir í rekstri hátæknisjúkrahúsanna. Sum árin jafnvel undir 1% af veltu og hafa lækkað á undanförnum árum. Nýting á dýrustu tækjunum er óháð sameiningu rekstrareininga og er yfírleitt mjög góð, nema þar sem komið hefur verið á vinnufyrir- komulagi sem hindrar eðlileg afköst. Núverandi stefna í fjárfestingu í nýrri tækni dregur hinsvegar úr af- köstum og stuðlar þannig að því að markmiðið um lágmörkun framleiðni náist. Aukin áhersla á yfirbyggingu Stjórnunarsvið stofnana vex jafnt og þétt. Þetta dregur úr framleiðni, því ákvarðanataka verður þyngri í vöfum, sérstaklega af því að ekkert vald til valddreifingar er innan stofn- ananna. Hér nægir að vísa til sjón- varpsþáttanna Já, ráðherra, ef menn skilja ekki hvað við er átt. Bygging spítalahúsnæðis utan Reykjavíkur Þúsundir fermetra af húsnæði eru þannig í sveit settar að það nýtist ekki eða illa til heilbrigðisstarfsemi. Enn eru fyrirætlanir um slíkar bygg- Heilbrigðiskerfíð lýtur mjög úreltu stjórnkerfí, segir Smári Kristins- son, og skilja þarf á milli tryggingamála og rekstrar heil- . brigðisstofnana. ingar, á meðan starfsemi stóru sjúkrahúsanna býr við mjög óhag- kvæmt húsnæði á mörgum sviðum. Með þessu er heilbrigðiskvótanum eytt á þann hátt að dregur úr afköst- unum. Sameining stóru sjúkrahúsanna Ofarlega á óskalistanum er að sameina stóru sjúkrahúsin. Hug- myndin á bak við það er að ná fram meiri miðstýringu og útiloka alla samkeppni á þessu sviði enda hefur heilbrigðisráðherrann ekki efni á samkeppni. Niðurstaðan yrði stofn- un, sem tæki við þeim peningum sem hún fengi og framleiddi þá þjónustu sem henni hentaði. Fjöldi nýrra stjórnunarstarfa yrði til, enda þyrfti fjölda vel menntaðs fólks í biðraða- stjórnun og forgangsröðun. Full- komnun þessa ferlis er fullmannað sjúkrahús, sem hefur enga fjármuni til að annast sjúklinga. Hagsmunaárekstrar innan kerfisins Hagsmunir innan heilbrigðiskerfis- ins koma fram með undarlegum hætti þar sem það er bæði trygging- ar- og þjónustuaðiii. Svona kerfi lítur á það sem sína hagsmuni að koma í veg fyrir að hluti þeirra sem hafa greitt fyrir þjónustuna fái notið henn- ar. Þetta myndi í venjulegum við- skiptum heita samningssvik og fara beint í Iögfræðing. Auðvitað á fólk, sem ekki fær gervimjöðmina sína fyrr en eftir dúk og disk, eða aðrir sem ekki fá sína þjónustu, að höfða mál á hendur tryggingartakanum fyrir samningssvik. Núna er verið að koma upp batteríi sérmenntaðs fólks, sem m.a. á að setja fram reglur um val þeirra sem ekki eiga að njóta þeirrar þjónustu sem þeir hafa greitt fyrir. Hætt er við að ýmsir verði þar jafnari en aðrir rétt eins og hjá svín- inu félaga Napóleon og að djöflinum sé ætlað að hirða þá öftustu. Tökum hliðstæðu Aðeins eitt tryggingarfélag hefði leyfí til að tryggja bíla. Þetta sama tryggingarfélag ætti öll bílaverk- stæði í landinu. Þú lendir í tjóni og færð eftirfarandi svör: Við eigum ekki peninga til að leysa allra vanda, biðröðin eftir stýrisviðgerð er 6 mánuðir, en þú þarft að bíða í 3 ár eftir bremsuviðgerð, en við erum að setja upp nýja nefnd til að forgangs- raða. Enginn heilvita maður myndi samþykkja slíka þjónustu vegna þess að við erum öðru vön* og enginn myndi ímynda sér að slíkt kerfi gæfi mikið fyrir Iítið