Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU Bakki hf. í Hnífsdal Framleitt fyrir 1,3 milljarða í fyrra Morgunblaðið/Kristinn ÓLAFUR Ólafsson, landlæknir, og Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólameistari Stýrimannaskólans, voru þungir á brún á fundinum í gær. Urbóta er þörf UM 500 slys verða á togskipum á ári. Þar af verða 70% á togurum eða eitt slys á dag. Þróun sjóslysa und- anfarin ár hefur verið með þeim hætti að dauðaslysum hefur fækkað, en öðrum alvarlegum slysum fjölgað. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem haldinn var á skrifstofu iandlæknisembættisins í gær. Fund- urinn var haldinn til að kynna rit sem ber yfirskriftina „Vinnuslys á sjó“ og hefur að geyma samantekt erinda sem flutt voru á landsfundi um_ slysavamir í nóvember 1994. Á fundinum voru staddir nokkrir þeirra sem láta þessi mál hvað mest til sín taka og höfðu þeir misjafnar skoðanir á því hvar úrbætur væru brýnastar. Læknamiðstöð vantar Ólafur Ólafsson, landlæknir, sagði að ástæðan fyrir því að dauðaslysum hefði fækkað en öðmm alvarlegum slysum fjölgað væri ef til vill sú að með stöðugt skjótari viðbrögðum tækist að bjarga fleiri mannslífum. Hinsvegar skilaði það sér í fjölgun öryrkja. Þess vegna væri ekki nóg Áhersla á forvarnir og heil- brigðisþjónustu sjómanna að bæta heilbrigðisþjónustuna heldur þyrfti að leggja áherslu á forvarnir. Guðjón Ármann Eyjólfsson, skóla- meistari Stýrimannaskólans, nefndi tvö atriði þar sem úrbóta væri þörf. í fyrsta lagi þyrfti að bæta fræðslu meðal sjómanna. Þeir yrðu að vera meðvitaðri um þær hættur sem leyndust um borð og hvernig ætti að bregðast við þeim. Þá yrði að gefa út betri kennslubók í heilsu- fræði fyrir sjómenn. í öðru lagi þyrfti að bæta heil- brigðisþjónustu sjómanna. Það mætti t.d. gera með læknamiðstöð. Hann nefndi sem dæmi læknisþjónustuna um borð í varðskipinu Óðni í Smug- unni í fyrra. í þær sjö vikur sem boðið hefði verið upp á hana hefðu 63 sjúklingar af 35 skipum leitað til læknisins í 121 skipti. í fjórðungi tilfella hefði sjúkdómsgreiningin ver- ið andlegt álag. Hólmfríður Gunnarsdóttir hjá Vinnueftirlitinu vakti máls á því að dauðaslys væru líka tíðari meðal sjó- manna þegar þeir væru í landi. Erf- itt væri að henda reiður á hvetjar væru skýringar á því. Sumir hefðu viljað halda því fram að á sjóinn veldust menn sem tækju áhættu. Aðrir héldu því fram að starfið mótaði menn og þeir yrðu því ónæmir fyrir áhættu og enn aðrir segðu að þeir færu í land þegar ein- hver vandræði kæmu upp. Þetta mætti ekki gleymast í umræðunni. Að sögn Þóris Gunnarssonar hjá Slysavamafélaginu hefur mest áhersla verið lögð á að kenna mönn- um að bregðast við stórum sjóslysum eins og eldsvoðum eða strandi. Á sama tíma hefði vinnuslysum verið að fjölga. Það hefði komið fram á Öryggisráðstefnu sjómanna að ástæðunnar fyrir því mætti m.a. leita í umbreytingum á skipum. Eldri skip- in reyndust væru slysagildrur, en hin nýrri væru yfirleitt í lagi. FRAMLEIÐSLUVERÐMÆTI Bakka hf. í fyrra voru 1,3 milljarð- ar. Það eru margfóld verðmæti á við árið 1987, þegar fyrirtækið var stofnað, en þá voru framleiðsluverð- mætin 150 milljónir. Árið 1996 lofar góðu, en öll framleiðsla Bakka hf. á þessu ári hefur nú þegar verið seld. „Það var almenn hagsæld í rækju- vinnslu í fyrra,“ segir Aðalbjöm Jó- akimsson, framkvæmdastjóri Bakka hf. „Bakki gerði það eins og önnur fyrirtæki nokkuð gott. Við höfum náð því að bjóða upp á góða og eftir- sótta vöru, gengið vel um hana og haft hlutina á hreinu hjá okkur.