eins og í dag er slagorð margra þjónustufyrir- tækja. Háskólinn, Flugmálastofnun og fleiri stofnanir segja nú mjög skýrt, að líf liggi við að skorið verði á öll stjórnunarleg tengsl við ríkið. Heil- brigðiskerfið verður nú að senda stjórnvöldum skýr skilaboð um að breytinga sé þörf strax í gær. Tillögur til úrbóta • Úrslitaatriði er að skilja strax á milli tryggingarmála og rekstrar heilbrigðisstofnana. • Færa völdin út til rekstrareining- anna og stefna að afnámi ríkisaf- skipta af rekstrinum á tveimur til þremur árum. •Breyta Sjúkrahúsi Reykjavíkur í hlutafélag og fá til samstarfs öflug fyrirtæki úr öðrum greinum atvinnulífsins. Nýja fyrirtækið gæti þá tekið þátt í allri heilsu- tengdri starfsemi, en hún er í örum vexti. Þannig yrði til stórt heilbrigðisfyrirtæki sem lyti al- mennum rekstrarlögmálum. Þjón- ustusamningur yrði gerður við Tryggingarstofnun. • Gera fasta samninga við stofnanir eða einkastofur um að hreinsa upp biðlistana. Höfundur er tæknifræðingur. Heilbrigðiskerfi í vimu Smári Kristinsson í FRÉTTATÍMA Ríkissjónvarps- ins þriðjudaginn 30. janúar var fjall- að um niðurlagningu á stöðu deild- arstjóra lána- og innheimtudejldar hjá Tryggingastofnun ríkisins. í því sambandi var rætt við Guðjón Al- bertsson fyrrverandi deildarstjóra. Af þessu tilefni vill undirritaður koma að eftirfarandi athugasemd. Til febrúarloka 1994 var starfrækt sérstök lána- og innheimtudeild hjá Tryggingastofnun ríkisins. Vekefni deildarinnar voru einkum að annast útlánastarfsemi og innheimtu lána fyrir þá lífeyrissjóði, sem voru í umsjón Tryggingastofnunar. Lífeyr- issjóður starfsmanna ríkisins og Líf- eyrissjóður sjómanna stóðu að stærstum hluta undir kostnaði við rekstur deildarinnar, enda voru verk- efni lána- og innheimtudeildar fyrst og fremst fólgin í vinnu fyrir þessa lífeyrissjóði. A fundi stjórnar Lífeyrissjóðs sjó- manna 8. desember 1992 var sam- þykkt að flytja starfsemi sjóðsins út úr Tryggipgastofnun ríkisins og ákveðið var að sjóðurinn mundi hefja sjálfstæða starfsemi utan Trygg- ingastofnunar í ársbyijun 1994. Þessi breyting hafði í för með sér verulegan samdrátt í verkefnum lána- og innheimtu- deildar, og jafnframt fór þama lífeyrissjóður út úr Tryggingastofn- un, sem borgað hafði umtalsverðan hluta af rekstrarkostnaði deild- arinnar. Eftir þá ákvörðun stjómar Lífeyrissjóðs sjómanna, að flytja starfsemi sjóðsins út úr Tryggingastofnun rík- isins,' voru í raun brostnar forsendur fyr- ir því að starfrækja sér- staka lána- og. inn- heimtudeild við stofnunina. Verkefn- in sem eftir voru hjá deildinni voru fyrst og fremst vegna Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Hjá Trygg- ingastofnun hefur um langt árabil verið starfrækt sérstök deild, sem hefur haft umsjón með rekstri Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins, og hefur sú deild, sem sá um rekstur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sinnt jafnframt lána- starfseminni, eftir að forsendur voru brostnar fyrir samrekstri lána- og innheimtudeildar með Lífeyrissjóði sjó- manna. Þessi breyting leiddi óhjákvæmilega til nið- urlagningar á stöðu Guðjóns Albertssonar sem deildarstjóri við lána- og innheimtu- deild. Honum var þá boðið áframhaldandi starf hjá