“ Fest kaup á pökkunarvél Aðalbjöm segir að Bakki hf. hafi nýverið fest kaup á sérstakri pökk- unarvél sem pakki í smáar neytenda- pakkningar og verði tekin í notkun í mars. „Það er á næsta leiti," segir hann. „Bakki hf. keypti í fyrra meiri- hluta í fyrirtækinu Ósvör hf. í Bol- ungarvík. Við komum til með að pakka smárækju frá báðum þessum fyrirtækjum í þessum vélum og verð- ur verksmiðjan staðsett í Bolungar- „ÞAÐ var fjörugt í nótt, við fengum 500 tonn í tveimur hölum,“ sagði Sigurbergur Hauksson, fyrsti stýri- maður á Beiti NK, þegar skipið kom með fullfermi, 1100 tonn af loðnu, til Neskaupstaðar. Beitir er með flottroll og var tvo og hálfan sólarhring í túmum. Afl- ann fengu þeir langt austur á Þórs- banka. Sigurbergur telur að loðnan sé að þétta sig og komin á siglingu vestur á grunn. Nótaskipin hafa ver- ið að fá allt upp í 300 tonn í kasti. Beitir skiptir yfir á nót strax og loðn- an og kemst upp á grunninn. Síldarvinnslan frystir loðnuna fyr- ir Rússlandsmarkað og bræðir í mjöl. Sigurbergur er bjartsýnn á að ekki vík. Miklar vonir eru bundnar við þetta. Við erum alltaf að færa okkur nær kúnnanum og þetta er ein leiðin til þess.“ Áðalbjöm segir að meirihluti þeirr- ar vöru sem Bakki hf. selji fari í svokallaða kælivöru, þar sem rækj- unni sé pakkað í sérstakar neytenda- pakkningar og hún látin þiðna áður en hún er seld í búðunum sem kæli- vara. Aðeins lítill hluti framleiðslunn- ar muni fara í þessar nýju pakkning- ar, en því fylgi þó mikið hagræði og fullvinnsla sé næsta skrefið." Forflokkun á næsta leiti Það er fleira í bígerð hjá Bakka hf. „Forflokkun á rækju stendur fyr- ir dyrum,“ segir Aðalbjöm. „Það er nokkuð sem við hefðum viljað vera komnir út í áður, en nú verður ekki lengur beðið eftir því. Við höfum beitt öllum okkar kröftum að upplýs- ingaöflun, tölvukerfinu og öðru, en nú snúum við okkur að því að for- flokka alla rækju." Hann segir að ekki hafí verið pant- aðar neinar vélar, en fyrirtækinu hafi borist nokkur tilboð og verið sé að velja úr þeim. líði margir dagar til þess að hrogna- fylling nái því stigi að hægt verði að frysta fyrir Japansmarkað. 37.000 tonn á land í janúar Frá áramótum hefur verið tilkynnt um 37.000 tonna afla, sem aðallega hefur fengizt í flottroll. Vegna þeirra veiða hefur loðnuafli í janúar verið nokkuð góður, en undanfarin ár hafa veiðamar gengið illa í upphafi árs. Mestu af þessum loðnuafla hefur verið landað í neskaupstað eða um 13.500 tonnum samkvæmt upplýs- ingum frá Samtökum fiskvinnslu- stöðva. 8.000 tonnum hefur verið landað á Seyðisfirði og 7.500 á Eski- fírði. Beitir fyllti sig í tveimur köstum E S S O ÞJÓNUSTA - s n ý s t u m þ i g E S S () S k ó g a r s e I i Skínandi Þótt frost herði er ástæðulaust að hafa bílinn skítugan. Þú nýtir þér einfaldlega þvottastöðvar ESSO við Skógarsel, Lækjagötu í Hafnarfirði eða Gagnveg í Grafarvogi - og ekur burt á skínandi hreinum bíl. Olíufélagið hf ~50ára —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.