Trygginga- stofnun sem yfírlög- fræðingur innheimtu- mála, með óbreytt launakjör. Þessu boði hafnaði Guðjón. Þar sem Guðjón hafnaði boði um áframhaldandi starf leiddi það óhjákvæmilega til starfs- loka hans hjá Tryggingastofnun: Þar sem staða hans sem deildarstjóra hjá lána- og innheimtudeild hafði verið lögð niður voru honum greidd biðlaun í eitt ár frá starfslokum. Undirritaður vill taka það skýrt fram, að við alla meðferð þessa máls Guðjón hafnaði áfram- haldandi starfi, segir Karl Steinar Guðna- son, og starfslok hans voru því óhjákvæmileg. var reynt að haga málum þannig, að breytingin skaðaði Guðjón sem minnst. Þá var unnið að þessari breyt- ingu í fullu samráði við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, trygging- aráð og stjóm Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins. Lögfræðinga greinir á um hvort réttra formskilyrða hafi verið gætt við niðurlagningu á stöðu Guðjóns. Lögfræðingur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins hefur úrskurðað vegna stjómsýslukæru Guðjóns, að forstjóra Tryggingastofn- unar hafí verið heimilt að leggja stöð- una niður. Umboðsmaður Álþingis telur hins vegar að réttra formsatriða hafí ekki verið gætt. í fyrrgreindum fréttatíma Ríkis- sjónvarpsins sagði Guðjón í viðtali, að forstjóri Tryggingastofnunar rík- isins hefði viljað ýta.sér til hliðar til þess að koma að öðrum manni. Þetta er rangt, eins og fram kemur hér að framan þar sem aðdragandi niður- lagningar á stöðu Guðjóns er rakin. Staða hans var logð niður, og ekki var um neina nýráðningu að ræða vegna þeirrar breytingar. Sá einstaklingur sem Guðjón vísar til í þessu sambandi var ráðinn til að veita Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins forstöðu á árinu T985, eða u.þ.b. 8 árum áður en undirritaður kom til starfa hjá stofnuninni. Þessi einstaklingur er enn í sama starfi. Þess má einnig geta að áður en undir- ritaður kom til starfa var gengið frá samkomulagi milli Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Trygginga- stofnunar ríkisins um þá umsjón og afgreiðslu, sem stofnunin sinnir fyrir lífeyrissjóðinn. í samkomulaginu er gert ráð fyrir að sérstök deild innan Tryggingastofnunar hafi umsjón með rekstri Lífeyrissjóðs starfs- manna ríksins og að deildarstjóri þeirrar deildar skuli jafnframt vera framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins. Þær skipulagsbreytingar sem gerðar voru í kjölfar þeirrar ákvörðunar stjómar Lífeyrissjóðs sjómanna, að fara með rekstur sinn út úr Trygg- ingastofnun, hafa að öllu leyti verið unnar samkvæmt þessu samkomu- lagi. Það geta stjórnarmenn Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins staðfest. Niðurlagning á stöðu Guðjóns var gerð skv. framansögðu vegna sam- dráttar í verkefnum eftir að Lífeyr- issjóður sjómanna fór út úr Trygg- ingastofnun með starfsemi sína. Ekki var um neina nýráðningu í stöðu vegna þessara skipulagsbreytinga að ræða. Guðjón hafnaði áframhaldandi starfi sem honum var boðið. Starfs- lok hans hjá stofnuninni voru því óhjákvæmileg. Höfundur er forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins. Staða lögð niður hjá Tryggingastofnun Karl Steinar Guðnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.